Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 44
44 | Fókus 11.–13. mars 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... LEIKVERK Allir synir mínir „Þjóðleikhúsið má vera stolt af þessari sýningu. Hún er því og öllum sem að henni koma til sóma. Nú er áhorfenda að sýna að þeir kunni gott að meta.“ - Jón Viðar Jónsson KVIKMYND The Rite „Myndin hefur hæga en vel útfærða uppbyggingu, missir sig ekki í tilgerðarleg- um bregðisenum, fínt leikstýrt, ágætlega leikin og á sæmilega óhugguleg augnablik.“ - Erpur Eyvindarson LEIKVERK Ballið á Bessastöðum „Sem bókmenntaverk er leikritið ekki nema upp á svona tvær stjörnur, ef þá það. Sýningin slagar hins vegar hátt í fjórar.“ - Jón Viðar Jónsson KVIKMYND How Do You Know „Fín mynd til að steingleyma.“ - Erpur Eyvindarson Bragi Valdimar Skúlason, textasnillingur og meðlimur Baggalúts, er menningar- snauður þessa dagana. Hann fer helst á tónleika þegar hann sjálfur er að spila og ætlar að taka því rólega um helgina. Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna? „Ég hlusta nú bara á það sem að mér er rétt. Ég hef ekkert voðalega gaman af tónlist. Ég hlusta bara á þá tónlist sem er í kringum mig aðallega.“ Hefurðu farið á tónleika eða aðra menningarviðburði nýlega? „Ef ég fer á tónleika er það helst með sjálfum mér. Svo hef ég eitthvað komið við á mismenningarlegum viðburðum að undanförnu.“ Hvaða tímarit eru í uppáhaldi og hvers vegna? „Ég verð nú bara að segja að hvorki tímarit né blöð séu í einhverju sérstöku uppáhaldi.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég er að spá í að gera bara ekki rassgat í bala. Frekar einbeita mér að því að gera ekki neitt.“ Hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana? „Ég er voðalega menningarsnauður þessa dagana. Það er nú alltaf einhver bók sem maður grípur í en undanfarna daga hefur ekki verið nein eftirminnileg.“ rassgat í bala „Það má vel læra lexí ur í leikhúsinu því í leikverki eins og Lé konungi er það sammannlega kruf- ið á mergjaðan máta svo öllum er hollt að horfa og meðtaka,“ segir Atli Rafn. Atli leikur Játgeir, skil- getinn son Glostur- jarls sem leikinn er af Eggerti Þor- leifssyni. Á sviðinu vekur hann hroll sem flækingur í myrkri og kulda. Hann teygir líkamann og beygir í stöður sem minna á betlara, jóga og þá sem pynta líkamann öðrum til skemmt- unar. Atli Rafn leitaði heimilda og hug- hrifa í götufólki og safnaði mynd- um af því í skissubók. Hann sýnir blaðamanni skissubókina og flettir í gegnum hana með honum. „Leik- stjórinn Benedict Andrews sagði við mig: Ég vil sjá ógeð. Í samein- ingu fundum við þessa leið sem ég fer á sviðinu. Ég hef alltaf getað gert skrýtna hluti með líkamanum sem ég fæ sjaldan tækifæri til að reyna á sviði,“ segir hann meðan hann sýn- ir blaðamanni myndir af buguðu götufólki sem liggur brotið og hrakið á götunum sem og götufólki í Japan sem gengur um vígreift og vel búið. Einn slíkra utangarðs- manna reyndist jafn- vel tískuhönnuðum fyrirmynd. „Ég held oft skissubók þegar ég undirbý mig fyr- ir hlutverk. Það er ágætis aðferð til að skrásetja hughrif og hugmyndir um tækni eða aðferð- ir.“ Atli Rafn hóf undirbúning sinn með því að lesa frumtexta Shake- speares. Hann segir texta Játgeirs oft æði furðulegan. „Þegar mér var boð- ið hlutverkið las ég frumtexta Shake- speares á ensku. Svo bý ég svo vel að ég þekki Þórarin Eldjárn mjög vel og fékk hann til að lauma að mér þýð- ingunni jafnharðan. Það er nú margt sem maður skilur ekki í þessu verki því það er skrifað fyrir 400 árum og heimsmyndin önnur. Texti Játgeirs er á köflum mjög skrýtinn og ég hugsaði með mér hvað ég ætti eiginlega að gera við þetta. En ég ákvað að leyfa textan- um að liggja svolítið í kafi og fór að búa mér til mynd af Játgeiri í hug- anum án þó að ganga þó of langt í því áður en leikstjórinn hafði mótað sína leið.“ Að vera Shakespeare-leikari eða ekki Shakespeare-leikari Í dómi leikhúsrýnis DV er Atli sagð- ur góður Shakespeare-leikari. Hefur það einhverja þýðingu fyrir hann að vera sagður góður slíkur? „Nei, ekki mikla. Reyndar dái ég Shakespeare, en fyrir mér er leikari bara leikari. Að vera góður Shake- speare-leikari er ekkert annað en það að skilja og miðla gömlum ensk- um texta og, jú, notfæra sér braginn og því ekkert sérlega mikil upphefð í sjálfu sér, því það hlýtur alltaf að vera starf leikhússins að leggja skilning í hlutina og miðla á ákveðinn hátt til áhorfenda, hversu krefjandi sem þeir eru. Að vera metinn sem leikari þykir mér gott, en ekki svo gott að mig langi ekki að gera betur. Ég hef metn- að til að skila afrakstri vinnu okkar til áhorfenda og þá skiptir minna máli með hvaða aðferð, Shakespeare „or not“, en skilningur skiptir miklu máli finnst mér og að það sé klárt hvað verið er að segja áhorfandanum. Atli Rafn sinnir leiklistinni af innri þörf. Á einhverjum tímapunkti í menntaskóla ákvað hann þó að hann ætti að leggja eitthvað annað fyrir sig en leiklist. Hann fann fyrir togstreitu og varð hræddur um að leggja of mikla áherslu á drauma- starfið. Hann skráði sig því í íslensku í eitt ár í Háskóla Íslands og hugsaði jafnvel um að læra til dýralæknis. „Ég var í innri togstreitu um hvort ég gæti orðið leikari. Ég hræddist að setja of mikinn fókus á að verða leikari því það geta ekkert allir orð- ið leikarar. En svo kom að því að ég sættist ég við sjálfan mig og tók rétta stefnu. Þá setti ég allan kraft í leik- listina. Það var óumflýjanlegt því þetta var það sem ég vildi gera. Ég fékk stuðning frá fjölskyldu minni, sérstaklega mömmu, og átti líka fé- laga sem voru í leiklistarskólanum.“ Atli Rafn útkrifaðist frá Leiklistar- skóla Íslands 1997 og var fjótlega fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Hann hefur farið með ótrúlegan fjölda hlutverka allt frá útskrift og hrein- lega aldrei átt dauðan tíma á sviðinu. Hann hefur líka starfað sjálfstætt með Vesturporti, í Loftkastalanum og með Hinu lifandi leikhúsi og leik- ið í kvikmyndum. „Ég var heppinn að fá strax starf sem leikari hjá Þjóð- leikhúsinu. Ég var þrjú ár lausráðinn og svo var mér boðinn samningur sem ég þáði og var fastráðinn í tölu- vert mörg ár. Ég lék eins og vindur- inn sem ég held að hafi varið mjög gott fyrir mig því ég er mjög sein- þroska týpa og hef alltaf verið og þurfti á reynslunni að halda,“ segir hann og hlær. „Ég hef líka tekið mér frí frá því að leika sem er gott.“ Heppinn að vera seinþroska En hvernig nær hann sífellt meiri árangri í leikhúsinu? Hræðist hann aldrei að staðna? „Það hræðast það allir, hver sem seinþroska Heppinn að vera Atli Rafn Sigurðsson fer með hlutverk Játgeirs í uppfærslu Þjóð- leikhússins á Lé konungi og var tilnefndur til Menningarverðlauna DV fyrir frammistöðuna. Í hlutverki Játgeirs túlkar hann á eftir- minnilegan máta ferðalag einstaklings frá áhyggjuleysi til fullkom- innar geðveiki og til þeirrar sýnar sem aðeins blasir við þeim brotna frá botninum. Atli Rafn settist niður með Kristjönu Guðbrands- dóttur og ræddi við hana um skírskotun verksins til Íslands í dag og undirbúninginn fyrir hlutverkið.„Ríkið, þessi Lér, sem heldur öllu niðri þarf að víkja. Hvort sem það heitir einvaldur, alþingi eða ríkisstjórn. Ætlar ekki að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.