Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Page 32
32 viðtal umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 8. október 2010 föstudagur Þú mátt ekki láta þennan dóna, / þennan fylliraft og róna / glepja þig. // Þú mátt ekki falla í hans hendur, / oft hann völt-um fótum stendur. // Ó, hlustaðu á mig / því ég elska þig, / Heiða Kristín.“ Árið er 2004. Við erum stödd á kvöldvöku á Akureyri í hring- ferð Jafningjafræðslunnar. Ungur maður tekur upp gítar og syngur fyrir eina í hópnum, Heiðu Kristínu Helgadóttur. Með þeim í för eru vinir og vinnufélagar og þessi hegðun veldur fólki hug- arangri, því stendur ekki á sama. Vegna þess að kærastinn bíður hennar heima. Alla vikuna hef- ur sá orðrómur verið á kreiki að hann sé stöðugt að gera sér dælt við hana. Sumir trúa þessu ekki en aðrir benda réttilega á að andrúmsloftið sé greinilega spennuþrungið á milli þeirra. Fólk hef- ur oftar en einu sinni komið að þeim í innilegum samræðum eða jafnvel rifrildum. En nú er þeim öllum lokið. Þetta er of pínlegt. Ungi maður- inn með ljósu lokkana á bak við gítarinn gubbar út úr sér ástarjátningu yfir allan hópinn. Heiða Kristín fölnar, sekkur ofan í sófann og segir lágt svo varla heyrist: „Hættu!“ Hún er þó ekki lengi að finna röddina og rís upp, gengur ákveðin að honum, rífur gítarinn af honum og segir hátt og skýrt: „Ekki hér. Ekki núna. Ekki fyrir framan alla.“ Hann maldar í móinn, segist elska hana og geti ekki haldið því inni í sér lengur. Það verður upp- þot. Áhorfendur sitja agndofa og á meðan ein- hver flissar vandræðalega grætur annar. Heiða Kristín lítur yfir salinn og skyndilega springa þau bæði úr hlátri. „Djók!“ Þau taka höndum saman og hneigja sig. Atriðið er búið. Þetta var þeirra gjörningur. Hann stóð yfir í viku. Ekkert daður í raun, engin raunveruleg rifrildi. Þetta var svið- sett, leikur, einkasýning fyrir vini og vinnufélaga. „Við vorum að fokka í ykkur!“ segir hún stríðni- slega. brandarinn endalausi Þetta er konan sem byggði Besta flokkinn upp með Jóni Gnarr. Enda náðu þau strax saman þeg- ar þau kynntust í janúar og sátu saman og lögðu á ráðin á Mokka, Jón, Gaukur Úlfarsson og Heiða Kristín. „Besti flokkurinn var það besta sem ég gat lent í því þetta er brandari sem tekur aldrei enda en hefur alvarlegan undirtón. Það sem mér fannst best er að það vissi enginn hvar hann hafði okkur. Ísbjörninn var til dæmis ekkert djók, það var snilldarhugmynd en Disneyland í Vatnsmýr- inni, það var grín.“ Heiða Kristín vakti athygli sem kosningastjóri flokksins en saman náðu þau að rífa upp ótrúlegt fylgi við flokkinn á örfáum mánuðum og end- uðu með stjórnartaumana í ráðhúsinu í höndum sér. Síðan hefur hún starfað sem aðstoðarmaður borgarstjóra, eins og Jón stakk fyrst upp á í febrú- ar þegar ljóst var að hann myndi sennilega ná manni inn. Samkomulagið handsöluðu þau svo fyrir utan húsið hans í maí. Á sama tíma og þau voru að takast á við nýtt og viðamikið verkefni, að stýra heilli borg, voru þau enn að kynnast og reka sig á. Eftir nokkurra mánaða ævintýri hætti Heiða Kristín sem aðstoð- armaður borgarstjóra í vikunni. erfitt fyrir alla Hún átti erfitt með að átta sig á því hvert henn- ar hlutverk sem aðstoðarmaður borgarstjóra ætti nákvæmlega að vera. „Mér fannst það erfitt en ég held að það hafi líka verið erfitt fyrir hann að átta sig á hlutverki sínu, fyrir konuna hans, alla borgarfulltrúana og okkur öll. Við höfum öll ver- ið að velta því fyrir okkur hvernig við eigum eig- inlega að gera þetta. Til hvers er ætlast af okkur. En ég held að það sé að koma. Auðvitað hefði kannski verið þægilegra að vinna með einhverj- um sem gæti sagt mér hvað ég á að gera og til hvers er ætlast af mér en það væri kannski ekki eins skemmtilegt. Það er krefjandi að vinna með Jóni en með honum fékk ég tækifæri til þess að gera alls konar hluti sem enginn annar myndi samþykkja, eins og að skrifa bréf um skáld sem situr að ástæðulausu í fangelsi í Kína kortéri áður en við hittum einhverja Kínverja. Hann er algjör- lega svellkaldur í svona hlutum.“ féll ekki að honum eins og flís við rass Allt frá því að þau kynntust hafa þau unnið mjög náið saman. „Í svona teymi kemur alltaf eitt- hvað upp á. Ég féll ekkert að honum eins og flís við rass. Við vorum bara að kynnast fyrir nokkr- um mánuðum. En það hefur verið ofsalega dýr- mæt reynsla að vinna svona náið með honum og ná að framkvæma allt sem við höfum gert. Að mörgu leyti erum við mjög lík en við erum líka mjög ólík. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og hlusta „Ég er feitur fertugur karl inni í mér“ Heiða Kristín Helgadóttir var kosningastjóri Besta flokksins og var að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Nú ætlar hún að byggja upp flokksstarfið og skoða sóknarfærin. Markmiðið er að líta út eins og Claudia Schiffer en hugsa eins og Karl Rove. Hún segir frá einmanalegri æsku, erfiðum skilnaði, söknuðinum eftir sonunum og því sem gerðist í raun í innsta kjarna Besta flokksins þar sem hún var eina konan í karlaklúbbi í opinskáu viðtali við ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. m yn d ir s ig tr yg g u r a ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.