Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 22
ÍSFIRÐINGAR TITRA
n Talsverður skjálfti er nú í Ísafjarð-
arbæ eftir að könnun Stöðvar 2 leiddi
í ljós að meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsókn-
ar er fallinn og
Ísafjarðarlistinn
er með hrein-
an meirihluta.
Fram að því hafði
legið í loftinu að
Eiríkur Finnur
Greipsson og
félagar á lista
Sjálfstæðisflokks væru á sigurbraut.
Nú stefnir í að Sigurður Péturs-
son, oddviti Ísafjarðarlistans, taki
við sem bæjarstjóri eftir kosningar.
Sjálfstæðismenn klóra sér í hausnum
yfir ósköpunum. Niðurstaða margra
þeirra er sú að þeir séu bæði að
gjalda fyrir afglöp forystu flokksins á
landvísu og frammistöðu fráfarandi
bæjarstjóra.
HREINN BORGAÐI
HANNESI
n „Verðlaunablaðamaðurinn“ Sig-
urjón Magnús Egilsson upplýsti á
bloggi sín að Ólafur Arnarson hefði
fengið laun frá
Mannlífi sem
er í eigu Hreins
Loftssonar.
Launamál Ólafs
hafa verið mjög
til umræðu á
amx.is þar sem
Hannes Hólm-
steinn Gissur-
arson er sagður vera einn penna.
Sigurjón Magnús lætur aftur á móti
ósagt að á meðan hann ritstýrði
Mannlífi í himinháu tapi var Hann-
es Hólmsteinn þar á launum. Hann
fékk greiddar verulegar upphæðir.
Það þýðir að Hannes var á launum
hjá Hreini eins og fleiri góðir menn.
FORSETINN OG
KROSSINN
n Samleið hjónanna Gunnars Þor-
steinssonar í Krossinum og Jónínu
Benediktsdóttur er einkar farsæl.
Þau byrja daginn gjarnan á að fara á
Facebook og skiptast þar gjarnan á
kveðjum. Í vikunni voru þau á ferð
í Færeyjum og var tekið þar eins og
þjóðhöfðingjum. Það varð hugsanlega
kveikjan að því að Jónína hvatti vini
sína til að styðja Gunnar til forseta-
framboðs. „Mig langar að Gunnar
verði forseti Íslands því hann vinnur
hug og hjarta allra. Eruð þið til í að
styðja það?“ spyr hún. Vefmiðillinn
Eyjan segir viðbrögð hafa verið blend-
in.
KVENKYNS
ÚTRÁSARVÍKINGUR
n Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóri Kaupþings, á ekki
auðvelt uppdráttar þessa dagana
þar sem hann er í farbanni á Íslandi
fjarri heimsins glaumi. Hann dvelur
þó í skjóli eiginkonu og systur sem er
ein af örfáum íslenskum konum sem
tók þátt í útrásinni af krafti. Þórdís
Sigurðardóttir var á góðæristíman-
um ein valdamesta kona viðskipta-
lífsins þótt undir lokin fjaraði mjög
undan henni. Hún leiddi meðal ann-
ars fríblaðaævintýri Nyhedsavisen
í Danmörku ásamt Gunnari Smára
Egilssyni. Það endaði með ósköp-
um eins og kunnugt er. Nú er hún að
sögn að hasla sér völl í heilsugeir-
anum.
Útrásarvíkingarnir okkar eru sumir hverjir komn-ir heim og fá ekki að fara utan aftur. Þetta er skelfi-
legt ástand fyrir menn sem eru vanir
að vera á ferð og flugi eins og fuglinn
frjáls. Svarthöfði fær sting í hjartað
við tilhugsunina um þá þjáningu sem
þeir búa við. Nú verða víkingar að láta
sér nægja að rölta Laugaveginn, fara
Þingvallahringinn eða til Akureyrar
til að sækja tilbreytingu. Þetta er svip-
að því að haförn sé tekinn og hann
settur í búr. Kanarífuglar og páfa-
gaukar eru aftur á móti vanir því að
vera í búrum. Þeir eru meira að segja
í háska ef þeir slysast út úr búrum
sínum þar sem kettir, ernir og önnur
óargadýr bíða þeirra.
Útrásarvíkingarnir eru sem hafernir en almenningur er meira í ætt við kanarífugla og í sumum tilvikum rjúp-
ur. Á meðan hafernir í drápshug flugu
um loftin blá í leit að bráð voru litlu
fuglarnir á fóðrum í búrum sínum.
Rjúpurnar létu aftur á móti lítið fyrir
sér fara í felulitum svo þær yrðu ekki
klógulum örnum að bráð. Kanarí-
fuglunum leið bara hreint ágætlega á
meðan hinir villtu ránfuglar lögðu sig
í hættu til að ná í lífsviðurværi handa
sér og sínum.
Reiðarslag ránfuglanna varð haustið 2008 þegar þeim var kippt niður á jörðina til kanarífuglanna. Á einni
svipstundu voru þeir vængstífðir og
settir í búr. Stöku fugl hefur þó sloppið
vegna þess að hann er utan íslenskrar
lofthelgi.
Svarthöfði beygir af þegar hann hugsar um örlög hinna frjálsu fugla sem nú eru í hlekkjum. Á meðan kanarífuglarnir tísta
glaðir í búrum sínum má heyra sker-
andi vein ránfuglanna sem hafa verið
sviptir því dýrmætasta af öllu, frels-
inu til að fljúga um háloftin. En rjúp-
an er óvenjuvær þar sem hún flýgur
þunglamalega um landið í leit að æti.
Ránfuglarnir eru horfnir í bili. En þeir
munu auðvitað koma aftur síðar þeg-
ar farbanninu sleppir. Það veit rjúp-
an. Þá verður allt eins og það var. Búr
útrásarvíkinganna munu opnast og
frelsið tekur við af þjáningunni.
REIÐARSLAG RÁNFUGLA „Hann er ekki í
formi til að spila
þennan leik.“
n Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari
útskýrir hvers vegna Eiður Smári var ekki valinn í
hópinn gegn Andorra. - Fréttablaðið
„Landsliðsþjálfarinn er á
hrakhólum með málstað
sinn sem versnar með
hverri afsökun. Þessi er sú
lélegasta.“
n Henry Birgir Gunnarsson, íþróttastjóri
Fréttablaðsins, gefur enn og aftur lítið fyrir
afsakanir Ólafs. - Fréttablaðið
„Aðalbrandarinn núna er
að við séum svo fúl yfir því
að hafa endað í öðru sæti í
fyrra og því settum við
gosið af stað.“
n Hera Björk Þórhallsdóttir verður að vinna
Eurovision svo gosið hætti. - DV
„Ég þyrfti að skjóta mig í
beinni útsend-
ingu í settinu
hjá þér til að
eitthvað kæmi
út úr því!“
n Ónafngreindur
þungavigtarviðmæl-
andi segir engan vilja
hlusta á sig og vill því
ekki koma í viðtal til Sölva
Tryggva. - Pressan
Siðleysið og Jón Gnarr
Gríngjörningar eins og Silvía Nótt, Bor-at, Brüno, Johnny National og Besti flokkurinn eiga það sameiginlegt að
hin raunverulega sýning er ekki aðeins at-
riðið sjálft, heldur viðbrögð áhorfenda. Mesti
pólitíski gjörningur Íslandssögunnar snýst
nú um að afhjúpa þjóðina sem hefur kosið
yfir sig spillta og vanhæfa stjórnmálamenn
í áratugi.
Besti flokkurinn er með stuðning 36 pró-
sent aðspurðra Reykvíkinga í síðustu könn-
un MMR. Þetta hefur verið túlkað sem upp-
reisn gegn fjórflokknum. En þessi mikli
stuðningur við Besta flokkinn er annað,
meira og verra en yfirlýsing gegn gömlu
flokkunum. Hann sprettur úr skorti á sið-
ferði og ábyrgð í íslenskri menningu.
Árið 2007 var Silvía Nótt ádeila á glys-
girni, sjálfselsku, sýndarþörf og firringu Ís-
lendinga í góðærinu. Hún hitti á snöggan
blett hjá Íslendingum, en það reyndist óvænt
vera beint í hjartastað. Litlar stelpur gerðu
hana að fyrirmynd sinni og þjóðin útnefndi
hana sem fulltrúa sinn í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva. Silvía var til þess
fallin að vekja hneykslun, vegna þess hve
fyrirlitleg hún var, en fólkið studdi hana og
vildi vera með. Úr sama jarðvegi spruttu per-
sónur sem einkenndust fyrst og fremst af yf-
irborðskennd og sjálfsdýrkun, eins og Gillz-
enegger og útrásarvíkingarnir.
Í áttunda kafla rannsóknarskýrslu Al-
þingis, svokölluðum siðfræðihluta, segir
meðal annars frá því hvernig vöxtur bank-
anna hafði áhrif á gildismat í öllu samfélag-
inu. Skýrslan segir frá því hvernig samfélag-
ið umbar og fóstraði lesti einstaklinganna.
„Það er því ekki nægilegt að einstakling-
ar taki sig á, ef svo má segja; samfélagið og
menningin þurfa að taka breytingum.“ Í
skýrslunni er siðferði sagt samanstanda af
eftirfarandi fjórum atriðum: 1. Gildismat. 2.
Hvað teljast dyggðir og hvað lestir einstakl-
inga? 3. Siðareglur. 4. Skyldur og ábyrgðir
vegna siðferðisins.
Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, hefur
sagst vilja verða borgarstjóri til að hafa það
náðugt. Jón segir hreinskilnislega frá því að
hann muni misnota aðstöðu sína sjálfum
sér í hag. Ef hann kemst til valda mun hann
svíkja kosningaloforðin sín. Hann hefur
þegar sagt að hann muni gera það, þannig að
erfitt verður að gagnrýna hann fyrir það.
Besti flokkurinn er einkennandi fyrir
firringuna og afneitunina á siðferði sem ein-
kenndi Ísland í góðærinu fyrir hrun. Fólk
getur kosið hann og hlegið að gömlu flokkn-
um, en á endanum snýr ádeilan að kjósend-
unum sem gerðu uppreisn gegn vanhæfri
ríkisstjórn og kusu síðan til valda ábyrgðar-
lausan sprelligosa.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Besti flokkurinn er einkennandi fyrir firringuna og afneitunina á siðferði sem einkenndi Ísland í góðærinu.
22 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
Kjósum klíkuna!
Ágætur vinur minn nefndi það
við mig um daginn, að líkja mætti
hápunkti helmingaskiptatímans við
það þegar rottur komast í kornhlöðu.
Og ég áttaði mig á því að líkingin var
gagnsæ, grimm og greinileg. Hér var
ástand nefnilega þannig að pótintát-
ar unnu í skjóli lyga og undir vernd
spilltra stjórnmálamanna. En með
samstilltu átaki tæmdu þessir ein-
staklingar kornhlöðuna sem þjóðin
hafði safnað í. Hér fóru um, rænandi
og ruplandi, smákóngar þjakaðir af
græðgi og inngróinni nýfrjálshyggju.
Í dag búum við í þeirri eymd að
vinaþjóðir meta gjaldmiðil okkar
verðlausan, orðspor heillar þjóðar er
einskis nýtur hundaskítur, orð okkar
þykja ekki uppá marga fiska og menn
væna Íslendinga um það að slá ryki
í augu alheimsins. Þetta unaðslega
álit er íslensku ríkisvaldi - valdaklíku
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks að þakka.
Við eigum í útlöndum embættis-
menn eins og Halldór Ásgrímsson,
mann sem ber ábyrgð á því að tek-
ist hefur að ljúga því að þjóðinni að
kvótabraskið sé okkur öllum til fram-
dráttar. Hádegismóra höfum við hér
heima, vælandi öllum stundum,
reynandi að bera í bætifláka fyrir af-
glöp unnin í áratugalangri ölvímu.
Við eigum menn eins og Finn Ing-
ólfsson, en Finnur þessi fær peninga
í vasa sinn í hvert skipti sem meðal-
jóninn hérna á Fróni greiðir reikninga
hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir eru
margir stjórnmálamennirnir og dilli-
bossar flokkanna sem náðu að maka
krókinn á meðan enn var kátt í höll
hinna slóttugu herra. Já, hérna heima
eigum við ennþá tvo flokka hræsn-
ara – sjálfstæðismenn og framsókn-
armenn – lýðskrumara sem reyna
öllum stundum að sverta þau ágætu
verk sem ríkisstjórn Jóhönnu er að
reyna að vinna.
Hérna höfum við Sjálfstæðisflokk,
uppfullan af hrokagikkjum sem allir
virðast hafa verið í slagtogi við slótt-
ugt ræningjapakk sem öllu stal. Hér
eigum við sjálfstæðislýð sem í gegn-
um tíðina hefur þegið peninga frá
útgerðarmönnum, sem alltof lengi
hafa fengið að sanna óþurft sína. Og
svo höfum við framsóknarmenn,
úttroðna af minnimáttarkennd,
reynandi að sverja af sér heilkenni
helmingaskipta. Það er akkúrat og ná-
kvæmlega þessi lýður sem vill sverja
af sér syndir feðranna með nýjum
kosningaloforðum.
Þjóðin okkar efast má
um ábyrgð falskra dela
og kannski vill hún kjósa þá
sem kunna best að stela.
KRISTJÁN HREINSSON
skáld skrifar
„Þeir eru margir
stjórnmálamennirnir
og dillibossar flokk-
anna sem náðu
að maka krókinn
á meðan enn var
kátt í höll hinna
slóttugu herra.“
SKÁLDIÐ SKRIFAR