Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR Könnun á vegum Science Museum á Bretlandi hefur leitt í ljós að karlmenn eru gjarnari á að grípa til lyga en kven- menn, og eru ekki eins sakbitnir vegna lyganna og konur. Könnunin tók til 3.000 manns og samkvæmt henni fer venjulegur bresk- ur karlmaður með ósannindi þrisvar sinnum á dag, sem samsvarar 1.095 lygum á ári. Breskir kvenmenn virðast aftur á móti vera örlítið hreinskilnari og ljúga aðeins tvisvar á dag, eða um 730 sinn- um á ári.  Niðurstöður könnunar Science Museum leiða einnig líkur að því að mæður eru líklegustu fórnarlömb lyga. Tuttugu og fimm prósent karla viðurkenndu að hafa logið að móður sinni samanborið við tuttugu prósent kvenna, en einungis tíu prósent þátt- takenda í könnuninni sögðu líklegt að þeir myndu ljúga að maka sínum. Færri lygar en betri Konur eru líklegri til að finna til sekt- arkenndar vegna eigin lyga en karl- menn. Áttatíu og tvö prósent kvenn- anna sögðust fá mikið samviskubit vegna ósanninda en aðeins sjötíu prósent karlmanna fundu til sektar- kenndar. Áttatíu og fjögur prósent aðspurðra voru þeirrar skoðunar að lygar væru ásættanlegar ef þær kæmu í veg fyrir að einhver yrði særður. Það var skoð- un 71 prósents aðspurðra að lyg- ar væru ásættanlegar ef markmiðið væri að vernda einhvern, og 57 pró- sent voru sátt við að segja ósatt vegna fenginnar gjafar sem ekki féll í góðan jarðveg. Þrátt fyrir að breskar konur ljúgi sjaldnar er það mat manna að þær séu betri lygarar en karlmenn, en það var skoðun 55 prósenta þátttakenda könnunarinnar. Nýleg könnun hefur leitt í ljós að karlar ljúga oftar en konur. Listi yfir algengustu lygar karla og kvenna sýnir að sum ósann- indin eru báðum kynjum nánast jafntöm. Karlmenn hafa hins vegar minna sam- viskubit vegna eigin lyga. LYGAR KARLA OG KVENNA Tíu algengustu lygar karlmanna n Ég drakk ekki það mikið n Það er ekkert að, mér líður vel n Ég var utan þjónustusvæðis n Þetta kostaði ekki svo mikið n Ég er á leiðinni n Ég er fastur í umferðarteppu n Nei, rassinn á þér virkar ekki stór í þessu n Fyrirgefðu, ég náði ekki að svara þér n Þú hefur grennst n Þetta er einmitt það sem mig hefur alltaf langað í Tíu algengustu lygar kvenna n Það er ekkert að, mér líður vel n Ég veit ekki hvar það er, ég hef ekki snert það n Þetta kostaði ekki svo mikið n Ég drakk ekki það mikið n Ég er með höfuðverk n Þetta var á útsölu n Ég er á leiðinni n Þetta! Ég hef átt þetta í óratíma n Nei, ég henti því ekki n Þetta er einmitt það sem mig hefur alltaf langað í Algengar lygar KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Lygar Karlar ljúga meira en konur. Niðurstöður rannsóknar- innar benda til þess að karlar og konur ljúga um sömu hlutina, til að mynda um áfengisdrykkju. Þrjátíu og fimm ára gömul kona í Kanada hefur lögsótt símafyrirtæk- ið Rogers Wirelss og krefst þess að fá 600 þúsund kanadíska dollara, sem nemur tæpum 75 milljónum króna, í skaðabætur fyrir að koma upp um framhjáhald sitt. Fyrir mistök fór yfirlit yfir far- símanotkun konunnar í sama um- slag og símareikningur heimilisins. Þegar eiginmaður hennar opn- aði umslagið ein mánaðamótin, tók hann eftir því að konan hafði hringt mörgum sinnum í síma- númer sem hann þekkti ekki. Þeg- ar hann fór að kanna málið kom í ljós að símanúmerið tilheyrði öðr- um karlmanni. Eiginmaðurinn fyllt- ist grunsemdum í kjölfarið og gekk á eiginkonu sína, sem játaði fram- hjáhald. Eiginmaðurinn hefur sótt um skilnað og er fluttur út frá hinni ótrúu eiginkonu og börnum þeirra. Rogers-símafyritækið neitar því að hafa brotið gegn persónuvernd- arlögum með því að hafa sett síma- reikning hjóna í sama umslag og bent á að það sé ekki hægt að kenna símafélagi um skilnað hjóna. Tals- maður fyrirtækisins gerði lítið úr kröfunni og benti á að hún væri fá- ránleg. „Umræddur hjónaskilnaður er af þeirri ástæðu að hún hélt fram- hjá eiginmanni sínum og það viður- kennir hún í stefnunni gegn okkur. Símafyrirtæki er aldrei ábyrgt fyrir framhjáhaldi.“ Eiginkona kennir símafyrirtæki um að upp komst um framhjáhald hennar: Ótrú kona vill stórfé í skaðabætur Framhjáhald Þrjátíu og fimm ára kona telur að símafyrirtæki hennar eigi að greiða henni himinháar skaðabætur. Nýlenda fyrir kyn- ferðisbrotamenn Frambjóðandinn Douglas Huges, sem gerir sér vonir um að verða fylkisstjóri Kaliforníu, hefur vakið athygli í Bandaríkjunum fyrir ný- stárlegt kosningaloforð. Huges vill að allir dæmdir kynferðisafbrota- menn í Kaliforníu verði annaðhvort látnir dúsa ævilangt í fangelsi, reknir úr fylkinu um alla framtíð eða látnir dúsa til æviloka á Santa Rosa-eyj- unni skammt undan fylkinu. Huges vill stofna nýlendu kynferðisglæpa- manna á svæðinu. Fíkniefnabiblía Biblían er ekki eins heilög fyr- ir sumt fólk og menn hefðu haldið. Tvær konur hafa ver- ið handteknar fyrir að reyna að smygla kókaíni inn í Livingston Parish fangelsið í Bandaríkjunum. 28 ára gömul kona reyndi að smygla kókaíninu með því að fela það í biblíu og afhenda fangelsisverði. Önnur 35 ára gömul kona var talin meðsek í málinu og því handtekin í tengslum við málið. Biblíunni var ætlað að fara til fanga sem hefur set- ið í fangelsinu síðan í október á síð- asta ári fyrir fíkniefnamisferli. Tíu ára grunaður um morð Saksóknarar í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa ákært tíu ára gamlan dreng fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa kveikt í heimili sínu. Tveir ættingjar hans létu lífið í brunanum, annar þeirra sex ára drengur. Drengurinn var leiddur fyrir dómara á miðvikudag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Hann er sakaður um að hafa kveikt í heimili sínu með kveikjara í nóvember 2008. Hin fimmtuga Mary Pina og hinn sex ára gamli Daquon Davis létu lífið í brunanum. Eldflaugavarnir ræddar Rússar og Atlantshafsbandalagið hafa hafið viðræður um möguleika á samstarfi við að koma upp eld- flaugavarnarkerfi fyrir Evrópu. And- ers Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, hvar hann var til viðræðna við búlgarska ráðamenn. Rasmussen sagði að fyrst hefði verið bryddað á málinu á fundi í Rússlands-NATO ráðinu. Mikið verk væri þó óunnið áður en slíkt eldflaugavarnarkerfi yrði að veruleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.