Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 61
ÞRENNAN HANDAN HORNSINS Kjóstu eigin hagsmuni ... ekki hagsmuni fjórflokksins í Reykjavík REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill verja hagsmuni borgarbúa, auka hagsæld, bæta þjónustu og skipulag. Allt þetta viljum við gera ÁN lántöku sem á að greiða með skattahækkunum seinna og ÁN beinnar hækkunar skatta og gjalda núna. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ er framboð sem berst fyrir Reykvíkinga. Við erum óháð og munum beita okkur að fullu fyrir heimabyggð. Hættum að fórna hagsmunum borgarbúa sem skiptimynt í valdabrölti fjórflokksins á landsvísu. Þessar kosningar á krepputíma snúast um velferð og lífsgæði. www.reykjavikurframbodid.is Kosningamiðstöð í Glæsibæ Glæsibær – Álfheimum – Sími 566 7000 – Fax 588 9229 STEFNUMÁL Reykjavíkurframboðsins 1. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ ætlar að taka til baka allar skerðingar á þjónustu, velferð og framkvæmdum sem fjórflokkurinn hefur staðið fyrir á undanförnum misserum. 2. Borgin fái 7 milljarða á ári, næstu 4 árin, í aukið ráðstöfunarfé með því að nýta eignina í Vatnsmýrinni. Þetta er um 12% aukning á ráðstöfunarfé í reikningum borgarinnar á árinu 2009. 3. Með auknu ráðstöfunarfé verður ráðist gegn atvinnuleysi með nýsköpun, auknum framkvæmdum og viðhaldsstörfum. Með þessu fylgja sjálfvirkt tengdar greinar í verslun og allri annarri þjónustu. 4. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ mun klára Sæmundarskóla og Norðlingaskóla vegna fjölskyldna sem eiga sjálfsagða kröfu á skólaaðgengi fyrir börnin sín. 5. Stöðvuð verði óhagkvæm útþensla byggðar og borgin byggð innávið. 6. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, með miðborgarbyggð í Vatnsmýri ljúki 2010. 7. Samgöngukerfi borgarinnar verði bætt og slysagildrum útrýmt. 8. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill koma á þriðja stjórnsýslustiginu í formi hverfaráða með eigin völd og mjög aukin fjárráð til staðbundinna verkefna. GEGN hagsmunagæslu fjórflokksins Brostin kosningaloforð og stórfurðuleg hegðun borgarfulltrúa eru undirrót stofnunar REYKJAVÍKURFRAMBOÐSINS. Við teljum nauðsynlegt að færa völdin frá bákninu til fólksins og ætlum að koma á fjárhagslega sjálfstæðum hverfaráðum sem eru kosin af íbúum og fara með vald til ákvarðana um innri framkvæmdir og skipulagsmálefni hvers hverfis. BÆTT skipulag eykur hagsæld REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ ætlar að bæta skipulag í borginni með þéttingu byggðar. Það dregur verulega úr óhagræði í skipulagi og samgöngum og sparar borgarbúum stórfé í rekstri bifreiða og viðhaldi ásamt því að draga verulega úr þeim tíma sem við í dag eyðum í bílum eða strætisvögnum. VERJUM velferðarkerfið og sköpum störf Með því að bakfæra þann niðurskurð sem þegar hefur orðið í grunnþjónustu við borgarbúa, velferðarkerfinu og í framkvæmdum munum við bæta hag borgarbúa að nýju. Lausnin liggur í nýtingu eigna borgarinnar. Með því að skipuleggja Vatnsmýrina sem íbúabyggð skapast samstundis mikil verðmæti sem við viljum verja til að bæta hag borgarbúa allra. Það fjármagn getur veitt ýmsum framkvæmdum aukinn kraft og viljum við beita okkur sérstaklega fyrir byggingar- og viðhaldsverkefnum. Þar skapast samstundis fjölmörg störf fyrir iðnaðarmenn og annað menntafólk sem við annars missum úr landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.