Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 37
VIÐTAL 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 37
sem komið með athugasemdir en það
var meiri háttar viðburður ef til þeirra
var tekið tillit. Ráðherrarnir réðu för
og á þessu hefur engin breyting orð-
ið. Ég fullyrði að þegar núverandi rík-
isstjórn er að keyra mál í gegnum þing-
flokkana á örskammri stundu er sama
verklagi beitt. Ríkisstjórnin er enn að
stýra þinginu og að mínu mati eru þau
vinnubrögð ein af uppsprettum þessa
vantrausts.
Á meðan þetta er svona ráða ein-
ungis tveir einstaklingar, formenn ríkj-
andi flokka hverju sinni, og alþingi Ís-
lendinga er bara stimpilpúði. Þetta er
vandamálið. Nánast allar mikilvægar
ákvarðanir í þjóðfélaginu eru teknar
af fámennri klíku án samráðs við kóng
eða prest. Alþingi þarf að losna und-
an oki framkvæmdavaldsins. Fólkið
í landinu þarf að ráða meiru og mín
framtíðarsýn er sú að fólkið í land-
inu eigi eftir að geta haft meiri áhrif
á ákvörðunartöku. Ég styð því hug-
myndir sem lúta að beinu lýðræði og
vil að við höldum áfram að feta þá
slóð.“
Staða kvenna veiktist
Í vikunni bárust þær fréttir að Ólöf
Norðdal ætlaði að bjóða sig fram til
varaformanns Sjálfstæðisflokks á
næsta landsfundi. Þegar Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir steig til hliðar og
sagði af sér þingmennsku og embætti
varaformanns Sjálfstæðisflokks höfðu
margir samband við Kristján og báðu
hann að gefa kost á sér í embættið.
Kristján segir allt óráðið en landsfund-
ur Sjálfstæðisflokks verður haldinn í
júní. „Við Ólöf þreyttum bæði frum-
raun okkar í landsmálapólitíkinni í
kosningunum árið 2007 í Norðaustur-
kjördæmi og unnum þá mjög vel sam-
an. Ég tel Ólöfu vera góðan kost í starf
varaformanns flokksins.“
Hvort Þorgerður Katrín eigi aftur-
kvæmt segir Kristján það hennar að
meta. Hún sé búin að taka sér leyfi og
verði að fara í gegnum það sjálf hvort
og þá hvenær hún komi til baka. „Í
nágrannalöndum okkar er alþekkt að
einstaklingar hætti tímabundið í póli-
tík og snúi til baka eftir að hafa end-
urnýjað umboð sitt til trúnaðarstarfa.
Þessa ákvörðun verður hún að taka á
sínum eigin forsendum.
Við afsögn Þorgerðar sem varafor-
manns veiktist staða kvenna í stjórn-
málum á Íslandi og það þykir mér mið-
ur. Þetta var vissulega áfall fyrir þær
konur sem hafa sömu sýn til íslenskra
stjórnmála og Sjálfstæðisflokkurinn
byggir á,“ segir hann og bætir við að
tengsl pólitíkusa við viðskiptalífið séu
afar óheppileg og sérstaklega í ástandi
sem nú ríki.
„Í þessari kviku sem er í stjórnmál-
um í dag eru hreinar línur að þessi
samþætting valds milli ríkisstjórnar og
löggjafarvalds hefur gjörsamlega vikið
undan ofurríki framkvæmdavaldsins
og svo þegar fjármálaveldið samtvinn-
ast með mjög sterkum hætti, eins og
gerðist á síðustu árum, erum við kom-
in með eitraða blöndu. Staðan var sú
að átök milli viðskiptablokka urðu að
átökum í stjórnmálalífinu í stað átaka
um þær grunnspurningar sem snúa
að hinum ýmsu þáttum mannlífsins.
Þetta voru miklu frekar varnarstjórn-
mál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
stóð vörð um Samson, Samfylking-
in um Baug og Framsókn um S-hóp-
inn og á meðan voru vinstri-grænir
að berjast um að fá að ráðstafa þeim
mikla ágóða sem fjármálastarfsemin
skapaði í stað þess að leggja til hliðar.
Svona var þetta því miður, í stað þess
að stjórnmálaflokkarnir stæðu vörð
um hagsmuni almennings og nú erum
við að súpa seyðið af því.“
Den tid, den glæde
Aðspurður segir hann pólitíska fram-
tíð sína óráðna ef hann bjóði sig aft-
ur fram til embættis en tapi. „Den tid,
den glæde, segi ég núna eins og alltaf
þegar ég er spurður hvort ég ætli að
gera þetta eða hitt. Ég er í stjórnmálum
í dag og verð þar til ég hætti. Hvenær
það verður veit ég ekki, það getur gerst
á morgun, eftir tíu ár eða 20 ár.
Ég er kappsamur þegar ég hef sett
stefnuna að einhverju marki en mér
finnst ekki erfitt að tapa. Ef ég meiddi
mig við niðurstöðuna fyndist mér það
vont en ef þú nærð fram einhverjum
markmiðum sem þú hefur sett þér er
það gott. Markmið mitt árið 2005 var
að sjálfstæðismenn fengju val og það
gekk eftir,“ segir hann og bætir við að
sú barátta hafi verið erfið.
„Ég var bæjarstjóri úti á landi þegar
ég fór fram og sat við símann á kvöld-
in og ræddi við félagsmenn. Ég hugsa
að í 9 af tíu samtölum sem ég tók hafi
ég verið hvattur til að hætta við þetta.
Engu að síður hélt ég áfram og er sáttur
við það. Þegar ég bauð mig svo fram til
formanns 2009 vildi ég líka að lands-
fundarfulltrúar hefðu val og tel að
framboðið hafi styrkt mig, Bjarna og
flokkinn,“ segir hann og viðurkennir
að hann hafi ekki haft mikla trú á sigri
2005. „Ég var óþekktur einstaklingur í
flokknum af landsbyggðinni sem þar
að auki bauð sig fram gegn konu. Ég
hafði meiri trú á sigri 2009, þótt kosn-
ingabaráttan hefðist svo skömmu fyrir
landsfund.“
Alltaf tími fyrir mig
Ólíkt mörgum kollegum sínum hefur
Kristján sloppið við hneyksli og meint
lögbrot. Aðspurður segir hann sam-
visku sína hreina. „Ég kann ekkert á
svona fjármálagjörninga, á nóg með
sjálfan mig og minn heimilisrekstur
og hef hvorki áhuga né tíma fyrir slíkt,“
segir hann.
Þegar hann er inntur eftir því hvort
þetta sé því ekki einmitt rétti tíminn
fyrir hann til að stíga fram sem for-
maður hugsar hann sig um. „Það er
alltaf tími fyrir mig,“ segir hann bros-
andi og bætir við: „Í mínum huga er
kjarni í því sem þú leitar eftir þessi: Ef
rétt er á málunum haldið á sú stjórn-
málastefna sem ég aðhyllist fullt er-
indi við þjóðina og ég er reiðubúinn
til þess að leggja mig allan fram um
að berjast fyrir framgangi hennar. Ég
vil þó undirstrika að grunngildi stefnu
Sjálfstæðisflokksins eru í mínum huga
mikilvægari en einstaklingarnir sem
bera þau fram. Endurreisn Sjálfstæðis-
flokksins og hagur þjóðarinnar er mun
mikilvægari en mín persóna.“
indiana@dv.is
ÞAÐ ER ALLTAF
tími fyrir mig Kristján Þór Júlíusson alþingismaður hef-ur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til embættis formanns eða vara-formanns Sjálfstæðisflokksins en segist hingað til ekki hafa skorast undan ábyrgð.
Kristján bauð sig fram í embættin árið 2005
og 2009 og óttast ekki um pólitíska framtíð
sína þótt hann lúti enn einu sinni í lægra
haldi. Kristján er með hreina samvisku en
segir endurreisn flokksins og hag þjóðar-
innar mikilvægari en persónu sína.
Við erum að horfa upp á þingmenn
flestra flokka, ráðherra,
núverandi og fyrrver-
andi, í alls kyns mál-
um og auðvitað þykir
manni það sárt.
Kristján Þór Júlíusson Kristján
Þór þarf að dvelja langdvölum frá
fjölskyldunni á meðan hann sinnir
vinnunni. Hann er þó fjarverunni vanur
úr starfi sínu sem sjómaður.
MYND SIGTRYGGUR ARI