Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 39
Að eiga sér ástríðu
Blaðamaður: „En hugsar fólk ekki bara
almennt: Ég vil frekar gera bara eitt-
hvað frekar en að gera ekki neitt, al-
veg sama þó að þetta eitthvað sé mjög
ómerkilegt og kannski tilgangslaust
– að moka holu og moka svo ofan í
hana aftur eða að byggja hús sem síðar
stendur autt? Ef ég fæ pening fyrir að
gera þetta þá er mér alveg sama. Þess
vegna er svo auðvelt fyrir stjórnmála-
menn að manípúlera fólk með stór-
tækum lausnum um að búin verði til X
mörg ný störf með einhverjum hætti.“
Pétur: „Já, þetta smellpassar eins
og flís við rass í þessu yndislega fyrir-
komulagi og vinnan er auðvitað snar
þáttur af ímynd sérhvers manns. En
ég undirstrika að þegar ég tala um fyr-
irlitningu á vinnunni, til dæmis hjá
fornmönnum í Grikklandi, þá er ekki
verið að vegsama iðjuleysi heldur
eru menn uppteknir af öðru sem þeir
telja mikilvægara. Og það er auðvitað
draumurinn að geta eytt öllu sínu lífi
og virkjað sig 100 prósent í einhverju
sem maður gengst algerlega upp í. Þá
ertu að fást við hluti sem taka hug þinn
allan, eitthvað sem er þér ástríða.“
Blaðamaður: „En fæstir eru það
heppnir að eiga sér einhverja ástríðu?“
Pétur: „Já, en þar er nefnilega kom-
ið að samfélaginu: Við verðum að opna
fyrir þessa ástríðu. Með fullri virðingu
fyrir fjölmiðlum þá er alveg ískyggi-
lega lítið af því efni sem fjölmiðlar bera
fram sem ræktar þessa ástríðu eða elur
á forvitni um heiminn eða hlutskipti
mannsins í honum og þessar stóru
spurningar. Við Íslendingar búum
svo vel að eiga þessa dramatísku sögu
sem við getum dvalið við og lifað okk-
ur inn í. Að ekki sé talað um happið að
eiga völ á tungumáli sem á sér þúsund
ára samfellu. Það er engin þjóð í Evr-
ópu sem á þennan möguleika: Að geta
talað við sína samlanda á hvaða tíma
sem er á þúsund ára tímabili. Eng-
lendingar og Frakkar eiga miðalda-
bókmenntir en hafa glatað beinu sam-
bandi við þær vegna rofs sem hefur
orðið í tungumálinu. Tungan og okk-
ar dramatísku örlög eru fyrir mér alveg
endalaus efniviður fyrir þessa þjóð til
að rækta og sækja í reynslu og tilgang.
Það leiðinlegasta sem ég hef komist í
er að vinna vinnu sem mér er þvert um
geð. Aftur er það skemmtilegasta sem
ég geri að vinna vinnu sem fangar hug
minn allan, sem ég trúi á og hef ástríðu
fyrir. Ég vildi óska að fleiri hefðu þann
möguleika. Sá sem finnur ekki þess-
ari ástríðu svölun þarf að bæta sér það
upp með einhverju öðru. Og hvað er
þetta annað? Það er hugsanlega eitt-
hvað sem felur í sér enn meiri innan-
tómleika,“ segir Pétur.
Annars konar verðmæti
Þegar Pétur er spurður að því hvað Ís-
lendingar eigi að gera nú þegar tími
vinnunnar sé á enda, líkt og hann seg-
ir, og tala atvinnulausra hafi náð nýj-
um hæðum í kjölfar efnahagshrunsins
segir hann að við þurfum að finna okk-
ur einhver verðmæti í staðinn. „Hvað
gerir þú þegar þú sérð að eitthvað er á
þrotum? Þá hlýtur þú að fara að hugsa
fyrir einhverju öðru. Ég held að eitt af
því sem við getum gert sé að finna okk-
ur verðmæti til að gangast upp í, finna
okkur verðmæti sem við getum heils
hugar aðhyllst. Það myndi ég halda
að væri byrjunin á undirbúningn-
um. Það er hægt að kalla þetta andleg
verðmæti eða eitthvað álíka en ég held
að það séu bara þessi verðmæti sem
hvern og einn hungrar eftir innst inni.
Þessi lífsstíll sem við sjáum nú á bak
var nú ekki svo sérstaklega gæfuleg-
ur hvað þetta varðar. Það var eins og
hann gæti aldrei svalað eða fullnægt
mönnum: Þeir vildu alltaf meira. En
kannski þarf maður að takmarka kröf-
ur sínar eftir efnislegum lífsgæðum til
að njóta hinna andlegu gæða, það er
hugsanlegt.“
Lítum okkur fjær
Eftir veruna í Frakklandi er Pétri einn-
ig hugleikið að halda því til haga að
Ísland sé ekki eina ríki heimsins sem
gangi í gegnum efnahagsörðugleika
um þessar mundir en að stundum
megi halda það út frá opinberri um-
ræðu hér á landi: Að Íslendingar séu
of uppteknir af eigin nafla. „Stundum
finnst mér eins og við séum of nærsýn
á það sem er gerast, að við höldum að
við Íslendingar séum eina þjóð heims-
ins sem gangi í gegnum hremming-
ar. Sannleikurinn er hins vegar sá að
það eru krítískir tímar í Evrópu allri.
Þetta höfum við til dæmis verið að sjá
í Grikklandi og spáin er mjög slæm
fyrir mörg önnur Evrópulönd, Spán,
Portúgal... Það er að rísa andófsalda
í þessum löndum sem mun reynast
þarlendum stjórnvöldum erfið,“ segir
Pétur.
Hann telur að þau vandamál sem
komið hafi upp á Íslandi séu í ein-
hverjum skilningi alþjóðleg. „Við
megum ekki halda að við séum ein í
heiminum og þetta hrun sé eitthvað
einstakt. Þetta er sameiginlegt vanda-
mál í Evrópu. Það verður forvitnilegt
að sjá hvaða leiðir þessar mismunandi
þjóðir muni fara upp úr skuldafeninu.“
Nýtt þjóðskipulag
En heldur Pétur að það beri alfar-
ið að kenna kapítalismanum um
það hvernig fór fyrir hagkerfi Vest-
urlanda og Íslands árið 2008? Hann
telur að jörðin geti ekki lengur
staðið undir kapítalismanum sem
þjóðfélagsskipulagi. Með tilkomu
Kína og Indlands sem neyslusam-
félaga í anda Vesturlanda séum
við komin út fyrir þolmörk þess
sem jörðin, umhverfið, þoli þannig
að við neyðumst til að hugsa upp
öðruvísi lifnaðarhætti og samfélag,
þar með talið öðruvísi fyrirkomulag
á því hvernig við deilum út gæðum.
Pétur segir hins vegar „pass“
þegar hann er spurður að því hvers
eðlis þetta fyrirkomulag gæti ver-
ið. „Við þurfum á öllu okkar hugviti
að halda til að sjá það út. En núm-
er eitt, tvö og þrjú þá verðum við
að viðurkenna þetta og vilja þetta.
Og ég held að um leið og við áttum
okkur á því að við viljum þetta þá
munum við átta okkur á leiðinni til
þess. Við Íslendingar búum í raun
við allsnægtir og gætum upphugs-
að aðrar leiðir til að deila út arði af
fiskimiðum okkar, svo dæmi sé tek-
ið. Það er ekkert sem segir að þau
eigi að vera til þess að koma á fót og
halda uppi forréttindastétt í land-
inu. Þau gætu þvert á móti verið til
þess að standa straum af metnað-
arfullu heilbrigðis- og menntakerfi.
Það eru aðrir möguleikar í stöð-
unni en þeir sem við nýtum núna.“
Peningar eru hættulegir
Pétri finnst þeir tímar sem við
upplifum núna vera áhugaverð-
ari en tímabilið sem leið undir lok
í bankahruninu. „Þetta eru frjóir
tímar og fróðlegir. Góðæristíma-
bilið var á vissan hátt mjög leiðin-
legt. Verðmætamatið var brenglað
og gildismatið fátæklegt. Það sem
samfélagið gekkst upp í var svo tak-
markað. Þessi endalausi fjármála-
spuni sem opinbera umræðan var
svo heltekin af. Mórallinn í slíku
samfélagi, sem keyrir á stórkost-
legum ójöfnuði, verður svo niður-
drepandi. Peningar eru í raun stór-
hættulegt efni í miklu magni. Mér
finnst að það ætti að horfa til þeirra
með svipuðum hætti og eldsneytis.
Eins og eldsneyti er gott til ákveð-
inna hluta, til dæmis að keyra bíl,
þá yrðu gerðar athugasemdir ef
fólk færi að safna upp eldsneyti í
garðinum heima hjá sér. Það er eins
með peninga. Peningar eru gagn-
legir til ákveðinna hluta en í miklu
magni eru þeir hreinlega skaðlegir
og hættulegir. Sjáðu hvernig þeir
fara með fótboltahetjurnar, kvik-
myndastjörnurnar, poppgoðin og
fjármálamennina.“
Hann segir að eitt af því sem
hann hafi farið að hugsa á þess-
um tímum og í þessu sambandi sé
hvernig mikið magn af einhverju
getur breyst í andstæðu sína ef það
nær ákveðnu magni. „Það er ann-
ars merkilegt hvernig magn getur
breyst í andstæðu sína þegar viss-
um takmörkum sleppir. Tökum
sem dæmi mann sem er áskrifandi
að tveimur dagblöðum. Hann les
tvö dagblöð. Maður sem áskrifandi
að fjórum dagblöðum les hugsan-
lega hluta úr fjórum dagblöðum.
Maður sem væri áskrifandi að 144
dagblöðum myndi ekki lesa neitt
dagblað. Áreitið sem við verðum
fyrir dagsdaglega er ígildi 144 dag-
blaða: Magnið snýst í andstæðu
sína,“ segir Pétur en skilja má
hann sem svo að miklir peningar
geti haft sams konar áhrif á tilveru
mannsins, hann viti hreinlega ekki
hvað hann eigi að gera við þá.
Kannski má segja að við Íslend-
ingar höfum gengið í gegnum slíkt
í góðærinu þegar bankarnir fyllt-
ust af erlendu lánsfé sem kom-
ið var í umferð til að fjármagna
neyslu fólks á óþarfa. Það er sjálf-
sagt þessi sóun sem Pétur talar um
því hvað skildi þetta fjáraustur eftir
sig hjá þjóðinni annað en himinhá-
ar skuldir, timburmenn og eftirsjá
vegna óráðsíunnar?
Skilin eru svo róttæk
Pétur segir að þetta ástand sem
komið er upp neyði Íslendinga til
að hugsa á frjórri hátt en áður. „Þór-
bergur Þórðarson sagði einhverju
sinni að allt merkilegt sem hefði gerst
á Íslandi hefði gerst vegna þess að
eitthvað vantaði. Það getur verið að
skorturinn knýi okkur til sköpun-
ar, umhugsunar og gagnrýni. Þess-
ir tímar eru erfiðir en forvitnilegir,“
segir Pétur. „Skilin sem við stönd-
um á núna eru svo róttæk. Við getum
ekki vísað beint til einhverrar reynslu
í því sambandi. Við þurfum að leggja
höfuðið í bleyti til að finna nýjar leið-
ir. Nú er verið að kalla eftir því að við
gerum nákvæmlega það sama aftur,
til dæmis að virkja út í það óendan-
lega eða endurtaka fjármáladæm-
ið. Við þurfum að finna aðrar leið-
ir og hugsa upp nýja lifnaðarhætti.
Þetta á við um gervöll Vesturlönd, já
heiminn allan, því allt hangir þetta
saman, eins og Eyjafjallajökull hefur
verið óþreytandi að benda á undan-
farið,“ segir Pétur sem sjálfur segist
standa á miklum skilum eftir að hafa
lokið við verk sitt um Þórberg Þórð-
arson og vera enn að jafna sig eftir
það og hugsa næsta leik. „Ég er bara
svona rétt að átta mig á stöðu mála
aftur en ósjálfrátt fer ég að fálma aft-
ur eftir næsta tilefni til að virkja þessa
ástríðu mína. Þetta er alveg ofboðs-
leg nautn.“ ingi@dv.is
VIÐTAL 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 39
GÓÐÆRIÐ
var sóun
DAGAR PÉTURS
n „Ef allt er með felldu byrjar dagurinn hjá mér snemma. Mér finnst
best að vinna þegar ég er nývaknaður, snemma á morgnana. Vinna
rithöfundarins fer svo mikið fram í dulvitundinni og það er svo
margt sem framkallast hreinlega í svefni. Eitt það gjöfulasta við rit-
störf er að upplifa það að morgni að manni hefur dottið eitthvað nýtt
í hug. Að þar sem maður staðnæmdist daginn áður hafa opnast nýjar
leiðir,“ segir Pétur sem alla tíð hefur skrifað heima hjá sér frekar en
að koma sér upp vinnuaðstöðu annars staðar.
Vinnuherbergi Péturs er kaótískt: Bækur og blöð úti um allt og
alls kyns dót á stangli hér og þar og úti um allt. Snúrur hanga á milli
veggja þar sem Pétur hefur hengt upp blöð með texta sem hann er
að vinna. Skrifborð er í herberginu og púlt en Pétur segist frumskrifa
allt með blýanti, yfirleitt standandi við púltið sem snýr að vegg á
milli tveggja glugga.
n „Svo venjulega er ég orðinn þurrausinn um eittleytið. Ég vinn á
meðan ég finn að efnið er lifandi í kollinum á mér. Ég reyni aldrei að
vinna þegar ég er þreyttur, ekki skapandi vinnu. Þá er maður bara
að eyðileggja fyrir sér. Það er mikilvægt að þekkja sín takmörk, hvar
maður á að hætta.“
n Eftir hádegið tekur svo yfirleitt við alls kyns undirbúningsvinna hjá
Pétri. Til dæmis fór hann oft niður á Þjóðarbókhlöðu meðan hann
vann að bókunum um Þórberg Þórðarson og viðaði að sér efni um
rithöfundinn þar. „Mér finnst ég geta unnið þennan skurðgröft eftir
hádegið.
Þegar rithöfundur er að byrja feril sinn er hann alltaf að reyna að
finna yrkisefni. En þegar höfundurinn hefur verið að verki í 30 til 40
ár eins og ég þá er hann eiginlega komin niður á æð. Þetta er svolítið
eins og að grafa í námu. Fyrst er bara að stinga upp mold og grjót.
Svo kemur maður niður á æð og verkefnin koma í stríðum straum-
um,“ segir Pétur sem segist aldrei hafa fundið fyrir einmanaleika í
starfi sínu sem rithöfundur. „Í huganum er maður aldrei einn.“
Af því Vestur- landabúinn
er orðinn tómur.
LJÓSMYNDARI: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON