Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 11.–13. mars 2011
Hvað er að gerast?
n Karlakór í Salnum Karlakór Dalvíkur
ásamt Eurovision-faranum Matta Matt og
rokkhljómsveit ætla að flytja lög Bítlanna
og Queen í Salnum á föstudagskvöldið.
Lögin verða í rokkuðum útsetningum
Guðmundar Óla Gunnarssonar, stjórnanda
kórsins. Þessi dagskrá var flutt síðastliðinn
vetur bæði sunnan og norðan heiða alltaf
fyrir fullu húsi og hefur hlotið einróma lof
þeirra er á hafa hlýtt. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.30 og kostar miðinn 3.300
krónur.
n Óperustund Nemendaóperunnar
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík
býður gestum á Óperustund í Snorrabúð,
tónleikasal skólans að Snorrabraut 54, á
föstudagskvöldið klukkan 20. Flutt verða
brot úr þekktum óperum á borð við Madama
Butterfly, Rósarriddarann, Cosí fan Tutte og
Brúðkaup Fígarós. Aðrar sýningar verða á
laugardag og sunnudag kl. 16.00. Aðgangur
er ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en taka
má miða frá í síma 552 7366.
n Addi Intro á Prikinu Það verður
heldur betur fjör á skemmtistaðnum Prikinu
á föstudagskvöldið og um nóttina. Kvöldið
hefst á þeim Franz og Kristó en þeir byrja að
spila klukkan tíu. Plötusnúðurinn Addi Intro
heldur svo uppi fjörinu um nóttina og sér til
þess að allir skemmti sér almennilega.
n 90 ś partí á Spot Það fær enginn leið
á tíunda áratugnum eða næntís eins og öll
þessi næntís-partí sanna. Á laugardags-
kvöldið verður eitt slíkt á skemmtistaðnum
Spot í Kópavogi. Þar munu stjórnendur
90 ś-þáttarins Sonic sjá um tónlistina en
þeir vita vægast sagt hvað var heitt og ekki
á þessum tíma. Veistu af hverju 23 er töff
tala? Mættu þá á Spot og skemmtu þér.
n Flautukórinn í Hofi Íslenski
flautukórinn verður með tónleika í Hofi
á laugardaginn en hann skipa um 20
flautuleikarar sem allir taka virkan þátt í
íslensku tónlistarlífi. Í Íslenska flautukórn-
um er leikið á allar flautur fjölskyldunnar og
gott betur eins og heyra má á tónleikunum.
Gestir flautukórsins á tónleikunum verða
norðlenskir flautuleikarar og nemendur
auk Páls Barna Szabó á fagott og Þórarins
Stefánssonar á píanó. Miðinn á tónleikana
kostar 2.500 krónur.
n Alex Shaje í Sjallanum Plötusnúð-
urinn Alex Shaje spilar fyrir dansþyrsta
Akureyringa í Smirnoff-partíi í Sjallanum á
Akureyri á laugardagskvöldið. Alex Shaje
hefur spilað með stærstu plötusnúðum
heims síðustu mánuði en þar má nefna
menn á borð við Axewell úr Swedish House
Mafia. Húsið er opnað á miðnætti.
n Stórsveitin í Salnum
Stórsveit Reykjavíkur verður með tónleika
ásamt Bjössa Thor á sunnudaginn klukkan
15.00. Af þessu vill enginn missa en tónleik-
ar Stórsveitarinnar bjóða vanalega upp á
mikla skemmtun.
11
MAR
Föstudagur
12
MAR
Laugardagur
13
MAR
Sunnudagur
atvinna þeirra er. En ég
held að það vilji mér
til happs að ég er sein-
þroska. Ég þarf að treysta
á að læra af öðrum og hef
lært að vera auðmjúk-
ur hvað það varðar. Ég
er mjög viljugur að læra
og gera betur, mér finnst
gott að láta benda mér á hluti og
verð ánægður þegar ég finn leið til
að gera eitthvað betur eða sigrast á
einhverju.“
Samstarfið við Benedict Andrews
þótti Atla Rafni skemmtilegt. „And-
rews var opinn fyrir hugmyndum og
mér finnst skemmtilegast að vinna
við þannig kringumstæður. Mér
finnst Þjóðleikhúsið hafa gert vel í
að fá þennan frábæra leikstjóra til
að setja upp Lé á þessum tíma, með
fullkominn aðalleikara, Arnar Jóns-
son.
Það er gott fyrir íslenskt leikhús
að fá leikstjóra og leikhúsfólk með
annan hugmyndaheim en okkar. Ég
hef líka verið að vinna með Þorleifi
Arnarssyni en þótt hann sé Íslend-
ingur er hann útlendingur í leikhús-
inu því áhrif hans koma frá Evrópu
þar sem hann hefur starfað. Eins og
Benedict Andrews smitar hann frá
sér gríðarlegum áhuga og gleði.“
Atli segist hafa verið sérlega
heppinn hvað varðar samstarf við
leikstjóra og stóran hóp leikara.
„Maður lærir eitthvað af öllum. Sér-
staklega þeim leikstjórum sem hafa
þann hæfileika að þora að segja
leikurum sannleikann án þess að
þeir fari í kerfi. Leikarar geta tek-
ið hluti nærri sér, því starfið er í eðli
sínu mjög persónulegt. Það er þess
vegna sem leikstjórar þora stundum
ekki að segja hluti og leikarar burð-
ast því með sína galla árum saman.
Þetta er erfitt starf að þessu leyti,
þetta er persónulegt og á
sama tíma erum við eng-
ir smíðagripir.“
Leikhúsið og
samfélagið
Verkið þykir hafa skír-
skotun til samfélagsins
og efni þess er Atla hugs-
tætt. „Það er alltaf mikilsvert þegar
leiksýningar hafa áhrif á þá sem taka
þátt í þeim en aðalatriðið er alltaf
að inntakið skili sér á öflugan máta
til áhorfenda og jafnvel inn í sam-
félagsumræðuna. Lér konungur var
enginn lýðræðissinni að láta af völd-
um. Lér var harðstjóri sem deildi og
drottnaði og neyddist til að leggja
niður völd. Ef við flytjum efnið til
okkar daga fjallar Lér konungur um
valdatafl, misbeitingu valds og af-
leiðingar þess.
Ríkið, þessi Lér, sem heldur öllu
niðri þarf að víkja. Hvort sem það
heitir einvaldur, alþingi eða ríkis-
stjórn.
Ég trúi að til þess að það sé mögu-
legt að byggja upp nýtt samfélag hér
á Íslandi þurfi völdin að færast til
fólks sem raunverulega hefur misst
en á þó von og lifir ekki í ótta við að
missa stöðu sína sem atvinnupóli-
tíkusar. Annars held ég að við get-
um allt eins framselt valdið til ein-
hvers bjúrókrata í Brussel. Mér
finnst fólk hér hafa misst trú á stjórn-
málamönnum. Í Lé konungi segir:
„Hörmungartímum við hljótum að
gera skil, hug okkar segjum, í stað
þess sem ætlast er til.“ Hér eru menn
ennþá að segja það sem ætlast er til
á vettvangi stjórnmálanna. Hvernig
væri að kjósa nýtt þing? Mér finnst
ótrúlegt að sjá að við erum að missa
af þessu tækifæri því það lítur allt út
fyrir að hér ríki áfram einhver sturl-
ungaöld eða það sem verra er, að við
séum komin á hinar myrku miðaldir
þar sem fólki er haldið í fáfræði, ét-
andi skítinn hvert úr öðru.
Við þurfum að byggja upp þessi
mikilvægustu gildi sem eru hrein-
lega trú, von og kærleikur. Ég hef
alltaf trúað á mátt einstaklingsins,
þarna er ég ekki að segja að það eigi
bara hver að redda sér. Það verður
að rækta fólk og heilbrigða einstak-
linga, vel menntaða, sem eru hrein-
ir í huga og hjarta, til þess að verða
einhvers megnugir og gera keðjuna
sterka. Þannig trúi ég á mátt ein-
staklingsins og að kerfið sé byggt
þannig upp að einstaklingarnir ráði
sem mestu.“
Fram undan hjá Atla eru rólegir
tímar. Í lífi leikara skiptast á vinnu-
tarnir og frí og Atli ætlar í frítíma sín-
um að sinna börnunum sínum og
hestunum sínum þremur.
„Sýningum á Lé er lokið og ég leik
í verkinu Allir synir mínir eftir Mill-
er sem frumsýnt var fyrir viku. Fyr-
ir utan það verð ég rólegur það sem
eftir er vetrar, ég ætla að eyða tíma
mínum í það að sinna mínum nán-
ustu og hestunum mínum.“
Atli Rafn slær ekki hendinni á
móti því að eiga góðan tíma til að
hvílast og verja tíma með fjölskyld-
unni enda hefur hann lært að end-
urmeta hlutina svolítið eftir að hafa
lent í slysi við Þjóðleikhúsið fyrir
nokkrum árum. Blaðamaður stenst
ekki freistinguna og spyr hann nán-
ar út í slysið sem var gróteskt, svo
vægt sé til orða tekið, en Atli fékk
spýtubút úr stillansa í hausinn og
fékk stóran skurð sem varð til þess
að það flettist af honum höfuðleðrið
og tveir hálsliðir brotnuðu. „Það var
verið að gera við Þjóðleikhúsið og
það átti eftir að setja varnarnet utan
um stillansana. Það var hrikalegt rok
þetta kvöld og ég var að koma af sýn-
ingu. Ég fékk spýtu úr stillansanum
í hausinn og hefði sjálfsagt drepist
ef ég hefði rotast við höggið. Það var
mér hins vegar til happs að ég missti
ekki meðvitund, ég hljóp alblóðug-
ur inn í leikhús með opinn haus og
fékk hjálp. Ég var sendur á sjúkra-
hús og þar var höfuðleðrið saumað
saman.“
Atli verð stundum þreyttur og
stífur við mikið álag og er þakklát-
ur því að eftirköstin séu ekki meiri.
„Ég er heppinn að hafa ekki drepist
eða orðið alveg geðveikur. Ég vakti
mikið eftir slysið og hugsaði um þá
staðreynd að ég hefði getað drepist.
Ég var nokkur ár að jafna mig fylli-
lega en eftirköstin eru þau að ég fæ
höfuðverki og er stífur í hálsinum og
þarf að gera æfingar til að liðka mig.“
kristjana@dv.is
Heppinn að vera
„En ég
held að
það vilji mér til
happs að ég er
seinþroska.
„Ég er heppinn
að hafa ekki
drepist eða orðið
alveg geðveikur.
Fékk spýtu í hausinn
og höfuðleðrið
flettist af Atli Rafn er
fyrir löngu kominn yfir
slysið en er heppinn að
glíma ekki við alvarlegri
afleiðingar af höfuð-
högginu.
Atli og Skotta Hundur Atla Rafns, hún Skotta,
var í miklu fjöri þegar blaðamaður heimsótti
hann á heimili hans við sjávarsíðuna í Reykjavík.