Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Qupperneq 46
46 útlit umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 8. október 2010 föstudagur • Gott til að steikja úr • Má nota í bakstur • Gott viðbit á brauðið (smjör) • Án transfitusýru • Gott fyrir blóðfituna (kólesteról) • Færri kaloríur • Tilvalið í staðinn fyrir olívu olíu • Án gerviefna eða rotvarnarefna ROYaL GReen 100% lífræn kókos jurtaolía sem er laus við kókosbragð og kókoslykt Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Smáratorgi, Keflavík og Selfossi • Fræið Fjarðarkaupum • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Heilsuver • Verslunin Vala Sólheimum. l 1 hylki á dag l 79% EPA/DHA Omega-3 olía í einu hylki l Lækkar blóðfituna l Dregur úr stirðleika í liðum l Laust við þungamálma og kvikasilfur l Inniheldur appelsínukjarna sem hindrar eftirbragð l Ekkert lýsisbragð l Engin gerviefni eða rotvarnarefni Útsölustaðir: Heilsuhúsið Kringlunni, Akureyri, Laugavegi , Lágmúla, Smáratorgi, Keflavík og Selfossi, Yggdrasill, Heilsuver og verslunin Vala Sólheimum • Gott til að steikja úr • Má nota í bakstur • Gott viðbit á brauðið ( j r) • Án transfitusýru • Gott fyrir blóðfituna ( l t r l) • Færri kaloríur • Tilvalið í staðin fyrir lí lí • Án gerviefna eða rotv r r f a ROYaL GRe n 100% lífræn kókos jurtaolí sem er laus við kókosbragð og kó l t Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlun i, Akureyri, Laug vegi, Lágmúla, Smáratorgi, Keflavík og lf ssi • Fræið Fjarðark upum • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Heilsuver • Verslunin Vala Sólheimum. Omega – 3 fitusýra eflir og styrkir heilsu manna Berglind hefur verið lítið á klakan-um síðustu ár en fyrir fimmtán árum flutti hún til Spánar þar sem hún býr í Madríd. Þangað kom hún fyrst sem skiptinemi í eitt ár. Síðar starfaði hún fyrir Atlanta og bjó þá í Sádi-Arabíu, Manchester og London áður en leiðin lá aft- ur til Madrid. Þegar hún var aftur komin til Madrídar ákvað hún að setjast bara að þar og láta æskudraum sinn rætast. „Mér leið vel hér og ákvað að athuga hvort ég kæmist inn í fatahönnunarnám. Ég var alltaf að sauma og allt frá ellefu, tólf ára aldri ætlaði ég að verða fatahönnuður. Ég komst inn og í fyrstu sinnti ég náminu samhliða skrifstofustörfum fyrir Atlanta. Síðasta árið var það hins vegar orð- ið of mikið fyrir mig að gera bæði þannig að ég lét af störfum fyrir Atlanta og einbeitti mér að skólanum. En ég hef verið rosalega hepp- in að hafa getað gert það sem ég vil og ferðast út um allt. Það hefur opnað margar dyr fyrir mér og mótað mig mjög mikið. Það er líka svo gaman að fá tækifæri til þess að vera í Sádi- Arabíu þar sem allar konurnar klæðast svörtum kuflum og fara svo til Indlands og sjá konurnar þar klæðast sterkum lit- um.“ Ári eftir útskrift var Begga farin að kenna fatahönn- un í þessum sama listaháskóla. Hún reyndi fyrir sér sem fatahönnuður, átti „show room“ og eigið fyrir- tæki og seldi flíkurnar sínar í nokkrum versl- unum. „Þá var þetta nú allt frekar óformlegt og ég kom bara með föt í búðirnar þegar mér sýndist. Þetta gekk svona upp og ofan. Það er svolítið erfitt að koma sér á framfæri og sér- staklega hér á Spáni. Heima er mun auðveld- ara að vekja athygli á sér og ekki síst núna. Hér er samkeppnin meiri. Spánverjar eru líka meira fyrir hefðbundinn fatnað, klassískar flíkur, og fatnaðurinn minn fellur ekki alveg undir það. Þannig að mér leiðist það svolít- ið meira að hanna fyrir Spánverja en Íslend- inga. Ég er náttúrulega svolítið úr takt heima en þegar ég var á landinu í sumar fannst mér eins og Íslendingar hefðu meiri persónuleika. Hér fara flestir í sama farið en á Íslandi virðast flestir hafa sinn eigin stíl. Fólk er óhrætt við að blanda saman og nota vintage-fatnað.“ Hún gafst upp á þessu harki og réð sig sem fatahönnuð hjá barnafataframleiðanda og síðar fyrir kven- fatafyrirtæki sem er nokkuð útbreitt og vel þekkt á Spáni. Á sama tíma hætti hún að hanna und- ir eigin merki. Eft- ir áttatíu ára sögu lagði þetta fyrirtæki þó upp laupana fyrir rúmu ári og þá tók Berglind aftur upp þráðinn og fór að hanna föt fyrir sig. „Ég er að vinna mikið með kögur. Mér hefur alltaf fundist það svo fallegt og það er mjög auðvelt að fá það hér í Madríd. Þannig að ég er með rosalega sítt kögur á kjólum, flétta það og alls konar. Leik mér með það. Fjaðrir líka. Þær eru svo inn núna. Ég gerði til dæmis fjaðravesti fyrir Pop- Up-tískusýninguna í Hafnarhúsinu. Mér hefði aldrei dottið í hug að ég gæti selt þessi vesti en þegar ég tók þátt í næsta Pop-Up-markaði þar á eftir var mikið spurt um þessi vesti þannig að ég dró þau fram og seldi slatta á staðnum. Þetta hefði aldrei virkað hér úti. Það er eins og og Íslendingar vilji vera einstakir og vilji vera öðruvísi. Það er miklu skemmtilegra. Ég fæ meiri útrás þegar ég hef meira frelsi í sköpun- inni. Ég er líka mjög mikið í því að blanda prjóni saman við tjull og fjaðrir. Það kemur mjög vel út og virkar vel í sölu. Þessi prjónal- ína varð til í sumar þegar ég var heima á Íslandi og ferðaðist um landið með for- eldrum mínum. Mér fannst ég verða að nýta tímann og tók prjónana með mér. Síðan sat ég í bílnum og horfði út um gluggana á þessa náttúrufegurð og fylgd- ist með dýralífinu á meðan ég prjónaði. Þannig að ég sótti innblástur í náttúruna þar sem við vorum hverju sinni. Svona hefur allt umhverfið áhrif á það hvernig ég hanna og hvað ég geri. Ég sæki inn- blástur í fólk sem ég sé úti á götu, það sem ég sé í sjónvarpinu, hugsanir mínar og alls konar. Ég var undir miklum áhrifum frá listamanninum Alfons Mucha þegar ég byrjaði á sumarlínunni fyrir næsta sumar. Ég sá sýningu með honum hér í Madríd og varð alveg heilluð. Í þeirri línu eru létt- ir kjólar með tjulli mjög áberandi og síðan er ég að leika mér með andstæður í litavali.“ Fötin hennar er hægt að fá á Pop-Up en hún er einnig að vinna að því að komast inn í verslanir hér á landi. „Nú er ég komin með tvær stelpur sem eru að vinna að sölu- og markaðsmálum fyrir mig á meðan ég sé um hönnunina. Ég vona að þetta gangi upp hér úti líka. Ég held að það ætti alveg að geta gert það, allavega hér í Madríd og eins í Bar- selóna, en ég er að flytja þangað og ætla að fara að kenna aftur við listaháskóla sem er þar. Þannig að það er allt að gerast. Annars togar Ísland alltaf meira og meira í mig. Hér áður fyrr sá ég ekki fram á að geta unnið fyrir mér sem fatahönnuður á Íslandi. En núna er svo margt að gerast í þessum bransa heima og það er þrælskemmtilegt að fylgjast með því. Það eru margir íslenskir hönnuðir að gera það gott heima og erlendis.“ Eins og fyrr segir tekur Berglind oft þátt í Pop-Up en þar að auki er hægt að fá hönnun hennar á vefnum: http://beggadesign.com. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað Íslendinga Berglind Arnardóttir vakti eftirtekt fyrir falleg prjónavesti, fjaðrakraga og fleiri dásemdir á Pop-up í sumar en hún hannar fötin undir nafninu Begga design. Skemmtilegra að hanna fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.