Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Samkvæmt heimildum DV er Fjár- málaeftirlitið að skoða eignarhalds- félagið Hafnarhól sem var í eigu útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Engar eign- ir fundust í félaginu upp í 9,5 millj- arða króna skuldir þegar það var lýst gjaldþrota árið 2010. Hafnar- hóll var stofnað í lok desember 2006 og fékk þá fimm milljarða króna lán hjá Landsbankanum til kaupa á 4,2 prósenta hlut í fjárfestingar- bankanum Straumi-Burðarás. Guð- mundur Kristjánsson hefur ekki svarað fyrirspurn DV um það hvort Fjármálaeftir litið hafi haft samband við hann þar sem það skoði nú félag- ið Hafnarhól. Nafn Hafnarhóls kom aldrei fram á hluthafalista Straums. Hlutur fé- lagsins var geymdur á vörslureikn- ingi hjá Landsbankanum í Lúxem- borg. Með því að skýla sér á bak við bankaleynd í Lúxemborg var hægt að koma í veg fyrir að upplýsa um þennan 4,2 prósenta hlut Guðmund- ar í Straumi. Auk þess skilaði Hafnar- hóll aldrei ársreikningi áður en félag- ið fór í þrot. Skiptastjóri kannast ekki við ábyrgð Í lánabók Landsbankans þann 31. mars árið 2007 kemur fram að fé- lögin Tjaldur og Línuskip hafi lagt fram sjálfskuldarábyrgð vegna hlutabréfakaupa Hafnarhóls. Sam- kvæmt heimildum DV var þessari sjálfskuldarábyrgð síðar aflétt af út- gerðarfélögum Guðmundar. „Ég kannast ekki við að hafa séð neinar sjálfskuldarábyrgðir,“ segir Magnús Ingi Erlingsson, skiptastjóri þrotabús Hafnarhóls, í samtali við DV. Skipt- um lauk í búinu í ágúst 2010 og fund- ust engar eignir upp í nærri 9,5 millj- arða króna skuldir. Í febrúar 2010 sagði Kastljós frá því að félagið Línuskip væri í ábyrgð- um fyrir 2,8 milljörðum króna af skuldum Hafnarhóls. Það vekur því furðu að skipstastjóri þrotabús Hafn- arhóls skuli ekki hafa farið fram á rannsókn á því hvers vegna þessari sjálfskuldarábyrgð var aflétt. Félagið Línuskip fer með 95 pró- senta hlut í Brimi sem er áttunda stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og er talið velta um 7,5 milljörðum króna á ári. Þannig má segja að ef sjálfskuldarábyrgð Hafnarhóls hefði ekki verið aflétt hefði Landsbankinn átt að geta gengið að veðum í stórum hlut í Brimi. Guðmundur hefur ekki svarað fyrirspurn DV um þetta atriði. „Svo bara hvarf froðan“ Eins og áður kom fram fékk Hafnar- hóll fimm milljarða króna lán hjá Landsbankanum í lok árs 2006 til þess að kaupa 4,2 prósenta hlut í Straumi. „Þetta voru bankabréf, keypt í banka, fjármögnuð af banka og geymd í banka,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblað- ið í desember árið 2010 um félagið Hafnarhól. „Þetta var keypt froða og lánuð froða, og svo bara hvarf froð- an,“ bætti hann við. Guðmundur virðist því ekki hafa haft mikla trú á Straumi-Burðarás þar sem hann sat í stjórn frá því í mars 2007 og þar til bankinn var yfirtekinn af Fjármála- eftirlitinu í mars 2009. Ólíklegt má telja að Guðmundi hafi verið veitt fimm milljarða króna lán hjá Landsbankanum án þess að háttsettir menn innan bankans hafi gefið vilyrði fyrir því. Það að setja hlut hans á vörslureikning í Lúxem- borg til að þurfa ekki að upplýsa um eignarhlut hans gefur líka sterka vísbendingu um að það hafi verið á fárra vitorði að Guðmundur færi með 4,2 próssenta hlut í Straumi. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmað- ur Novator, segir þó að Björgólf- ur Thor Björgólfsson kannist ekki við lánveitingarnar til Guðmundar. Þess skal getið að Björgólfur Thor og Guðmundur sátu saman í stjórn Straums frá því í mars 2007 og þar til bankinn féll í mars 2009. Línuskip átti hlut í Landsbank- anum Eignarhaldsfélagið Línuskip sem fer með 95 prósenta hlut í Brimi var líka stór hluthafi í Landsbankan- um. Línuskip átti 0,85 prósenta hlut í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Í lok mars 2008 skuld- aði Línuskip Landsbankanum um fimm milljarða króna, samkvæmt lánabók bankans. Áður en bankinn fór í þrot var 0,85 prósenta hlutur Línuskips í Landsbankanum metin á um 1.300 milljónir króna. Ekki ligg- ur ljóst fyrir hver staða Línuskips er í dag. Félagið hefur ekki skilað árs- reikningi síðan árið 2007. Nafni fé- lagsins hefur auk þess verið breytt og heitir það XX 26 ehf. í dag. Stærstur í Vinnslustöðinni Auk þess að eiga útgerðarfyrirtæk- ið Brim sem er áttunda stærsta út- gerðarfélag landsins er Guðmundur stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gegnum eignar- haldsfélagið Stillu útgerð. Vinnslu- stöðin er sjötta stærsta útgerðarfélag landsins og velti um 8,5 milljörð- um króna árið 2009. Frægt er þegar Guðmundur og Hjálmar bróðir hans gerðu yfirtökutilboð í öll hlutabréf Vinnslustöðvarinnar árið 2007. Urðu mikil átök í Vestmannaeyjum og lögðust heimamenn gegn yfirtöku- tilboði bræðranna sem vildu eignast Vinnslustöðina að fullu. Endaði það með því að Vinnslustöðin var skráð úr Kauphöllinni og þeim bræðrum tókst ekki að ná undirtökunum í fé- laginu. Í dag fer Stilla með 26 pró- senta hlut í Vinnslustöðinni og Guð- mundur á sjálfur fjögur prósent. Langtímaskuldir Stillu útgerðar námu um 1.200 milljónum króna árið 2008 samkvæmt ársreikningi fé- lagsins. Er hlutur félagsins í Vinnslu- stöðinni metinn á tæplega 1.900 milljónir króna. Ekki liggur ljóst fyrir hver er lánveitandi Stillu. Þó má telja mjög líklegt að það sé einnig Lands- bankinn líkt og í tilfelli Brims, Línu- skips og Hafnarhóls. Skuldug útgerð Í lánabók Landsbankans frá 31. mars 2008 kemur fram að þá hafi fé- lög Guðmundar skuldað bankanum 23,4 milljarða króna. Námu skuldir Brims 12 milljörðum króna, skuldir Hafnarhóls 6,4 milljörðum og skuld- ir Línuskips 5 milljörðum króna. Ef tekið er tillit til lækkunar krónunnar frá þessum tíma ættu skuldir þess- ara félaga ekki að nema minna en 33 milljörðum króna í dag. Hins vegar er ekki vitað hversu miklar afskriftir félög í eigu Guðmundar hafa fengið hjá Landsbankanum. Brim og Línu- skip hafa ekki skilað ársreikningi síð- an 2007 og Hafnarhóll skilaði eins og áður segir aldrei ársreikningi. Árið 1998 stofnaði Guðmundur útgerðarfélagið Tjald ásamt Hjálm- ari bróður sínum og Kristjáni Guð- mundssyni, föður þeirra. Guð- mundur varð landsþekktur árið 1999 þegar hann keypti útgerðar- fyrirtækið Básafell á Ísafirði við litla hrifningu heimamanna. Fékk hann þá viðurnefnið Guðmundur vina- lausi. Árið 2004 keypti hann síð- an Útgerðarfélag Akureyringa. Árið 2005 var útgerð Guðmundar sam- einuð undir nafninu Brim og hef- ur hann frá þeim tíma rekið eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Árið 2007 reyndi hann að yfirtaka næststærsta útgerðarfélagið í Vest- mannaeyjum en tókst ekki. Talið er að fáir Íslendingar þekki íslenska kvótakerfið jafn vel og Guðmundur og það hefur hann nýtt sér í meira en áratug. Fær að halda Brimi Í ársreikningi útgerðarfélagsins Bergs Hugins árið 2009 kemur fram að Landsbankinn fari með 45 prósenta hlut í félaginu sem er í meirihlutaeigu Magnúsar Krist- inssonar. DV sendi Landsbankan- um fyrirspurn um það hvort bank- inn ætti líka hlut í útgerðarfélögum Guðmundar Kristinssonar. Kristj- án Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir svo ekki vera. „Um málefni einstakra viðskipta- vina er bankanum ekki heimilt að fjalla opinberlega,“ svaraði hann um það hvort Landsbankinn hefði náð samkomulagi við Guðmund um endurskipulagningu á lánum útgerðarfélaga hans hjá bankanum. Ef miðað er við að skuldir Hafn- arhóls hafi hækkað úr 5 milljörðum króna í 9,5 milljarða má telja líklegt að Guðmundur hafi skuldað Lands- bankanum um 14 milljarða króna vegna hlutabréfakaupa eftir banka- hrunið. 9,5 milljarða vegna hluta- bréfakaupa Hafnarhóls í Straumi og 5 milljarða vegna hlutabréfa- kaupa Línuskips í Landsbankan- um. Þrátt fyrir að skilja eftir sig 14 milljarða króna skuldir hjá Lands- bankanum með veði í hlutabréfum sem nú eru verðlaus virðist Lands- bankinn leyfa Guðmundi að halda útgerðarfélaginu Brimi sem er átt- unda stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is FME SKOÐAR „FROÐU“- FÉLAG GUÐMUNDAR n Engar eignir fást upp í 9,5 milljarða króna skuldir félagsins Hafnarhóls n Milljarða króna sjálfskuldarábyrgð útgerðarinnar var aflétt n Guðmundur Kristjánsson stjórnar enn Brimi Hlutabréfakaup félaga í eigu Guðmundar Kristjánssonar fyrir hrun: Dags Nafn Keypt í Upphæð (m.kr.) 22.12. 2006 Hafnarhóll ehf. Straumi 5.000 02.05. 2007 Línuskip ehf. Landsbanki 1.624 03.05. 2007 Línuskip ehf. Landsbanki 951 Samtals: 7,6 milljarðar Hlutabréfakaup félaga í eigu Guðmundar Stórskuldugur Talið að skuldir Guðmundar Kristjánssonar og tengdra félaga við Landsbankann væru um 33 milljarðar króna í dag. Hins vegar er ekki vitað hversu mikið hann hefur fengið afskrifað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.