Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 VIÐTAL Ég er ekki tilbúinn á þessari stundu til að segja að ég ætli í formannsslaginn en ég hef aldrei skorast undan ábyrgð þegar eftir því hefur verið leitað og hef ávallt treyst mér til átaka, sé þeirra þörf. Það sem hins vegar skiptir öllu máli í þessu samhengi er ekki mín persóna heldur hvað sé best fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og þjóðina alla. Ég bauð mig fram á landsfundi í fyrra, með litlum fyrirvara, og fékk rúm 40% atkvæða. Sú niðurstaða stendur þar til annað er ákveðið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og bætir við að pólitíkin sé ólíkindatól. Ekki vinsælasta starfsgreinin „Aðstæður breytast mjög fljótt og þær munu að endingu ráða því hvaða ákvörðun ég tek. Þegar á hólminn er komið er þetta spurning um hvað sé Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu, eft- ir hvaða hugmyndum og kröftum er kallað og hvort maður telur sig geta svarað því kalli. Vissulega er mikil áskorun, sama hvort það er hjá Sjálf- stæðisflokknum eða öðrum flokki, að takast á við að leiða flokk í gegnum þá tíma sem nú ríkja á Íslandi – en að sama skapi bráðnauðsynlegt. Þetta er ekki vinsælasta starfs- greinin, ef við getum kallað pólitík starfsgrein, en að mínu mati er mesta áskorunin einmitt fólgin í því að end- urvinna traust almennings í landinu. Fólk ber ekki mikið traust til pólitíkusa og stjórnmálaflokka í dag, traustið hef- ur hrunið á tiltölulega skömmum tíma og við getum sjálfum okkur um kennt. Stjórnmálamennirnir brugðust þjóð- inni algjörlega þegar á reyndi, hvort sem um var að ræða stjórn eða stjórn- arandstöðu. Umburðarlyndið er lítið sem ekkert og ég skil það vel. Þar er mikið verk að vinna, sem tek- ur langan tíma. Við þurfum að sýna al- menningi að við séum traustsins verð og að við viðurkennum okkar ábyrgð á þeim áföllum sem hafa dunið yfir þjóðina. Ekki láta nægja innantómar yfirlýsingar í þá veru heldur virkilega gera eitthvað í málunum. Það mun ekki komast aftur á traust á milli þings og þjóðar nema þjóðin sjái að stjórn- málaflokkar séu í raunverulegri nafla- skoðun til að læra af þeim mistökum sem voru gerð. Að stjórnmálamenn vilji raunverulega breyta vinnubrögð- um sínum og viðhorfum til að tryggja að mistökin endurtaki sig aldrei aftur. Þar er því miður enn langt til lands.“ Karlrembusvínið Kristján Kristján Þór er enginn nýgræðingur þegar kemur að pólitík. Hann var bæj- arstjóri á Dalvík 1986-1994, bæjarstjóri á Ísafirði 1994-1997 og bæjarstjóri Ak- ureyrar 1998-2006 en það ár færði hann sig yfir í landsmálapóli tíkina. Hann bauð sig fram í embætti varafor- manns á móti Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur árið 2005 og í embætti for- manns Sjálfstæðisflokksins árið 2009 gegn Bjarna Benediktssyni en varð að lúta í lægra haldi í bæði skiptin. Það olli töluverðum styr þegar Kristján færði sig yfir í landsmálapóli- tíkina en sat á sama tíma enn í bæj- arstjórn. Aðspurður segir hann þá gagnrýni skiljanlega en að fólk verði að skilja að hann hafi boðið sig fram til ákveðinna verka og stökkvi ekki frá borði og þeim skuldbindingum sem hann hafi haft gagnvart fólkinu sem kaus hann. Þegar Kristján kom fyrst fram í póli- tík á Akureyri, árið 1998, fékk Sjálf- stæðisflokkurinn mikinn meðbyr. Sjálfur heldur hann því fram að bær- inn hafi blómstrað undir forystu sjálf- stæðismanna og kallar Akureyri það sveitarfélag sem bjóði íbúum sínum að búa við öll lífsins gæði. „Auðvit- að er ég hlutdrægur en að mínu mati tók þetta bæjarfélag gífurlegum breyt- ingum á þeim 12 árum sem Sjálfstæð- isflokkurinn var í forsvari fyrir sveit- arfélagið. Hér hefur fjölgað um 2.500 manns og miklar og góðar breyting- ar hafa orðið í grunn- og leikskólum, menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál- um og í stjórnkerfi bæjarins. Þegar ég kom hingað 1998 fékk ég í arf frá fyrri bæjarstjóra nokkur jafnréttiskærumál og var um leið dæmdur „karlrembu- svínið Kristján“ en þegar ég hætti vor- um við að breyta launakerfi bæjarins og að verða það sveitarfélag á land- inu sem hefur hvað mest jafnrétti milli kynjanna í launum og starfi.“ Fjarveran tekur á Kristján kemur frá Dalvík en býr á Ak- ureyri ásamt eiginkonu sinni, Guð- björgu Baldvinsdóttur Ringsted myndlistarkonu. Hjónin eiga fjög- ur börn, Þorsteinn er í Brekkuskóla, Gunnar í Menntaskólanum á Akureyri. Júlíus er á þriðja ári í læknisnámi við Háskóla Íslands og María er á þriðja ári í spænsku og þýðingafræði við HÍ. Vegna vinnunnar verður Kristján að dvelja löngum stundum í höfuðborg- inni og hann viðurkennir að fjarveran frá fjölskyldunni geti tekið á. Hann er þó ekki óvanur að vera fjarri heimil- inu því Kristján er lærður stýrimaður og skipstjóri og starfaði sem slíkur um árabil. „Í rauninni hef ég verið lítið heima við frá því ég byrjaði að vinna. Sjó- menn eru mikið fjarverandi frá heim- ilum sínum og þegar ég var kennari vann ég mikið með. Ég hef því ekki náð að vera jafnmikill beinn þátttakandi í heimilisstarfinu og ég glaður vildi. Ég reyni að elda eins oft og ég get ofan í fjölskylduna og vil meina að ég sé góð- ur kokkur. Heimili okkar er á Akureyri, konan er þaðan og í Eyjafjörðinn sæki ég mína lífsfyllingu og kraft. Ég verð alltaf jafnánægður þegar ég fer upp í flugvél eða legg af stað keyrandi norð- ur að sækja styrk í upprunann.“ Ólst upp við sjálfsþurftarbúskap Kristján viðurkennir að hafa tekið ákveðinn þátt í þeim lífsstíl sem ein- kenndi árin í kringum 2007 og keypt sér íbúð í Reykjavík þegar fasteigna- verð var hvað hæst. „Það tóku flestallir þátt og ég skal vera fyrstur manna til að breyta um skoðun þegar ég sé að hún er röng. Í dag sjáum við hvað þetta var í rauninni allt orðið kolvitlaust og gjör- samlega úr takti við þann veruleika sem við getum ætlast til að 300 þúsund manna eyþjóð norður við ysta haf geti lifað við. Það var rofinn ákveðinn sam- félagssáttmáli um jöfnuð og venju- legt fólk horfði agndofa á allt bruðlið; einkaþotur, glæsiveislur úti um all- an heim, heimsþekkta skemmtikrafta sem tróðu upp í einkasamkvæmum og svo framvegis. Sjálfur kem ég úr venjulegri fjöl- skyldu á Dalvík þar sem ég ólst upp við fjöruna og á margan hátt sjálfsþurftar- búskap. Ég bý að þeirri æsku og mitt endurmat eftir þetta hrun snýst mest um þessa hugsun, án þess að ég sé að að mælast með því að við tökum upp sjálfsþurftarbúskap, við fórum langt fram úr okkur og vorum farin að spila og leika sérfræðinga þar sem við erum algjör börn. Ef við lítum til þess sem við kunn- um best, eins og á sjávarútveg, orku- vinnslu, heilbrigðis- og félags- þjónustu, þá er færni Íslendinga á þessum sviðum viðurkennd og hún hefur byggst upp á löngum tíma. Við gætum talið upp marga aðra þætti þar sem við skörum fram úr sem þjóð en árið 2003 fórum við að leika einhverja fjármálasnillinga, menn ofmetnuð- ust og urðu hrokafullir,“ segir hann og bætir við að pólitíkin hafi einnig verið komin óralangt frá þeirri grunnstefnu sem sjálfstæðisstefnan snýst um. Sjálfstæðisflokkurinn laskaður „Ég tel að sú hugmynd, að einstak- lingar hafi frelsi til athafna, þjóni þeim tilgangi að gera okkur betur kleift en aðrar stjórnmálastefnur að komast af í þessu landi en menn voru farnir að misnota svigrúmið sem hafði myndast og sér í lagi innan fjármálageirans. Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir hug- myndir Sjálfstæðisflokksins og núna en ég geri mér grein fyrir að umræðan, eins og hún er, ruglar þessa sýn. Ég hef samt enga trú á öðru en að flokkurinn eigi eftir að ná fyrri styrk. Mín hugsun um Sjálfstæðisflokk- inn er að hann sé samtök fólks sem telur að þær stjórnmálaskoðanir sem innan hans rúmast verði þjóðinni til farsældar. Flokkurinn er fjöldahreyfing tugþúsunda einstaklinga sem eru, sem betur fer, gríðarlega ólíkir og með ólíka sýn til lífsins en það sem sameinar eru þau grunnstef í okkar hugmyndafræði að ólíkir þjóðfélagshópar eigi sameig- inlegra hagsmuna að gæta – „stétt með stétt“. Því miður hefur áherslan á þetta grunngildi ekki verið í öndvegi hin síð- ari ár,“ segir hann og viðurkennir að vissulega sé flokkurinn lemstraður eft- ir atburði síðustu missera. „Flokkurinn er mjög laskaður í þeirri umræðu og orrahríð sem stað- ið hefur yfir og virðist eiga einn flokka að taka á sig megingagnrýnina tengda því áfalli sem fjármálakerfið varð fyr- ir haustið 2008. Mér finnst það ekki sanngjarnt og upp á það er sárt að horfa en slíkur er veruleikinn og út frá þeirri stöðu verðum við að vinna,“ seg- ir hann og bætir við að hann ætli ekki að fara að benda á aðrar stjórnmála- stefnur og draga aðra til ábyrgðar. „Það er ljóst að þetta er ekki eins manns eða flokks verk en ábyrgð sjálfstæðsim- anna er vissulega rík í þessum efnum og það eigum við að viðurkenna heið- arlega og alls ekki einbeita okkur að því að kenna öðrum um.“ Fyllist ekki Þórðargleði Svo virðist sem annar hver þingmað- ur og embættismaður sé flæktur í eitthvert misvarhugavert athæfi. Að- spurður segir Kristján sárt að horfa upp á samflokksmenn sína í vandræð- um. „Og ekki bara samflokksmenn. Við erum að horfa upp á þingmenn flestra flokka, ráðherra, núverandi og fyrrverandi í alls kyns málum og auð- vitað þykir manni það sárt. Þótt fólk sé pólitískir andstæðingar þekkjumst við öll sem vinnum við löggjöfina,“ segir hann og bætir aðspurður við að það hlakki aldrei í honum þegar fréttir af misferli manna birtast í fjölmiðlum. „Ég er ekki einn af þeim sem fyllast Þórðargleði en ef ég næ tökum á pól- itískum andstæðingi með rökum og í hugsjónalegri baráttu hlakkar í mér. En aldrei vegna ófara annarra. Mér geðjast ekki að slíku og fannst til dæm- is fáránleg ummæli forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra þegar þau fögnuðu handtökum bankamanna. Þótt þetta fólk hafi eflaust farið illa að ráði sínu er þetta harmleikur og mér fannst fögnuður algerlega óviðeigandi. Líka af því að ráðherrar höfðu ekki lát- ið svo lítið að kynna sér úrskurði eða þau gögn sem liggja að baki þessum handtökum. Með þessum orðum er ég ekki að verja þessa einstaklinga en það eiga allir sinn rétt og afstaða okkar til fólks á að mótast af því að við virðum það. Það er ekki hægt að leggjast lægra en að fagna óförum annarra.“ Kaupmálar hjóna eðlilegir Málefni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, oddvita flokksins á Akureyri, og eigin- manns hennar vöktu mikla athygli á dögunum. Kristján segist bara þekkja Sigrúnu að góðu en viðurkennir að sú ákvörðun sem þau hjónin hafi tekið hafi, eftir á að hyggja, verið óheppileg á þessum tíma. „Sigrún er með heið- arlegri og samviskusömustu einstakl- ingum sem ég hef kynnst á vettvangi sveitarstjórnarmála en ljóst er að hún lenti í miklum stormi um daginn. Hún hefur reynt að bæta fyrir það með því að ógilda þessa ákvörðun. Að mínu mati er fullkomlega eðlilegt að hjón geri með sér kaupmála. Það hefur allt- af verið gert og mun alltaf vera gert og sömu reglur eiga að gilda um stjórn- málamenn og aðra þegna þessa lands. Ég vona að menn leggi fremur mat á möguleika sveitarfélagsins til að fá sem hæfasta einstaklinga með skyn- samlegar áherslur til að stýra sínu sveitarfélagi og það gildir ekki bara um Akureyri heldur um öll sveitarfélög. Í sveitarstjórnarmálum eru menn miklu frekar að kjósa um einstaklinga og sýn þeirra til lífsins, líta til reynslu þeirra og karakters,“ segir hann en viðurkenn- ir að vissulega séu Íslendingar komn- ir með upp í kok af misjöfnum gjörð- um einstakra pólitíkusa. „Hins vegar megum við ekki láta reiði og vonbrigði blinda okkur algerlega sýn.“ Styrkir í rugluðu samfélagi Varðandi styrkjamál alþingismanna segir hann ekki hægt breyta því sem búið er og gert. „Þegar rætt er um þær gríðarlegu fjárhæðir sem einstaka stjórnmálamenn fengu í styrki við prófkjör sín er ekki meginmálið í mín- um huga frá hverjum styrkirnir voru. Hver er þess umkominn að dæma um það hvaða fyrirtæki eiga að vera þókn- anleg í þeim efnum umfram önnur? Styrkveitingarnar áttu sér stað þegar allt samfélagið var í tómu rugli en sem betur fer er þetta hvorki liðið lengur né heimilt samkvæmt gildandi lög- um. Það er ekki hægt að stunda þetta lengur,“ segir Kristján og bætir við: „En hvað mig varðar veitti ég Ríkisendur- skoðun þær upplýsingar sem mér bar og hef ekkert að fela í þeim efnum. Ekki var um háar upphæðir að ræða á þeim tíma – hæsti styrkurinn frá lögað- ila var 500 þúsund.“ Handtökur bara byrjunin Kristján segir sorglegt hvað lítið hafi verið gert fyrir fólkið í landinu eftir hrun. Veruleiki stjórnmálamanna sé allt annar en almennings í landinu þeg- ar horft sé til umræðunnar á Alþingi. „Það hefur ekkert farið fyrir umræðu um það hvernig við eigum að búa þeim 17 þúsund einstaklingum, sem eru at- vinnulausir, betri lífsskilyrði meðan kreppan gengur yfir. Hvað bíður þessa fólks? Mér finnst stjórnmálamenn sem verða ráðherrar oft á tíðum breytast í hreinræktaða embættismenn og fara bara að röfla um vinnuna sína sem þeir eiga að vinna en öll alvöru pólit- ísk stefnumótun og yfirsýn hverfur. Það er enginn að velta því heildstætt og af alvöru fyrir sér hvernig á að ná sam- stöðu um að koma hjólum samfélags- ins í gang á nýjan leik heldur erum við í fortíðarumræðu og það er ekkert sem bendir til annars en að þar verðum við næstu misserin,“ segir hann og vill ekki meina að handtökur bankamanna eigi eftir að veita landsmönnum þá hug- arsátt sem möguleg sé til að við get- um farið að horfa til framtíðar. „Þessar handtökur eru bara byrjunin, það eiga fleiri stórmál eftir að koma upp sem menn eiga eftir að velta sér upp úr. Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að búa til umhverfi sem hvetur til atvinnu- starfsemi hvort sem það er í landbún- aði, fiski, ferðamennsku eða stóriðju. Það er allt undir. Ástæðan fyrir því að við þessi 300 þúsund búum hér á þessum kletti norður í Atlantshafi er mjög einföld. Al- veg frá því að landið var numið hefur þjóðin getað nýtt gögn og gæði lands og sjávar og það er ekkert sem breytir því eða kemur til að breyta því. Við munum aldrei verða þjóð sem byggir á öðru en náttúruauðlindum og mannviti, ann- að er draumsýn sem mun aldrei ganga upp. Til að skapa þessi verðmæti verð- um við að mennta fólkið okkar enn bet- ur til að geta átt örugga afkomu sem þjóð.“ Alþingi er stimpilpúði Kristján segir samþættingu og vissa misnotkun valds grundvöll að því van- trausti sem orðið hafi hjá almenningi á valdhöfum. Enn fremur hafi hrun- ið ekki orðið til þess að pólitíkin hafi breyst úr valdapólitík yfir í hugsjóna- pólitík. „Ég hef bæði reynslu sem stjórnarliði og stjórnarandstæðingur í starfi mínu sem þingmaður. Þegar ég var í stjórnarliðinu komu ráðherrar með sína málaflokka inn í þingflokk- inn og einstaka þingmenn gátu svo ÞAÐ ER ALLTAF tími fyrir mig Kristján Þór Júlíusson alþingismaður hef-ur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til embættis formanns eða vara-formanns Sjálfstæðisflokksins en segist hingað til ekki hafa skorast undan ábyrgð. Kristján bauð sig fram í embættin árið 2005 og 2009 og óttast ekki um pólitíska framtíð sína þótt hann lúti enn einu sinni í lægra haldi. Kristján er með hreina samvisku en segir endurreisn flokksins og hag þjóðar- innar mikilvægari en persónu sína. Ég kann ekkert á svona fjármála- gjörninga, á nóg með sjálfan mig og minn heimilisrekstur og hef hvorki áhuga né tíma fyrir slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.