Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 38
Rannveig fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún var í Grunnskóla Siglufjarðar, stundaði nám við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki, lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði síðan nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum í jan- úar 2006. Rannveig var skiptinemi í Argen- tínu 1999 og í Frakklandi 2004. Hún hefur mikinn á að ferðast og er nú ný- komin frá Indlandi. Rannveig vann við Sjúkrahúsið á Siglufirði á fjölbrautarárunum, starf- aði við iðngjaldaskráningu hjá Spari- sjóðnum á Siglufirði á háskólaárun- um, starfaði síðan við Landsbankann á árunum 2006–2008 og hefur starfað hjá Sparisjóði Siglufjarðar frá hausti 2008. Fjölskylda Systkini Rannveigar: Elísabet Ás- mundsdóttir, f. 1977, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík; Þórunn Freyja Gústafsdóttir, f. 1985, MA- nemi í hag- fræði við Kaupmannahafnarháskóla; Baldur Gústafsson, f. 1991, nemi við Verzlunarskóla Íslands; Rósbjörg Jenný Magnúsdóttir, 1991, nemi á Siglufirði; Páll Sigurvin Magnússon, f. 1996, grunnskólanemi. Foreldrar Rannveigar eru Gúst- af Daníelsson, f. 1957, starfar við út- gerð á Siglufirði, og Hrönn Fanndal, f. 1961, skrifstofumaður á Siglufirði. Fósturmóðir Rannveigar og fyrrv. kona Gústafs, er Sigurósk Edda Jóns- dóttir, f. 1957, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Fósturfaðir Rannveigar og eigin- maður Hrannar er Magnús Jónasson, f. 1963, skrifstofustjóri hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Hjalti fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Blönduóss, stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, lauk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla, lauk BA í sálfræði frá Háskólan- um á Akureyri 2009 og stundar nú framhaldsnám í sálfræði við Há- skóla Íslands. Þá stundaði hann nám í klass- ískum söng við Tónlistarskólann á Akureyri og hélt framhaldsprófs- tónleika árið 2010. Hjalti hefur starfað við leikskóla á Akureyri á sumrin með námi og hefur sungið töluvert opinberlega í brúðkaupum og jarðarförum. Hjalti hefur sungið og leikið á gítar við sunnudagaskóla Glerár- kirkju og Akureyrarkirkju. Fjölskylda Eiginkona Hjalta er Lára Sóley Jó- hannsdóttir, f. 30.1. 1982, fiðluleik- ari og starfsmaður við menningar- húsið Hof á Akureyri. Sonur Hjalta og Láru Sóleyjar er Jóhann Ingvi Hjaltason, f. 22.3. 2008. Systkini Hjalta eru Einar Örn Jónsson, f. 8.12. 1975, hljóm- borðsleikari hjá hljómsveitinni Í svörtum fötum og starfsmað- ur Orkuveitunnar; Ásta Berglind Jónsdóttir, f. 4.8. 1990, nemi. Foreldrar Hjalta eru Margrét Einarsdóttir, f. 31.12. 1953, verslun- arstjóri ÁTVR á Blönduósi, og Jón Sigurðsson, f. 18.2. 1952, umboðs- maður TM á Blönduósi. Hjalti og Lára Sóley verða með afmælisfagnað í Hofi. Jóhanna Guðrún fæddist á Flat-eyri við Önundarfjörð. Hún lauk stúdentsprófum frá MA 1959, kennaraprófi frá KÍ 1964 og stundaði sérkennslunám við KÍ 1968-69 og Bristol University á Englandi 1976-77. Þá stundaði hún framhaldsnám í sérkennslufræð- um við Statens Spesiallærerhøg- skole í Noregi og University of Virg- inia í Bandaríkjunum 1987-90. Jóhanna var kennari við Höfða- skóla í Reykjavík 1964-73 og 1974- 75, skólastjóri Barna- og mið- skólans á Skagaströnd 1973-74, yfirkennari við Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík 1975-76 og skólastjóri sama skóla 1977-87. Hún flutti til Flateyrar 1991 og var þar sérkennsluráðgjafi, fyrst við Fræðsluskrifstofu Vestfjarða til 1996 er hún var aflögð og síðan hjá Skólaskrifstofu Vestfjarða til 2000 er stofnun var aflögð og var síðan forstöðumaður Fræðslumiðstöðv- ar Vestfjarða sem er fræðslu- og sí- menntunarmiðstöð á Vestfjörðum. Jóhanna var formaður kvenfé- lagsins Brynju á Vestfjörðum. Fjölskylda Jóhanna var gift Erlingi E. Hall- dórssyni, f. 20.3. 1930, rithöfundi, leikstjóra og kennara, en þau skildu 1973. Börn Jóhönnu og Erlings eru Kristján Erlingsson, f. 1.12. 1962, stundar útflutning í Úganda í Afr- íku, en kona hans er Lesley Wales og eiga þau tvö börn; Vigdís Er- lingsdóttir, f. 11.2. 1970, búsett á Flateyri og á hún þrjú börn. Bróðir Jóhönnu var Einar Oddur Kristjánsson, f. 26.12. 1942, d. 14.7. 2007, alþm., var kvæntur Sigrúnu Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræð- ingi og eignuðust þau þrjú börn. Hálfbróðir Jóhönnu, samfeðra, er Sigurður Guðmundur Kristjáns- son, f. 24.8. 1924, d. 5.12. 2005, stýrimaður í Reykjavík, var kvænt- ur Soffíu Jónsdóttur húsmóður sem nú er látin og eru synir þeirra þrír. Foreldrar Jóhönnu: Kristján Ebenezersson, f. 18.10. 1897, d. 30.3. 1947, skipstjóri á Flateyri, og k.h., María Jóhannsdóttir, f. 25.5. 1907, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Flateyri. Ætt Kristján var sonur Ebenezers, skip- stjóra á Flateyri Sturlusonar. Móðir Ebenezers var Kristín Ebenezers- dóttir, b. í Innri-Hjarðardal Guð- mundssonar, b. í Arnardal Bárð- arsonar, ættföður Arnardalsættar Illugasonar. Móðir Kristjáns var Friðrikka, systir Bersebe, móður Guðmund- ar Inga skálds, Halldórs, skálds frá Kirkjubóli, og Ólafs skólastjóra, föður Kristjáns Bersa skólastjóra og afa Ólafs Þ. Harðarsonar stjórn- málafræðings. Friðrikka var dóttir Halldórs, b. á Hóli í Önundarfirði, bróður Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar forstjóra og Elsu Guðjohnsen safnvarðar. Hall- dór var sonur Halldórs, b. á Graf- argili Eiríkssonar, bróður Elín- ar, langömmu Ólafs, föður Gests skipulagsfræðings og Valdimars yfirflugumferðarstjóra, föður Þór- unnar, sagnfræðings og rithöfund- ar. Móðursystkini Jóhönnu eru Margrét, móðir Hrafns Tulinius prófessors; Torfi, faðir Kristjáns bæjarfógeta, og Björn skrifstofu- stjóri, faðir Ingibjargar skólastjóra. María er dóttir Jóhanns Lúthers, prófasts á Hólmum, bróður Sig- ríðar, ömmu Gunnlaugs, alþm., á Hvilft, og Hjálmars, forstjóra Loft- leiða og Áburðarverksmiðjunn- ar Finnssona. Jóhann var sonur Sveinbjarnar, b. í Skáleyjum Magn- ússonar, b. í Hvallátrum Einarsson- ar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móð- ir Jóhanns var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður skáldanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra og Maríu Andrésdóttur í Stykkishólmi og einnig systir Sigríðar, móður Björns Jónssonar ráðherra, föður Sveins, fyrsta forseta lýðveldisins. Móðir Maríu var Guðrún, syst- ir Sigríðar, móður Esra læknis og Maríu Pétursdóttur, fyrrv. for- manns Kvenfélagasambands Ís- lands. Bróðir Guðrúnar var Ás- geir, faðir Haraldar, fyrrv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingar- iðnarins, og Önundar, fyrrv. for- stjóra Olís. Guðrún var dóttir Torfa, kaupmanns á Flateyri Halldórs- sonar og Maríu Össurardóttur, b. í Súðavík Magnússonar, b. í Bæ í Súgandafirði Guðmundssonar, bróður Ebenesers í Hjarðardal. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 11.–13. mars 2011 Helgarblað Oddný fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún bjó með foreldr-um sínum við Háteigsveg og síðar í Hörgshlíð. Oddný stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík 1958–59, en hóf nám í hjúkrun haustið 1959 og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1962. Hún stundaði framhaldsnám í lyf- og handlæknisfræðum, ásamt skurð- stofunámi við Columbia Presby- terian Medical Center i New York og framhaldsnám í geðhjúkrun við New York Hospital, stundaði nám í svæfingahjúkrun við Landspítalann og framhaldnám í svæfingahjúkrun við Amt og By Sygehus í Óðinsvéum í Danmörku og lauk prófum og öðl- aðist starfsréttindi hjúkrunarfræð- ings RPN í New York. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, stundaði nám við Há- skóla Íslands við sálfræðideild; nám í sálarfræði, lífeðlisfræði, þroskasál- arfræði barna, stundaði nám í stjórn- un við Háskóla Íslands og sérfræði- nám í hjúkrun aldraðra og stundaði tveggja ára framhaldsnám í uppeldis- og kennslufræðum fyrir kennara við Kennaraháskóla Íslands. Oddný var deildarhjúkrunarfræð- ingur við Landspítalann, lyflækninga- og handlækningadeild; flugfreyja hjá Loftleiðum hf.; starfaði á lyflækninga- og handlækningadeild við Columbia Presbyterian Medical Center í New York; var svæfingahjúkrunarfræðing- ur á Landspítala; deildarhjúkrunar- fræðingur á geðdeild Borgarspítal- ans; svæfingarhjúkrunarfræðingur við Borgarspítala; hjúkrunarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði; kennari við Nýja hjúkrunarskólann; deild- arstjóri heimahjúkrunar við Heilsu- gæslu Garðabæjar; leysti af deildar- stjóra á Skjóli yfir sumartíma; leysti sumarlangt af hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðvar Hveragerðis; var fræðslustjóri og aðstoðardeildarstjóri á Sólvangi í Hafnarfirði í nítján ár; sinnti stundakennslu hjá Námsflokk- um Hafnarfjarðar; var stundakennari við Námsflokka Reykjavíkur, stunda- kennari við Ármúlaskóla og var í hlutastarf við hjúkrun á Hrafnistu í Reykjavík. Oddný gerði könnun á reyking- um á Sólvangi, samdi kennsluverk- efni um kransæðasjúkdóma og sinnti fræðslu fyrir kransæðasjúklinga. Oddný sat í kjaramálanefnd FÍH; í fræðslu- og menntanefnd FÍH; í framkvæmdastjórn HFÍ; í ritnefnd Hjúkrunarkvennatala útg. 1979 og 1992; ritari stjórnar Fimleikasam- bands Íslands; formaður foreldrafé- lags Víðistaskóla í Hafnarfirði; for- maður jafnréttisnefndar Bandalags kvenna í Reykjavík; formaður Banda- lags kvenna í Reykjavík, ritari stjórnar Öldungadeildar HFÍ. Fjölskylda Oddný giftist, 30.12. 1970, Hrafnkeli Ásgeirssyni, f. 4.4. 1939, hæstarétt- arlögmanni, syni Sólveigar Björns- dóttur húsmóður og Ásgeirs G. Stefánssonar, byggingameistara, út- gerðarmanns og forstjóra Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. Dætur Oddnýjar og Hrafnkels eru Kristín Ýr, textílhönnuður, viðskipta- fræðingur og framkvæmdastjóri ELM Design en maður hennar er Valbjörn Jón Höskuldsson, vélfræðingur og viðskiptafræðingur og er sonur þeirra Höskuldur Hrafn en börn Valbjörns frá fyrra hjónabandi eru Heiða Val- björnsdóttir og Hörður Valbjörnsson; Lára Sif, viðskiptafræðingur, fram- kvæmdastjóri fjármálafyrirtækis á Manhattan í New York. Börn Hrafnkels frá fyrra hjóna- bandi eru Elfa hjúkrunarfræðingur en maður hennar er Ellert Guðjónsson sjómaður og eru dætur þeirra Marta og Telma; Ásgeir, pípulagningamað- ur en kona hans er Guðfinna Páls- dóttir húsmóðir og er sonur þeirra Ófeigur Ásgeirsson, en börn Guð- finnu frá fyrra hjónabandi eru Urður Vilhjálmsdóttir, Týr Vilhjálmsson og Þór Vilhjálmsson, og dóttir Ásgeirs frá fyrra hjónabandi er Embla Ásgeirs- dóttir. Systkini Oddnýjar eru tvíbura- bróðir hennar, Ólafur Hinrik hæsta- réttarlögmaður, kvæntur Maríu Jó- hönnu Lárusdóttur kennara; og tvíburasystkinin Kristín Ragnhild- ur, lífeindafræðingur, gift Geir Arn- ari Gunnlaugssyni, verkfræðingi, prófessor og framkvæmdastjóra, og Ragnar, verkfræðingur, kvæntur Dóru Steinunni Ástvaldsdóttur tónlistar- kennara. Foreldrar Oddnýjar: Kristín Sig- ríður Ólafsson, fædd í Kanada, dótt- ir Oddnýjar Ásgeirsdóttur og Hin- riks Jónssonar, sem fluttu til Kanada á 9. áratug 19. aldar. Faðir Oddnýjar var Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlög- maður og löggiltur endurskoðandi, fæddur á Lindarbæ í Holtum, sonur Margrétar Þórðardóttur og Ólafs Ól- afssonar, búfræðings og bónda þar. Ætt Afi og amma Ragnars Ólafssonar voru Ólafur Ólafsson, bóndi og hrepp- stjóri á Lundum í Stafholtstungum og Ragnhildur Ólafsdóttir, sem síðar giftist, að Ólafi látnum, Ásgeiri Finn- bogasyni, tengdaföður Lárusar Blön- dal sýslumanns. Dætur Ragnhildar og Ásgeirs voru Oddný, Guðrún og Sigríður. Sigríður giftist Jóni Tómas- syni, bónda og hreppstjóra í Hjarðar- holti í Stafholtstungum í Borgarfirði. Dóttir þeirra var Áslaug sem giftist Ingvari Vilhjálmssyni útgerðarmanni í Reykjavík. Oddný og Guðrún fluttu til Kanada og giftist Guðrún Finni Jónssyni bóksala og ritstjóra Lög- bergs Heimskringlu, sem ættaður var frá Melum í Hrútafirði. Sonur þeirra var Jón Ragnar Johnson, lögmaður í Toronto í Kanada. Sonur hans er Jón Ragnar Johnson yngri, sem starfar nú sem lögmaður í Toronto og er hann jafnframt íslenskur konsúll þar. Eig- inmaður Oddnýjar var Hinrik Jóns- son, fæddur á Mosvöllum í Önundar- firði en Oddný var fædd á Lundum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Þau eignuðust ellefu börn sem öll voru fædd í Kanada. Afkomendur þeirra, aðrir en Kristín móðir Oddnýjar, eru dreifðir um Kanada og Bandaríkin. Jakob Finnbogason, bróðir Ásgeirs Finnbogasonar, var langafi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrv. forseta Íslands. Oddný Ragnarsdóttir og Vigdís Finn- bogadóttir eru því fjórmenningar. Ragnhildur Ólafsdóttir eldri í Bakka- kosti, var móðir Ragnhildar Ólafs- dóttur yngri sem kennd var við Engey, móður Guðrúnar Pétursdóttur, móð- ur Bjarna Benediktssonar ráðherra og Sveins Benediktssonar, föður Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Afi Ragnars Ól- afssonar var Þórður Guðmundsson, bóndi á Hala í Holtum. Bræður Ragn- ars voru Ólafur og Þórður, bændur í Lindarbæ, Ásgeir Ólafsson, heildsali í Reykjavík, kvæntur Kristínu Ólafs- dóttur frá Kálfholti í Holtum, systur Halldóru Ólafsdóttur, móður Guð- mundar Ingva Sigurðssonar hrl. Son- ur Ásgeirs Ólafssonar var Þorvaldur, fyrsti atvinnugolfkennari á Íslandi. Systir Margrétar í Lindarbæ var Jóna Sólveig Þórðardóttir, amma Garðars Valdimarssonar, fyrrv. ríkisskattstjóra og núverandi hrl. Garðar nam end- urskoðun hjá frænda sínum, Ragn- ari Ólafssyni. Önnur systir Margrétar var Þórdís Þórðardóttir, móðir Val- týs Bjarnasonar, læknis, föður Bjarna svæfingalæknis og Valtýs, sveitar- stjóra í Bláskógabyggð. Oddný Margrét Ragnarsdóttir Hjúkrunarfræðingur 85 ára 85 ára Jóhanna G. Kristjánsdóttir Sérkennari Hjalti Jónsson Framhaldsnemi í sálfræði við Háskóla Íslands Rannveig Gústafsdóttir Lánasérfræðingur hjá Sparisjóði Siglufjarðar 70 ára á miðvikudag 70 ára á föstudag 30 ára á laugardag 30 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.