Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR
Undir lok febrúar urðu foreldrar
fjögurra ára stúlku vitni að ítrek-
uðum „læknisleikjum“ stúlkunn-
ar með bróður hennar sem er jafn-
gamall. Foreldrarnir segja að bæði
börnin hafi viðurkennt að leikirn-
ir væru að frumkvæði stúlkunnar.
„Í kjölfarið spurði ég dóttur mína
hvort einhver hefði gert svona með
henni. Hún nefndi afa sinn sem hún
hitti reglulega á þessum tíma. Hún
sagði að hann kitlaði sig og gerði
fleiri hluti sem hún vildi ekki segja
frá,“ segir móðirin, en nafn henn-
ar verður ekki nefnt í viðtalinu með
hagsmuni barnsins að leiðarljósi.
Mánuður leið
Morguninn eftir hringdi móðirin í
barnaverndarnefnd Reykjavíkur og
tilkynnti málið. „Þar var mér sagt að
málið yrði tekið fyrir þann 1. mars
á fundi barnaverndarnefndar og
í kjölfarið send tilvísun um málið
til Barnahúss. Daginn eftir hringdi
manneskja frá barnavernd sem
sagði mér að hún hefði ekki tekið
niður nægilega ítarlegar upplýsing-
ar um málið og þyrfti meðal annars
nafn meints geranda,“ segir móð-
irin en það var ekki fyrr en tæpum
mánuði síðar sem hún var kölluð
til viðtals hjá barnaverndarnefnd.
Sama dag var málið sent til Barna-
húss og stúlkan var kölluð til viðtals
viku síðar.
„Þetta voru rosaleg vonbrigði
hvernig málið var unnið,“ segir
móðirin. „Biðtíminn var verstur og
þegar ég áttaði mig á því að þetta
væri alltof langur tími varð ég mjög
reið. Dóttir mín lokaðist alveg og
vildi ekkert tala um þetta þar sem
tíminn sem leið var alltof langur. Ég
treysti bara á kerfið og hélt að þetta
ætti að vera svona.“
Lítur málið alvarlegum augum
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, lítur málið al-
varlegum augum. Hann segir þó að
hann geti ekki tjáð sig um það efn-
islega. „Þetta mat má ekki tefjast og
það er náttúrulega ótækt ef foreldrar
sem hafa samband við barnavernd,
jafnvel ítrekað, og það gerist ekk-
ert í málinu svo dögum eða vikum
skiptir. Það er ekki ásættanlegt und-
ir neinum kringumstæðum.“
Mál geta skaðast
„Almennt skiptir það mjög miklu
máli að barn sem greinir frá kynferð-
isofbeldi eigi möguleika á því að tjá
sig sem fyrst hjá fagfólki. Þeim mun
lengri tími sem líður, þeim mun erf-
iðara er fyrir barnið að muna atvik
og það getur komið verulega niður
á rannsóknarhagsmunum. Mál geta
skemmst í vinnslu ef það líður of
langur tími þangað til barnið kemst
undir hendur fagfólks til þess að
kalla fram frjálsan framburð barns-
ins,“ segir Bragi og nefnir sérstaklega
að ef framburður barnsins er mjög
skýr sé málinu strax vísað til lögreglu.
Dóttirin lokaði sig af
Þegar móðirin var kölluð í viðtal hjá
barnavernd var henni ráðlagt að
ræða málið ekki að fyrra bragði við
dótturina. „Hún ýjaði að þessum
hlutum nokkrum sinnum, en varð
svo kjánaleg þegar ég reyndi að fá
hana til að tala meira,“ segir móð-
irin sem einnig var ráðlagt, þegar
ljóst var að stúlkan færi í viðtal hjá
Barnahúsi, að hvetja stúlkuna til að
segja frá því sem afinn hefði gert
henni. „Dóttir mín sagðist ekki ætla
að segja þessari konu neitt og það
varð raunin. Í viðtalinu sagði hún
að afi hennar hefði ekki gert neitt og
hún reyndar svaraði því líka þannig
til að hún vissi ekki hvort hún ætti
að fara í sokka eða skóna á undan
og hún sagðist ekki vita hvaða dag
hún ætti afmæli. Þetta er mjög skýr
stelpa og þessa hluti veit hún, sem
segir mér að hún hafi lokað sig af.“
Of langur tími leið
Starfsmaður Barnahúss hafði sam-
band við móðurina stuttu eftir við-
talið við stúlkuna þar sem starfs-
maðurinn var ósáttur við hve
langan tíma það tók hjá barnavernd
að vísa málinu til Barnahúss. „Kon-
an í Barnahúsi sagði mér að þessi töf
á málinu hefði getað skemmt málið
þar sem um svo ungt barn væri að
ræða,“ segir móðirin en í tölvupóst-
skeyti frá starfsmanninum til móð-
urinnar segir orðrétt: „Þetta er of
langur tími sem þarna líður og getur
útskýrt hvers vegna stúlkan tjáði sig
ekki í viðtalinu enda mikilvægt að
ræða við börn strax.“
Bragi ítrekar að hann geti ekki
tjáð sig um þetta einstaka mál. „Ég
get hins vegar sagt að það er til skoð-
unar hjá Barnaverndarstofu hve
langur tími líður frá því tilkynnt er
um kynferðisbrot hjá barnavernd-
arnefndum og þar til málinu er vís-
að áfram í Barnahús. Því miður eru
margar vísbendingar sem við höf-
um fengið um að það kunni að líða
óhóflega langur tími í allnokkrum
málum og þau erum við að rann-
saka núna,“ segir Bragi og býst við
niðurstöðu eftir tvær vikur. Hann
segir að í einstaka tilfellum geti ver-
ið ástæður til að bíða með mál. „Sér-
staklega ef framburður barnsins er
óskýr og óljós. Í þeim tilvikum getur
verið rétt að hinkra og leyfa barninu
að finna að því sé trúað og sé óhætt
að tjá sig. Barnið geti þá gengið út
frá því sem vísum hlut að því sé trú-
að og á það sé hlustað.“
Mjög reið
Móðirin er hrædd um dóttur sína og
segir verst að vita ekkert hvað hafi
verið gert við hana. „Ég veit ekk-
ert hvað gerðist og það eina sem ég
veit er að það var eitthvað sem afi
hennar gerði við hana. Ég er svo reið
og finnst það með ólíkindum að ef
slæm vinnubrögð barnaverndar-
nefndar hafa orðið til þess að ekki sé
hægt að rannsaka málið.“
Foreldrar fjögurra ára stúlku
sem tilkynntu grun um kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn henni
biðu í mánuð eftir viðbrögðum
frá barnaverndarnefnd Reykja-
víkur. Mál sem þessi geta
skaðast mikið ef of langur tími
líður frá tilkynningu og þar til
rætt er við meint fórnarlamb.
Forstjóri Barnaverndarstofu
lítur málið alvarlegum augum
og segir að nokkur mál af þess-
um toga séu nú til skoðunar.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
„DÓTTIR MÍN
LOKAÐI SIG AF“
Mál geta skemmst í
vinnslu ef það líður of
langur tími þangað
til barnið kemst undir
hendur fagfólks til þess
að kalla fram frjálsan
framburð barnsins.
Forstjórinn Bragi Guðbrandsson
segir að mál barna sem verða fyrir
kynferðislegu ofbeldi þurfi að komast
strax í vinnslu. Hann segist líta það
alvarlegum augum að slík mál séu ekki
tekin strax til vinnslu hjá barnaverndar-
nefndum. MYND KARL PETERSEN
Biðin skaðaði Stúlkan
sem er fjögurra ára vildi
ekkert ræða við starfs-
menn Barnahúss þegar
hún fór þangað í viðtal,
rúmum fimm vikum eftir
að málið var fyrst tilkynnt
til barnaverndarnefndar
Reykjavíkur. MYND PHOTOS.COM