Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 21
FRÉTTIR 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR 21
Baldur og Júlíus
Guðmundssynir
Hvar er Mjallhvít?
André Bachmann Sævar SverrissonHulda Gestsdóttir
Rúnars Júlíussonar
minnst í tónum á
Kringlukránni
21. & 22. maí.
Dansleikur með hljómsveitinni
Hvar er Mjallhvít?
ásamt André Bachmann.
Sérstakir gestir
Synir Rúnars þeir Baldur og
Júlíus ásamt popparanum síunga
Sævari Sverrissyni
og Diskódívunni Huldu
Gestsdóttur.
Dansleikurinn hefst kl. 23:00
mætið tímanlega.
Með Stuð Í Hjarta
Mark Zuckerberg, eigandi Facebook,
er smám saman að breytast í helsta
þrjót internetsins, ef marka má sí-
aukna gagnrýni á hann í netheimum
að undanförnu. Facebook-notandinn
Kurt von Lichtenstein, komst í heims-
fréttirnar í vikunni eftri að hann sak-
aðiZuckerberg um að hafa látið eyða
reikiningi sínum áf samskiptavefn-
um, eftir að hann gagnrýndi að vefur-
inn safnaði upplýsingum um notend-
ur. Lichtenstein skrifaði athugasemd í
umræðudálk á Facebook síðu Zuck-
erbergs sjálfs, þar sem hann gagn-
rýndi persónuverndarstefnu Face-
book: „Við erum mjög reið yfir því að
þegar við eyðum myndum og öðrum
upplýsingum út, þá heldur Facebook
afriti af öllu saman og býður fyrirtækj-
um það til sölu.“
Skömmu síðar hvarf reikningur
hans út af samskiptavefnum. Ann-
ar notandi sem stofnaði ádeiluhóp
á persónuverndarstefnu Facebook,
segir forsvarsmenn Facebook hafa
eytt honum út vegna þess að þar var
að finna óþægilega gagnrýni. Hóp-
urinn bar heitið: „Mark Zuckerberg
fróar sér yfir stöðuuppfærslum.“ Fac-
ebook eyddi hópnum á dögunum á
þeim forsendum að hann væri brot
á siðgæðisreglum, en það kann að
skjóta skökku við, þar sem hann hafði
verið inni á vefnum í 4 ár. Vefmiðillinn
Gawker, telur þessar aðgerðir Zuck-
erbergs vera til marks um að þolin-
mæði hans á gagnrýni á stefnu sína,
sé á þrotum. Hann noti því völd sín til
þess að láta eyða reikningi þeirra sem
gagnrýna stefnuna.
Facebook-notendur saka Mark Zuckerberg um að þagga niður gagnrýni:
Zuckerberg að verða þrjótur netsins
Facebook
Notendur segja
forsvarsmenn
Facebook eyða
út gagnrýni á
samskiptavefinn.
Ninjur til bjargar
Ræningjagengi valdi verstu mögu-
legu staðsetninguna til að ræna
varnarlausan einstakling, fyrir fram-
an ninja-skóla í Ástralíu. Nemandi
við ninja-skólann sá þegar ræningja-
gengi réðst á varnarlausan mann
fyrir utan skólann og fyrr en varir
voru fimm ninjur í fullum skrúða
mættar til að hjálpa fórnarlambinu.
Ræningjarnir urðu svo skelkaðir að
þeir lögðu á flótta undan ninjun-
um fimm sem nálguðust þá óðfluga.
Kaylan Sato, þjálfari við ninja-skól-
ann, sagðist aldrei hafa séð neinn
hlaupa svona hratt.
Í form eða rekin
Bandaríski veitingahúsakeðjan
Hooters skipaði þjónustustúlkunni
Cassie Smith að grenna sig. Hún
íhugar nú að kæra staðinn fyrir að
vera með fordóma í garð líkams-
vaxtar hennar en hún er 1,73 metrar
á hæð og 66 kíló. Yfirmenn hennar
gáfu henni líkamsræktarkort og gáfu
henni þrjátíu daga frest til að koma
sér í betra form. Hún hefur fengið
lögfræðing í málið en forsvarsmenn
Hooters-veitingastaða segja að
þeirra stefna varðandi líkamsform
þjónustustúlkna sinna stangist ekki
á við lög.
Stærsta listaverka-
rán sögunnar
Hettuklæddur innbrotsþjófur komst
undan með fimm meistaraverk að
verðmæti áttatíu milljarða króna á
fimmtudag af Nýlistasafni Parísar,
Musee d’Art Moderne. Verkin sem
stolið var eru eftir Pablo Picasso,
Fernand Leger, Henri Matisse, Geor-
ges Braque og Amedeo Modigliani.
Talið er að ránið sé eitt það stærsta í
sögunni. Á öryggismyndavélum sést
að þjófurinn var einn á ferð og stekk-
ur út um brotna rúðu safnsins með
verkin. Þótt ótrúlegt megi virðast fór
öryggiskerfi safnsins ekki í gang.
Ólöglegir
í frystigám
Fimm ólöglegir innflytjendur sem
ætluðu að smygla sér til Bretlands
frá Frakklandi aftan í vörubíl með
kæligámi læstust inni og urðu að
hringja eftir aðstoð. Lögreglan í
Calais í Frakklandi hóf mikla leit að
vörubílnum eftir að hafa fengið þær
upplýsingar að barn væri með í för
sem ætti á hættu að frjósa í hel. Fólk-
inu tókst á endanum að brjóta sér
leið út úr vörubílnum þar sem hita-
stigið var allt að mínus 25 gráður.
Hópurinn hoppaði um borð í bílinn
í Dunkirk í Frakklandi og töldu hann
vera á leið til Bretlands.