Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FÓLKIÐ
Þetta var stórkostlegt atriði, eins og búast mátti við þeg-ar svona hörkutól mætast. Og við getum orðað það þannig
að Gillz hefur litið betur út,“ seg-
ir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi,
um atriði sem hann og Auðunn Blön-
dal tóku upp á dögunum fyrir föstu-
dagsþátt sinn á Stöð 2. Þar keppa
Gunnar Nelson, margfaldur verð-
launahafi í bardagaíþróttum, og Egill
„Gillz“ Einarsson líkamsræktarfröm-
uður með meiru, í bardaga.
„Þemað í þessum þætti, sem verð-
ur sýndur þarnæsta föstudag, er að
safna milljón krónum fyrir Mæðra-
styrksnefnd,“ segir Sveppi. „Það eru
fjögur fyrirtæki sem gefa 250 þúsund
krónur hvert og í staðinn máttu þau
velja atriði sem þau vildu sjá í þættin-
um. Eitt þeirra, símafyrirtækið Ring,
vildi sjá þaggað niður í Gillz og við
fundum leiðina með því að láta
hann fara inn í
hringinn á móti Gunnari Nelson.“
Tóku kapparnir þrjár lotur en Sveppi
vill ekki gefa upp hvernig leikar fóru.
„En þetta var mjög skemmtilegur bar-
dagi og gaman að sjá Gunnar, sem er
1,70 á hæð og 77 kíló, á móti „Þykka“,“
segir Sveppi og bætir við að Egill hafi
oft verið meira töff um ævina en hann
var á meðan Gunnar fékk að sýna
hvað hann kann í bardagalistum gegn
kjaftfora Kópavogsbúanum.
Hin atriðin sem fyrirtækin ósk-
uðu eftir að sjá í þættinum
voru heldur ekki af verri endanum.
Eitt þeirra vildi nefnilega sjá Friðriku
Geirsdóttur, sjónvarpskokk á Stöð 2,
ganga í gegnum bílaþvottastöð. Ef
einhverjir miðaldra karlar sperrast
upp við að lesa þetta verður því mið-
ur að hryggja þá með því að Friðrika
var í blautbúning, en það er örugglega
margur annar klæðnaður sem dregur
kynþokkann meira fram. Ingó „Veður-
guði“, poppara og leikmanni Selfoss-
liðsins í knattspyrnu, var misþyrmt af
samherjum sínum að ósk þriðja fyrir-
tækisins, en ofbeldið fólst í því að sjö
skotföstustu leikmenn liðsins skutu
bolta í rassinn á honum.
Rúsínan í pylsuendanum er svo
sena þar sem Auddi og Sveppi fara í
freyðibað með Hilmi Snæ Guðna-
syni leikara. „Forsvarsmönnum
eins fyrirtækisins fannst svo krútt-
legt þegar Auddi og Pétur Jóhann
fóru einu sinni í bað saman
þannig að þeir spurðu hvort
við gætum
ekki farið
í bað með
einhverj-
um frægum.
Við hringd-
um í Hilmi og
hann var bara
til í það. Það var
mjög krúttlegt
móment.“
kristjanh@dv.is
ÞÁTTUR AUDDA OG SVEPPA:
GILLZ LAMINN,
RIKKA BLEYTT
Athyglisverður þáttur með Audda og Sveppa verður um næstu helgi þar sem Gillz er
tekinn í bakaríið, Friðrika Geirs sjónvarpskokkur heimsækir bílaþvottastöð og Hilmir
Snær fer í freyðibað með þáttarstjórnendum.
Egill Gillzenegger
Fór inn í bardaga-
hringinn gegn sjálfum
Gunnari Nelson.
BARIST UM
BOLTANN
Það er ekki bara innan vallar sem
barist er í boltanum í Pepsi-deild
karla. Á meðan leikmenn deildarinn-
ar takast á í hverri viku keppast Stöð
2 Sport og RÚV um að hafa bestu
markaþættina. RÚV var líklegt til að
verða eftirbátur Pepsi-markanna
sem sýnd eru á Stöð 2 Sport eins og
í fyrra enda geta menn þar á bæ sett
á þátt hvenær sem þeim hentar. Á
sama tíma fengu íslensku mörkin
á RÚV aðeins úthlutað plássi á mánu-
dagskvöldi, sama hvenær umferðir
væru leiknar. En það virðist gleymt
og grafið í Efstaleitinu. Heil umferð
var leikin á fimmtudagskvöldið og
píndi íþróttadeildin þar í gegn þátt
sem hún fékk eftir mikinn barning
við yfirvaldið hjá Sjónvarpinu.
RÚV-arar viðast ekkert ætla að gefa
eftir í baráttunni um boltann við
Stöð 2 Sport.
ERNA AFTUR Á RÓL?
Ekki er langt síðan nektarfyrirsætan
fyrrverandi Erna G gerði upp
tímabilið fyrir framan myndavélina,
neysluna og nektina, í helgarviðtali
við DV. Erna sat á sama tíma fyrir í
þokkafullri myndatöku og það virðist
eitthvað hafa kveikt í kynbombunni.
Erna hefur verið dugleg að undan-
förnu að hlaða inn á Facebook-síðu
sína gömlum myndum af sér sem
teknar voru þegar frægðarsól
hennar reis sem hæst. Einnig hefur
Erna setið fyrir í nýjum myndaþætti
ljósmyndarans Kalla Sig og ljóst er
að hún hefur engu gleymt. Erna er
í dag tveggja barna móðir en hver
veit nema Erna G verði aftur orðið
heitasta nafnið á allra vörum.
VEÐRIÐ Í DAG KL. 15
2
14-16
4
9-11
2
11-13
4
8-10
3
10-12
4
11-13
3
9-11
9
10-12
4
10-12
1
11-13
9
8-10
4
12-14
4
14-16
7
9-11
7
7-9
3
7-9
2
8-10
11
9-11
2
9-11
4
9-11
7
9-11
3
9-11
3
8-10
2
6-9
3
7-9
6
9-11
3
9-11
3
7-9
3
9-11
4
7-9
2
6-9
2
8-10
4
10-12
3
10-13
3
10-12
3
9-11
3
9-11
1
9-11
9
6-8
2
10-12
2
10-12
9
3-5
11/8
13/2
26/4
13/4
22/8
28/12
19/12
25/13
16/10
18/2
19/4
15/7
27/11
24/13
19/12
23/12
19/10
19/9
24/9
22/19
26/9
22/12
20/13
24/13
19/12
23/11
24/8
24/13
24/12
22/11
20/13
24/13
5
8-11
2
8-10
2
6-8
4
8-10
8
12-15
3
13-16
3
12-16
...OG NÆSTU DAGA
Sun Mán Þri Mið
vindur í m/s
hiti á bilinu
Stykkishólmur
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Sun Mán Þri Mið
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Höfn
Reykjavík Egilsstaðir
Ísafjörður Vestmannaeyjar
Patreksfjörður Kirkjubæjarkl.
Akureyri Selfoss
Sauðárkrókur Þingvellir
Húsavík Keflavík
Fös Lau Sun Mán
hiti á bilinu
Kaupmannahöfn
hiti á bilinu
Osló
hiti á bilinu
Stokkhólmur
hiti á bilinu
Helsinki
hiti á bilinu
London
hiti á bilinu
París
hiti á bilinu
Tenerife
hiti á bilinu
Alicante
VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA
5
10-13
4
9-11
4
9-12
4
7-9
9
8-10
4
9-11
4
4-6
VEÐRIÐ Á MORGUN KL. 15
14
12
7
9 11
7
14
14
1515
16 10
22
2 2
2
2
2
2
2
2
2
2 2
2 2
2
2
2
22
2
2
5
Hitakort Litirnir
sýna hitafarið á
landinu (sjá kvarða)
Hitakort Litirnir
sýna hitafarið á
landinu (sjá kvarða)
INDÆLISVEÐUR UM HELGINA
HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐIÐ Hreint
frábærar veður-
horfur eru þessa
helgina. Í dag
verður sýnu
þungbúnast
en hlýtt
og þurrt að mestu. Á morgun verður bjart með
köflum, þurrt og hlýtt og á sunnudaginn sömuleiðis
en þá eru raunar horfur á enn hlýrra veðri eða
jafnvel 16-17 stigum eins og spárnar líta út núna.
LANDSBYGGÐIN Svipað er að segja um lands-
byggðina. Það verður hægviðrasamt alla helgina.
Dagurinn í dag verður þó svalastur fyrir norðan,
morgundagurinn ákaflega hlýr og svo kólnar þar
heldur á sunnudaginn en þá verður þeim mun
hlýrra á Suður- og Vesturlandi. Dagurinn í dag
verður bjartur austanlands annars fremur þungbúinn en
síðan eru horfur á björtu veðri bæði laugardag og sunnu-
dag. Þetta þýðir að hitamunur dags og nætur verður þó
nokkur. Sunnudagurinn er hlýjastur á Suður- og Vesturlandi
en hafgolan gæti dregið hitann niður með ströndum.
EFTIR HELGI Yfirleitt hægviðri eða hafgola. Þurrt og milt en
kólnar þó austanlands undir lok vikunnar. Víða má búast við
nokkuð björtu veðri.
<5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst,
fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is
13
12
10
14 16
14
15
12
1516
16 10
FELLUR 20 STIGA HITAMÚRINN? Ekki er fráleitt
að ætla að 20 stiga hitamúrinn falli um helgina.
Mestu líkurnar á því eru raunar á sunnudeginum
og þá helst til landsins sunnan eða vestan til. Staðir
eins og Húsafell, Hjarðarland eða jafnvel Árnes liggja
sterklega undir grun. Nú er allt lagt undir!
ATHUGASEMD VEÐURFRÆÐINGS
!
Friðrika Geirsdóttir Gekk í
gegnum bílaþvottastöð. MYND
GUNNAR GUNNARSSON