Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Mætir ekki í skólann vegna eineltis Frétt- ir DV í vikunni um einelti hafa vak- ið mikla athygli. Móðir ellefu ára drengs, Berglind Þorvaldsdóttir, sagði sögu sonar síns í viðtali við blaðið á mánudag. Berglind sagði meðal annars að sonur henn- ar hefði ekki farið í skólann í mánuð vegna eineltis sem hófst strax í öðrum bekk. „Hann situr bara heima allan daginn og grætur. Honum líður bara hryllilega. Tölvan er hans eini vinur,“ sagði Berglind en sonur hennar hefur meðal annars verið útskúfaður, lam- inn og niðurlægður. „Hann er dott- inn í þunglyndi og er orðinn daufur og áhugalaus,“ sagði Berglind meðal annars. Ofurlaun bankamanna DV greindi frá því á mánudag að laun bankastjóra hefðu hækkað um 145 prósent frá árinu 2008. Áður höfðu laun fyrrverandi bankastjóra verið lækkuð vegna mik- illar gagnrýni almennings. Á sama tímabili og laun bankastjóra hækk- uðu var almennum launahækkunum frestað. Málið vakti mikla athygli og talsverða reiði í þjóðfélaginu. „Það er alveg ótrúlegt að verða vitni að þessu núna í miðjum kjarasamningum. Þetta er bara það sem maður hefur ætíð horft upp á,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um málið. Sonur minn fyrirfór sér Sigurgeir Ingimund- arson fylgdist með því þegar átta ára sonur hans lenti í einelti. Þessu lýsti Sigurgeir í viðtali við DV á miðviku- dag. Eineltið var stöðugt eftir það, drengurinn var útskúfaður og niður- lægður allt þar til skólagöngunni lauk. Þá fór hann brotinn út í lífið, fullur af höfnun og minnimáttarkennd. Lífi hans lauk þegar hann var 21 árs því hann sá ekki aðra lausn. Núna er sjö ára sonur hans líka lagður í einelti og Sigurgeir er ráðalaus. Sigurgeir féllst á að segja sögu sína eftir að Berglind Þorvaldsdóttir sagði sögu sína en þau voru lengi nágrannar. Fréttir vikunnar í DV Fréttir | 3 Mánudagur 7. mars 2011 FER EKKI Í SKÓLA VEGNA EINELTIS hvort fólk myndi vilja láta koma svona fram við sig svara allir neitandi og segj- ast ætla að grípa í taumana en það er ekkert gert. Hann hefur verið aleinn hér heima í rúman mánuð. Það hefur ekki komið barn að spyrja eftir honum.“ Vinirnir snerust gegn honum Eineltið hefur ekki alltaf verið svona slæmt. Í fyrra var nánast allt fallið í ljúfa löð og drengurinn var búinn að eignast tvo góða vini. „Þetta var farið að ganga rosalega vel og það var spurt eftir hon- um nánast á hverjum degi. Ég veiktist svo aftur, fékk nýrna- steina og þurfti að fara í aðgerðir. Þannig að við fluttum aftur í bæinn í níu mánuði. Á þeim tíma fór hann stundum að heimsækja þessa vini sína og það var mikil gleði þegar við fluttum aftur í Hveragerði. En það var eins og við værum smit- andi veirusjúklingar þegar við kom- um og þessir strákar hafa ekki látið sjá sig, enda hef ég fengið að heyra það frá þessum fjölskyldum að strákarnir megi ekki koma inn á heimilið. Þetta er svo niðurlægjandi fyrir okkur og ekki síst hann. Eftir öll þessi ár skil ég þetta ekki.“ Í hálfgerðu stofufangelsi „Ég fer ekki einu sinni út úr húsi því mér líður svo illa og hann gerir það ekki heldur. Hann situr bara heima all- an daginn og grætur. Honum líður bara hryllilega. Hann á enga vini. Tölvan er hans eini vinur. Ég reyni að halda hon- um félagsskap og fara með honum í sund eða göngutúr en þá keyrum við til Reykjavíkur til þess að gera það. Við gerum það ekki hér. Allt hér skapar ótta og óöryggi hjá honum.“ Á meðan hann gekk í skóla svaf hann lítið vegna kvíða en núna er óregla kominn á svefninn. „Hann fer seint að sofa og sefur fram eftir. Hann er ekki vanur þessari óreglu og kann því illa. Hann borðar allt of mikið og sækir huggun í mat. Hann er dottinn í þunglyndi og er orðinn daufur og áhugalaus. Enda er hann algjörlega félagslega einangraður, eins og það er mikið af krökkum hérna. Það er varla annað hægt en að líkja þessu við stofu- fangelsi.“ Dauðans alvara „Núna á þessi barnasálfræðingur að mæla kvíðann í honum og vinna með hann. Ég get ekki séð að það eigi að opna umræðuna. Það þarf að ræða þetta, bæði í skólanum og inni á heim- ilunum því þetta hlýtur að koma það- an. En ég er ekki að segja að það hagi allir sér svona, þeir sem gera það vita hverjir þeir eru og geta tekið þetta til sín. Framkoma þeirra hefur verið virki- lega ljót. Og ég get ekki þagað yfir því því þetta er dauðans alvara. Ég veit til þess að í fyrra frömdu þrjú börn sjálfs- víg eftir einelti.“ Fórnarlamb Hefur ekki farið í skólann í Hveragerði í mánuð eftir að hafa verið útskúfað af öðrum börnum. MYND RÓBERT REYNISSON Ingibjörg Pálmadóttir, athafnakona og eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, segir að fyrirtækin tvö sem hún á hér á landi, fjölmiðlafyrirtæk- ið 365 og 101 Hótel við Hverfissgötu í Reykjavík, hafi gengið í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu og séu í skilum. Samkvæmt þessu svari Ingi- bjargar bendir því ekkert annað til en að hún haldi þessum tveimur eign- um sínum í kjölfar skuldauppgjörs við lánardrottna sína. Orðrétt segir Ingibjörg í svari sínu við spurningum DV sem blaðið sendi hennni í kjölfar frétta þess efnis að skilanefnd Landsbankans hefði leyst til sín íbúð í hennar eigu í New York sem metin er á 2,5 milljarða króna: „Þau fyrirtæki sem ég á á Íslandi 101 Hotel og 365 hafa gengið í gegnum endurskipulagningu og hafa staðið í skilum.“ Tilefni spurninga DV var meðal annars að komast að því hvað yrði um umræddar eignir Ingibjargar hér á landi og hvort hún myndi missa þær í skuldauppgjöri sínu við gamla Landsbankann. Svo virðist hins veg- ar ekki vera og segir Ingibjörg jafn- framt að skilanefnd Landsbankans tengist ekkert rekstri 365: „Skila- nefnd LI hefur ekkert með 365 að gera svo það sé skýrt.“ Ingibjörg: Íbúðin ekki veðsett Ingibjörg segir að íbúðin í New York sem skilanefnd Landsbankans leysti til sín hafi ekki verið veðsett, öfugt við það sem fram hefur komið í fjöl- miðlum um íbúðina. Ástæða þess að Landsbankinn, sem lánaði Ingi- björgu og Jóni Ásgeiri fyrir íbúðinni árið 2007, tók yfir íbúðina er því ekki sú að bankinn hafi leyst til sín veð sitt heldur sú að Ingibjörg hafi lát- ið bankann fá íbúðina í umræddu skuldauppgjöri sínu við bankann. Um þetta segir Ingibjörg: „Íbúð- in var ekki veðsett. Það er einfalt að sjá það í opinberum gögnum í NY. Ég hef gert upp allar mínar skuld- bindingar við Landsbankann í formi eigna og peningagreiðslna.“ Ingibjörg virðist því hafa lokið við uppgjör skulda sinna við gamla Landsbankann. Greiddi 800 milljóna lán Ingibjörg segir að skíðahótelið í Courchevel í Frakklandi, sem var í eigu félags Ingibjargar 101 Chalet, hafi verið selt í fyrra og andvirðið runnið til skilanefndar Glitnis. Skál- inn var auglýstur til sölu í frönskum fjölmiðlum haustið 2009. „Sama er að segja um skíðahótelið marg um- rædda í Frakklandi. Það var selt á síðasta ári og ég greiddi Glitni allt lánið ásamt vöxtum,“ segir Ingibjörg. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum lánaði Glitnir félaginu Gaumi, sem var í eigu Jóns Ásgeirs og tengdra aðila, 11,5 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna á núvirði, fyrir skíðaskálanum árið 2008. Skál- inn var þá í eigu BG Denmark sem var dótturfélag Gaums. Jón Ásgeir hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum að Glitnir hafi lánað fyrir skálanum án veða en þetta lán Glitnis hefur verið deiluefni í málaferlum slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri í New York. Eignarhaldið á skálanum var svo fært frá Gaumi yfir í félag Ingibjarg- ar, 101 Chalet, sumarið 2008. 101 Chalet fékk þá 800 milljóna króna yfirdráttarlán frá Glitni til að kaupa skíðaskálann, líkt og fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Skálinn var þá seldur á 2,3 millj- arða króna og var lánið frá Glitni því aðeins hluti af fjármögnuninni, hinn hluti hennar kom frá Landsbankan- um og belgíska bankanum Fortis. Samkvæmt svari Ingibjargar hef- ur hún því væntanlega gert upp um- rætt 800 milljóna króna lán við Glitni eftir að skálinn var seldur í fyrra. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég hef gert upp allar mínar skuld- bindingar við Lands- bankann í formi eigna og peningagreiðslna. SKÍÐASKÁLI INGIBJARGAR SELDUR UPP Í SKULDIR n Ingibjörg Pálmadóttir segir 365 og 101 Hótel standa í skilum n Segir íbúðina í New York ekki hafa verið veðsetta Landsbankanum n Ingibjörg segir skíðaskálann í Frakklandi hafa verið seldan í fyrra Greiddi Glitni 800 milljónir Skíðaskáli Ingibjargar í Courche- vel í Frakklandi hefur verið seldur upp í skuldir. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Sigurgeir ingimundarSon grætur Son: 9.–10. MARS 2011 29. tbl. 101. árg. leiðb. verð 395 kr. MIÐVIKUDAGUR oG FIMMTUDAGUR Fréttir 12–13 n Fór brotinn út í lífið eftir einelti n „Sonur minn fyrirfór sér“ n Annar sonur er þolandi eineltis n Á aðeins einn vin í skólanum n ofsækjendur settu skít í skólatöskuna eiturefni flýta kynþroSkanum Strákarnir í hefndarhug ÍSlAnd – ÞýSkAlAnd: Kapphlaup um Bláfugl n Glitnir selur flugfélag Einar Bárðarson: undir eftirliti þjóðarinnar OBama svíKur enn lOfOrð um guantanamO Sport 24–25 Fólk 26 Erlent 16 Fréttir 4 BOðin áfallahjálp eftir 28 ár n Guðbrandur Haraldsson missti dóttur sína í krapaflóði Fréttir 10–11 eineltið Drap sOn minn SiGuRBjöRn Guðni SiGuRGEiRSSon f. 1 . 1 2 . 1 9 8 1 – d . 2 . 9 . 2 0 0 3 n „Börn eru svo berskjölduð“ Neytendur 14 n launaskrið í Glitni og Arion banka nær ekki til óbreyttra Fréttir 2–3 Topparnir fá himinháar hækkanir 1 2 3 Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is AIR-O-SWISS rakatækin Bæta rakastig og vinna gegn: • Slappleika og þreytu • Höfuðverkjum • Augnþurrki • Astma Auka vellíðan og afköst Verð 23.950 kr. Íslendingurinn Friðrik Friðriksson var hækkaður í tign og gerður að ofursta í Bandaríkjaher við hátíðlega athöfn í San Diego í síðastliðnum mánuði. Friðrik er 41 árs og hefur frá unga aldri þjónað í Bandaríkjaher. Hann er kvæntur og á tvö börn. Friðrik er sonur hjónanna Jónasar Friðrikssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur sem fluttu fyrir áratugum til Bandaríkjanna og eru búsett í Seattle við vesturströndina. Þau eiga tvo aðra uppkomna syni auk Friðriks. Friðrik Þorvaldsson, afi Friðriks ofursta, var kunnur umboðsmaður Akraborgar í Borgarnesi á meðan skipið var í föstum siglingum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Hátíðleg athöfn Árni Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og forstjóri Heilsuhælisins í Hveragerði, er móðurbróðir Friðriks ofursta og var hann viðstaddur athöfnina í herstöð landgönguliðs Bandaríkjahers í Pendleton 4. febrúar síðastliðinn. „Friðrik gegnir stöðu sinni af trúmennsku og uppsker samkvæmt því. Einkunnarorð bandarískra landgönguliða eru „Semper Fi“ sem merkir ávallt trúr eða þar um bil. Ég er ekki viss um að þeim líki vel að einhver Jón stóri á Íslandi sé að nota þetta mottó í óljósum tilgangi. Þetta er þeim mjög heilagt,“ segir Árni. Eins og myndirnar bera með sér var athöfnin bæði formleg og hátíð- leg þegar Friðrik var hækkaður í tign. „Friðrik var gerður þarna að ofursta yfir stóru herfylki, sem telur þúsundir hermanna. Það nefnist 3 D Battalion 1st Marines. Þetta var mikil athöfn með lúðrablæstri og formlegheitum. Foreldrar og bræður Friðriks voru einnig viðstödd athöfnina ásamt öðr- um vinum og ættingjum. Friðrik gekk í skóla ytra og las sagnfræði. Hann snéri sér að hermennskunni upp úr tvítugu af mikilli alvöru og var við ýmsa herskóla bæði sem nemandi og kennari.“ Friðrik hefur verið löngum stundum í Írak og Afganistan og verið með herflokkum sem stundum hafa unnið handan við víglínu óvinanna. „Ég kann ekki þessa sögu vel en veit að í hernum var hann iðulega kallaður út um miðjar nætur í verkefni sem leynd hvílir yfir eins og gengur,“ segir Árni. Gætti öryggis Bandaríkjaforseta „Það kann einnig að þykja forvitnilegt að Friðrik var yfirmaður öryggissveitar Bandaríkjaforseta, meðal annars í Camp David, um nokkurt skeið. Í starfi sínu kynntist hann George W. Bush, fyrrverandi forseta, og ég veit til þess að þeir skokkuðu saman. Það var meira að segja svo að eitthvert árið héldu þau jól í Camp David með forsetanum. Til er mynd af dætrum Friðriks með forsetanum. Annars veit ég ekkert um vinskap þeirra Bush og Friðriks. Það verður að hafa hugfast að Friðrik bar ábyrð á öryggi forsetans á þessum stað og þessum tíma.“ Friðrik var nýlega kominn heim frá Afganistan þegar hann var hækkaður í tign og gerður að ofursta. „Hann var löngum stundum í Afganistan og vann þar ýmis verk, meðal annars við uppbyggingu skólahúsa. Hann var sem sagt ekki alltaf í stríði og stjórnaði ýmsum verkefnum og jafnvel félagslegum aðgerðum. Það hefur áreiðanlega haft áhrif á frama hans og framgöngu í Afganistan að hann hefur vald á persnesku, helsta tungumáli íbúanna þar í landi.“ Árni segir að Friðrik sé stoltur af uppruna sínum og komi oft til landsins. „Hann er eiginlega Íslendingur alveg frá toppi til táar og hreykinn af sínu landi,“ segir Árni, en hann er nokkuð viss um að enginn Íslendingur hafi náð eins langt upp metorðastigann í Bandaríkjaher og Friðrik. n Friðrik Friðriksson er íslenskur ofursti í Bandaríkjaher n Var hækkaður í tign við hátíðlega athöfn í San Diego í síðasta mánuði n Annaðist öryggi Georges W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um skeið n Hefur verið langdvölum í Afganistan og talar persnesku ÍSLENSKUR VINUR BUSH OFURSTI Í BANDARÍKJAHER „ Í starfi sínu kynntist hann George W. Bush, fyrrverandi forseta, og þeir skokkuðu saman. Skokkarar í skóginum Friðrik og Bush á hlaupabrautinni í skóginum við Camp David. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is 2 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Þegar sonur Berglindar Þorvaldsdótt- ur varð níu ára bauð hann bekknum í afmælis veislu. Þegar dagurinn rann upp settist hann út á tröppurnar fyr- ir framan heimilið sitt í Hveragerði og beið spenntur eftir gestunum. Enginn hafði boðað forföll en drengurinn sat lengi og beið án þess að nokkuð bólaði á gestunum. Að lokum kom einn strák- ur, en aðrir létu ekki sjá sig. Hann er nú orðinn ellefu ára gamall og hefur ekki mætt í skólann í mánuð. Hann er búinn að fá nóg af eineltinu. Laminn með spýtu Eineltið hófst í öðrum bekk segir Berg- lind Þorvaldsdóttir móðir hans. „Það var allt gott í fyrsta bekk. En í öðrum bekk snerust börnin gegn fjölskyld- unni hans. Þá vildi enginn koma heim til hans og enginn vildi leika við hann. Fötin voru rifin utan af honum, honum var hent í poll og hann var laminn með spýtu. Hann er stór eftir aldri og hefur alltaf verið sterkur en hann lét berja sig í hakkabuff af því að það er ekkert ofbeldi í honum. Hann er svo góður strákur.“ Undanfarið hefur líkamlegt ofbeldi ekki verið eins mikið. Það var meira þegar hann var yngri. Núna er bara pot- að í hann og þá í bókstaflegri merkingu. Krakkarnir pota í hann með fingrunum og gera það alla daga, allan daginn, í tímum, á göngunum og í frímínútum. Hann er líka kallaður illum nöfnum, fær að heyra það að hann tali asnalega, sé skrýtinn, auli og fituklessa. „Hann þurfti að fá talþjálfun og honum var strítt á því. Svona hefur þetta alltaf ver- ið. Það er allt notað gegn honum.“ Umtöluð fjölskylda Berglind flutti til Hvergerðis í kringum árið 2000. Þá var hún í krabbameins- lyfjameðferð og illa haldin vegna þess. „Ég var svo veik að ég vildi bara vera í friði frá fólki og búa í litlu samfélagi þar sem börnin mín væru örugg. En það fór nú ekki svo vel. Ég var veik í þrjú ár og sögurnar gengu allan tímann. Ég var á miklum lyfjum og þurfti að sprauta mig einu sinni í viku og þegar ég sást koma út úr apótekinu með sprautunálar var ég stimpluð sprautufíkill. Ég missti hár- ið og var ekkert sæt, en ég var líka veik og gat líka varið mig á þessum tíma.“ Hún segir að um leið og hún hafi flutt í bæinn hafi umtalið byrjað. „Við erum dökk yfirlitum og við erum all- ar með mikið og hrokkið hár stelpurn- ar en við erum ekkert öðruvísi en aðr- ar fjölskyldur. En við höfum aldrei náð að samlagast samfélaginu hérna. Ég er óvirkur alkóhólisti en hef verið edrú frá því að hann fæddist þannig að það er ekki hægt að setja út á það. Ég veit ekki af hverju það er alltaf verið að baktala mig og mína fjölskyldu. Ein mamm- an sagði að barnið sitt mætti ekki vera heima hjá mér því ég reyki svo mikið, en ég reyki ekki.“ Í stöðugri vörn „Það gengu alls konar lygasögur um mig, að ég væri fíkniefnasali, dópisti og fyllibytta og bara nefndu það. Ég varð fyrir stöðugum árásum fyrstu árin og börnin auðvitað í leiðinni því önnur börn áttu ekki að leika við mín börn. Mér finnst eins og fólk sé stöðugt að fylgjast með mér þannig að ég þurfi að vera í vörn og svara til saka ef mér verð- ur á. Mér líður alltaf eins ég sé söku- dólgur. Það var búið að ljúga svo miklu upp á okkur að félagsmálanefnd og lögregl- an gengu í málið og fylgdust með okk- ur. Ég lét það viðgangast af því að ég var skíthrædd við þetta fólk og fannst það í raun betra en að liggja undir þessum grun. Samt notar þetta fólk sömu gælu- nöfn á mig og vinir mínir og vanda- menn. Ég væri alveg glöð yfir því að fólk gerði það ef það væri vegna þess að því líkaði við mig, en ekki á meðan það baktalar mig og kemur illa fram við fjöl- skylduna.“ Systurnar lentu líka í einelti Drengurinn er ein af fjórum börnum Berglindar. Hún á þrjár eldri dætur og tvær þeirra stunduðu líka nám í grunn- skólanum í Hveragerði. Þær voru líka lagðar í einelti á sínum tíma. „Þetta er þriðja barnið mitt sem lendir í þessu og ég er búin að fá nóg. Yngri systkini þeirra sem lögðu dætur mínar í einelti eru nú að leggja son minn í einelti.“ Báðar dætur mínar lentu í nauðgun, annarri var nauðgað af þremur mönn- um en hinni var nauðgað af hljómsveit- arstrák sem hlaut þriggja ára fangelsis- dóm fyrir. Það er eins og þeim hafi verið útskúfað fyrir það. Ég fékk að heyra að yngri dóttir mín væri ekki nógu góð fyr- irmynd fyrir hina krakkana fyrst hún hefði lent í þessu svona ung. Hún var svo send í annan skóla. Ég var svo lokuð fyrir því sem var að gerast að ég hélt kannski að það væri betra fyrir hana en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi snúist meira um ímyndina en veit að auðvitað myndu allir þræta fyrir það.“ Skólavistin eyðilögð Stelpurnar flosnuðu báðar úr skóla út af brjálaðri vanlíðan. „Hárið á þeim var klippt, þær voru málaðar fárán- lega og klæddar asnalega. „Eldri dótt- ir mín leiddist út í fíkniefnaneyslu og er mjög illa stödd í dag þannig að ég er með barnið hennar. Sú yngri fór aldrei sömu leið, hún var aldrei í neinu rugli en félagsmálanefnd tók hana samt fyrir og var alltaf að senda hana í vímuefna- próf. Hún var send á milli skóla og í hin og þessi úrræði en það var aldrei tekið á eineltinu, öðruvísi en með því að senda þær hingað og þangað. Í raun finnst mér eins og skólavist allra barna minna hafi verið eyðilögð. Stelpunum leið svo illa í skólanum að þær hata skóla og geta ekki hugsað sér að fara í nám. En hann hefur staðið sig vel og hefur vilja til þess að læra. Hann vill mennta sig, fara í framhaldsskóla og háskóla en það er verið að eyðileggja þetta fyrir honum.“ Stóð einn Drengurinn bar harm sinn lengi í hljóði. En fyrir rúmum mánuði brotn- aði hann alveg niður og greindi frá ástandinu í skólanum. Eftir það mætti hann í skólann í eina eða tvær vikur og var þá kallaður út úr bekknum til þess að ræða við ráðgjafa. „Hann var spurð- ur að því hvernig honum liði og í kjöl- farið var komið upp svokölluðu stuðn- ingskerfi fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði öryggisnet í kringum sig en ég treysti því ekki þannig að ég fylgdist sjálf með honum úr fjarska án þess að nokkur vissi af því. Enda kom það í ljós að á sama tíma og hann átti að hafa þetta öryggisnet úti í frímínútum stóð hann yfirleitt einn einhvers staðar á milli trjánna og lét lít- ið fyrir sér fara. Hann brotnaði síðan al- veg saman og hefur ekki farið í skólann síðan því hann sá að þetta hefði aldrei hætt.“ Afskiptaleysi skólans Berglind er vægast sagt ósátt við það hvernig skólinn meðhöndlaði málið. „Það er skólaskylda í landinu en dreng- urinn minn treystir sér ekki í skólann og skólinn hefur lítið sem ekkert brugðist við því. Það var haldinn fundur með for- eldrum sem ég fékk ekki að sitja. Ég hef ekki fengið fund með foreldrum því þeir vilja ekki tala við mig. Það hefur að- allega verið einn strákur sem stendur fyrir þessu og einhverjar bullur í kring- um hann en honum hefur aldrei verið vísað úr skólanum. Mér var sagt að það hefði verið rætt við foreldra hans en meira fékk ég ekki að vita, eins og mér kæmi það ekki við. Einu sinni var hringt úr skólanum og sagt að hans væri saknað. Það er nú allur söknuðurinn, ef þeir gera ekki meira en þetta.“ Leitaði til menntamála- ráðuneytisins Það er þó ekki eins og Berglind sitji þegjandi og hljóðalaust yfir ástandinu. Hún hefur reynt að ræða við skólastjór- ann, félagsmálayfirvöld, bæjarstjórann og jafnvel farið í menntamálaráðuneyt- ið. „Ég get ekki séð að skólastjórinn taki mark á neinu sem ég segi. Mér líður eins og ég sé að tala við tóma tunnu. Það var ekki fyrr en eftir að ég fór í ráðu- neytið að eitthvað fór að gerast og hann var boðaður til barnasálfræðings í vik- unni. Ég er búin að gera allt brjálað því það er mín von að ekkert annað barn þurfi að lenda í þessu. En ég stórefa að sonur minn fari aftur í þennan skóla. Ég veit bara ekk- ert hvað við eigum að gera. Ég ætla að flytja héðan og setja hann í einkaskóla næsta vetur en fram að því vill ég fá heimakennslu. Ég hef fengið þau svör að það sé erfitt að mæta því en ég trúi því ekki að það eigi að halda áfram að pína barnið þarna niður frá.“ Hætt að geta grátið Fyrst og fremst vill hún opna umræðu um einelti. Umræðu sem þykir sjálf- sögð og allir taka þátt í. Að kennarar og foreldrar uppfræði sig um einelti og ræði við börnin um virðingu. „Það veit enginn hvað það er að lenda í einelti fyrr en hann hefur lent í því sjálfur. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er. Manni líður bara hörmulega. Ég er fullorðin kona og get tekist á við það sem sagt er um mig en auðvit- að hef ég oft grenjað undan sögum sem eiga ekki við rök að styðjast. En ég er hætt að geta grátið yfir þessu. Ég er orð- in ísköld gagnvart þessu fólki og ætla bara að flytja héðan. Ég get þetta ekki lengur og ætla ekki að bjóða syni mín- um upp á þetta. Við erum bæði niður- brotin og asnaleg eftir þetta, okkur líð- ur öllum svo illa. En fyrst og fremst er þetta erfitt fyrir hann. Þau urðu alltaf þyngri skrefin í skólann þar til honum var öllum lokið.“ Ömurleg skólaskemmtun Hún tekur dæmi af mótlætinu sem þau hafa mætt. Fyrr í vetur var skóla- skemmtun fyrir sjöttu bekkinga. Í stór- um sal sátu foreldrar og börn og ræddu saman. „Við sátum ein við borð í miðj- um salnum. Það þekktu okkur allir en það heilsaði okkur enginn. Þetta end- aði með því að sonur minn hljóp grát- andi út og ég á eftir honum. Þá hét ég mér því að fara aldrei aftur á skóla- skemmtun í þessum skóla. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum, þetta er alltaf svona og þessi framkoma er bara ömurleg. Vægast sagt. Þess vegna þurfa kennarar að ræða við krakkana og sýna þeim í verki að það eigi allir rétt á sér og það eigi að bera virðingu fyrir öllum. Þegar ég spyr „Hann er stór eftir aldri og hefur alltaf verið sterkur en hann lét berja sig í hakkabuff af því að það er ekkert ofbeldi í honum. n Ellefu ára drengur hefur ekki mætt í skóla í mánuð n Eineltið hófst í öðrum bekk n Útskúfaður, laminn og niðurlægður n Situr einn heima, óöruggur og hræddur n Bað ráðuneytið um hjálp n Vill fá heimakennslu Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Berglind Þorvaldsdóttir Er afar ósátt við hvernig skólinn hefur tekið á máli sonar hennar og eineltinu sem hann hefur sætt. MYND RÓBERT REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.