Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 11.–13. mars 2011 Helgarblað V ið erum mjög dugleg við að sjúkdómsvæða hlutina. Til dæmis bara sorg. Ef ein- hver einstaklingur er lengi að jafna sig, til dæmis á því að missa maka, þá erum við farin að gefa lyf við því. Sem er í hæsta máta óeðlilegt. Því líkaminn hefur ákveðin tæki og þarf ákveðinn tíma til að takast á við áföll af þessu tagi,“ segir Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi, forstöðumaður Geðheilsu – eftirfylgdar og einn stofnenda sam- takanna Hugarafls. Hún hefur ver- ið leiðandi hér á landi í þeirri hug- myndafræði sem snýr að eftirfylgd og uppbyggingu fólks sem glímt hefur við geðræn vandamál eða sjúkdóma. Auði bregður fyrir í heimildar- myndinni Hallgrímur – maður eins og ég, sem sýnd var í Sjónvarpinu síð- astliðinn sunnudag. Þar segir Hall- grímur Björgvinsson sögu sína og tal- ar opinskátt um geðræn veikindi sín, meðhöndlun þeirra og þann bata sem hann á endanum náði. Hallgrím- ur stofnaði ásamt Auði og þremur öðrum samtökin Hugarafl sem eru í dag orðin kraftmikið afl í endurhæf- ingu einstaklinga sem glímt hafa við geðræna sjúkdóma. Hallgrímur varð bráðkvaddur á heimili sínu í ágúst síðastliðnum en skilur eftir sig ómet- anlegt starf fyrir alla þá sem glímt hafa við veikindi af þessum toga sem og aðstandendur þeirra. Á sjö lyfjum í einu Í myndinni segir Hallgrímur frá því að þegar hann kynntist Auði hafi hann verið á sjö tegundum geðlyfja í einu en hann hafði fyrst verið greindur með geðhvarfasýki og síðar geðklofa. Áhrif lyfjanna voru svo mikil að hann hélt sér vart vakandi og var farinn að missa tennur. „Þegar ég kynntist Hallgrími árið 2001 var hann að hefja sitt endurhæf- ingarferli og við unnum saman þang- að til hann lést. Við vorum búin að vinna saman í nokkur ár áður en við komumst að því að þessi lyfjasúpa var ekki að virka. Hann var nánast hættur að geta staðið uppréttur. Hallgrímur lýsir því líka sjálfur að hann hafi bara legið einhvers staðar og ekki getað haldið sér vakandi.“ Auður stakk upp á því að lyfjagjöf hans yrði endurskoð- uð frá grunni. „Við áttum í mjög góðu samstarfi við geðlækninn hans og Hallgrímur hreinlega vaknaði til lífs- ins,“ en á skömmum tíma fór hann frá því að taka sjö geðlyf í að taka tvö og síðar eitt. Ofurtrú á lyfjum Auður segir að því miður sé alltof al- gengt hér á landi að fólk sé á þetta mörgum tegundum af lyfjum. „Mitt persónulega álit er að það geti bara ekki gengið upp þegar einstaklingur er á svona ofboðslega miklum lyfjum. Sérstaklega þegar verið er að blanda saman svo mörgum mismunandi tegundum.“ Auður er þó ekki á þeirri skoðun að ekki eigi að notast við lyf yfirleitt. Þau geti oft hjálpað en var- ast skuli að treysta um of á þau. „Hall- grímur talaði til dæmis um það að lyf- in hafi hjálpað honum upp að vissu marki.“ En Auður segir lyf ekki aðeins vera ofnotuð heldur í of langan tíma einn- ig. „Þetta á að vera skammtímalausn við einhverju ástandi en svo þarf að hugsa út í það hvenær sé hægt að minnka skammtinn eða sleppa hon- um alfarið. Auðvitað hefur þetta líka áhrif á líkamann og allt kerfið okkar. Þegar þú ert að vinna í bataferli þar sem þú ert að læra að þekkja tilfinn- ingar og hugsanir þá þarft þú líka að vera svolítið vakandi.“ Auður telur líka að ofurtrú á lyfj- um geti verið varasöm. Að fólk treysti um of á lyfin og geti hreinlega ekki séð fyrir sér bata eða betri líðan án þeirra. „Stundum eru þau líka kynnt þannig fyrir okkur. Ég hef séð það margoft gerast að saga fólks breytist í sjúk- dómssögu á meðan aðalatriðið er lífs- saga þess og hvaðan það kemur.“ Auður nefnir líka sem dæmi gríð- arlega rítalín-notkun Íslendinga en það er lyf sem börnum er gefið við of- virkni. „Eins og rítalínnotkun okkar gefur til kynna erum við mjög snögg að „lyfja“ vandann.“ Telur Auður að íslensk börn séu að breytast eða um- hverfið? „Ég held að börnin séu jafn yndisleg og þau hafa alltaf verið. Þolinmæði okkar er hins vegar alltaf að minnka. Það má enginn vera öðru- vísi og það er verið að reyna að troða okkur öllum í sama formið.“ Fólk þarf tíma Auður segir ástæðurnar fyrir mikilli geðlyfjanotkun Íslendinga vera marg- ar. „Það er að miklu leyti samfélags- gerðin. Við ætlum alltaf að gera allt svo hratt og bara laga hlutina strax. Svo höfum við, eins og ég segi, líka þessa ofurtrú á þessu tæki sem lyfin eru. En það þarf líka að breyta við- horfum. Að það sé allt í lagi að vera öðruvísi. Það er allt í lagi að þurfa að- stoð og það er allt í lagi að þurfa að stokka aðeins upp í hlutunum ef mað- ur missir tökin á lífinu tímabundið. Það er líka hægt að ná bata án þess að nota lyf. Það er hægt að styðja fólk meira á heimavelli. Líka þegar það er bráðavandi. Það er að mínu mati betra, ef kostur gefst, að hjálpa fólki heimafyrir í stað þess að leggja það inn. Því eftir innlögn kemur það aftur heim og þarf hvort sem er að takast á við þær aðstæður sem þar eru.“ Auði finnst mikilvægt að gefa fólki tíma til þess að jafna sig. „Við erum að flaska á því að gefa fólki ekki nægan tíma. Það á að keyra fólk af stað aftur. Fólk sem lendir í öngstræti missir oft tengsl og þarf tíma og manngæsku. Við getum ekki gefið lyf við þeim hlut- um. Við þurfum að byggja upp traust og byggja upp tengsl aftur. Þótt við séum sorgmædd, stressuð eða verð- um fyrir áföllum þurfum við að ná okkur öðruvísi en með lyfjaskammti. Þar kemur fjölskyldan mjög sterkt inn ásamt vinum og vandamönnum.“ Jólin á Reykjalundi Í myndinni um Hallgrím talar hann um að það hafi verið vendipunktur í bataferli sínu þegar hann kynntist Auði. Hún hafi tekið honum sem jafn- ingja, horft fram hjá veikindum hans og einbeitt sér að persónu hans og styrk. Auður segir að þeim viðhorfum hafi hún kynnst strax í æsku. „Ég held að grunnurinn sé að ég er alin upp á Reykjalundi, sem er endur- hæfingarmiðstöð í Mosfellsbæ. For- eldrar mínir unnu báðir þar og ég var alltaf að skottast þarna um. Ég er í rauninni bara alin upp af 100, 200 manns sem voru vistmenn þar. Þetta var nefnilega mjög sérstakt samfé- lag og Reykjalundur er upprunalega byggður upp á svipaðri hugmynda- fræði og ég vinn eftir. Þetta var upp- runalega vinnuheimili og byggir beinlínis á því að fólk byggi sig upp og komist aftur út í samfélagið. Það höfðu allir á stofnuninni hlutverk og voru að byggja leikföng, rækta græn- meti eða gera eitthvað.“ Svo var fagfólk og sjúklingar á jafningjagrundvelli. Til dæmis ólst ég upp við að halda jólin þar. Allt frá messunni, matnum og yfir í pakkana. Þannig að maður fann ekki þennan mun sem maður finnur svo mikið í dag. Þeir sem byggðu Reykjalund upp höfðu þessa hugsjón, að nota styrk- leika fólks, byggja á þeim og styðja fólk aftur út í lífið.“ Tilfinningar að leiðarljósi Auður lærði iðjuþjálfun í Danmörku en þar varð hún fyrir reynslu sem einnig hafði mikil áhrif á hana. „Ég átti mjög gott verknám þar á geðsviði. Þar sem ég kynntist þessum vinnu- brögðum. Þar sem var verið að styðja unga stúlku sem átti barn og átti svo- lítið erfitt með að bjarga sér út í dag- lega lífinu. Þannig að það var byggt upp í kringum hana net. Mér fannst þetta svo sniðugt að hún væri studd við að bjarga sér utan stofnunar.“ Þegar Auður kom heim og bauðst vinna á geðsviði greip hún tækifærið strax og hefur starfað í þessum geira frá því árið 1994. „Fyrst á Landspít- alanum. Svo fékk ég tækifæri til þess að byggja upp iðjuþjálfun inni á Hvíta bandinu sem var og er inni á Land- spítala og þar fór ég að vinna með þá hugmyndafræði sem ég vinn eft- ir í dag. Hún byggir á batamódelinu og valdeflingu. Valdefling, eða „em- powerment“ er hugmyndafræði sem búið er að nota lengi bæði í pólitík og öðru. Samkvæmt skilgreiningu Judi Chamberlin byggir hún á því að fólk nái sjálfstrausti, hafi áhrif á meðferð sína og hafi áhrif á aðra og samfélag- ið líka. Svo er það batamódelið sem byggir fyrst og fremst á því að það sé hægt að ná bata og vera virkur í sam- félaginu á ný. Meðferð byggir oft á því að deyfa tilfinningar því þær þykja of sterkar en mín skoðun er akkúrat öfug. Að maður eigi að læra á þær til að geta nýtt þær sem leiðarljós í lífinu. Hvort sem maður verður of glaður eða of reiður.“ Fólk þarf að eiga von Auður telur að eitt það mikilvægasta sem fólk getur öðlast í bataferlinu sé von. „Það er svo mikilvægt að fólk sem er í þessari stöðu öðlist þessa von. Von um að það nái bata og geti tekið þátt á ný í samfélaginu þó svo að það hafi dottið út tímabundið. Ég tel það vera hlutverk okkar allra sem vinnum í þessu, hvort sem það er í fé- lagsgeiranum eða heilbrigðiskerfinu, að passa að fólk hafi batavon. Passa sem sagt að fólk upplifi þetta ekki sem eitthvað sem er komið til að vera og að þú þurfir alltaf að vera á lyfjum. Heldur að þetta sé tímabund- ið ástand og að þú munir ná þér. Ég held að þetta viðhorf myndi breyta mjög miklu. Því þegar maður er sjálf- ur veikur þá kannski hefur maður ekki mikla trú á bata og þarf að heyra það annar staðar frá að það sé von.“ Hallgrímur kemur inn á vonina í myndinni og nefnir það sem eina af sínum verstu stundum þegar hann var sviptur voninni. Þá lá hann inni á geðdeild þegar hann var sem veikast- ur og tveir geðlæknar stóðu yfir hon- um. Annar þeirra snéri sér að hinum og sagði að hann ætti aldrei eftir að ná sér. Jafnvel þótt Hallgrímur væri glað- vakandi. Reynsluheimar mætast Það var þessi hugmyndafræði sem Auður og Hallgrímur þróuðu saman ásamt öðru við stofnun samtakanna Hugarafls en þar mætist reynsla fag- fólks og þeirra sem hafa glímt við geð- ræna sjúkdóma. Auk þess starfar Auð- ur nú sem forstöðumaður Geðheilsu – eftirfylgdar sem starfar innan Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi er einn stofnenda Hug- arafls og hefur unnið að geðheilbrigðismálum á Íslandi í tæpa tvo áratugi. Henni bregður fyrir í heimildar- myndinni Hallgrímur – maður eins og ég, sem sýnd var í Sjónvarpinu um síðustu helgi. Auður segir Íslendinga alltof gjarna á að taka lyf þegar kemur að geðrænum vandamálum og að fólki sé ekki gefinn tími til að jafna sig á eðlilegan hátt. Auður ræddi við Ásgeir Jónsson um minni lyfjanotkun, að breyta þurfi viðhorfum og hinn magnaða Hallgrím Björgvinsson. FÓLKI GEFIN LYF VIÐ SORG „Það er svo mikil- vægt að fólk sem er í þessari stöðu öðlist þessa von. Von um að það nái bata og geti tekið þátt á ný í samfélaginu þó svo að það hafi dottið út tímabundið. Hallgrímur Björgvinsson Talaði opinskátt um veikindi sín og hjálpaði fjölda fólks í svipuðum sporum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.