Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 33
Viðtal | 33Helgarblað 11.–13. mars 2011 eiginleiki sem ég virði meira og meira í öðru fólki og reyni af öll- um mætti að tileinka mér. Sú dóm- harka sem hér hefur ráðið ríkjum allt of lengi er að sliga þetta samfé- lag. Þeir sem stöðugt dæma aðra og tala illa um annað fólk eru að aug- lýsa eigin vanmátt alla daga.“ Þjáist í þögn Sölvi segist sjaldan verða reið- ur þótt hann hafi staðið í þessari deilu. „Ég reiðist mjög sjaldan nú- orðið, vegna þess að ég reyni að vera það meðvitaður í daglegu lífi að ég finni um leið og ég stekk upp á nef mér að vandinn liggur hjá mér. Ég get ekki breytt áreitinu sem kemur til mín en ég get breytt því hvernig ég svara því. Annað fólk er eins og það er og ég væri nákvæm- lega eins ef ég hefði þeirra sögu, þeirra genamengi og þeirra til- finningar. Það er ágætt að hafa það hugfast þegar maður lendir í deil- um. Reiði er hörmuleg tilfinning að festast í. Ég er hins vegar engan veginn fullkominn og er oft viðkvæmur og hörundsár. Ég er ekkert feim- inn við að ljóstra því upp. Á meðan sumir taka tilfinningar út í gegnum reiði, hef ég átt það til að taka hluti inn á mig og þjást í þögn. En það er breytt. Um leið og ég finn sterkt tilfinningaviðbragð í sjálfum mér verð ég að spyrja: Af hverju snert- ir þetta mig? Jú, þetta snertir mig vegna þess að egóið særist. Tökum sem dæmi þessa menningarum- ræðu. Af hverju truflar það mig að vel gefnir, þjóðþekktir menn gagn- rýni mig? Líkast til af því að ég er með einhverja þörf fyrir að allir séu með það á hreinu að ég er klár. En fyrsta skrefið í að láta af óþörfu egói er að vera meðvitaður um það og sjá hvað það er hlægilegt. Ef ég geng inn í partí og er að hugsa um stelpu á staðnum eru allar lík- ur á að myndarlegasti gæinn í her- berginu fari í taugarnar á mér. En ég viðurkenni það að minnsta kosti og er meðvitaður um hvað mekan- isminn sem þarna býr að baki er barnalegur. Hvað er maður að berj- ast við að verja alla daga? Sjálfsmynd sem í raun er ekkert annað en blekking. Sú mynd sem ég hef af Sölva og hvað öðru fólki finnst um hann er eitthvað sem fer ekki með mér í gröfina og ég ætla ekki að eyða ævinni í að verja þá mynd. Það fer þess vegna stund- um í taugarnar á mér hvað ég get verið viðkvæmur fyrir gagnrýni, en að sama skapi er ég þakklátur fyr- ir það, því um leið og maður hætt- ir að finna til er maður kominn á rangar brautir.“ Með tösku fulla af gömlum vinum Í hliðartösku hans er fjöldi lúinna rita um heimspeki og andleg fræði. Hvað slitnastar eru bækurnar Kyrrðin talar eftir Eckhart Tolle og dagbók Krishnamurti, hins heims- fræga leiðtoga sem leiðbeindi John Lennon um tilveruna. „Ég ætlaði ekki að verða fjöl- miðlamaður og það var tilviljun að lífið æxlaðist þannig. Ég var af- skaplega hlédrægur og feiminn á yngri árum og í raun íka í mennta- skóla og háskóla. Þannig að þeir sem hafa þekkt mig lengi myndu segja að ef þeim hefði verið sagt að ég myndi vinna í sjónvarpi þeg- ar ég var tvítugur, hefðu þeir hlegið hátt að viðkomandi. Ég hef sigrast á ótrúlega mörgum vígjum í sjálfum mér með því að gera hluti sem ég hefði aldrei haft kjark í að gera fyrir áratug. Fyrir það er ég bæði stoltur, en einkum og sér í lagi þakklátur. Eg hef vaxið sem mannvera. En nú hef ég starfað við fjölmiðla í sex ár og ég nýt þess sem ég er að gera. Ég lifi góðu lífi þar sem ég fæ að njóta mín og hæfileika minna, það eru mikil forréttindi. Mig langar samt alltaf til þess að leggja harðar að mér og í framtíðinni vil ég sækja mér frekari menntun í sálfræði og láta reyna frekar á ritstörf. Ég hef lesið bækur um andleg málefni frá því að ég var alger polli og viðað að mér mikilli þekkingu. Ég er alltaf með nokkrar af uppá- haldsbókunum mínum á mér og finnst gott að vita af þeim nálægt mér. Þær eru eins og gamlir vin- ir sem gefa mér styrk. Ég hef lesið óteljandi bækur um andleg mál- efni og unnið mikið í sjálfum mér. Það er eitthvað sem maður ákveð- ur ekki sí-svona, heldur má segja að stöðug þörf fyrir að breyta lífi sínu og í raun ákveðið ósætti við stöðnun sé bensínið sem knýr mann áfram. Með aukinni næmni og þroska Venst lífinu án Silviu Með gamla vini í farteskinu Sölvi er alltaf með nokkrar af uppáhaldsbókunum sínum á sér og finnst gott að vita af þeim nálægt. MYND SIGTRYGGUR ARI „Er það æskilegt að ég hugsi lítið um útlitið? Þú sérð ekki sjónvarpsfólk á alvöru sjónvarpsstöðvum úti í heimi í krumpaðri skyrtu og skítugum jakka. „Ég varð vitni að ótrúlegustu uppákomum síðasta sumar. Ég var eiginlega staddur í miðri sápu- óperu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.