Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 29
Umræða | 29Helgarblað 11.–13. mars 2011 „Sköpun þarf að vera sönn“ Áhrifin af græðgi Höskuldar Jónas Sigurðsson fékk í vikunni Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Hamingjan er hér. Hver er maðurinn? „Jónas Sigurðsson“ Hvar ertu uppalinn? „Þorlákshöfn, sveitarfélaginu Ölfusi.“ Hvað drífur þig áfram? „Fyrst og fremst sköpunarþörf og sköpunar- gleði. Ég hef mikla þörf fyrir að skapa og sú sköpun þarf að vera sönn. Helst sem næst Zen þó það sé auðvitað ekki Zen að ætla að gera eitthvað Zen, eins og allir vita.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Ég elska Kaupmannahöfn og stefni á að búa þar síðar á lífsleiðinni. Fjölmargir aðrir staðir koma einnig til greina, sérstaklega í tengslum við austræna heimspeki sem ég væri til í kynnast betur frá fyrstu hendi.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Sushi. Helst fiskur og lindarvatn úr Ölfusinu.“ Áttu þér uppáhaldshljómsveit eða tónlistarmann? „Ég segi eins og meistari Rick Rubin: „„ was lucky enough to grow up with The Beatles. What little I know about music is from them.“ Auðvitað gæti ég nefnt fjölmarga aðra tónlistarmenn og hljómsveitir en Bítlarnir skipa sérstakan sess hjá mér. Allir fimm.“ Hvað þýða þessi verðlaun fyrir þig? „Það er mikil hvatning að fá þessi verðlaun. Það er mjög mikil vinna að gera svona plötu og oft mikið strit. Þessi verðlaun eru mér hvatning til að halda áfram og fara enn lengra í listsköpuninni.“ Ertu stoltur af nýju plötunni? „Já. Hún er auðvitað ekki fullkomin. Hún er afrakstur mikillar vinnu. Margir góðir vinir mínir og félagar hafa lagt til hæfileika sína í þessa plötu og ég fæ þann heiður að gefa út í mínu nafni. Ég er mjög stoltur af því.“ Er Hamingjan uppáhaldslagið þitt á plötunni? „Mér þykir mjög vænt um það eins og öll hin lögin. Það var alltaf mesti smellurinn í hópnum, svona eins og háværa, ofvirka barnið með „dash“ af athyglisbrest. Það er auðvelt að láta sér þykja vænt um svoleiðis.“ Hvað er svo framundan? „Fullt af spennandi tónleikum. Aldrei fór ég suður-hátíðin, Bræðslan og margt fleira. Svo hlakka ég mjög til að byrja að undirbúa næstu plötu.“ „Þau nægja þeim! Það þyrfti samt ekki að lækka þau ef aðrir fengju það sama.“ Guðmundur Erlendsson 50 ára og atvinnulaus „Þau eru alltof há. Þetta er ekki viðeigandi á þessum tímum.“ Jóhanna Gunnlaugsdóttir 87 ára ellilífeyrisþegi „Þetta er fáránlega hátt og engin ástæða fyrir því. Það á að lækka þau í samræmi við aðra vinnu sem þarf menntun til.“ Birgir Baldursson 27 ára vaktstjóri á English Pub „Mér finnst þau óeðlileg og þau eiga að lækka.“ Þóra Pétursdóttir 33 ára fornleifafræðingur „Ég veit ekki mikið en íslenskir vinir mínir eru mjög ósáttir við þetta.“ Astri Joihnck 39 ára Þjóðverji vinnur hjá lögreglunni Maður dagsins Hvað finnst þér um laun bankastjóranna? Tekur á loft Þessi toppandarkolla beið ekki boðanna þegar hún varð vör við ljósmyndara DV við Varmá í Álafosskvos á fimmtudag. Toppendur eru nokkuð algengar hér við land, meira að segja að vetri, þótt þá haldi þær sig frekar úti á sjó. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Myndin Dómstóll götunnar V iðamiklar aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar (e. Serious Fraud Office) sem í vikunni handtók marga helstu stjórnendur og viðskiptamenn Kaupþings í Bretlandi minntu okk- ur á það að uppgjörið við hrunið stendur enn yfir. Og þrátt fyrir að margt hafi verið sæmilega gert, svo sem gerð og viðtökur Rannsókn- arskýrslu Alþingis, hefur satt að segja lítið þokast áleiðis við að gera almennilega upp við hrunverj- anna svokölluðu. Við gleymum því stundum að aðeins fall Kaupþings eins og sér er eitt stærsta gjald- þrot gjörvallrar efnahagssögunn- ar. Þessar flóknu aðgerðir Bretanna þar sem á annað hundrað lögreglu- manna tók þátt í samhæfðu skyndi- áhlaupi á helstu páfa íslenska efna- hagsundursins – sem eitt sinn var kallað svo, áður en það breyttist í allsherjar efnahagsömurð – vekja upp spurningar um hvernig geng- ur í þessum málum hér heima. Hvar er uppgjörið? Sérstakur saksóknari fjármála- glæpa hér heima var að vísu með í ráðum í aðgerðum Bretanna á mið- vikudag en við heyrum furðulega lítið um það í fréttum hér heima hvernig gengur að vinda ofan af svikamyllu íslensku fjárglæfra- mannanna og leiða fram raun- veruleg reikningsskil. Nú tveimur og hálfu ári eftir hrun hafa aðeins níu mótmælendur og einn ein- stakur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þurft að svara til saka fyrir dómstólum. Ein- hverjir hafa jú verið færðir í yfir- heyrslu og Hreiðar Már Sigurðsson og nokkrir til viðbótar voru sett- ir í varðhald um stundarsakir. En eftir allan þennan tíma hafa eng- ar ákærur verið gefnar út og mál- ið hefur einhvern veginn smám saman lognast út af dagskrá þjóð- málaumræðunnar. En kannski – og eiginlega vonandi – verða aðgerðir Bretanna til að setja uppgjörið við fjármálafallið hér heima aftur í fók- us. Lyppast það niður? Ég er ekki refsiglaður maður og mér er engin sérstök fróun í því horfa á eftir handjárnuðum fjárglæfra- mönnum ganga hníptir inn um refsidyr en mér finnst þó ekki ganga að uppgjörið, sem við öll áttum von á, koðni niður og verði smám saman að litlu sem engu. Þá verður ömurð undanfarinna ára eiginlega enn sárari. En þannig er það nú gjarnan í íslenskri þjóðmálaum- ræðu. Mál springa upp með látum á torgi stjórnmála umræðunnar og taka um skeið yfir gjörvallan þjóð- félagsvettvanginn svo ekkert ann- að kemst að. En svo er iðulega eins og mikilvægustu, flóknustu og erf- iðustu málin bara einhvern veginn liðist eins og illa þefjandi reykur upp úr samfélaginu án nokkurrar niðurstöðu. Kvótakerfið, Icesave, Magma og ESB-málið eru dæmi um deilur sem ætla engan endi að taka. Og stjórnlagaþingið núna síðast. Öll hafa þessi mál og fleiri til orðið að einhvers konar rembi- hnút utan um iður þjóðarinnar. En hvernig sem tekst til við að losa þann ólánshnút þá held ég að flest- ir séu sammála um að uppgjörið við efnhagshrunið megi ekki daga uppi og verða eftir langa bið að litlu sem engu. Ég er ekki viss um að við myndum þola það sem þjóð að herða enn á rembihnútnum. Því er vonandi að aðgerðir Bretanna séu vísbending um að uppgjörið stóra sé í nánd. Hvítflibbar og smurolíugengi Svo er það auðvitað eftirtektarvert að á sama tíma og breskar lögreglu- sveitir handtaka íslenska fjárglæ- framenn og kóna þeirra berast þær fréttir einar af löggæsluyfirvöld- um hér heima að nú eigi að koma upp forvirkum rannsóknarúrræð- um – njósnaheimildum – til að hafa hemil á glæpahyskinu í Hells Ang- els. Ég minnist þess ekki að lög- reglan hafi farið fram á slík úrræði í baráttunni við hvítflibbagengin. Í pistli mínum á þessum stað fyrir viku lýsti ég efasemdum um áform innanríkisráðherra um að heimila slíka njósnastarfsemi. Ögmundur Jónason svaraði skrif- um mínum í málefnalegri grein hér í blaðinu á mánudag sem rétt er að þakka fyrir. Ég skil vissulega kröfuna á bak við þessar heimild- ir og gengst fúslega við því að væri ég í hans sporum gæti ég líkast til ekki leyft mér að taka jafn kateg- oríska afstöðu gegn svona heim- ildum og ég gerði í grein minni. En um leið og ég játa vandann og við- urkenni að ég kann í sjálfu sér enga töfralausn á honum þá langar mig nú samt sem áður að biðja þá sem um véla að passa sig sérdeilis vel á því að ganga ekki of langt inn á svið persónuréttinda fólks. Á því höfum við nefnilega síst efni eftir allt það sem á undan er gengið. Rembihnútur um iður þjóðar Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.