Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 50
NJÓSNA MEÐ HJÁLP TÆKNINNAR Með nú- tímatækni eiga á fólk auðvelt með að fylgjast með ferðum og samskiptum hvert annars. Samkvæmt ný- legri breskri rannsókn eru ungir elskendur líklegastir til að njósna með því að nýta sér tæknina. Giftir eiga það líka til að njósna en 36% aðspurðra sögðust hafa skoðað símtöl, tölvupóst og SMS makans. Aðeins 3% komust að einhverju misjöfnu. Nú þurfa mæður, sem lenda í því að börn þeirra hringja grátandi til þeirra í vinnuna, ekki að örvænta lengur því samkvæmt nýrri rannsókn virkar rödd móðurinnar álíka róandi á æst og stressuð börn og faðmlag hennar. Þetta á sér í lagi við um ungar stúlk- ur en samkvæmt rannsókninni leysir rödd móðurinnar úr læðingi stress- hormón og efni sem fá okkur til að líða betur. Seth D. Pollack, sálfræðiprófessor í háskólanum í Wisconsin í Banda- ríkjunum, og lið hans fengu 61 stúlku á aldrinum 7 til 12 ára til að halda ræðu fyrir framan stóran hóp áhorf- enda – eitthvað sem vekur upp stress hjá flestum. Eftir ræðurnar fékk einn hópur stúlknanna að hitta mömmu sína, annar fékk að spjalla við hana í síma en þriðji hópurinn var einung- is látinn horfa á kvikmynd. Stúlkurn- ar í fyrri tveimur hópunum horfðu á kvikmyndina eftir að hafa hitt eða spjallað við mæður sínar. Pollack tók munnvatns- og þvagsýni hjá öllum stúlkunum þar sem í ljós kom að þær sem fengu að hitta eða tala við móð- ur sína mældust ekkert stressaðar og í góðu andlegu jafnvægi. Þær sem höfðu ekki fengið nein samskipti við móður sína mældust mun stressaðri. Lane Strathearm barnalæknir í Houston segir niðurstöðurnar mjög áhugaverðar. Hingað til, í rannsókn- um á mönnum og dýrum, hafi ver- ið talið að snerting verði að eiga sér stað svo móðir geti róað ungviði sitt. Samkvæmt rannsókn virkar rödd móður álíka róandi og faðmlag hennar: MÖMMURÖDD VIRKAR RÓANDI UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is 5 UPPELDIS- RÁÐ Í BOÐI DR. PHIL Foreldrahlutverkið breytir lífinu „Fagnaðu breytingunum í stað þess að berjast á móti þeim.“ Forgangsraðaðu upp á nýtt „Nú ert þú ekki lengur í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Taktu ákvörðun um að vera til staðar fyrir barnið þitt alla ævi.“ Börn þurfa báða foreldra sína „Virk þátttaka pabbans er mikil- vægari en að hafa hann bara á staðnum. Börn sem eiga virka feður sem eru góð fyrirmynd eru líklegri til að vera félagslega og tilfinningalega þroskaðri, betur búin til að leysa vandmál og vegnar betur í lífinu.“ Foreldri af sama kyni er sterkasta fyrirmyndin „Sterkt foreldri af sama kyni og barnið sem hefur jákvæð áhrif á líf þess er gríðarlega mikilvægt. Smábörn horfa upp til foreldr- is af sama kyni og herma eftir. Barnið tekur eftir röddinni og hvort foreldrið virkilega nýtur tímans með því. Það hvort barn- inu finnist það sérstakt er undir báðum foreldrum komið en þó aðallega því foreldri sem er af sama kyni.“ Lífið snýst um valmöguleika „Skoðaðu kosti og galla við allt val. Ef þú velur að leggja mesta áherslu á heimilið og fjölskyld- una mun vinnan og félagslíf þitt finna fyrir því.“ FEITIR LAGÐIR Í EINELTI Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn eru börn sem þjást af alvarlegri offitu um 60% líklegri en önnur til að lenda í einelti og þau sem mælast of þung 13% líklegri. Í sömu rannsókn voru félagslegar aðstæður barnanna kannaðar en hvorki efnahag- ur fjölskyldu, kyn eða kynþátt- ur virðist hafa áhrif á það hvort börn lendi í einelti. „Of feit börn eru einfaldlega líklegri til að verða fyrir einelti,“ segir dr. Julie C. Lumeng aðstoðarprófess- or í barnalækningum í háskól- anum í Michigan og höfundur rannsóknarinnar og bætir við að foreldrar og kennarar verði að vera meðvitaðir um þennan áhættuþátt. 50 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 LÍFSSTÍLL VINKONUR SEM ALLAR MÖMMUR ÞARFNAST Mæðgur Rannsóknin tók aðeins til sambands móður og dóttur. Sú sem er samtaka Þú þarfnast hennar: Af því að hún skilur þig. Barnlausu vinkonurnar geta stokkið á djammið, í bústað og jafn- vel til útlanda en þannig virka hlut- irnar ekki hjá þér. Þú þarft að hugsa um börnin og fjölskylduna fyrst. Vin- kona sem á jafngamalt barn og þú gæti stungið upp á því að þið tækjuð börnin með í bústaðinn og skilur að þú getur ekki tekið skyndiákvarðanir. Með þessari vinkonu þarftu ekki að hafa áhyggjur af því þótt þú þurfir að taka barnið með í löns. Hvernig heldurðu í hana? Reyndu líka að gera eitthvað með henni án barnanna. Þið þurfið báð- ar á því að halda. Barnalausa vinkonan Þú þarfnast hennar: Til þess að geta átt í fullorðinssamræðum – og svo þú getir látið sem þú sért enn þá „kúl“. Þótt móðurhlutverkið sé líklega mikilvægasta hlutverkið þitt er það ekki það eina. Ef allar vinkon- ur þínar eiga börn getið þið átt í erfiðleikum með að finna tíma til að hittast á milli lúra, leikskóla og lækn- issheimsókna. Með barn- lausu vinina er það sjaldan vandamál. Annar plús er að barnlaust fólk fylgist oft bet- ur með því sem er að gerast og getur bent þér á vinsælustu og nýjustu veitingastaðina, haldið þér á tánum þegar kemur að tísku og leyft þér að fylgjast með heitata slúðrinu. Barnlausa vin- konan minnir þig á lífið þarna úti. Hvernig heldurðu í hana? Settu allt barnastúss til hliðar á meðan þú hittir hana og reyndu að fá eins mikið út úr „barnlausa“ tím- anum og þú getur. Ekki missa þig í lýsing- um á svefni dóttur þinnar. „Been there, done that“ vinkonan Þú þarfnast hennar: Hún getur leið- beint þér á erfiðustu stundunum. Hvort sem vandamálið er svefn- leysi, hægðatregða, óþekkt, útbrot eða áhyggjur af eigin uppeldisaðferð- um er gott að geta leitað til einhvers sem hefur upplifað þetta allt saman. Hvernig heldurðu í hana? Góðu fréttirnar eru þær að hún elskar örugg- lega jafnmikið að gefa þér ráð og þú elskar að fá ráð. Móðurhlutverkið getur ver- ið vanþakklátt starf og það er yndislegt að fá viður- kenningu fyrir allt það sem maður hefur lært. Mundu að hringja í hana og leyfa henni að fylgj- ast með framgangi mála. Hjálpsama vinkonan Þú þarfnast hennar: Hún hjálpar þér með bílskúrssöluna, keyrir börnin á æfingu og kemur með lasagna þegar þú þarft á hjálp að halda. Stundum þurfum við virkilega hjálp en það er ekki alltaf jafnauð- velt að biðja um hana. Vinkona sem hendir öllu frá sér og kemur til að- stoðar á neyðarstundu er vinkona sem er þess virði að halda í. Hvernig heldurðu í hana? Mundu að sýna henni að þú kannt að meta hjálpina og gefðu til baka. Glamúrgellan Þú þarfnast hennar: Til að fá innblást- ur, ráðleggingar og lánuð föt. Sumar vinkonur eru alltaf glæsileg- ar, hvort sem þær eru á ströndinni eða úti á borða. Ef þú átt eina slíka skaltu halda í hana því hún minnir þig á, í öllu barnastússinu, hvernig er að vera kona. Hvernig heldurðu í hana? Segðu henni að þú horfir upp til henn- ar. Hún vinnur örugglega hörðum höndum við að halda sér glæsi- legri og mun örugglega kunna að meta gullhamrana. Ef hún er alvöru vinkona gerir hún ekki lítið úr þér þótt þér takist ekki að halda í við hana þegar kem- ur að smartheitum og glæsi- leika. Hreinskilna vinkonan Þú þarfnast hennar: Auð- vitað getur sannleikurinn verið erfiður en við verð- um allar að fá að heyra hann af og til. Vinkona sem segir ekki bara það sem þú vilt heyra er þess virði að halda í. Oft eru systur eða æskuvinkonur í þessu hlutverki eða sérlega opinská ný vinkona. Lærðu að greina á milli niðrandi at- hugasemda og hjálplegra. Hvernig heldurðu í hana? Þótt þú hafir þurft tvo daga til að melta það sem hún sagði skaltu hringja í hana og þakka fyrir hreinskilnina. Jafnvel þótt þú sért ekki sammála. Við þurfum ekki að vera eins og vinir okkar – Twitter og Face- book væri virkilega leiðinlegt ef svo væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.