Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 72
n Formspring.me-síðan er nýjasta æðið á internetinu en þar getur hver sem er sett upp síðu og leyft öllum sem vilja að spyrja sig spurn- inga, algjörlega nafnlaust. Fyrir- sætan Kristrún Ösp Barkardóttir reið á vaðið hér heima en nú hefur internetstjarnan Maggi mix sett upp eina slíka síðu. Spurningunum rignir inn á Magga og voru komn- ar yfir 500 þegar þetta var skrifað. Spurt er um allt á milli himins og jarðar en margir hafa mikinn áhuga á hvort frægð Magga skili honum árangri í ástalífinu. Maggi er þó fagmaður fram í fingurgóma og er að vinna í því að sinna ferlinum. Svarar hann því ein- um sem spyr hvort hann sé að hitta einhverjar stelpur: „Nei, get ekki haft tíma til að hitta stelpur eins og er.“ Læknisfræðilegt undur! ENGINN TÍMI FYRIR STELPUR Tilb kr 360.000 DUX CLASSIC 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm og fætur DUX VISTA CLASSIK PAKKI 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/ Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur. Tilb kr 457.000 Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com C n Slagorðakeppni stjórnmála- flokkanna stendur sem hæst. Besti flokkurinn hefur vakið athygli með slag orðum á borð við „alls kon- ar fyrir aumingja“ og fleiri athygl- isverðum. Sjálfstæðisflokkurinn boðar stefnu sína undir slagorð- inu „vinnum saman.“ Samfylkingin notar slagorðið „vekjum Reykavík“ og nú hefur Framsóknarflokkurinn, sem hefur ekki riðið feitum hesti í skoð- anakönnnunum, gert tilraun til að stela senunni með frumlegu slagorði til að vekja athygli á oddvitan- um Einari Skúlasyni: „Þú mein- ar Einar!“ ÞÚ MEINAR EINAR n Egill „Gillz“ Einarsson hefur svarað fyrir sig eftir að Fréttablaðið birti grein í vikunni um að prótín- þamb orsakaði vindgang. Læknir- inn Einar Oddsson segir það þekkt að þeir sem neyta prótíndrykkja þjáist af vindgangi. Egill var fljótur að grípa til varna á vefsíðunni gillz. is, þar sem hann segir: „Ég prump- aði held ég síðast 2002. Það var áður en ég tók mataræðið í gegn og gerðist professional bodybuilder. Áður en ég gerðist bodybuild- er þá borðaði ég allan andskotann! Ég lifði á skyndibita, sykruðu gosi, nammi og ís. Í dag hlæ ég þegar feitu vinir mínir háma í sig þetta drasl. Ég á í erfið- leikum með að vera lengi með feitu vinum mínum því þeir reka svo mikið við.“ DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 03:55 SÓLSETUR 22:56 Slagorð Samfylkingarinnar í Reykja- vík fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar, síðar í þessum mánuði, er ein- falt: Vekjum Reykjavík! Dagur B. Eggertsson og félagar hans í borg- arstjórn vilja með því virkja höf- uðborgina eftir meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokksins stærstan hluta yfirstand- andi kjörtímabils. Samfylkingin í Reykjavík er þó ekki fyrsti stjórnmálaflokkurinn á heimsvísu sem hefur boðað með slagorðum sínum að vekja fólk. Á þriðja og fjórða áratugnum notaði Nasistaflokkurinn í Þýskalandi með- al annars slagorðið „Deutchland Er- wache!“ Slagorð nasistanna myndi útleggjast á íslensku sem „vekjum Þýskaland!“ Slagorðið má sjá á fán- um og skiltum nasista auk þess sem eitt af áróðurslögum nasista heitir þessu nafni. Það verður að teljast afar hæpið að tenging sé þarna á milli og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist aðspurður ekki þekkja þetta slagorð nasist- anna. Hann telur líklegt að sambærileg slagorð hafi verið notuð víðar og bendir á að hugtak- ið vakning sé oft notað í tengslum við trúarhópa og bindindishópa. Hann hafi hins vegar ekki séð það áður í stjórnmál- um. Vissulega vilji enginn láta bendla sig við Nasistaflokkinn og bendir Guðmundur á að slagorð Samfylk- ingarinnar í Reykjavík hljómi frekar eins og það hafi verið samið á auglýsingastofu. Slagorð Samfylkingarinnar er mjög líkt slagorði Nasistaflokksins: ÓHEPPILEGT SLAGORÐ Vekjum Þýskaland! Eitt af slagorðum Nasistaflokksins er óheppilega líkt slagorði Samfylkingarinnar í Reykjavík. PRUMPAÐI SÍÐAST 2002 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.