Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 23
„Bara tóm vitleysa. Almannagæði eiga
að vera í almannaeigu.“
HALLDÓR STEINSEN
40 ÁRA FRAMKVÆMDASTJÓRI
„Bara vitleysa“
EDDA V. GUÐMUNDSDÓTTIR
60 ÁRA FORSTÖÐUMAÐUR
„Mér finnst það hrikalegt.“
ÞORBERGUR ÞORBERGSSON
80 ÁRA JÁRNSMIÐUR
„Bara allt í lagi.“
EMIL EMILSSON
50 ÁRA VERKAMAÐUR
„Ég er algjörlega mótfallinn því og átti
það aldrei að gerast“
MATS WIBE LUND
73 ÁRA LJÓSMYNDARI
HVAÐ FINNST ÞÉR UM AÐ MAGMA ENERGY HAFI EIGNAST HS ORKU?
TÓMAS ÓSKAR GUÐJÓNSSON
er forstöðumaður Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins sem hélt upp á
tuttugu ára afmæli sitt í vikunni.
Afmælisárið verður lagt undir ýmsa
viðburði og verður margt brallað allt
árið.
HALDIÐ UPP Á
AFMÆLIÐ ALLT ÁRIÐ
Árið 1957 tók Erich Mielke við
stjórn Stasi í Austur-Þýskalandi, og
réð stofnuninni þar til ríkið hrundi
í árslok 1989. Þegar hann tók við
hafði stofnunin um 17.000 starfs-
menn, en þegar leið að lokum var
talan kominn upp í 90.000, auk um
250.000 uppljóstrara. Mielke var
ævilangur kommúnisti, hafði tekið
þátt í götubardögum á 4. áratugn-
um og jafnvel drepið lögreglumenn.
Þar til hann dó árið 2000, þá 92 ára
gamall, trúði hann enn á hinn end-
anlega sigur kommúnismans og að-
eins á hrun austurblokkarinnar sem
tímabundið bakslag.
Það er erfitt fyrir fólk að skipta
um skoðun sem það hefur trúað á
alla ævi. Þegar ég hóf nám í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands árið
1996 var aðeins ein hugmynda-
fræðistefna í boði. Kommúnisminn
í Austur-Evrópu var hruninn og all-
ir gömlu vinstrisinnar deildarinnar
voru í krónísku sjálfsmati og end-
urskoðunum og því varla færir um
að veita öðrum straumum viðnám.
Því var lítið um samkeppni í fræða-
heimum.
Frjálshyggjan var um margt
heillandi stefna. Hún gengur fylli-
lega upp, miðað við sjálfa sig. Helsti
boðberi hennar, Milton Friedman,
var sjaldnast ósamkvæmur sjálfum
sér. Í hans huga átti markaðurinn að
sjá um allt, og var hann því hlynnt-
ur lögleiðingu fyrirbæra eins og
fíkniefna og vændis. Það sem mestu
máli skipti var þó líklega það að
frjálshyggjumenn virtust boðberar
nýrra tíma. Vinstrið var í stöðugri
vörn og hægri í sókn og það er ung-
um mönnum eðlilegt að halda með
þeim sem eru í sókn.
Þó leist mér ekki betur á en svo
að ég hætti eftir einn vetur. Eftir
heilt ár í frjálshyggjufræðum við Há-
skóla Íslands tók það mig tvo daga
hjá Íslandspósti að gerast sann-
færður sósíalisti. Fyrirtækið hafði
þá nýlega verið einkavætt og þjón-
usta hafði minnkað. Hvert póst-
húsið á fætur öðru var lagt niður.
Það sem mestu máli skipti þó var
að kjör starfsmanna höfðu versnað
til muna. Áður voru til reglur um að
menn ættu ekki að bera meira en 20
kíló af pósti á dag. Nú var meðaltalið
komið upp í 40, og á slæmum dög-
um upp í 120.
Bréfberablús
Þetta var þó ekki vegna aukninga
bréfa og póstkorta, netið var þá þeg-
ar farið að leysa þau af hólmi. Mun-
urinn var að áður hafði svokallaður
ruslpóstur aðeins verið borinn út á
föstudögum, nú var hann borinn út
alla daga. Viðhorf fólks til bréfbera
breyttist einnig. Þeir komu ekki
lengur færandi kveðjur frá ástvinum
í útlöndum. Þeir voru orðnir boð-
berar gagnslausra tíðinda.
Það rann upp fyrir mér að frjáls-
hyggjan, sem virkaði svo vel á blaði,
átti sér enga stoð í raunveruleik-
anum. Hún var góð hugmynd sem
gekk ekki upp. Meginhugmynd
hennar gekk út á samkeppni. En
það er ávallt stærstu aðilum mark-
aðarins í hag að reyna að koma í
veg fyrir samkeppni. Þar sem mik-
il samkeppni ríkir getur aðeins eitt
af tvennu gerst. Annaðhvort vinn-
ur einhver aðilinn, og bolar hinum
þannig út af markaðnum, eða þá
að menn komast að einhvers konar
samkomulagi um verðlag.
Eignarhald á framtíðinni
Hér á Íslandi sáum við þetta gerast í
svo til öllum geirum. Bensínstöðvar
og bíóhús samstilltu verð sín, með-
an einn aðili varð ráðandi í matvöru
og annar í tískuvöru. Samkeppn-
in sem ríkti á matvörumarkaðn-
um eftir tilkomu Bónus var mjög
tímabundið ástand, þar til einn að-
ili vann að lokum stríðið og Íslend-
ingar bjuggu eftir sem áður við dýr-
ustu matvöru í heimi. Vonlaust
er fyrir minni aðila að koma inn á
markað þar sem eitt eða örfá fyrir-
tæki eru ráðandi og geta undirboð-
ið hin minni á ákveðnum sviðum og
jafnvel borgað með vörum sínum
þar til samkeppnin er farin á haus-
inn. Eina leiðin til þess að viðhalda
samkeppni er með ströngum sam-
keppnislögum og sá aðili sem sér
um slíkt er að sjálfsögðu ríkið.
Líklega er það rétt að þeir sem
eru ekki sósíalistar á yngri árum
eru hjartalausir. Hitt má vera nokk-
uð ljóst, að þeir sem eru enn frjáls-
hyggjumenn eftir haustið 2008 eru
að öllum líkindum heilalausir.
Menn sem hafa barist alla ævi
fyrir einhverjum málstað eru þó
ekki líklegir til að skipta um skoð-
un bara vegna þess að málstaður-
inn reynist rangur. Það eru ekki allir
sem geta, eins og Ari fróði, haft það
sem sannara reynist. Því verðum
við líklega að umbera gamla frjáls-
hyggjumenn enn um sinn. En þeir
hafa misst vald sitt yfir framtíðinni,
eru ekki lengur í sókn heldur reyna
nú að verja vonlaust kerfi. Það er
hæpið að þeir sem hefja nám í Há-
skóla Íslands í haust vilji tilheyra
eins manns sértrúarsöfnuði Hann-
esar Hólmsteins. Vonandi munu
þeir skapa sér betri framtíð en það.
Á frjálshyggjan sér framtíð?
UMRÆÐA 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 23
MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í Vesturbænum í Reykjavík.“
Hvað drífur þig áfram?
„Jákvæðnin.“
Hver er þín fyrsta minning um
húsdýr úr æsku?
„Ætli það séu ekki bara kýrnar og
sveitahundurinn á Sigraseli á Eyrarbakka
þar sem ömmubróðir minn bjó.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi?
„Einhvers staðar í frumskógi.“
Hvað bók er á náttborðinu?
„Engin.“
Eruð þið ekki almennt mjög stolt af
þessum áfanga húsdýragarðsins?
„Jú, það er gaman að sjá börnin koma
með foreldrum sínum sem komu hér
sjálfir sem börn. Þetta er svona önnur
kynslóðin að koma núna og það er
gaman að sjá.“
Hvernig var og verður haldið upp á
afmælið?
„Það var haldið upp á það á látlausan
hátt á þriðjudaginn en annars verður
haldið upp á það allt árið. Við munum
dreifa ýmsum viðburðum yfir allt árið í
tilefni afmælisins.“
Hefur garðurinn breyst mikið á
undanförnum árum?
„Já, já. Þetta byrjaði sem húsdýragarður
en þremur árum síðar bættist fjölskyldu-
garður við. Síðan kom hér sjávardýrasafn
og vísindaveröld. Það má því segja að
barnið sé að þroskast.“
Þykir krökkunum alltaf jafngaman
að sjá dýrin?
„Þau eru alltaf jafnundrandi að standa
augliti til auglitis við nýfætt lamb eða
kiðling, eru alveg himinlifandi að sjá
þarna eitthvað í sama stærðarflokki og
þau. Það er líka gaman að sjá þau detta
af undrun þegar móðirin, kindin, stendur
upp.
Ertu farinn að hlakka til þess að fá
Ísbjörninn í garðinn frá Jóni Gnarr?
„Ég held ég tjái mig bara ekki um
svoleiðis mál.“
MAÐUR DAGSINS
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
KJALLARI
Engan ísbjörn takk Ekki er víst að allir Reykvíkingar séu jafn áfram um að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn, eins og Besti flokkurinn vill. Þessi vinalegi borgari horfði biðjandi
augum á ljósmyndara DV sem þar var á ferð í gær, fimmtudag, og bað hann að koma málstað sínum á framfæri. MYND RÓBERT REYNISSON
VALUR GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
„Það rann upp fyrir
mér að frjálshyggjan,
sem virkaði svo vel
á blaði, átti sér
enga stoð í raun-
veruleikanum.“