Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010
NAFN OG ALDUR?
„Ugla Egilsdóttir, 24 ára.“
ATVINNA?
„Nemi við Listaháskóla Íslands“
HJÚSKAPARSTAÐA?
„Í sambandi.“
FJÖLDI BARNA?
„Barnlaus“
HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR?
„Já, en þau dóu öll voveiflegum dauðdaga. Ég átti til
dæmis páfagauk þegar ég var 7 ára og mamma gaf
honum haframjöl. Hann sprakk. “
HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST?
„Kórtónleika Listahaskólans.“
HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN?
„Nei, ég er svo saklaus og löghlýðin. En ef ég ætlaði
ad brjóta lög myndi ég gerast njósnari. Veit bara ekki
fyrir hvern.“
HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU?
„Kronkron hælaskórnir mínir. Af því að ég beið svo
lengi með að kaupa þá og þeir eru svo flottir.“
HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN?
„Nei.“
HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆLUM?
„Ég held að skemmtilegustu mótmæli sem ég hef
tekið þátt í hafi verið leikrænn gjörningur sem studdi
frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur um bann við
kaupum a vændi. Við klæddum okkur upp í alls kyns
múnderingar og lékum portkonur og pimp.“
TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF?
„Ég trúi ekki á dauðann.“
HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA
HALDIÐ UPP Á?
„Ég skammast mín ekki fyrir nein lög sem ég hef
haldið upp á en hef skömm á þeim sem kunna ekki
að meta Beyoncé og Mariah Carey.“
HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR?
„„Ég hata þig“ eftir sjálfa mig og Sögu vinkonu mína.“
TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA?
„Sumarstarfs sem uppistandari hjá Hinu húsinu.“
HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR?
„Gone with the Wind. Reyndar hef ég meira gaman af
sjónvarpsþáttum heldur en kvikmyndum. House og
Desperate Housewives byltu lífi mínu til hins betra.“
AFREK VIKUNNAR?
„Nei. Ég er engin afrekskona.“
HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR?
„Nei, en ég hef farið til hómópata sem sagði mér að
lausnin á öllum mínum vandamálum væri að fyrir-
gefa Afríku. Svo hef ég spilað á gong í Jónsmessunæt-
urathöfn og verið tilraunadýr upprennandi sérfræð-
ings í kirophonetik meðferð.“
SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI?
„Já, ég spila á fiðlu, píanó og gítar. Svo syng ég eins og
engill líka.“
VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ?
„Nei, en bara af því að lógóið þeirra er svo ljótt. En
talandi um alþjóðlegt samstarf þá má alveg dusta ryk-
ið af „Ísland úr Nato“ kröfunni.“
HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU?
„Skartgripir!“
HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA
HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ?
„Yfirmann Lýðheilsustöðvar.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA
HITTA OG AF HVERJU?
„Lauryn Hill af því að ég dái hana.“
HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ?
„Já. Ég hef lengi haft það markmið að búa til harð-
brjósta ímynd sprelligosa. En skilja eftir tárvotar
stílabækur með ljóðum stútfullum af sálarangist sem
finnast þegar ég dey.“
NÝLEGT PRAKKARASTRIK?
„Ég er orðin svo vammlaus í seinni tíð en í gamla
daga fannst mér fyndið að skipta út númerum í síma-
skrá fólks fyrir númer hjá frægu fólki eða óvinum.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST?
„Góðhjartað fólk segir stundum að ég líkist Bette
Davis eða Christinu Ricci en mamma segir að ég sé
líkust E.T.“
ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA?
„Ég er of athyglissjúk til að eiga leynda hæfileika.“
Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI?
„Já, mer finnst að kaffi ætti vafalaust að vera löglegt?“
HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN?
„Í bankanum. Sumir fara i jóga, en ég fer i bankann til
að tæma hugann.“
HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ
FERÐ AÐ SOFA?
„Bursta tennur og hlusta a tónlist“
HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚTÚR KREPPUNNI?
„Stríð við Færeyjar. Grín. Meiri bjartsýni og trú á hið
góða í manninum.“
Ugla Egilsdóttir, leikkona og nemi í fræði og framkvæmd, hefur
skömm á þeim sem kunna ekki að meta Beyoncé og Mariah Carey.
Hún segir leið Íslendinga út úr kreppunni vera stríð við Færeyjar
og langar helst að hella yfirmann Lýðheilsustöðvar fullan.
ÁTTI PÁFAGAUK
SEM SPRAKK
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn
úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
KOMDU Í ÁSKRIFT!
512 70 80
dv.is/askrift
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ