Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 ÚTLIT Una hefur alltaf haft brennandi áhuga á fatahönnun og stundaði nám í fata- hönnun við Listaháskóla Íslands. Henni bauðst svo starf sem aðstoð- arhönnuður og við framleiðslu fyr- ir fatahönnunarfyrirtækið Andersen og Lauth. Hún tók því starfi og vann við það í tvö og hálft ár. Það hafði ver- ið draumur hennar frá blautu barns- beini að hanna sína eigin fatalínu. Vinnan hjá Anderson og Lauth gerði henni kleift að læra inn á framleiðslu- ferlið. Góð snið, vönduð efni og áhersla á smáatriði Una segir hugmyndina að baki fyrstu línunni hafa komið til hennar við frekar óvenjulegar aðstæður: „Það er eiginlega dálítið fyndið hvaðan hugmyndin af línunni kemur,“ segir Una og bætir við: „Ég sat í stofunni hjá ömmu minni og horfði í kring- um mig. Það var allt fullt af falleg- um munum og fallegum textíl og ég sótti hugmyndina eiginlega þaðan. Eins fór ég í rannsóknarvinnu á bó- hemum frá 1950 og það koma líka áhrif þaðan.“ Una leggur einnig mikla áherslu á kvenlíkamann í hönnun sinni. „Ég vil hafa góð snið, góð efni og legg mikla áherslu á smáatriði. Ég vil hanna föt sem gera eitthvað fyrir kvenlíkamann. Hugmyndin er líka sú að hverri konu líði eins og drottningu í fötunum.“ Fötin í auglýsingu Ford Línan er ekki enn komin í sölu en að sögn Unu er mikil eftirspurn eftir henni. Hún segir línuna verða tilbúna í sölu í endaðan júní. Una frumsýndi línuna á Reykjavík Fashion Festival sem haldið var í mars á þessu ári. „Viðbrögðin hafa bara verið ótrúleg, ég fékk mjög gott plögg í gegnum RFF og aðilar erlendis frá hafa verið að sýna línunni áhuga,“ segir Una. Föt úr línunni voru meðal annars notuð í auglýsingu fyrir Ford-bílarisann í Evrópu. Skór og fylgihlutir með næstu línu Una situr ekki auðum höndum með- an hún bíður eft- ir að línan Royal Extreme fyrir árið 2010 verði tilbúin því hún hefur nú þegar hafið hönnun á næstu línu, fyrir sumarið 2011. „Nýja línan verður stærri en sú fyrri, ég ætla að bæta inn skóm svo það verða föt, skór og fylgihlutir og svo verða líka herraföt í þessari línu,“ seg- ir Una. Fyrri línan innihélt um þrjátíu hluti en hún áætlar að næsta lína verði um helmingi stærri. Þar verði meira um hversdagsföt í bland við fín föt. Smáatrið- in sem ein- kenndu fyrstu línu Royal Extreme eru enn til staðar en í örlítið breyttri mynd, nú leggur hún áherslu á perlur og útsaum ásamt fléttum sem einkenndu fyrri línu. „Litirnir verða klassískir í bland við sterkari liti. Royal-rauði liturinn verð- ur að sjálfsögðu til staðar en hann er einkennislitur línunnar.“ viktoria@dv.is Fatalínan Royal Extreme hefur vakið tölu- verða athygli fyrir fögur smáatriði, klæði- leg snið og fallega og sterka liti. Una Hlín Kristjánsdóttir er hönnuðurinn á bak við fatalínuna. Línan hefur vakið talsverða athygli á stuttum tíma en fyrsta opinbera sýning línunnar var á Reykjavík Fashion Festival í mars á þessu ári. Sótti innblástur í stofuna hennar ömmu Una Hlín Kristjánsdóttir Áhugafólk um falleg föt ætti ekki að láta fatamarkað nokkurra annáluð- ustu tískjuhetja bæjarins fram hjá sér fara. Hárdoktorinn Jón Atli, Imba fatahönnuður, Stefán Svan og Heiða, verslunarstjóri GK, ætla að tæma fata- skápana sína og selja góssið á mark- aði á laugardaginn. Að sögn Jóns Atla verður hægt að finna ýmsa gullmola á markaðnum. „Ég ætla að selja nán- ast öll fötin mín ásamt hinum ýmsu óskilamunum sem hafa gleymst í eft- irpartíum heima hjá mér,“ segir Jón Atli kátur í bragði. Hann lofar einn- ig sögum með hverri flík sé þess óskað, en þær kosti þó 100 krónur aukalega. Af nógu ætti að vera að taka úr fataskáp doktorsins sem var kosinn best klæddi maður ársins 2007. Markaðurinn verður haldinn á Laugavegi 66, á efri hæðinni fyrir ofan GK, og byrjar klukkan ellefu og stendur til klukkan fimm. Risa fatamarkaður um helgina: Hárdoktorinn og félagar tæma skápana Selja fötin utan af sér Jón Atli, Heiða, Imba og Stefán eru öll þekkt fyrir smekkvísi og ætla að halda fatamarkað. Á skápa troðfulla af fötum Stefán Svan hefur löngum verið leiðandi í tískustraumum landsins og nú geta allir notið góðs af því. wardrobe-wonderland.blogspot.com Tískubloggið: Íslenskar mæður blogga um tísku Skemmtilegt íslenskt blogg þar sem mjög tískusinnaðar mæðgur blogga. Dæturnar taka meðal ann- ars daglega myndir af mömmu sinni sem þær setja svo á síðuna. Mjög „trendí“ mæðgur hér á ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.