Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR Fasteignafélagið Stoðir, áður Landic Property, veðsetti tæplega 42 millj- óna króna fasteign við Grjótagötu 4 í Reykjavík fyrir 2,6 milljarða króna hjá Kaupþingi um miðjan apríl árið 2008. Þetta var einungis nokkrum mán- uðum fyrir íslenska efnahagshrunið. Reikna má með að veðið fyrir láninu sé einungis að hluta í þessu tiltekna húsi og að Stoðir hafi notað fjölmarg- ar fasteignir sem tryggingu fyrir lán- inu frá Kaupþingi. Húsið er tæplega 210 fermetrar að stærð og er byggt úr timbri. Félagið var í eigu FL Group, Baugs, Ingibjargar Pálmadóttur, Fons og tengdra aðila. Í dag heitir fasteigna- félagið Reitir og er stærsta þjónustu- fyrirtæki á sviði útleigu atvinnuhús- næðis á Íslandi og á meðal annars Kringluna. Húsið á Grjótagötu 4 er enn þá í eigu félagsins. Arion banki hefur haldið utan um veðkröfuna frá bankahruninu árið 2008. Nágrannarnir undrandi Íbúar í nágrenni við húsið á Grjóta- götu 4 eru margir hverjir undrandi á því hvernig húsið, sem byggt var árið 1895 og er nokkuð sögufrægt, fór frá því að tilheyra Reykjavíkurborg á sín- um tíma og yfir til Reita. Á tuttugustu öldinni bjuggu í húsinu þekktir lista- menn eins og Gunnlaugur Blöndal, Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Gunnlaugur Scheving. Húsið komst síðar í eigu Unn- ar Stefánsdóttur sem gaf Reykjavík- urborg húsið þegar hún flutti á elli- heimilið Grund. Unnur hafði aldrei gifst og átti engin börn og ákvað því að arfleiða Reykjavíkurborg að húsinu. Frá Reykjavíkurborg fór húsið síðan á flakk til margra nýrra eigenda. Engir opinberir aðilar vildu kaupa Þorsteinn Bergsson, forstöðumaður Minjaverndar, segir að Reykjavíkur- borg hafi átt húsið á sínum tíma en að árið 2000 hafi húsið runnið inn í Minjavernd. „Þetta var þegar borgin gerðist hluthafi í Minjavernd árið 2000 og runnu flestar eignir hennar inn í Minjavernd,“ segir Þorsteinn. Ætlun borgarinnar var að Minjavernd myndi gera húsið upp. „Ætlun okkar með því að selja húsið var að finna eigendur sem gætu gert það upp.“ Hann segir að síðar hafi húsið runnið inn í félag sem hét Innrétting- arnar ehf. sem var í eigu Minjaverndar og fasteignafélagsins Þyrpingar, sem var á þeim tíma í eigu barna Pálma í Hagkaupum. Innréttingarnar ehf. var stofnað til að byggja hótelið sem í dag stendur á horni Túngötu og Aðal- strætis. Þetta gerðist árið 2001. Samkvæmt veðbandayfirliti hússins voru það Þorsteinn og Skarphéðinn Berg Steinarsson, þáverandi starfsmaður fjármála- ráðuneytisins og einka- væðingarnefndar, sem fengu umboð frá Minja- vernd til að selja húsið. Skarphéðinn varð síð- ar, árið 2007, forstjóri Landic Property, eig- anda hússins þegar það var veðsett. Skarphéð- inn segist ekki muna af hverju húsið var veðsett en undirstrikar að 2,6 milljarða lán- ið hafi ekki bara verið tryggt í þessari einu fasteign. Þorsteinn segir að Minjavernd hafi síðar, árið 2004, selt sig út úr Innrétt- ingunum ehf. og að eignir félagsins hafi runnið inn í fasteignafélagið Stoð- ir. Aðspurður af hverju ákveðið hafi verið að selja húsið til einkaaðila segir Þorsteinn: „Bíddu, af hverju ekki? Það voru engir opinberir aðilar sem vildu kaupa þetta. Á sínum tíma var litið svo á að þetta hús gæti tengst rekstri hót- elsins og þess vegna fór þetta hús inn í Inn- réttingarnar,“ en húsið var þá í nokk- urri niðurníðslu. Hann segist ekki muna hversu mikið Reykjavíkurborg hafi fengið fyrir húsið þegar það var selt á sínum tíma. Ekki liggur því ljóst fyrir hversu mikið Reykjavíkurborg fékk greitt fyr- ir húsið. Húsið gert upp Þorsteinn segir að þó að húsið hafi verið selt hafi það enn þá ekki ver- ið gert upp. Hann segir að Minja- vernd hafi reynt að stuðla að því hús- ið verði gert upp. „Fólk hlýtur að líta á það jákvæðum augum að þetta hús verði gert upp og það fái endurgerð og grotni ekki niður og að það fái líf. Hús- ið hefur ekki fengið neina viðgerð og er orðið mjög slitið. Ef eitthvað er þá höfum við hvatt núverandi eigendur til að gera húsið upp,“ segir Þorsteinn en til stendur að gera húsið upp á næstunni. Hann segir að í dag sé veitinga- húsið í Ísafoldarhúsinu, í Að- alstræti 12, með birgða- geymslu í húsinu. „Húsið hefur verið í lít- illi notkun en það hef- ur ekki verið forsvar- anlegt að leigja húsið út til annars rekstr- ar vegna ástands- ins á því,“ seg- ir Þorsteinn en saga hússins við Grjótagötu 4 hef- ur vægast sagt verið áhugaverð á síðustu árum. Hús sem Reykjavíkurborg var gefið var selt frá borginni og lenti inni í fasteignafélagi Landic Property sem var í eigu Baugs og tengdra aðila. Húsið var síðar veðsett hjá Kaupþingi í 2,6 milljarða króna pakka í apríl 2008. Nágrannar furða sig á því að hús sem var gefið Reykjavíkurborg hafi lent hjá einkaaðilum. LEÐJUSLAGUR Á NESINU n Deilur Ólafs Melsteð, fram- kvæmdastjóra hjá Seltjarnarnesbæ, og Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjar- stjóra á Seltjarn- arnesi, byrjuðu að kvisast út í byrjun síðustu viku. Ólafur sak- ar bæjarstjór- ann um einelti og hefur leitað til lögfræðings vegna hugsan- legra málaferla gegn bænum. Lík- legt verður að teljast að rót deiln- anna snúist um innanflokksátök og valdabaráttu í Sjálfstæðisflokknum á Nesinu á milli fráfarandi bæjar- stjóra, Jónmundar Guðmarssonar, og Ásgerðar en bæjarstjórinn fyrr- verandi var stuðningsmaður mót- frambjóðanda hennar. UPPGANGUR ÁSGEIRS n Uppgangur Ásgeirs Margeirs- sonar, fyrrverandi forstjóra Geys- is Green Energy, þykir undarleg- ur í meira lagi. Ásgeir stýrði Geysi í áttina að gjaldþroti á tiltölulega skömmum tíma og makkaði með útrásarherrum eins og Hannesi Smárasyni, Bjarna Ármannssyni og Þorsteini Vil- helmssyni. Eftir fall Geysis Green söðlaði Ásgeir hins vegar um og er nú orðinn forstjóri Magma Energy á Íslandi og undirmaður Ross Beaty. Ás- geir sást blaðskellandi og hlæjandi Kanadamanninum á hægri hönd þar sem tilkynnt var um kaup Mag- ma á HS Orku í vikunni. Ljóst er að Ásgeir getur glaðst yfir því að hafa komist í skjól hjá Magma eftir óráð- síuna í rekstri Geysis Green. Fáir sem hafa náð jafnlélegum árangri á forstjórastóli eins fyrirtækis geta vænst þess að fá svo skjótan frama annars staðar. BYRJAÐI ALLT MEÐ BJARNA n Hafa verður í huga að hluti af þeim bréfum í Hitaveitu Suður- nesja sem nú eru komin í hend- ur Magma og Ásgeirs var seld- ur til Geysis Green eftir að Bjarni Ármannsson, þáverandi forstjóri Glitnis, ýtti undir það að íslenska ríkið seldi rúmlega 15 prósenta hlut sinn í árslok 2006. Bankastjórinn sendi Jóni Sveinssyni, formanni framkvæmdanefndar um einka- væðingu, bréf þann 29. nóvember árið 2006 þar sem hann óskaði eftir viðræðum við nefndina um kaup á þessum hlut ríkisins sem metinn var á ríflega 1,3 milljarða króna að nafnvirði. Hluturinn var svo seldur til Geysis Green, sem var að hluta til í eigu Íslandsbanka, nokkrum mánuðum síðar. Ábyrgð Bjarna Ár- mannssonar á einkavæðingu Hita- veitu Suðurnesja er því nokkur. ÁHUGI Á BJARNA BEN n Eva Joly tekur þátt í rannsók sér- staks saksóknara á hruninu eins og alþjóð veit. Með henni starfa ýmsir erlendir sérfræðingar, svo sem eins og Frakkinn Jean-Michel Matt. Matt hefur meðal annars haft það á sinni könnu að skoða málefni sem tengj- ast Glitni og kafa ofan í þau mál sem sérstakur rannsakar og tengjast bank- anum. Frakk- inn hefur víst nokkurn áhuga á Vafningsmál- inu svokallaða sem snérist um endurfjármögnun á hlutabréfum í Glitni í mars árið 2008. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í þeim viðskiptum og er Matt víst meðvit- aður um þessa aðkomu hans. Rann- sókn Matts og félaga á Vafningsmál- inu stendur enn og er ekki ólíklegt að búast megi við tíðindum af henni í náinni framtíð. SANDKORN n Smiðurinn Einar J. Pálsson reisti húsið árið 1896. Stefán Eiríksson myndskeri var með verkstæði í steinkjallara hússins og kenndi þar dráttlist og útskurð frá aldamótum til dauðadags 1924. Margir þekktir myndlistarmenn, svo sem Ríkharður Jónsson, Gunnlaugur Blöndal og Guðmundur Einarsson frá Miðdal, hófu nám sitt og feril hjá honum, í kjallaranum. Síðan tók Eiríkur, sonur Stefáns, við verkstæðinu og rak það lengi. Á síðari hluta kreppuáranna átti Gunnlaugur Scheving listmálari heima í húsinu í nokkur ár ásamt eiginkonu sinni. Árið 1976 var húsið að Grjótagötu 4 gert upp á vegum Reykjavíkurborgar, undir stjórn Leifs Blumenstein. ( Heimild: Indæla Reykjavík/Guðjón Friðriksson, Iðunn 1996 ) Brot úr sögu hússins: INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is MILLJARÐA VEÐ Í AFGÖMLU HÚSI Veðsettu sögufrægt hús Húsið á Grjótagötu 4 fór úr eigu Reykjavíkurborg- ar og þaðan á flakk til nýrra eigenda sem flestir voru í eigu Baugs og tengdra. 2,6 milljarða króna veð hvílir á húsinu í dag. Tengdur húsinu Skarphéðinn Berg kemur að sögu hússins við Grjótagötu úr tveimur áttum. Eignuðust húsið Félag sem var í eigu afkomenda Pálma í Hagkaupum, meðal annars Sigurðar Gísla Pálmasonar, eignað- ist húsið í Grjótagötunni árið 2001 áður en það fór á frekara flakk á milli eigenda. Aðaleigandinn Jón Ásgeir Jó- hannesson var aðaleigandi hússins í Grjótagötu 4 í gegnum félög sín á árunum fyrir bankahrunið. Það voru engir opinberir aðilar sem vildu kaupa þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.