Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Erlent 11.–13. mars 2011 Helgarblað Ramzan Kadyrov, forseti sjálf– stjórnar svæðisins Tsjetsjeníu í Rúss- landi, náði að skora úr vítaspyrnu gegn brasilísku úrvalsliði í sýning- arleik sem haldinn var í Grosní, höf- uðborg Tsjetsjeníu. DV greindi frá því þann 22. febrúar að Kadyrov, sem virðist heltekinn af knattspyrnu, hygðist leiða lið Tsjetsjena á völlinn sem fyrirliði gegn liði Brasilíu – sem átti að innihalda fyrrverandi bestu leikmenn ársins hjá Alþjóðaknatt- spyrnusambandinu, þá Ronaldo, Rivaldo og Kaka. Þrátt fyrir að fyrr- greindar stjörnur hafi ekki látið sjá sig var úrvalslið Brasilíu ekkert slor. Úrval heimsmeistara Leikurinn fór fram síðastliðið þriðju- dagskvöld en í brasilíska liðinu voru stjörnur eins og Romario, Carl- os Dunga, Cafu og Denilson. Þeir hafa allir orðið heimsmeistarar, Dunga og Romario árið 1994, Denil- son árið 2002 og Cafu bæði 1994 og 2002. Denilson á það einnig á afreks- skránni að hafa eitt sinni verið dýr- asti leikmaður allra tíma, þegar hann var keyptur til spænska liðsins Real Betis árið 1998 á jafnvirði 40 millj- arða íslenskra króna. Til að jafna leikinn fékk Kadyrov hollensku goðsögnina Ruud Gullit til liðs við tsjetsjenska liðið, en Gullit, sem var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Hollands árið 1988, var nýlega ráð- inn þjálfari Terek Grosní – þar sem Kadyrov er einmitt stjórnarformað- ur. Með tsjetsjenska liðinu lék einnig Þjóðverjinn Lothar Matthäus, sem var fyrirliði heimsmeistaraliðs Vest- ur-Þjóðverja árið 1990. Matthäus er einnig einn leikjahæsti landsliðs- maður allra tíma og var árið 1991 kosinn besti leikmaður heims af FIFA. Hann er nú þjálfari búlgarska landsliðsins. Framherji og fyrirliði Þrátt fyrir að hafa innanborðs þá Gullit og Matthäus duldist engum að það yrði Kadyrov sem myndi leiða tsjetsjenska liðið út á völlinn sem fyrirliði. Kadyrov lék sem framherji í leiknum, með númerið 10 á bakinu, eins og bestu leikmenn hvers liðs gera oft og tíðum. Áhorfendur hrein- lega trylltust af fögnuði þegar Kadyr- ov kom nálægt boltanum, en sam- herjar hans, og mótherjar reyndar líka, gerðu sitt besta í að dæla til hans sendingum. Kadyrov gekk hins vegar illa að fóta sig með boltann þrátt fyr- ir litla mótspyrnu Brassanna í vörn- inni. Áður en fyrri hálfleikur var á enda runninn hafði Kadyrov þó tek- ist að taka tvær vítaspyrnur en for- setinn þrumaði boltanum framhjá í bæði skiptin. Það var í raun sama hvað brasil- íska liðið reyndi, þeir gátu ekki farið leynt með að þeir voru miklu betri í knattspyrnu. Náðu þeir þó að sofa nægilega lengi á verðinum til að tsjetsjenska liðið næði að skora fjög- ur mörk í leiknum, en lokatölur urðu 6–4, Brössunum í vil. Fjórða mark Tsjetsjena skapaði þó mestan fögnuð áhorfenda, því undir lok leiksins fékk Kadyrov að taka þriðju vítaspyrnu sína í leiknum. Fyrrverandi lands- liðsmarkvörður Brasilíu, Zetti, sýndi snilldarleiklistartakta þegar hann lét skot Kadyrovs renna undir sig – skot sem hann hefði auðveldlega getað varið. Áhorfendur kærðu sig kollótta og fögnuðu ákaft, þó sennilega ekki jafn mikið og Kadyrov sem sýndi þar með og sannaði, að hann ætti heima meðal þeirra bestu í knattspyrnu. Pólitísk markmið Markmið Kadyrovs með leiknum var þó ekki aðeins að sýna hæfileika sína á knattspyrnuvellinum. Hann vildi einnig sýna erlendum gestum fram á það að Tsjetsjenía væri ekki lengur blóðugur vígvöllur og að höf- uðborgin Grosní væri orðin að nú- tímalegri höfuðborg sem stæðist öðrum borgum snúning. Kadyrov vissi mætavel að leikurinn myndi fá alþjóðlega athygli og var þar stadd- ur fjöldi erlendra blaðamanna. Hann vill enda að Grosní verði ein þeirra 13 borga sem fá að hýsa heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu sem fer fram í Rússlandi árið 2018 og því mikið í mun að borgin fái jákvæða athygli. Flestir eru einmitt sammála um að Kadyrov hafi tekist að ná fram friði í nágrenni Grosní og gera þar nútímalega höfuðborg, en því hef- ur fylgt talsverður fórnarkostnaður. Það var á sama leikvangi og leikur- inn fór fram á þriðjudagskvöld, sem faðir Kadyrovs, Akhmad, lést í kjöl- far sprengjuárásar þar sem hann sat í heiðursstúkunni árið 2004. Það kom því ekki á óvart að öryggisgæslan fyr- ir leikinn í vikunni var með mesta móti. Heilt íbúðarhverfi í nágrenni leikvangsins var rýmt, auk þess sem allir áhorfendur þurftu að ganga tvisvar sinnum í gegnum málmleit- artæki. Engar óvæntar uppákomur urðu þó á leiknum. Áhorfendur voru him- inlifandi og fóru heim með bros á vör – þeir höfðu séð alþjóðlegar stórstjörnur í knattspyrnu leika list- ir sínar og ennfremur séð hetju sína, Kadyrov, skora gegn þeim mark. Uppreisnarmaður, en besti vinur Pútíns í dag Kadyrov er af þeirri kynslóð Tsjet- sjena sem man vart eftir sér án þess að blóðugir bardagar hafi geisað í landinu. Frá því að Sovétríkin lið- uðust í sundur í byrjun 10. áratugar síðustu aldar hafa verið háðar tvær borgarastyrjaldir. Kadyrov barðist í þeim báðum, þeirri fyrri sem 13 ára unglingur. Í síðari borgarastyrjöld- inni gengu Kadyrov-feðgar til liðs við Rússa og börðust gegn skærulið- um sem kröfðust sjálfstæðis. Í skipt- um fyrir það naut Akhmad aðstoðar rússneskra sérsveita til að hrifsa til sín völdin. Síðan hann féll frá hefur sonur hans ráðið öllu sem hann vill ráða, þó hann hafi ekki hlotið titilinn forseti fyrr en árið 2007. Ramzan Kadyrov berst ennþá við skæruliða í norðurhluta Kákasus, sérstaklega í fjöllum Dagestan. Hann nýtur enn stuðnings Pútíns, en sagt hefur verið að enginn leiðtogi fyrr- verandi Sovétlýðveldis njóti jafn mikils velvilja frá Pútín og einmitt Kadyrov. Fjölmargir hafa líka látið að því liggja, að í staðinn fyrir stuðning Pútíns sjái Kadyrov og öryggissveit- ir hans, „kadyrovítar,“ um hin ýmsu skítverk. Eru öryggissveitir Kadyrovs meðal annars bendlaðar við morð- ið á blaðakonunni Önnu Politkovs- kæju, þó ekkert hafi verið sannað í þeim efnum. Dáður og dýrkaður Kadyrov virðist í öllu falli njóta gíf- urlegra vinsælda í Grosní. Það er kannski ekki furða, en þeir sem hafa látið í ljós efasemdir sínar um leið- togahæfileika forsetans hafa annað hvort fundist myrtir – eða bara ekk- ert fundist yfir höfuð. Blaðamaður breska blaðsins Guardian var staddur á leiknum og spurði áhorfendur út í álit þeirra á Kadyrov. „Það er einungis Ramzan að þakka að við fáum að sjá þenn- an leik,“ sagði Ali Geldbæjev, 26 ára gluggatjaldasölumaður, kampakátur með leikinn. „Hann er okkur allt. Ef Ramzan yrði tekinn frá okkur Tsjet- sjenum yrði ekkert eftir. Ég myndi fórna lífi mínu fyrir hann, hér og nú.“ Kadyrov sagði í viðtali að leik- urinn hefði verið gjöf frá honum til þjóðarinnar. Þegar blaðamenn spurðu hann hvað hann hafði borg- að brasilísku stjörnunum fyrir að spila leikinn brosti hann út í ann- að. „Ég hef aldrei heyrt um neina greiðslu fyrr en nú. Þeir komu af fús- um og frjálsum vilja.“ „Hann er okkur allt. Ef Ramzan yrði tekinn frá okkur Tsjetsjenum yrði ekkert eftir. Ég myndi fórna lífi mínu fyrir hann, hér og nú.“ n Ramzan Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu, fékk ósk sína upp- fyllta og mætti úrvalsliði frá Brasilíu n Fékk Ruud Gullit og Lothar Matthäus til að leika með Tsjetsjenum n Leikurinn var gjöf til þjóðarinnar, sem dýrkar Kadyrov og dáir Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is ÓSKASTUND HJÁ KADYROV Barátta við heims- meistara Kadyrov í baráttu við Carlos Dunga, fyrirliða heimsmeistara Brasilíu árið 1994. Klúðrar víti Kadyrov þrumar yfir úr einni af þremur vítaspyrnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.