Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 19
um eins og þegar menn skilja eft- ir kúkinn sinn í klósettinu. Banka- stjórarnir sturtuðu þessu svo niður til almennings, hann fékk súpuna án þess að vera sagt að gjöra svo vel. Þetta heitir á fínu fræðimáli af- skriftir, gengisfellingar, hagræðingar í þágu almennings. Hér hafði ekk- ert gerzt og þeir stóru héldu áfram að standa undir undir þjóðfélaginu í nýjum skrúða. Voru þessir menn þurfalingar? Það skulu lesendur dæma um. Erfiðir morgnar Hér lýsir Halldór vonleysinu sem greip menn áður en þeir fóru út á morgnana í leit að vinnu. Oft komu tímar þar sem enga vinnu var að fá um langan tíma. Hér er gripið niður í frásögn Halldórs frá einum slíkum morgni: Klukkan hringir, ég hrekk við og lít á hana, jú þetta stemmir, hún er að verða 5. Það kemur nefnilega fyrir að hún hringir ekki á réttum tíma, dálít- ið hál eins og kvenkyn getur verið og á að vera. Myrkrið grúfir yfir eins og gríma. Norðanbeljandinn gnauðar á gluggunum og kjassar frostrósirnar á sína vísu. Það dugir lítt að hika, svo ég skauzt framúr og hyssa upp um mig buxurnar. Svo tíni ég utan á mig það sem ég á helzt til skjóls. Flestir áttu fátt skjólfata á þeim árum, úlpur engar, þótti gott ef menn áttu sjóstakk. Var annars ekki bezt að sleppa því að fara í dag, láta slag tanda, ekki hillti undir neina vinnu í gærkvöldi. Þá kvað við önnur rödd: Ertu nú að gefa frá þér, bölvaður ræf- illinn, hvað ætlarðu fólkinu að borða á morgun? – síðan sýp ég bölvandi úr kaffibollanum og snarast út. FRÉTTIR 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 19 SKULDUNUM STURTAÐ BEINT TIL ALMENNINGS Sem sagt, þetta voru skuldakóng- arnir sem aldrei greiddu rentur né afborganir, bara bættu við úttekt- ina. Svo skildu þeir þetta eftir í bönkun- um eins og þegar menn skilja eftir kúkinn sinn í klósettinu. Sonur Halldórs minnist þess þegar hann vaknaði klukkan fimm á morgnana til að leita að vinnu. Mikil gleði var á heimilinu þegar pabbinn kom skítugur heim. Þá var hægt að kaupa mat fyrir næstu vikuna. FÓR ÚT KLUKKAN FIMM Á MORGNANA Í VINNULEIT Svanur, sonur Halldórs, hefur ver- ið leigubílstjóri frá 1. mars árið 1955. Ein af fyrstu minningum Svans teng- ist atvinnuleit föður hans á kreppu- árunum. „Ég man bara eftir því þeg- ar ég var á fimmta ári þegar pabbi var að fara niður á eyri klukkan fimm á morgnana og þramma þar með hundrað öðrum köllum til að vita hvort þeir fengju handtak. Við viss- um það að ef hann var ekki kominn heim klukkan átta um kvöldið að þá hefði hann fengið vinnu og þá yrði nóg að borða næstu viku,“ segir Svan- ur og á einum stað í bókinni lýsir Hall- dór gleði sona sinna, Svans og Harðar, þegar hann kom drulluskítugur heim að kvöldi: Þegar ég kom heim á kvöldin, kölluðu drengirnir: „Pabbi kominn, pabbi kolsvartur.“ „Mamma, af hverju liggur svona vel á pabba, er það af því að hann er svona svartur? Þegar við erum orðnir stórir ætlum við líka að vera svartir.“ Þrátt fyrir útganginn á mér sá ég að konan mín var glöð, vinnudagur var vonarskíma og röð af þörfum sem ekki var hægt að komast undan, hillti uppi í huga okkar. Þeir sem gengu um atvinnulaus- ir vissu hvað það var, en kannski var það létt hjá hlutskipti konunn- ar sem heima sat, milli vonar og ótta um hvort maður hennar hefði fengið handtak. Allir reikningar lokaðir og kannski ekki biti til næsta máls. Það er líkast sólargeisla þegar maðurinn kemur drullugur heim, vonir vakna um að eitthvað fari að rakna úr með vinnu, áður ríkti þögnin ein eins og frostskæni yfir myrkum hyl. En það er þunnur þrettándi að gera sér falsvonir dag eftir dag og ár eftir ár. Hjónin vita hvort í sínu lagi hvernig allt er, en jafnvel byrgja kvöl- ina inni, veitti stundarfró. Þau vita að sundin eru að lokast og þá er ekki annað eftir en gangur til Golgata bæj- arins og þá rofna öll bönd. Ólýsanlega mikill jafnaðarmaður Halldór var alla tíð mjög pólitísk- ur. „Hann var á vinstrikantinum alla tíð og hélt ávallt tryggð við skoðanir sínar. Hann var afskaplega réttsýnn og svo mikill jafnaðarmaður í sér að það var eiginlega ólýsanlegt,“ segir Svanur en faðir hans skrifaði um ára- bil greinar í dagblöð. „Hann skrifaði í mörg ár blaðagreinar undir dulnefni, því á þessum árum fengu menn sem höfðu sterka réttlætiskennd og skoð- anir, ekki vinnu. Hann skrifaði undir nafninu Göngu-Hrólfur.“ Ætti að vera skyldulesning Svanur segir föður sinn hafa alla tíð látið sig þá sem minna mega sín varða. „Í bókinni kemur vel fram hvernig lífsbaráttan var á þessum árum. Ástandið lagaðist þegar her- inn kom, þá fengu allir nóga vinnu og þá voru menn svo soltnir í vinnu að þeim fannst það synd að geta ekki vakað í 24 tíma,“ segir Svan- ur og hann gefur ekki mikið fyrir þá kreppu sem nú er talað um. „Það er ekki kreppa á meðan fólk mokar góð- um mat á diskinn sinn og borðar ekki nema helminginn – hinn helmingur- inn fer í ruslið,“ segir Svanur og bætir við: „En hitt er annað mál að bókin hans pabba segir vel frá þeim erfið- leikum sem fólk upplifði á þessum árum. Það var einn farþegi í bíln- um hjá mér fyrir ekki svo löngu sem sagði að bókin ætti að vera skyldu- lesning í grunnskólum landsins.“ JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Hann var afskap-lega réttsýnn og svo mikill jafnaðarmað- ur í sér að það var eigin- lega ólýsanlegt. Sonurinn Svanur Halldórsson segir föður sinn ávallt hafa látið málefni þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu til sín taka. Hann man vel eftir föð- ur sínum í atvinnuleit á kreppuárunum. MYND RÓBERT REYNISSON Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir neyðina hafa verið sárari: Skýr hliðstæða við nútímann Í bókinni eru lýsingar á erfiðu lífi verkafólks á kreppuárunum. Eiga þessar lýsingar við nú? „Nei, ekki í sama mæli. Á kreppu- árunum var engum almannatrygg- ingum eða atvinnuleysisbótum til að dreifa. Neyðin var þeim mun sárari. Samt á mikill fjöldi fólks nú um sárt að binda af ástæðum sem það ber ekki sjálft ábyrgð á.“ Á einum stað í bókinni lýs- ir höfundur því þegar skuldum skuldakónganna er sturtað niður til almennings. Var þetta svona á þessum árum? Má líkja þessu sem lýst er í bókinni við það sem nú er að gerast? „Þetta var svona. Þetta er skýr hliðstæða við nútímann. Bankarn- ir afskrifa nú skuldir óreiðumanna undir leyndarhjúp og ganga um leið hart fram gegn skilvísu fólki, sem á minna undir sér.“ Miðað við lýsingarnar á kreppu- árunum í bókinni – erum við að upp- lifa alvöru kreppu í dag? „Lægðin er djúp, en hún er ekki rétt nefnd kreppa. Atvinnuleysið í bæjunum var svipað í heimskrepp- unni á þriðja áratug síðustu aldar og það er nú miðað við mannafla. Kreppan þá var mun dýpri úti í heimi. Atvinnuleysið var miklu meira þar. En svo er annað. Eftir hrun lækkaði kaupmáttur þjóðartekna á mann hér heima niður fyrir Suður-Kóreu. Bilið fer breikkandi. Það mun með sama áframhaldi taka Ísland mörg ár að ná Suður-Kóreu, að ekki sé talað um Norðurlönd. Þeim mun brýnna er, að vanrækslunni og vitleysunni linni á vettvangi stjórnmálanna og víðar.“ Prófessorinn Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir engar almannatryggingar eða atvinnuleysisbætur hafa verið við lýði á kreppuárun- um. Á þeim tíma hafi neyðin verið sárari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.