Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 34
heim. Ég man líka ekki eftir að hann hafi nokkurn tímann komið fisklaus heim. Ef svo hefur verið hefur hann allavega ekki sagt frá því.“ Til marks um keppnisskapið kemur Magnús með aðra sögu. „Það var einnig í tilhugalífinu að Ólaf- ur bauð Guðnýju með sér í veiði en ekki gekk betur en svo að hún veiddi meira en hann. Síðan hafa þau ekki farið saman að veiða og ég býst við að hún hafi áttað sig á því að það væri slæmt fyrir sambandið ef út- koman yrði alltaf á þann veg að hún veiddi meira.“ Margrét, systir Ólafs, tekur undir orð Magnúsar varðandi kappsem- ina. „Hann hefur nokkrum sinnum farið með mínum manni á veiðar og ef það kemur fyrir að eiginmaður minn fær fisk á undan honum miss- ir Ólafur málið þar til hann er sjálf- ur kominn með fisk. Það er í eina skiptið sem hann verður orðlaus,“ segir Margrét hlæjandi og bætir við að hann geti einnig verið þrjóskur. „Ef hann kemst í þann gírinn getur hann orðið formlegur og fjarlægur – það er einhvers konar stífni sem hleypur í hann.“ Jafnlyndur og síbrosandi Svala Ólafsdóttir lögfræðingur var skólafélagi Ólafs í lögfræðinni en hún segir bjart yfir öllum minning- um tengdum Ólafi. „Í háskólan- um var hann glaðvær, elskulegur og skemmtilegur skólafélagi. Hann var jafnlyndur og alltaf kátur. Ég man bara eftir honum brosandi.“ Aðspurð segir Svala Ólaf hafa staðið sig vel í starfi sem sérstakur saksóknari eftir bankahrun. „Ég hef trú á honum í þessu starfi og hann er með gott stuðningslið á bak við sig. Svona starfi sinnir eng- inn einn og sem betur fer hefur hann góða starfsmenn. Mér hefur fundist honum takast vel að standa í fram- línunni og ráða vel við þær spurning- ar og ágengni sem hann hefur staðið frammi fyrir. Ég vona bara að álagið beygi hann ekki frekar en aðra starfs- menn embættisins. Ég ber virðingu fyrir honum, það þarf mikið hugrekki og stórhug til að axla þá ábyrgð sem þessu mikilvæga starfi fylgir.“ Klár á bókina Kristín Völundardóttir, sýslumað- ur á Ísafirði, var fulltrúi sýslumanns í Kópavogi þegar Ólafur var fulltrúi í Hafnarfirði. „Ég leitaði mikið til Ól- afs enda fær á sínu sviði. Þú kemur aldrei að tómum kofanum hjá hon- um.“ Hún vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að kalla hann „besserwisser“. „Ólafur er mjög fróður og hann er klár á bókina. Hann er hreinn og beinn og er ekkert að fela það sem hann veit. Ég man aldrei eftir að hafa leitað til hans með eitthvað sem hann gat ekki hjálpað mér með. Hann kemur með svör og vísar svo í lagagreinar,“ segir Kristín og bætir við að Ólafur sé líka skemmtilegur maður. „Hann er hress og alltaf léttur í lund og alveg strangheiðarlegur.“ Þegar hún er innt eftir göllum hugsar hún sig um. „Ég hef líklega ekki unnið nógu náið með honum til að þekkja gallana auk þess sem við höfum alltaf unnið sam- an að hlutunum en aldrei gegn hvort öðru. Hann er almennt séð mjög vel liðinn meðal félaganna. Ef ég ætti að nefna einn galla þá finnst mér að hann ætti að hugsa betur um heilsuna.“ Að sögn Áslaugar Rafnsdóttur hjá sýslumanninum á Akranesi er Ól- afur góður yfirmaður. „Hann er afar vandaður embættismaður, frábær yf- irmaður og við óskum honum alls hins besta,“ segir segir Áslaug og Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík og kollegi Ólafs, tekur í sama streng. „Ólafur er afskaplega heill og vand- aður maður, heiðarlegur og greind- ur. Í gegnum tíðina hef ég leitað ráða hjá honum og Ólafur er ávallt boðinn og búinn að hjálpa.“ Anna Birna bætir við að auðvelt sé að eiga samskipti við Ólaf. „Ég hef ekkert nema jákvætt um hann að segja og þekki hann ekki nógu vel til að geta nefnt einhverja galla.“ Krefjandi starf í kastljósinu Aðspurð viðurkennir Margrét að hún hafi vonast til þess að Ólafur tæki starf sérstaks saksóknara ekki að sér. „Þegar ég sá þessa stöðu auglýsta datt mér hann strax í hug en í sann- leika sagt þá vonaði ég að hann tæki þetta ekki að sér. Ég hélt þeim skoð- unum fyrir mig og það kom mér ekk- ert á óvart þegar hann sagði mér að hann hefði tekið starfið. Þetta verkefni er í samræmi við önnur verkefni sem hann hefur sinnt, hann hefur verið settur sak- sóknari í einstökum málum, verið falin rannsókn í öðrum og unnið í opinberri stjórnsýslu. Að sama skapi hefur hann eða hans fjölskylda ekk- ert komið nálægt fjármálageiranum. Að mínu mati er hann fyllilega hæfur til að sinna þessu starfi, svo framar- lega sem hann fær þann mannskap sem þetta risastóra verkefni kallar á. Það er gott til þess að finna að það ríkir skilningur fyrir því í samfélag- inu,“ segir Margrét og bætir við að hún vonist til þess að Ólafur fái smá frí í sumar. „Hann tók ekkert frí í fyrra og það lítur ekki út fyrir að hann fái frí núna en hann verður að fá að hlaða batteríin. Vonandi er hægt að haga vinnunni þannig að hann geti leyft sér að hvíla sig. Hlutirn- ir hafa gerst mjög hratt, það er eitt að vinna krefjandi verkefni og ann- að að þurfa að vinna það í kastljósi fjölmiðlanna. Hann hefur þó aldrei kvartað en ég ímynda mér að álagið sé töluvert.“ Verður ekki keyptur Samferðafólk Ólafs í gegnum líf- ið er á einu máli um að þar fari vandaður maður og að honum hafi tekist vel að aðskilja vinnu frá einkalífi. Vissulega taki annríki og ferðalög sinn toll en að Ólafur líti á hið mikla starf sem hann standi nú frammi fyrir sem tímabundið verkefni sem verði að klára. „Ólafur vandar sig alltaf. Hann tek- ur sinn tíma til að gera hlutina því hann vill gera þá vel svo þeir séu skotheldir. Hann er mjög klár og með mikla reynslu af að fást við ólík mál. Hann er líka með mann- lega þáttinn á hreinu og útkoman er afar skemmtileg og vönduð og á vel við í þeirri stöðu sem hann gegnir,“ segir fyrrverandi kollegi hans. Viðmælendum DV kemur ekki á óvart að Ólafur hafi verið valinn í starf sérstaks saksóknara og einn tekur svo djúpt í árinni að kalla hann heiðarlegasta mann á land- inu. Anna Birna tekur undir: „Að mínu mati er hann í hópi þeirra bestu sem hægt var að velja í þetta starf og ég tek fyllilega undir að hann sé einn heiðarlegasti maður á Íslandi.“ Vinkona hans úr MS á lokaorðin: „Þetta er frábær og heið- arlegur maður sem við þurfum ekki að óttast að verði keyptur. Ólafur er heill í gegn.“ indiana@dv.is 34 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 NÆRMYND Það er regla á öllu í kringum hann enda hefði hann líklega ekki komist í gegnum nám og vinnu nema af því að hann er með hlutina í föstum skorðum. Ólafur Hauksson er kominn vel á veg í mörgum málum: Margir með stöðu sakbornings Ólafur Þór Hauksson er kominn vel á veg í rannsóknum sínum á nokkr- um þeirra mála sem hann hefur haft til skoðunar. Nærtækast er að nefna rannsóknina á markaðsmis- notkun Kaupþings sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið og þær handtökur sem Ólafur hefur ráðist í vegna þeirra. Önnur mál sem komin eru vel á veg eru rannsókn embættisins á Exeter-holding málinu sem teng- ist meintum ólögmætum lánveit- ingum út úr sparisjóðnum Byr, máli sem tengist meintri ólögmætri meðferð eignarhaldsfélagsins Mile- stone á bótasjóði Sjóvár og Imon- málinu í Landsbankanum þar sem talið er að um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða. Fjöldi einstaklinga eins og Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Sigurjón Árnason, Magnús Ármann, Jón Þorsteinn Jónsson, Karl Wernersson, Stein- grímur og Guðmundur Ólason hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á þessum málum. Einhverjir þeirra eru komnir með réttarstöðu sak- bornings í málunum. Auk þess hafa fjölmargir lítt þekktir aðilar verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn embætt- isins. Við marga er rætt sem vitni í málunum. Nokkrir tugir mála, líklega meira en fimmtíu, eru hins veg- ar á borði sérstaks saksóknara og eru aðeins nokkur þeirra þekkt. Meirihluti málanna er aftur á móti óþekktur. Á að giska þrír fjórðu af málun- um hafa ekki ver- ið nefndir á nafn hingað til og er alveg ljóst að saksóknari mun ekki gefa það upp um hvaða mál ræðir í þessum tilfellum. Því má segja að mikill meirihluti þess starfs sem sérstakur sak- sóknari hefur verið að vinna að hingað til sé óþekktur. Þrátt fyrir þetta hefur gríðarlega mikið verið rætt um rannsókn saksóknara í fjölmiðl- um á þeim málum sem þekkt eru með nafni. Sér- stakur saksókn- ari hef- ur gefið það út að fyrstu ákærurn- ar í málunum sem til rannsóknar eru muni líta dagsins ljós í maí. Þar verður að telja afar líklegt að um sé að ræða mál sem tengjast Kaup- þingi. n Imon-málið í Landsbankanum n Sjóvár-málið og Milestone n Markaðsmisnotkun Kaupþings (Al-Thani málið) n Exeter-holding n Sala Baldurs Guðlaugssonar á hlutabréfum í Landsbankanum n Meint brot Glitnis á tilkynninga- skyldu um sölu Guðbjargar Matthíasdóttur á bréfum sínum í Glitni Til rannsóknar Fjölskyldan Fjögur systkini af fimm. Á myndinni eru Brandur, Ólafur Þór, Kristín og Margrét. Vinirnir Ólafur Þór og Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, fara reglulega saman í veiði og elda gjarnan saman og halda þá stórar veislur. Veiðimaður Ólafur veiðir silung á flugur sem hann hnýtir sjálfur og skýtur rjúpur fyrir jólin. Þeir sem þekkja hann best segja hann kappsaman þegar kemur að veiði og að honum líki illa ef einhver fær fisk á undan honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.