Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR VIÐKVÆMUR FYRIR GAGNRÝNI n Fundahöld hafa verið í viðskipta- fræðideild HÍ að undanförnu og ýmsir lagst þar undir feld í sjálfsgagn- rýni. Fyrir um einni viku komu hagfræðingarnir og háskólakenn- ararnir saman á þægilegum stað utan skólans og ræddu málin. Þar mun hafa komið fram í máli hagfræðingsins og baráttumannsins Vilhjálms Bjarnasonar að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, hefði sagt eitthvað á þá leið löngu áður en bankinn féll, að hagfræðin og viðskiptafræðin inn- an HÍ gæti ekki vænst þess að fá styrki frá bankanum meðan menn eins og Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ólafsson störfuðu við deildina. GETTÓ Í SKEIFUNA n Málflutningur Jóns Gnarr, leiðtoga Besta flokksins, fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík um næstu helgi, tekur á sig ýmsar myndir. Hann lýsti til að mynda mik- illi vanþóknun í blaðagrein fyrir helgina á formi kosningafunda og frábað sig Power- Point glærusýn- ingum. Þær væru hundleiðinlegar. Eftirfarandi setning, sem ku vera höfð eftir honum í tímariti stjórnmála- fræðinema, kann þó að vekja blendn- ar tilfinningar: „Að lokum viljum við flytja inn gyðinga til að rétta við efna- hagskerfið, því þeir kunna jú að fara með peninga. Ég var að hugsa um að búa til gettó í Skeifunni því þar er svo mikið af búðum.“ SAMEININGARTÁKNIÐ n Karl Th. Birgisson, Herðubreiðar- skríbent með meiru, sagði í ádrepu í vikunni að óþarfi væri af leiðtogum stjórnmálaflokk- anna í höfuðborg- inni að vera með ólund í garð Besta flokksins. Á ólgu- tímum væri jarð- vegur fyrir öfga- framboð, jafnvel af fasískum toga. Því bæri að fagna framboði sem hefði skemmtilegheit- in sem sérstakt stefnumál. Aðrir eru ekki jafnvissir og telja Jón Gnarr vera einhvers konar baktryggingu sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Gárung- arnir tala jafnvel um Jón Gnarr sem sameiningartákn styrkjakónganna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Gísla Marteins Baldurssonar, en hann hef- ur víst sést á stuðningsmannalistum þeirra beggja síðustu árin. SANDKORN Ólafur og Kolbrún leiða H-lista framboð um heiðarleika Ólafur og Kolbrún leiða H-lista framboð um heiðarleika laugardagskubbur Skoðun kubbur Verðbréfasalar skulda Kaupþingi tæpa 4 milljarða króna: Kúlukóngar selja Tal Símafyrirtækið Tal hefur verið sett í söluferli hjá verðbréfafyrirtæk- inu Tindum verðbréfum en Lands- bankinn er helsti kröfuhafi Tals. Tindar er nýtt fyrirtæki sem ný- lega fékk starfsleyfi. Stofnendur og stjórnendur Tinda eru kúlulána- kóngarnir Hannes Frímann Hrólfs- son og Frosti Reyr Rúnarsson. Þeir störfuðu áður sem yfirmenn hjá Kaupþingi og fengu þau tíðindi í upphafi vikunnar að þeim bæri að borga til baka tæplega fjögurra milljarða króna kúlulán sem þeir fengu til hlutabréfakaupa í bank- anum eftir að niðurfellingum per- sónulegra ábyrgða var rift. Þeir Hannes og Frosti færðu auk þess báðir glæsihýsi sín yfir á maka sína í októ ber 2008 stuttu eftir fall Kaup- þings. Líklega er það gert til þess að koma húseignunum í var fyrir kröfuhöfum. Slitastjórn Kaupþings rifti sem kunnugt er niðurfellingu persónu- legra ábyrgða fyrrverandi starfs- manna Kaupþings á mánudag. Gæti þetta orðið til þess að þeir Hannes og Frosti fái ekki að stjórna Tindum áfram þar sem ólíklegt er að þeir geti staðið skil á tæplega fjögurra milljarða króna kúlulán- um. Verði þeir gjaldþrota fá þeir ekki að starfa hjá fjármálafyrirtækj- um næstu fimm árin. as@dv.is FJÖLSKYLDUR HAFA SKILAÐ LEIKTÆKJUM Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Graf- arvogi á laugardag og lést á gjörgæsludeild á mánudag, segir nauðsynlegt að taka öll slík leiktæki úr umferð. Húsasmiðjan og BYKO hafa stöðvað sölu á rólunum. Farið verður yfir allar vörur sem eru handa börnum. „Ég er hræddur um að ef ég hefði verið að selja svona vöru væri ég fljótur að taka hana úr umferð og innkalla þau tæki sem seld hafa verið,“ segir Hákon Hákonarson, afi Kristófers Darra Ólafssonar, þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á gjörgæsludeild á mánu- dag. Sesselja Th. Ólafsdóttir, sérfræð- ingur á öryggissviði Neytendastofu, segir í samtali við DV að málið sé til meðferðar hjá Neytendastofu en ekki hafi veri tekin ákvörðun um það hvort að innkalla skuli öll leik- föng sömu gerðar. BYKO og Húsa- smiðjan hafa stöðvað sölu á leik- tækjunum á meðan á rannsókn stendur. Hákon segir að ennþá sé slíkar rólur að finna út um alla borg, en best væri að afturkalla þær allar. Rannsóknarlögreglan vinnur að rannsókn málsins. Stenst staðla og kröfur Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri BYKO ehf., sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag vegna slyssins. Í yfir- lýsingunni kemur fram að leiktækið uppfylli staðla og kröfur sem gerðar eru um leiktæki til einkanota á ein- býlislóðum eða lokuðum raðhúsa- lóðum, en löggildingarstofa fór yfir tækið þegar BYKO fékk það fyrst í sölu fyrir nokkrum árum. Húsasmiðjan hefur verið með sambærilegt leiktæki til sölu í sín- um verslunum og í bæklingi þeirra - Sælureitur 2009 - eru myndir af tækinu. Hákon bendir á að einu varúðarráðstafanirnar sem for- eldrum hefur verið bent á að hafa í huga í sambandi við tækin hefðu verið að vara sig á viðarvörninni. „Varast skal að börn komist í snert- ingu við viðarvarnarefni meðan það er blautt. Þurrktími er gefinn upp á umbúðum.“ Engum um að kenna Hákon segir að reglugerðir skipti engu máli í þessu tilfelli. „Mér finnst reglugerðir ekki skipta máli í þessu samhengi, mér finnst þá allavega að foreldrar eigi að hafa val og viti af þessu,“ segir Hákon. Umfjöllun fjölmiðla virðist vera að skila sér því þegar DV hafði sam- band við Hákon höfðu tvær fjöl- skyldur haft samband við hann, en þær höfðu átt sams konar leiktæki og hafa nú skilað þeim. Hann telur það skipta öllu máli að foreldrar séu upplýst- ir um hættuna sem fylgir slíkum kaðlarólum. Hann segir að skaða- bótamál myndi ekki færa þeim drenginn aftur og því sé það ekki á dagskrá. Hann sé ekki að kenna neinum um, enginn hefði getað séð slíkt fyrir. Vörur handa börnum skoðaðar Sesselja Th. Ólafsdóttir, sérfræð- ingur á öryggissviði, segir Neyt- endastofu vera með málið til meðferðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort innkalla skuli leiktækið og sams konar tæki úr verslunum. „Við erum að kanna það en ég veit ekki hvenær má bú- ast við niðurstöðu. Málið er bara einfaldlega til meðferðar hjá okkur og það er það sem ég get upplýst þig um,“ segir Sesselja. Sigurður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Húsasmiðjunnar, segir Húsa- smiðjuna hafa tekið sams konar leiktæki úr sölu um leið og þetta mál kom upp. „Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhússins, mun fara yfir allar vörur sem ver- ið er að selja handa börnum,“ segir Sigurður og bendir á að nú þufi að fara vel yfir allt saman. Kristófer Darri Ólafsson verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, klukkan 13.00 í dag, föstudaginn 21. maí. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Mér finnst reglu-gerðir ekki skipta máli í þessu sam- hengi, mér finnst þá allavega að foreldrar eigi að hafa val og viti af þessu. Kristófer Darri Ólafsson Kristófer verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, klukkan 13.00 í dag, föstudaginn 21. maí. Mörg leiktæki Sams konar leiktæki og það sem olli hinu skelfilega slysi eru til úti um allt land. Hannes Frímann Hrólfsson Fyrrverandi starfsmaður Kaupþings er skuldum vafinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.