Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 HELGARBLAÐ
MOORHOUSE-MORÐIN David John Birnie og Catherine
Margaret Birnie voru ástralskir raðmorðingjar og hjón. Á níunda ára-
tug síðustu aldar myrtu þau fjórar konur á aldrinum fimmtán til þrjátíu
og fimm ára og áttu morðin sér stað á heimili skötuhjúanna. David og
Cathe rine reyndu að myrða fimmtu konuna en mistókst ætlunarverk
sitt. Morðin voru kölluð Moorhouse-morðin eftir heimilisfangi hjónanna í
Willa gee í úthverfi Perth í Ástralíu.
Lesið um Moorhouse-morðin í næsta helgarblaði DV.
MATREIDDI FÓRNARLAMBIÐ
Katherine Mary Knight var fyrsta ástralska konan sem dæmd var til lífstíðar fangelsisvistar án möguleika
á reynslulausn. Katherine Mary var sakfelld fyrir morð á sambýlismanni sínum, John Charles Thomas
Price.
Mary Katherine Knight, fædd 24.
október 1955, var frá bænum Aber-
deen í Nýju Suður-Wales í Ástralíu.
Í kjölfar hneykslismáls sem tengd-
ist Barböru móður Katherine flutt-
ist fjölskyldan frá Aberdeen til bæj-
arins Moree.
Faðir Katherine var áfengissjúk-
lingur sem hikaði ekki við að beita
eiginkonu sína ofbeldi og neyddi
hana ítrekað til kynmaka gegn vilja
hennar. Barbara átti það til að segja
dætrum sínum í smáatriðum frá
kynlífi hennar og hve mikið ógeð
hún hefði á því.
Eitt sinn kvartaði Katherine yfir
því við móður sína að einn félagi
hennar vildi neyða hana til kyn-
lífsathafna sem hún kærði sig ekki
um. Móðir hennar sagði henni
að „láta sig hafa það og hætta að
kvarta“. Katherine fullyrti síðar
að hún hefði verið kynferðislega
misnotuð af mörgum ættingjum
sínum til ellefu ára aldurs, en þó
aldrei föður sínum.
„Hún mun drepa þig“
Katherine gekk í hjónaband með
drykkfelldum vinnufélaga sínum,
David Stanford Kellet, árið 1973,
en þegar þar var komið sögu hafði
Katherine getið sér orð í Aberdeen
fyrir að beita vopnum gegn hverj-
um þeim sem reitti hana til reiði.
Rétt fyrir hjónavígsluna gaf Bar-
bara David ráð: „Það er eins gott að
þú varir þig, ella drepur hún þig.
Reittu hana til reiði og þú ert búinn
að vera, ekki reyna að gabba hana,
hún mun drepa þig.“
Katherine hafði David undir
hælnum allt þeirra samband og á
brúðkaupsnóttinni reyndi hún að
kyrkja hann vegna þess að hann
hafði sofnað eftir að hafa „aðeins
haft kynmök þrisvar sinnum“.
Árið 1976 var David búinn að
fá nóg og yfirgaf Katherine vegna
annarrar konu og flutti til Queens-
land. Tók þá Katherine tveggja
mánaða dóttur þeirra, Melissu,
og lagði hana á járnbrautarteina
skömmu áður en von var á lest.
Síðan sótti Katherine öxi og hót-
aði fjölda manns lífláti. Melissu var
bjargað á ögurstundu af flækingi
sem hékk gjarna í grennd við lest-
arteinana. Katherine var handtek-
in og færð á sjúkrahús þar sem hún
var greind með fæðingarþunglyndi
og síðan sleppt.
Nýr sambýlismaður
Skömmu síðar réðst Katherine á
konu eina, skar í andlit hennar og
krafðist þess að konan keyrði hana
til Queensland til að finna David.
Konan slapp við illan leik en þeg-
ar lögregluna bar að garði hafði
Kathe rine tekið lítinn dreng í gísl-
ingu og hótaði öllu illu. Lögregl-
unni tókst að yfirbuga Katherine
og hún var lögð inn á spítala.
Þegar David Kellet heyrði af at-
vikinu yfirgaf hann nýju vinkon-
una og snéri aftur til Aberdeen til
að styðja eiginkonu sína. Þann 9.
ágúst 1976 var Katherine komið
í umsjá móður sinnar og Davids.
Þau fluttu til úthverfis Brisbane og
þar fékk Katherine vinnu. David
og Katherine eignuðust aðra dótt-
ur í mars 1980, en árið 1984 yfirgaf
Katherine David.
Tveimur árum síðar kynntist
Katherine námaverkamanni, Dav-
id Saunders, og var þess skammt
að bíða að hann flytti inn til henn-
ar og dætra hennar tveggja. Saund-
ers ákvað þó að halda sinni gömlu
íbúð. Innan tíðar fór að bera á
mikilli afbrýðisemi hjá Katherine
gagnvart Saunders og því hvernig
hann eyddi tímanum þegar hún sá
ekki til, og oft og tíðum henti hún
honum á dyr.
Saunders fer í felur
Reyndar snéri Saunders ávallt aft-
ur í faðm Katherine í kjölfar ofsa-
fenginna beiðna þar að lútandi af
hennar hálfu. Í maí 1987 skar hún
dingó-hvolp Saunders á háls fyrir
framan hann eingöngu til að und-
irstrika hvað myndi gerast ef hann
yrði henni ótrúr. Í kjölfarið barði
hún hann með steikarpönnu með
þeim afleiðingum að hann missti
meðvitund. Saunders og Kathe-
rine eignuðust dóttur í júní 1988
og í kjölfarið festu þau kaup á húsi.
Húsið skreytti Katherine í hólf og
gólf með dýrahúðum, dýrahaus-
kúpum, ryðguðum dýragildrum,
hrífum og kvíslum.
Eitt sinn eftir að Katherine hafði
barið Saunders í andlitið með
straujárni og stungið hann í kvið-
inn með skærum fór hann enn
eina ferðina í sína gömlu íbúð. þeg-
ar hann snéri aftur hafði Kathe rine
skorið allan fatnað hans í hengla.
Saunders fór í felur og segir ekki
meira af honum.
Árið 1990 varð Katherine þung-
uð eftir John Chillingworth, vinnu-
félaga sinn, og eignaðist son. Sam-
band hennar og Johns entist í þrjú
ár en þá yfirgaf hún hann fyrir ást-
mann sem hún hafði átt í þó nokk-
urn tíma, John Price.
Price fær nálgunarbann
John Price var þriggja barna fað-
ir og fráskilinn og vel kunnugt um
orðsporið sem fór af Katherine. En
engu að síður flutti hún inn til hans
og tveggja af þremur barna hans
árið 1995. Fyrst um sinn var sam-
band þeirra „draumi líkast“ þrátt
fyrir tíð heiftarleg rifrildi.
Eftir að Price neitaði að kvæn-
ast Katherine sagði hún yfirmanni
hans frá smáþjófnuðum sem Price
hafði stundað í gegnum tíðina.
Price var rekinn úr starfi og kastaði
Katherine á dyr þann sama dag. En
Price endurnýjaði samband þeirra
nokkrum mánuðum síðar, en þá
með þeim formerkjum að hún
flytti ekki inn til hans.
Í febrúar 2000 var Price nóg
boðið enda hafði líkamlegt ofbeldi
af hálfu Katherine náð nýjum hæð-
um. Þann 29. febrúar fékk Price
nálgunarbann á Katherine sem
gilti gagnvart honum og börnum
hans. Að kvöldi sama dags þegar
Price kom heim til sín komst hann
að því að Katherine hafði sent
börnin í gistingu hjá vinafólki.
Katherine kom á heimili Price
þegar hann var í fastasvefni, en
hún beið ekki boðanna, vakti hann
og eftir að þau höfðu haft kynmök
sofnaði hann að nýju.
Kjöt, bakaðar kartöflur og
sósa
Næsta morgun mætti John Price
ekki til vinnu og þegar nágrann-
ar og vinnufélagi Price komu að
heimili hans sáu þeir blóðtaum
á útidyrahurðinni og höfðu sam-
band við lögregluna. Kringum-
stæður á heimilinu bentu til þess
að Katherine hefði stungið Price á
meðan hann svaf. Hann hafði án
árangurs reynt að verja sig en þeg-
ar upp var staðið blæddi honum
út eftir að hafa verið stunginn 37
sinnum.
Katherine hafði síðan flegið
Price og hengt húðina af honum
á bita yfir einum dyranna í hús-
inu. Hún skar af honum höfuð-
ið og sauð nokkra líkamshluta og
matreiddi máltíð sem samanstóð
af kjöti, bökuðum kartöflum, gras-
keri, kúrbít, káli og fleira góðgæti
ásamt sósu. Katherine setti mat á
tvo diska og við hvorn disk miða
með nöfnum tveggja barna Price,
eins og hún hygðist láta þau neyta
matarins.
Stillti líkinu upp
Höfuð Price fannst í potti með
grænmeti og var potturinn enn
heitur og því ljóst að matseldin
hafði hafist árla morguns. Ein-
hverju síðar hafði Katherine still
upp líki Price þannig að hann
hélt utan um tóma 1,25 lítra gos-
flösku og sat með krosslagðar
fætur.
Upphaflega lýsti Katherine sig
viljuga til að játa á sig manndráp
en því boði hennar var hafnað
og þann 2. febrúar 2001 var hún
ákærð fyrir morðið á John Price
og þá lýsti hún yfir sakleysi sínu.
Katherine var dæmd til lífstíð-
ar fangelsisvistar og hún áfrýjaði
þeim dómi árið 2006 og bar við að
lífstíðarfangelsi án möguleika á
reynslulausn væri alltof strangur
dómur fyrir morðið. En Kathe rine
Mary Knight hafði ekki árangur
sem erfiði og situr nú á bak við lás
og slá í Silverwater-kvennafang-
elsinu í Ástralíu.
UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is
Reittu hana til reiði og þú ert
búinn að vera, ekki
reyna að gabba hana,
hún mun drepa þig.
Katherine Mary Knight Matreiddi
líkamshluta fórnarlambsins, Johns Price.