Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 VIÐTAL Við erum að fá alveg æðislegar við-tökur og það er mikill áhugi fyrir ís-lenska hópnum,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem syngur framlag Íslendinga í Eurovision í ár. DV náði í Heru þegar hún átti stund milli stríða og sat aft- ast í rútu íslenska hópsins að hvíla lúin bein. Íslenski hópurinn fór utan í lok síðustu viku og hefur nú verið ríflega viku í Eurovision-landi en í ár fer keppnin fram í Ósló í Noregi. Hera syngur lagið Je Ne Sais Qoui sem hún samdi ásamt Örlygi Smára. Það lag hafði sigur í und- ankeppninni hér heima. Með Heru verða á sviðinu bakraddasöngvararnir Kristjana Stef- ánsdóttir, Erna Ólafsdóttir, Heiða Ólafsdótt- ir, Kristján Gíslason og Pétur Örn Guðmunds- son.  Nóg er að gera hjá íslenska hópnum en Hera þekkir keppnina vel þar sem þetta er þriðja árið í röð sem hún er hluti af framlagi Ís- lands, þó í fyrsta skiptið sem hún keppir sjálf. Í viðtali við DV daginn eftir sigurinn í undan- keppninni hér heima sagðist hún hafa ætla að vinna Eurovision síðan hún var sex ára gömul. VÆRI EKKI TIL AÐ GERA ÞETTA ALLT ÁRIÐ „Við erum alveg á fullu og allir dagar eru upp- bókaðir,“ svarar Hera spurð um dvölina úti hingað til. „Ég vissi samt alveg hvað ég væri að fara út í enda hef ég fylgst mjög vel með síðustu tvö ár. Það er engin draumaaðstaða þannig að vera í forgrunni. Þetta er samt alveg hræðilega skemmtilegt og auðvitað er þetta bara í tvær vikur. Þess vegna tekur maður þetta á fullu en ég væri ekkert til í að vera í þessu 365 daga á ári. Ég myndi ekki nenna að vera í rósóttum kjól alla daga,“ segir Hera og skellir upp úr. Hera segir hópinn í ár alveg sérstaklega skemmtilegan en hann er mikið saman og mik- ið er hlegið og grínast. „Við sitjum mikið í rútu þannig það er mikilvægt að hafa hópinn sam- stilltan. Skemmtistuðullinn í þessum hópi er alveg gríðarlegur. Þetta er samt alltaf skemmti- legt og í hverri ferð koma nýir brandarar enda nýtt land og nýtt tungumál í hvert skipti,“ segir hún. ÆFINGAR GANGA OF VEL Íslenski hópurinn æfði í fyrsta skiptið á sviðinu á mánudaginn og segir Hera það hafa geng- ið mjög vel. Norðmennirnir eru mjög liðtæk- ir að taka við ábendingum og ætti atriðið að verða orðið glæsilegt fyrir undanúrslitakvöld- ið á þriðjudaginn. „Æfingin gekk alveg rosa- lega vel, eiginlega of vel. Við gerðum samt al- veg fullt af athugasemdum við myndvinnslu og lýsingu og fleira þannig lagað. Við erum alveg rosalega ánægð með þetta og Norðmennirn- ir eru algjörir fagmenn í þessu enda unnið við sjónvarp í hundrað ár.“ Gífurleg vinna er lögð í hvert atriði þar sem öll smáatriði skipta máli. Því geta æfingarnar skipt miklu máli því sé einn lítill hlutur í ólagi verður atriðið ekki jafngott og það ætti að vera. „Þetta er svo miklu meira batterí en fólk held- ur. Bara það að lyfta einni myndavél tíu sentí- metra hingað eða þangað skiptir ótrúlegu máli. Ef hún er færð kannski aðeins of langt er kom- inn skuggi á andlitið á mér til dæmis,“ segir Hera. BETRI SÖNGVARI EN VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Hera vinnur við söng allan ársins hring, bæði kennir hún og syngur sjálf. Hún segir það hafa legið mjög snemma fyrir hvað hún ætti að verða þegar hún myndi eldast en þrátt fyrir það reyndi hún að streitast á móti. „Þjóðsagan í fjölskyldunni segir að ég hafi byrjað að syngja tveggja ára gömul á koppnum. Þá kunni ég eitt lag, Guttavísur, og söng það fyrir alla sem vildu heyra og líka þá sem vildu ekki heyra. Ég hef alltaf vitað að þarna væri ég sterk. Samt reyndi ég að flýja það um tíma þegar ég hélt að ég yrði betri viðskiptafræðingur en söngvari. Á end- anum komst ég að því að ég myndi skila mun meiri tekjum inn í ríkissjóð sem söngvari,“ seg- ir Hera og hlær dátt. „Í dag er ég bæði að syngja og kenna söng. Ég er líka mjög einföld manneskja. Ef mér finnst eitthvað leiðinlegt geri ég það ekki og ef mér finnst leiðinlegt einhverstaðar fer ég. Lífið á bara að vera gaman,“ segir Hera. Henni var alltaf ýtt í átt að söngnum og hann átti svo hug hennar all- an og hjarta að búslóðaflutningar hennar norð- ur í land heppnuðust ekki sem skyldi. „Ég reyndi að flýja norður á Dalvík og fór í háskóla. En ég var svo mikið fyrir sunnan að syngja að þessi flutningur var bara orðið auka flækjustig fyrir mig. Á endanum hætti ég bara að streitast á móti söngnum,“ segir hún. DREGUR INN MAGANN Í KREPPUNNI Hrunið hefur haft mikil áhrif á fjárframlag Rík- issjónvarpsins til Eurovision en í ár var til dæm- is ekki hægt að gera myndband. Á endanum gaf Kvikmyndaskóli Íslands hópnum myndband að gjöf sem hefur vakið stormandi lukku ytra. „Sumir segja að þetta sé besta myndband sem sést hefur en margir eru reyndar mjög háfleyg- ir,“ segi Hera. Hópurinn finnur mikið fyrir sparn- aðinum, sérstaklega í Noregi þar sem verðlag er mjög hátt. „Við upplifðum mikinn sparnað í fyrra og sjokk líka yfir því hvað allt var dýrt,“ segir Hera en í fyrra var hún með Jóhönnu Guðrúnu í Mos- vku. „Við þurftum þá að ferðast svo langar vega- lengdir til að kaupa eitthvað sem við könnuð- umst við. Hérna fáum við allt bara í næstu búð en það er rosalega dýrt. Við sníðum okkur bara stakk eftir vexti, þannig er staðan í dag. Við erum búin að fá allt sem við vildum út úr þess- um verkefnum. Við tókum góða greiningu á hvað við þyrftum að fá og hvað ekki. Þetta hefur bara verið rek- ið eins og gott íslenskt heimili,“ segir hún en kreppan hefur líka haft áhrif á Heru sem persónu. „Auðvitað minnka störfin og maður hefur kannski ekki jafnmikið á milli handanna. En þá dregur maður bara inn magann og tek- ur jákvæða pólinn á þetta. Maður getur ráðið því hvort þetta hafi áhrif á mann eða ekki. Mað- ur reynir bara að sýna ábyrgð í öllum kaupum,“ segir Hera Björk. LANGVINSÆLASTA LAGIÐ Aftur að máli málanna, keppninni í ár. Hera segir ávallt mikinn spenning fyr- ir íslenska laginu og hópnum. Íslensku keppendurnir eru rómaðir fyrir gleði og skemmtilegheit og eru mjög vinsælir á blaðamannafundum. „Núna vita all- ir hvar Ísland er vegna þessara atburða sem hafa verið að gerast undanfarna mánuði. Þetta gos er besta kynning- arherferð sem hefur verið haldin fyr- ir nokkurn keppanda. Við erum bara að fara setja mikla pressu á íslensku þjóðina þegar við vinnum keppnina,“ segir Hera og hlær. Lagið hefur verið langmest skoðað af öllum hingað til, bæði á myndbandavefsíðunni You- tube og inni á heimasíðu keppninnar. „Þetta segja spekingarnir mér. Við erum komin með yfir 50.000 heimsóknir á Youtube og svo hafa 20.000 skoðað okkur og lagið inn á heimasíðu Eurovision. Á sama tíma eru aðrar þjóðir með 300-400 heimsóknir. Við finnum fyrir miklum áhuga en tökum þessu þó öllu með ró,“ segir Hera en veit hún hvort lag á borð við Je Ne Sais Quai er vinsælt í Evrópu í dag? „Við erum ekkert að pæla í því hvað er vin- sælt. Það er allt vinsælt. Það fer bara eftir því í hvað geira þú ert. Það er alveg sama með hvaða lag þú mætir í keppnina, það er alltaf einhver sem fílar það. Hvort þetta lag sé heitasta heitt í dag veit ég ekki,“ segir hún. ÚR 14. SÆTI Í ÞAÐ 1. Eurovision hefst formlega á þriðjudaginn þegar fyrra undanúrslitakvöldið fer fram. Ísland er þá seinast á svið sautján landa en óþægilega mikið af löndum frá austurblokkinni eru með Íslandi í riðli en ekkert Norðurlandanna. Hera spáir þó ekkert í svoleiðis pólitík. „Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að heilla fólk. Þá fær maður stig. Það er það sem gerðist í fyrra. Við vinnum aldrei þessa keppni nema vera með sterkt fram- lag, sungið af einlægni og gleði. Ég hef enga trú á því að fólk gefi okkur ekki stig vegna þess að það er frá Austur-Evrópu eða vegna öskufalls. Við erum einföld. Annaðhvort líkar fólki við okkur eða ekki,“ segir Hera. Spárnar fyrir keppnina voru Íslandi alls ekki í hag og vorum við í mörgum hverjum neðst á blaði. Annað er að frétta úr Eurovision-land- inu sjálfu. „Þessar spár eru allavegana. Það fer bara eftir því inn á hvaða síðu þú ferð. Fjöl- miðlar hérna eru með sérstakan lista sem þeir uppfæra saman og eftir fyrstu æfinguna ruk- um við úr fjórtánda sæti á þeim lista upp í það fyrsta. Þetta fer samt allt eftir því hvernig gengur á kvöldinu sjálfu og hvernig fólk nær að tengja við lagið. Svo snýst þetta líka um dagsformið á Evrópu. Ef allir flugvellir í heimi lokast kvöldið fyrir úrslitin vegna öskufalls getur enginn spáð um úrslitin. Við trúum því samt að við séum að fara áfram. Það er bara þannig titringur í loftinu og því ætlum við að koma til skila til áhorfenda,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir. tomas@dv.is Hera Björk Þórhallsdóttir stígur á svið í Eurovision á þriðjudaginn með laginu Je Ne Sais Quai sem er framlag Íslendinga í ár. Hera segir allt hafa gengið mjög vel og íslenska hópinn vera mjög vinsælan. Hvað gerist þeg- ar á sviðið er komið verður að ráðast en best færi að flugvöllum Evrópu yrði ekki lokað daginn fyrir keppni. Gosið langbesta kynningarherferðin Syngur framlag Íslands Hera hefur ætlað að vinna Eurovision síðan hún var sex ára. Vinsæl Hera hefur í nógu að snúast að mynda sig með æstum Eurovision-aðdáendum. Barngóð Hera á sjálf tvö börn, 6 og 12 ára, þannig að hún kann á ungviðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.