Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 36 ára gamall Spánverji er í innsta hring í Norður-Kór-eu. Hann fundar reglu-lega með æðstu mönnum landsins. Hann hittir Kim Jong- il, leiðtoga kommúnistaríkisins, þó sjaldnar. „Hann er mjög upp- tekinn, en við reynum að halda sambandi með bréfum og tölvu- skeytum eða í gegnum ráðgjafana. Hann hittir mig þó alltaf þegar hann hefur tíma til. Á hátíðisdög- um ræðum við alltaf saman undir fjögur augu,“ segir Alejandro Cao de Benós. Kominn af aðalsfólki Hann er fæddur í Tarragona í Katalóníu á Spáni og er af ríkum aðalsættum sem stjórnuðu stór- um landsvæðum á öldum áður. „Ég er kominn beint af barón- unum af Les, markgreifunum af Rosal monte og jörlunum af Arje- lejo,“ segir Alejandro Cao de Ben- ós í viðtali við spænska dagblaðið La Razón. Auðvelt er að fullyrða að eplið hafi fallið langt frá eikinni því í dag er Alejandro heittrúaður kommún- isti og í hópi sárafárra útlendinga sem fá að ferðast til Norður-Kóreu. Þegar hann fer yfir þessi lokuðustu landamæri heims þarf hann ekki einu sinni á vegabréfi að halda. „Ég er svo frægur þar að ég þarf ekki að sýna vegabréfið. Andlit mitt birtist reglulega á sjónvarpsskjánum og í blöðunum í Norður-Kóreu. Ég er ekki bara frægur fyrir ræður mínar og greinaskrif. Ég er líka söngvari. Ég er Julio Iglesias Norður-Kóreu. Ég syng kóresk ættjarðarlög í sjón- varpinu, fyrir framan 15 þúsund leikhúsgesti. Hvaða Norður-Kór- eumaður sem er myndi hætta lífi sínu til að bjarga lífi mínu,“ segir Alejandro. Tabúið Norður-Kórea Alejandro Cao de Benós, sem hefur tekið upp kóreska nafnið Zo Sun-il, ólst upp á Spáni en flest- ir ættingjar hans hafa stutt hægri- sinnaða stjórnmálamenn í gegn- um tíðina, enda af ætt aðalsmanna úr efri lögum samfélagsins. „Ég var ekki beint venjulegur 13 ára drengur frá Tarragona. Á meðan hinir strákarnir eltust við stelpur sökkti ég mér í sagnfræði og stjórnmálasögu. Ég komst að því að heimurinn er mjög ósann- gjarn og mig langaði að leggja mitt af mörkum. Ég las heimsbók- menntirnar og Karl Marx og gekk í kommúnistahreyfingu, þrátt fyr- ir að flestir væru að linast á þeim tíma. Ég veitti ríki einu mikla at- hygli sem enginn vildi tala um, ekki einu sinni félagar mínir kommún- istarnir vildu vita af Norður-Kór- eu. Landið var tabú, og þótti allt- of rétttrúað og forhert. Forvitnin leiddi mig á fund diplómatískra útsendara frá Norður-Kóreu sem voru staddir í Madrid vegna al- þjóðlegrar ferðamálaráðstefnu. Þar kynntist ég fyrstu félögum mínum frá Kóreu,“ segir Alejandro, sem nokkrum árum síðar ferðaðist til Norður-Kóreu, náði valdi á kór- esku og eignaðist marga vini. Hannaði heimasíðu landsins Alejandro stofnaði Alþjóðlegt vinafélag Kóreu (KFA) árið 2000 og hefur verið formaður þess síðan. Í dag telja samtökin 9.000 meðlimi frá 120 löndum. Meðlimir þeirra reyna að bæta þá hörmulegu ímynd sem landið hefur á alþjóða- vísu. Árið 2000 hannaði Alejandro opinbera vefsíðu norðurkóresku stjórnarinnar og hlaut orðu fyrir. Hann sinnir einnig embætti sér- staks fulltrúa nefndar um menn- ingartengsl við önnur ríki, en Kim Jong-il veitti honum þennan titil á sextugsafmæli sínu. Ver einangrunina Alejandro dregur ekkert undan þegar hann ber skjöld fyrir norður- kóresk stjórnvöld sem meðal ann- ars hafa verið sökuð um að hafa hrint af stað hungursneyð á tíunda áratugnum en talið er að allt að milljón manna hafi látist af völd- um hennar. „Það er kolrangt. Fjöl- miðlarnir sem flytja slíkar fréttir, til dæmis CNN og BBC, snúast með bandarískum hagsmunum. Þeir reyna að kæfa sósíalismann með áróðri. Við erum vanmáttug og fátæk og eigum ekki roð í alþjóð- legu fjölmiðlavélina sem er sterk- ari en flestir herir. Vanþekkingin á landinu okkar er gífurleg,“ seg- ir Alejandro en síðustu orð hans vekja furðu blaðamanns La Raz- ón, sem bendir á að Norður-Kórea sé eitt lokaðasta land heims. Það sé því ómögulegt að vita nokkuð um það sem gerist í landinu. Íbú- ar landsins þurfi að biðja um leyfi til að hringja til útlanda, internet- ið fái enginn að nota nema stjórn- völd og að það að ferðast til ann- arra landa sé lúxus sem aðeins hásettustu herforingjar njóti. Við bætist að þeir fáu útlendingar sem fái að ferðast til landsins séu undir stöðugu eftirliti stjórnarinnar sem fylgi þeim hvert fótmál. Alejandro svarar um hæl að stjórnvöld verði að vernda Norð- ur-Kóreumenn. „Við verðum að vernda okkur fyrir umheiminum. Fólkið í Norður-Kóreu veit ekki hvað kókaín og heróin er. Það hef- ur aldrei kynnst heimilisofbeldi og nauðgunum. Stress er ekki til í landinu.“ Hernaðarsinnaður Þsesi spænski embættismaður í Norður-Kóreu segist hafa glatað mörgum vinum vegna starfs síns. Að auki hafi margir fjölskyldumeð- limir snúið baki við honum. Hann býr mestan part ársins á Spáni þar sem hann starfar meðal annars sem ráðgjafi fyrir tölvufyrirtæki. „Ég er í engum samskiptum við marga náskylda ættingja. Þrátt fyr- ir að ættarhefðin stríði að mestu leyti gegn lífsviðhorfum mínum er ég stoltur af forfeðrum mínum eða einu leyti; þeir voru hermenn. Ég elska heri og ég er mjög hernaðars- innaður. Ég gekk meira að segja í spænska herinn á sínum tíma og ég er mjög stoltur af því. Ég er maður sem er reiðubúinn til að deyja fyrir málstaðinn og hugsjónirnar.“ Heimild: La Razón. helgihrafn@dv.is „Ég er Julio Iglesias Norður-Kóreu“ Spánverjinn Alejandro Cao de Benós er í innsta hring í valdakerfi Norður-Kóreu, eins einangraðasta og dul- arfyllsta ríkis heims, þangað sem fáir útlendingar fá að koma. Alejandro er stórstjarna í kommúnistaríkinu, bæði vegna embættisstarfa og söngs. Milljónir manna fylgjast með þegar Spánverjinn syngur ættjarðarlög í norðurkóreska sjónvarpinu. Ég er maður sem er reiðubúinn til að deyja fyrir málstað- inn og hugsjónirnar. AF ARISTÓKRATAÆTTUM Spánverjinn Alejandro er af aðalsmannaættum og hefur misst tengslin við fjölskyldu sína. HÁTTSETTUR Alejandro Cao de Benós er háttsettasti útlendingurinn í Norður-Kóreu. KIM JONG-IL Leiðtogi Norður-Kóreu sendir Alejandro reglulega tölvuskeyti. VEKUR UMTAL Alejandro Cao de Benós leiðir Alþjóðlegt vinafélag Kóreu en meðlimir þess eru 9.000 talsins og koma frá 120 þjóðlöndum. Skrýtið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.