Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 27
Erlent | 27Helgarblað 11.–13. mars 2011
n Nýr listi Forbes yfir ríkustu einstaklinga veraldar n Carlos Slim slær
Bill Gates við annað árið í röð n Aðeins ein kona meðal tíu ríkustu
ÞAU 10 RÍKUSTU
CARLOS SLIM
74 MILLJARÐAR DALA
CARLOS SLIM HELU er 71 árs og eru
eignir hans metnar á 74 milljarða dala.
Fyrirtæki hans, Telemex, ræður ríkjum á
fjarskiptamarkaði í Mexíkó og er einnig með
starfsemi í Argentínu og Brasilíu. Eignir
hans jukust gríðarlega árið 2010, eða sem
nemur 20,5 milljörðum dala. Má það rekja til
hækkunar á hlutabréfamörkuðum í Mexíkó,
auk þess sem gengi mexíkóska pesósins
styrktist talsvert. Slim stundar einnig ýmsar
aðrar fjárfestingar og á meðal annars hlut í
bandaríska stórblaðinu New York Times.
BILL GATES
55 MILLJARÐAR DALA
BILL GATES er fastagestur á lista
Forbes yfir ríkustu einstaklinga í heimi.
Eins og flestum er kunnugt stofnaði Gates
hugbúnaðarrisann Microsoft. Gates hefur
á undanförnum árum beint sjónum sínum í
auknum mæli að góðgerðamálum. Þannig
hefur hann þegar lagt 30 milljarða dala í
góðgerðasjóð sinn, The Gates Foundation,
sem er stærsti góðgerðasjóður heims. Hann
hefur lagt áherslu á baráttu gegn berklum
og mænusótt í fátækari heimshlutum. Þá
hefur hann kallað eftir því að vísindamenn
leggi meira af mörkum til þróunar bólu-
efnis gegn HIV. 70 prósent af auði Gates er
bundinn í fjárfestingasjóðnum Cascade en
sjóðurinn á hluti í fjölmörgum fyrirtækjum.
WARREN
BUFFET
50 MILLJARÐAR DALA
Auðæfi bandaríska fjárfestisins WARRENS
BUFFETS jukust um fimmtán prósent á
síðasta ári, eða um þrjá milljarða banda-
ríkjadala. Buffet, sem er 80 ára, er forstjóri
og stjórnarformaður fjárfestingafélagsins
Berkshire Hathaway sem fjárfestir í hinum
ýmsu fyrirtækjum, má þar nefna matvæla-,
trygginga-, og iðnfyrirtæki. Hann keypti fé-
lagið árið 1965 og síðan þá hefur fyrirtækið
vaxið og dafnað með hverju árinu. Buffet
slóst í lið með Bill Gates, ásamt fjölmörgum
stóreignamönnum, og hét að gefa stærstan
hluta auðæfa sinna til góðgerðamála.
BERNARD
ARNAULT
41 MILLJARÐUR DALA
BERNARD ARNAULT er ríkasti Evrópu-
maðurinn á lista Forbes. Þessi 62 ára Frakki
hefur einbeitt sér að verslun með lúxusvörur
í gegnum tíðina. Hann er eigandi lúxus-
vörufyrirtækisins Louis Vuitton sem selur
alls kyns lúxusvörur eins og úr, skartgripi
og tískufatnað frá fyrirtækjum eins og Dior.
Eignir hans jukust um 13,5 milljarða dala
árið 2010 en eftirspurn eftir lúxusvörum fór
vaxandi í fyrra, sérstaklega á mörkuðum í
Asíu. Þá er hann einnig eigandi fyrirtækisins
Royal Van Lent sem smíðar lystisnekkjur.
LARRY
ELLISON
39,5 MILLJARÐAR DALA
LARRY ELLISSON er aðaleigandi
hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle og jukust
eignir hans um 11,5 milljarða dala á síðasta
ári. Flaggskip fyrirtækisins eru svokallaðar
viðskiptalausnir sem fjölmörg fyrirtæki nýta
sér, bæði stór og smá. Fyrirtækið er þriðja
stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims, á eftir
Microsoft og IBM. Á undanförnum árum
hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og
það keypt 75 smærri hugbúnaðarfyriræki
fyrir samtals 40 milljarða dala. Líkt og
Warren Buffet og Bill Gates hefur Ellisson
heitið því að gefa stóran hluta auðæfa sinna
til góðgerðamála, eða allt að 95 prósent.
LAKSHMI
MITTAL
31,1 MILLJARÐUR DALA
MITTAL er indverskur kaupsýslumaður
og eigandi ArcelorMittal, sem er stærsta
stáliðnfyrirtæki heims. Auðæfi hans jukust
mikið í fyrra, þökk sé aukinni eftirspurn
eftir stáli og þar með hærra verði. Það
kemur engum á óvart að Mittal sé ríkasti
maður Indlands. Nýlega keypti Mittal, sem
búsettur er í Evrópu, gríðarlega stórt land
rétt fyrir utan Lundúni. Þar ætlar hann að
byggja sér stórhýsi fyrir 40 milljónir dala.
Dóttir hans, Vanisha, er stór hluthafi í Roc
Capital Management, sem er vogunarsjóður
í New York. Tengdadóttir hans er eigandi
þýska tískuhússins Escada.
AMANCIO
ORTEGA
31 MILLJARÐUR DALA
Spánverjinn ORTEGA, sem er orðinn 74
ára, er líklega þekktastur fyrir að eiga
tískuhúsið Zöru – sem er ein vinsælasta
fataverslunar keðja heims. Hann steig
til hliðar sem stjórnarformaður Inditex,
sem er eignarhaldsfélag Zöru og fleiri
tískuverslana, í janúar síðastliðnum. Versl-
anir félagsins eru 5.000 í 77 löndum, þar á
meðal Íslandi. Ortega á einnig fjölmargar
fasteignir, meðal annars á Flórída, í Madríd,
London og Lissabon.
EIKE
BATISTA
30 MILLJARÐAR DALA
BATISTA er eigandi eignarhaldsfélagsins
EBX en dótturfélög þess eru umsvifamikil á
ýmsum sviðum, má þar nefna námavinnslu,
skipasmíði, ferðaþjónustu og orkuiðnað.
Fjármálaskýrendur gera ráð fyrir að eignir
Batista muni einungis aukast á næstu árum.
Árið 2007 stofnaði hann olíu- og gasfyrir-
tækið OGX en stefnt er að því að fyrirtækið
hefji olíuvinnslu á þessu ári. Batista er
kvæntur fyrrverandi forsíðustúlku
karlatímaritsins Playboy, Luma de Oliveira.
Hann varaði kollega sinn og ríkasta mann
heims, Carlos Helú Slim, við því í viðtali
nýlega að hann myndi hirða af honum efsta
sætið á lista Forbes.
MUKESH
AMBANI
27 MILLJARÐAR DALA
Ambani er eigandi Reliance Industries sem
er metið verðmætasta fyrirtæki Indlands.
Ambani hefur auðgast gríðarlega á fjár-
festingum í olíufyrirtækjum. Ambani komst
nýlega í fréttirnar þegar greint var frá því að
hann væri að byggja sér 27 hæða íbúðarhús
í Mumbai á Indlandi. Er húsið talið dýrasta
íbúðarhús heims. Á síðasta ári fjárfesti hann
í þremur bandarískum orkufyrirtækjum fyrir
samtals 3,3 milljarða dala.
CHRISTY
WALTON
26,5 MILLJARÐAR DALA
Christy er eina konan sem kemst á lista
yfir tíu ríkustu einstaklinga heims. Walton
er eigandi bandarísku verslunarkeðjunnar
Wal-Mart. Christy var gift John Walton en
faðir hans stofnaði fyrirtækið árið 1962.
John Walton lést í flugslysi nærri heimili
þeirra í Wyoming árið 2005 og erfði Christy
því fyrirtækið. Christy hefur auðgast mikið
frá því að eiginmaður hennar féll frá. Frá
árinu 2006 hefur hlutabréfaverð í First
Solar, fyrirtæki sem eiginmaður hennar
stofnaði, hækkað um 500 prósent. Stærsti
hluti tekna hennar kemur þó gegnum
Wal-Mart en yfir tvær milljónir manna
starfa hjá fyrirtækinu.
1 2 3 4 5
6 7 8 9 10