Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR
Kanadíska fyrirtækið Magma
Energy hefur nú eignast bróður-
partinn í HS Orku með kaupum á
hlut Geysis Green Energy í orku-
fyrirtækinu. Erlend eignaraðild í
orkuvinnslu landsmanna hefur
vakið hörð viðbrögð og andstaðan
við einkaeign orkulinda og orku-
vinnslu er mikil, ekki síst meðal
vinstri-grænna.
Sagan á bak við eignarhald
Magma Energy á rætur að rekja
til einkavæðingaráætlunar ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins.
Uppsprengt verð
Skömmu fyrir þingkosningarn-
ar 2007 ákvað ríkisstjórn stjórn-
arflokkanna tveggja að selja 15
prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu
Suðurnesja. Sölunni stýrði fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu,
þeir Baldur Guðlaugsson, þáver-
andi ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, Illugi Gunnarsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
Kristinn Hallgrímsson lögfræð-
ingur, fulltrúi framsóknarmanna
í nefndinni, og Sævar Þór Sigur-
geirsson endurskoðandi.
Þann 30. apríl 2007 ákvað Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra að
taka tilboði Geysis Green Energy.
Sölu- verðið var liðlega 7,6
milljarðar
króna. Til-
boðið var
nærri
þrem-
ur millj-
örðum
króna
hærra
en
næst-
hæsta tilboðið. Það var frá Suð-
urnesjamönnum ehf. með þátt-
töku Sparisjóðs Keflavíkur, Vísis og
fleiri og nam 4,7 milljörðum króna.
Þriðja hæsta tilboðið kom frá ein-
staklingum með þátttöku Lands-
bankans.
Tilboð FL Group og Hannes-
ar Smárasonar, aðaleiganda GGE,
var með öðrum orðum meira en
60 prósentum hærra en næsthæsta
tilboð og munaði nærri þremur
milljörðum króna.
Í upphafi söluferlisins vann fyr-
irtækið Capacent verðmat á félag-
inu fyrir framkvæmdanefnd um
einkavæðingu. Taldi Capacent að
heildarverðmæti Hitaveitu Suð-
urnesja væri liðlega 20 milljarð-
ar króna. Samkvæmt því var 15,2
prósenta hlutur ríkisins metinn
á 3,1 milljarð króna. Verðið sem
FL Group og Hannes Smárason
greiddu var meira en tvöfalt hærra.
Telja má líklegt að kapphlaupið
um hlut ríkisins í Hitaveitu Suður-
nesja árið 2007 hafi markað upp-
hafið að nýju og uppsprengdu
verðmati orkufyrirtækjanna í land-
inu. DV hefur heimildir fyrir því að
Hannes Smárason hafi farið víða
til þess að safna hlutum annarra
í HS, svo sem Selfyssinga og Vest-
mannaeyinga, og boðið hátt verð.
Úthugsuð áætlun
Ljóst var þegar hér var komið sögu
að áhugi FL Group var vakinn sem
og Landsbankans á að hagnýta sér
tækifærin sem skapast höfðu með
yfirlýstri stefnu stjórnarflokkanna
um einkavæðingu á sviði orku-
vinnslu og orkuútrásar. Sjálfstæð-
isflokkurinn átti raunar frumkvæði
snemma árs 2007 að því að hafnar
yrðu viðræður við Landsbankann
um stofnun útrásararms Lands-
virkjunar og Orkuveitu Reykjavík-
ur.
Þann 17. febrúar árið 2007,
skömmu áður en
Árni Mathiesen,
þáverandi fjár-
málaráð-
herra,
gekk frá sölunni á hlut ríkisins
í Hitaveitu Suðurnesja stofnaði
Landsvirkjun útrásarfyrirtækið
HydroKraft Invest í samvinnu við
Landsbankann. Stofnun félagsins
var í samræmi við þær áherslur
ríkisstjórnarinnar sem fram komu
í stjórnarsáttmála Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins.
Orðalag sáttmálans byggði á lands-
fundarályktun Sjálfstæðisflokksins
um auðlindanýtingu en þar sagði:
„Tímabært er að leysa úr læðingi
krafta einkaframtaksins svo að ís-
lensk sérþekking og hugvit fái not-
ið sín til fulls í þeirri útrás.“
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lýsti því einnig á
landsfundi flokksins í apríl sama
ár að stefna bæri að einkavæðingu
Landsvirkjunar og orkufyrirtækja.
Undir þetta hafði Friðrik Sophus-
son, flokksbróðir hans og forstjóri
Landsvirkjunar, tekið.
Um borð í snekkju
DV hefur heimildir fyrir því að
Friðrik Sophusson hafi verið um
borð í snekkju á vegum Björg-
ólfs Guðmundssonar í höfninni í
Mónakó sumarið 2006 ásamt for-
manni og varaformanni bankaráðs
Landsbankans, þeim Björgólfi og
Kjartani Gunnarssyni sem þá var
enn framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins. DV hefur ekki vitneskju
um hvort þar var lagt á ráðin um
stofnun útrásarhluta Landsvirkj-
unar í samvinnu við Landsbank-
ann.
Séreignarréttur og einkavæð-
ing var á þessum tímum orðinn
að sjálfgefnum veruleika stjórn-
málanna undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins. Þessari stefnu lýsti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
stjórnmálafræðiprófessor í grein í
Wall Street Journal 29. janúar árið
2004. Þar lýsti Hannes stefnu Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra
sem best heppnuðu frjálshyggju-
tilraun veraldar og sagði meðal
annars: „Margt er þó enn ógert.
Heilbrigðis- og menntamál-
in eru enn í höndum hins
opinbera, það á einn-
ig við um ýmsa aðra
opinbera þjónustu,
fjölmiðlafyrirtæki
og vatnsorkuver-
in. Menn nátengd-
ir herra Oddssyni
telja að tvennt beri
að setja í forgang;
að lækka tekjuskatta
og skýra og styrkja
einkaeign-
arréttinn, bæði á fjárfestingum og
náttúruauðlindum.“
Mútur og mútuþægni?
Stuttu eftir að Landsbankinn stofn-
aði HydroKraft Invest með ríkis-
fyrirtækinu Landsvirkjun stofnaði
Orkuveita Reykavíkur Reykjavik
Energy Invest, REI. Stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar var þá Guð-
laugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Í árslok árið 2006, skömmu fyr-
ir stofnun HydroKraft Invest og
Reykjavik Energy Invest, bárust
Sjálfstæðisflokknum risastyrkir
frá Landsbankanum og FL Group.
FL Group lét 30 milljónir króna af
hendi rakna og Landsbankinn 25
milljónir króna. Á sama tíma hafði
þáverandi stjórnarformaður OR,
Guðlaugur Þór Þórðarson, farið í
tvö prófkjör og safnað alls um 25
milljónum króna í kosningasjóði
sína. Hann hefur ekki veitt upplýs-
ingar um hvaðan styrkirnir bárust.
Þó hefur komið fram að Guðlaug-
ur þáði að minnsta kosti 5,5 millj-
ónir króna samanlagt frá FL Group,
Landsbankanum og Baugi á árun-
um 2005 til 2007 vegna kosninga-
baráttu sinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdótt-
ir, Samfylkingunni, hefur upplýst
sjálf um samtals 7,5 milljóna króna
styrki í kosningasjóði sína á sama
tímabili, þar af 3,5 milljónir króna
frá Landsbankanum en 4 milljón-
ir króna samtals frá FL Group og
Baugi.
Gísli Marteinn Baldursson
borgarfulltrúi hefur tengst hags-
munum FL Group í gegnum Glitni.
Hann hefur hins vegar ekki upp-
lýst enn um hvaðan honum bárust
styrkir á umræddu tímabili, þar af
um framlög hærri en ein milljón
króna. Þá er ótalinn kostnaður við
veisluhöld á Nordica, fjölda-
fund í Háskólabíói og loks
laxveiðiferð Gísla Mart-
eins á vegum Glitn-
is til Rússlands sumarið 2007. Stað-
fest er að sú ferð var í boði Glitnis.
Vitað er um aðkomu Guðlaugs
Þórs að fjáröfluninni fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn sem og hlut Þor-
steins M. Jónssonar hjá Vífilfelli, en
hann sat í stjórn FL Group síðla árs
2006.
Eftir aðalfund FL Group 2006
sat auk hans Jón Ásgeir Jóhannes-
son í stjórninni en Hannes Smára-
son var forstjóri.
Allt út um þúfur
Snemma vetrar 2007 runnu öll
áform REI út í sandinn vegna
ágreinings innan borgarstjórnar.
Þann 16. nóvember 2007 gengu
Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes
Smárason og Þorsteinn M. Jónsson
til fundar við Geir H. Haarde, þá-
verandi forsætisráðherra. Vitað er
að rædd var alvarlegt bakslag varð-
andi einkavæðingu og útrás innan
orkugeirans.
Ýmsir hafa lýst því opinber-
lega að styrkirnir frá FL Group og
Landsbankanum, sem hér hefur
verið lýst, hafi verið mútugreiðslur.
Engin rannsókn hefur þó enn farið
fram sem hefur það að markmiði
að ganga úr skugga um hvort slíkar
fullyrðingar eigi við
rök að styðj-
ast.
ÞAULHUGSAÐ LEYNIMAKK
Á bak við nýfengið eignarhald Magma Energy á HS Orku er þyrnum stráð saga áforma um einkavæð-
ingu á sviði orkuvinnslu í landinu og tilrauna FL Group og Landsbankans til að ná forskoti þegar
til þess kæmi að stærstu orkufyrirtæki landsmanna yrðu einkavædd. Þrátt fyrir fjárframlög þessara
fyrirtækja í kosningasjóði ýmissa stjórnmálamanna hafa þau ekki verið rannsökuð sem mútur.
Einkavæðingarsinninn Friðrik Sophusson (t.h.) sést hér fagna Jóhannesi Geir
Sigurgeirssyni, stjórnarformanni Landsvirkjunar, og ráðamönnum Landsbankans,
þeim Björgólfi Guðmundssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, þegar almannafyrirtækið
Landsvirkjun stofnaði HydroKraft Invest með einkabankanum.
Tilviljun? Var það
tilviljun að Hannes
Smárason greiddi háa
styrki til stjórnmála-
manna og stjórnmála-
flokka á sama tíma og
hann sá tækifærin í
orkulindunum?
Í mörgum hlutverkum Guðlaugur Þór Þórðarson þáði
samtímis mikla styrki frá FL Group og Landsbankanum, var
stjórnarformaður OR og kom nálægt fjáröflun fyrir flokk sinn.
Fomaðurinn Geir H. Haarde tók á endanum
ábyrgð á viðtöku 55 milljóna króna fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn frá FL Group og Landsbankanum.
Einkavæðingaráætlunin Styrkja þarf
einkaeignarréttinn, bæði á fjárfestingum
og náttúruauðlindum, sagði Hannes Hólm-
steinn Gissurarson í Wall Street Journal.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is