Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 11.–13. mars 2011 Helgarblað HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI S: 460 3380 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT HÁGÆÐA SJÓNVARP 42 TOMMUR 100Hz CLEAR LCD Philips 42PFL5405H 42” Full HD 1080p LCD sjónvarp með 1920x1080 upplausn, Pixel Plus HD, Progressive Scan, HD natural motion, 100Hz Clear LCD, 100.000:1 skerpu, 2ms svartíma, 40w RMS Virtual 2.1 hljóði, stafrænum HDTV DVB-T móttakara, USB, VGA, Scart, 3x HDMI ofl. TILBOÐ FULLT VERÐ 229.995 159.995 webOS í allar HP-tölvur Á næsta ári munu allar tölvur frá HP hafa tvö stýrikerfi. webOS-kerfið sem HP hefur nú uppfært fyrir TouchPad-spjaldtölvuna verður sett á allar nýjar tölvur sem koma frá fyrirtækinu en eins og áður verður Windows-kerfið einnig til staðar. Hewlett Packard selur mestan fjölda tölva í heiminum í dag og er þessi ákvörðun talin vera til að laða að forritaþróendur fyrir webOS en búast má við því að kerfið verði til staðar á tugum milljóna tölva innan tveggja ára. Ekki er vitað hvort þessi útgáfa webOS verði frábrugðin þeirri fyrir TouchPad. Explorer og Safari hakkaðir í spað Á CanSecWest-öryggisráðstefnunni sem haldin var í vikunni fór fram árleg samkeppni „hakkara“ sem felst í því að þátttakendur reyna að finna glufur í öryggisneti stærstu netvafranna og brjótast þannig inn í tölvur notenda. Mikla athygli vakti þegar kom í ljós að nýjustu útgáfur Safari frá Apple og Internet Explorer frá Microsoft létu fljótt undan aðferðum þátttakenda. Þannig tók það aðeins 5 sekúndur fyrir franska öryggis- fyrirtækið VUPEN að brjóta niður varnir Safari-vafrans, en fyrirtækið hafði útbúið sérstaka vefsíðu sem opnuð var í vafranum. Næsti þátttakandi, Harmony Security, lagði Explorer-vafrann með svipuðum hætti. Að sögn tók það um einn og hálfan mánuð að undirbúa árásina á vafrann. Stýrikerfi iOS 4.3 Örgjörvi 1Ghz tvíkjarna A4 Vinnsluminni 512MB eða 1GB? Forrit 40 þús.+ iPad-forrit hjá App Store; 300 þús + samhæfð iPhone-forrit Flash- stuðningur Nei Fjölvinnsla Já, með nýjustu iOS uppfærslunni Skjár 24,6 cm 4:3 IPS-skjár Vídd og upplausn 1024 x 768 pixlar - 132 pixlar á tommu Myndavélar HD (720p) á bakhlið og VGA (640 x 480) að framan. Tengi Apple-kvíartengi, HDMI, Micro-SIM í 3G útfærslu Leiðsögukerfi Áttaviti, GPS hjálparleiðsögn (assisted GPS - eingöngu í 3G útfærslu) Geymslurými 16, 32 eða 64 GB Þráðlaust Wi-Fi, Blátönn, 3G (í sumum útfærslum) Áætlaður endingartími rafhlöðu 10 klukkutímar Ummál 24 cm x 18,5 cm x 0,9 cm Þyngd 613 grömm Apple iPad 2 Stýrikerfi Android 3 (Honeycomb) Örgjörvi 1GHz tvíkjarna NVIDIA Tegra 2 Vinnsluminni 1GB Forrit Rúmlega 100 þúsund Android forrit Flash- stuðningur Já Fjölvinnsla Já Skjár 25,7 cm, hlutföll nálægt 16:9 eða breiðtjaldsskjá Vídd og upplausn 1280 x 800 pixlar Myndavélar 5 MP á bakhlið, 2MP að framan Tengi micro-USB, HDMI (video out) Leiðsögukerfi Áttaviti og GPS Geymslurými 32 GB og SD-kort að auki Þráðlaust Wi-Fi, Blátönn, 3G, uppfæranleg í 4G. Hægt að búa til eigin „heitan reit“. Áætlaður endingartími rafhlöðu 10 klukkutímar Ummál 24,9 cm x 16,8 cm x 1,3 cm Þyngd 725 grömm Motorola Xoom Útlit Hvað sem menn vilja segja um Apple er það ótvírætt að útlitshönnun og viðmót eru alltaf í hæsta gæðaflokki. iPad 2 er þynnri og straumlínulagaðri en forveri sinn og býðst nú einnig í hvítri útfærslu samhliða hinni hefð- bundnu svörtu. Xoom er nánast upp á millimetra jafnþykk og fyrsta kyn- slóð iPad. Tölvan er ekki með stóran hnapp (home button) í ramman- um því Motorola hefur valið að hafa stýrihnappa í skjánum sjálfum. Afl Báðar tölvurnar eru með 1GHz tví- kjarna örgjörva og ómögulegt um að segja á þessari stundu hvor sé betri. Apple hefur enn ekki gefið upp hvort vinnsluminnið í iPad 2 sé 512MB eða 1GB. Xoom er með 1GB. Skjár Apple ákvað að breyta í engu skján- um frá fyrri útgáfu. Upplausn og hlutföll eru sem fyrr 1024 x 768 – 4:3. Xoom er hins vegar með hærri upp- lausn, 1280 x 800 og nærri því 16:9 hlutföll eða breiðtjaldsskjá. Þetta gerir Xoom að vænlegri kosti fyrir kvikmyndaáhorf. Myndavélar Báðar tölvurnar skarta sinni mynda- vélinni hvorri á framhlið og bakhlið. Apple hefur hins vegar ekki gefið upp nákvæm gæði sinna véla, seg- ir aðeins að vélin á bakhlið geti tek- ið upp í 720p en það getur þýtt að sú myndavél sé einungis 1,3 mega- pixla. Myndavélin á framhlið er sögð í VGA-gæðum eða 640 x 480. Xoom er með vinninginn að þessu leyti, 5 megapixla vél á bakhlið með sjálf- virkum fókus og flassi og 2 megapixla vél á framhlið. Forrit Í öllum samanburði iOS og Android er fjöldi forrita sem hægt er að nálg- ast fyrir kerfin talinn upp. Minna er sagt um að meirihluti þessara forrita er rusl. Hvort að fjöldinn sé 100 þús- und eða 300 þúsund skiptir því litlu. Fyrir bæði kerfin eru til gagnleg og góð forrit, innbyggð, frí eða hægt að kaupa. Og í fjölmörgum tilvikum er það sami aðili sem býr til hvað bestu forritin fyrir bæði kerfi. Honeycomb er hins vegar fyrsta Android-kerfið sem er sérsniðið fyrir spjaldtölvur og eðlilegt að fyrst um sinn verði úrval forrita þar fábrotnara. Verð Verð á ódýrustu útgáfu iPad 2, 16GB Wi-Fi, er um 90 þúsund hér á landi (epli.is og macland.is), en dýrasta út- gáfan sem er 64GB Wi-Fi + 3G er á 150 þúsund krónur. Ekki er vitað um verð á Motorola Xoom þegar hún kemur til landsins en miðað við verð í Bandaríkjunum verður hún nokkuð dýrari. palli@dv.is Motorola Xoom-spjaldtölvan kom á markað í Bandaríkjunum fyrir stuttu og önnur kynslóð iPad- tölvunnar leit síðan dagsins ljós í síðustu viku. Xoom er álitin sú spjaldtölva sem gæti veitt iPad hvað mesta samkeppni og því ekki úr vegi að bera saman innviði og aðra eiginleika þessara tölva. Heimsmet hjá Microsoft Kinect, Xbox-jaðartækið frá Microsoft sem kom á markað í byrjun nóvember, hefur hlotið frábærar viðtökur undanfarna mánuði. Heimsmetabók Guinness hefur nú skráð sölu á Kinect sem nýtt heimsmet en frá því að það kom á markað hafa selst um 10 milljónir eintaka sem er met í þessum vöruflokki rafeindatækja. Með þessu áhugaverða jaðartæki geta eigendur Xbox-leikjatölva notað líkama sinn og handahreyfingar í Xbox 360-leikjum. iPad 2 og Xoom bornar saman „Xoom er með 5 megapixla myndavél á bakhlið með sjálfvirkum fókus og flassi. Motorola Xoom og iPad 2 Báðar tölvurnar eru með 1GHz tvíkjarna örgjörva. Xoom er með vinninginn í myndavélum en er dýrari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.