Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 54
54 | Sport 11.–13. mars 2011 Helgarblað MESTU EFNIN Í BOLTANUM Það er aldrei skortur á ungum og efnilegum fótboltamönnum sem líklegir eru til að slá í gegn. The Sun tók saman tíu efnilegustu fótboltamennina í dag en þessi nöfn er vert að leggja á minnið fyrir framtíðina. Þeir eru allir undir tvítugu en nú þegar eftir- sóttir af öllum helstu stórliðum heims. ROMELU LUKAKU Lið: Anderlecht Staða: Framherji Aldur: 17 ára Þessi sautján ára piltur er einfaldlega eðlisfræðilegt undur og vilja margir meina að hann sé ekkert sautján ára gamall. Hann er 193 sentimetrar og 88 kíló af vöðvum. Í fyrra, þá sextán ára gamall, varð hann markahæsti leikmaður belgísku úrvalsdeild- arinnar en hann skoraði 19 mörk í 45 leikjum. Á þessu tímabili hefur hann haldið áfram markaskoruninni og raðar nú inn mökum. Real Madrid, Chelsea og Arsenal hafa elt Lukaku lengi en þá helst Arsenal sem hefur fylgst með drengnum frá því hann var fjórtán ára gamall. COUTINHO Lið: Inter Staða: Miðjumaður Aldur: 18 ára Rafael Benitez gerði ekki margt rétt á sínum tíma hjá Inter en eitt gerði hann þó vel. Hann gaf átján ára Brassa að nafni Coutinho sinn fyrsta leik með Inter-liðinu en hann hefur vakið nokkra athygli á tímabilinu. Coutinho kom til Inter árið 2008 en vegna reglna um útlendinga mátti hann ekki spila fyrr en á þessu tímabili. Coutinho þykir einstaklega góður að rekja boltann og sækir alltaf á markið. Stuðningsmenn Inter eru nú þegar farnir að kyrja nafn hans á pöllunum. ERIK LAMELA Lið: River Plate Staða: Miðjumaður Aldur: 18 ára Erik Lamela er barnastjarna í orðsins fyllstu merkingu. Hann var svo góður sem gutti að Barcelona reyndi að kaupa hann þegar pilturinn var aðeins tólf ára gamall. Þessi átján ára Argentínumaður, sem þykir mesta efnið þar í landi, afþakkaði félagaskipti til Barcelona því hann vildi spila með sínu liði. Í dag er hann orðinn lykilmaður hjá River Plate og það þýðir bara eitt: Stóru liðin eru mætt aftur á vaktina. Real Madrid, AC Milan, Juventus og Manchester City eru öll talin hafa áhuga á að kaupa piltinn í sumar en hann er verðlagður í dag á tíu milljónir punda. MARIO GOTZE Lið: Borussia Dortmund Staða: Miðjumaður Aldur: 18 ára Ungliðar Borussia Dortmund eru nánast orðnir meistarar í Þýskalandi. Meðalaldur liðsins er ekki nema 22 ár en einn átján ára, Mario Gotze, hefur vakið hvað mesta athygli. Gotze spilar á miðjunni og þykir hafa ótrúlegan leikskilning þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann hvergi banginn við sér eldri og reyndari menn. Mario Gotze er nú þegar kominn inn í landsliðshóp Þýska- lands og er sagt að Manchester United fylgist vel með framgöngu piltsins. GEORGI SCHENNIKOV Lið: CSKA Moskva Staða: Varnarmaður Aldur: 19 ára Þrátt fyrir ungan aldur er Schennikov nú þegar búinn að leika hátt í hundrað leiki fyrir CSKA en hann spilar sem vinstri bakvörður. Hann er einnig búinn að fá tækifæri með landsliðnu og þykir eitt mesta efnið í Rússlandi. Hann þótti standa sig frábærlega í Meistaradeildinni gegn Manchester og Valencia og vakti frammistaða hans áhuga stærri liða. Þó má ekki gleyma að CSKA er styrkt duglega af Roman Abramovich þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart ef Schennikov endaði í bláum búningi Chelsea. ALEX CHAMBERLAIN Lið: Southampton Staða: Miðjumaður Aldur: 17 ára Það er kannski svolítið skrýtið að sjá leikmann sem spilar í þriðju efstu deild á þessum lista. Þó má ekki vanmeta akademíu Southampton sem hefur alið af sér menn á borð við Theo Walcott og Gareth Bale. Hvað er svo sérstakt við Chamberlain? Hann er fyrst og fremst ótrúlega hraður, hefur næmt auga fyrir spili og skorar mikið af miðjumanni að vera. Það vita allir í Southampton að hann er að spila sitt síðasta tímabil þar en fá lið hafa meiri áhuga á honum en Arsenal. CONNOR WICKHAM Lið: Ipswich Staða: Framherji Aldur: 17 ára Þessi sautján ára piltur hefur verið að gera það heldur betur gott með Ipswich í Championship-deildinni. Hann er risi miðað við aldur, 191 sentimetrar og nýtir hæð sína vel. Wickham fór gjörsamlega á kostum á Evrópumóti U17 ára landsliða í fyrra sem England vann. Þar einfaldlega hljóp hann í gegnum varnir andstæðinganna. En hann er ekki bara stór. Wickham er góður að klára færin sín og er með frábæra fyrstu snertingu. Það þykir næsta víst að hann færi sig til stærra liðs í sumar. Lið: Santos Staða: Framherji Aldur: 18 ára Neymar er án efa eftirsóttasti ungi leikmaður í heiminum í dag. Það eru einfaldlega öll stórliðin á eftir honum. En hvað er hann þá enn að gera í Santos? Fyrr á árinu ákvað þessi ungi Brassi sem oft er nefndur hinn nýi Pele að hann væri ekki tilbúinn að fara til stærra liðs alveg strax. Sjaldan hafa fréttir af nýjum samningi átján ára stráks í Brasilíu vakið jafnmikla athygli enda eru margir á því að Neymar verði besti leikmaður heims. Þegar hann loks fer til Evrópu er alveg bókað að hann muni slá í gegn. THIAGO Lið: Barcelona Staða: Miðjumaður Aldur: 19 ára Knattspyrnuakademía Barcelona, La Masia, er margrómuð fyrir gæði sín en sex leikmenn spænska landsliðsins sem byrjuðu úrslitaleikinn á HM lærðu fótboltafræðin þar. Upp er að koma nýtt undur, nítján ára Brassi að nafni Thiago, sem hefur fengið nokkra leiki með aðalliðinu. Hann þykir einstaklega góður sendingamaður og er að fá viðurnefnið hinn nýi Xavi. Samning- ur hans rennur þó út í sumar og svo gæti farið að peningamaskínurn- ar á Englandi nýti sér það tækifæri og sæki hann yfir hafið. JOSH MCEACHRAN Lið: Chelsea Staða: Miðjumaður Aldur: 17 ára Það er nánast ómögulegt fyrir unga leik- menn að fá tækifæri með aðalliði Chelsea enda nóg af peningum þar og heimsklas- samenn í öllum stöðum, meira að segja á bekknum. Einn sautján ára gutti er þó búinn að koma reglulega inn af bekknum og vekja mikla athygli en það er Josh McEachran. Þó hann sé ekki stór og sterkur bætir hann það upp með afbragðs sendingargetu og er hann nú þegar kominn í U21 árs landslið Englands, sautján ára gamall. NEYMAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.