Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 11.–13. mars 2011 Helgarblað
S
ölvi og Silvia Santana
Briem kynntust árið 2007
og bjuggu saman síðustu
árin í gamla hverfinu
hans Sölva á Laugateign-
um. Nú hafa þau hins vegar ákveð-
ið að slíta sambandinu en halda
þó áfram að rækta vinskapinn sem
Sölvi segir bæði tryggan og hlýjan.
Sambandsslitin urðu öllum ljós á
forsíðu Séð og Heyrt en Sölvi segist
slíku vanur.
„Ég get ekki flúið umfjöllun
fjölmiðla um einkalíf mitt meðan
ég er áberandi í fjölmiðlum sjálf-
ur. Ég verð að glíma við þetta eins
og ég best get. Silvia er einstak-
lega falleg og heilsteypt manneskja
sem ég mun virða til æviloka. Hún
mun alltaf eiga stað í hjarta mínu
og ég er þakklátur fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Hún er gull
af manni í alla staði. Við erum nú
búin að ákveða að rækta vináttuna
frekar en ástina og hættum sam-
an í góðu. Ég er svona smám sam-
an að venjast því lífi sem ég lifi án
hennar. Ég er löngu búinn að átta
mig á því að ég get ekki hengt mig á
aðra manneskju fyrir hamingjuna.
Hamingjan er alltaf á mínum eigin
forsendum.“
Hégóminn hluti af
sjónvarpsstarfinu
Mörgum þykir Sölvi óhefðbundinn.
Hann segir það sem hann meinar
og vandar sig við að vera einlægur.
Þegar talið berst að klæðnaðinum
og því hvað hann er vel til hafður
viðurkennir hann að sér sé umhug-
að um útlitið og að hann eigi sínar
hégómlegu stundir eins og annað
fólk, en segist þola það illa þegar
hégóminn er notaður gegn hon-
um. „Er það æskilegt að ég hugsi
lítið um útlitið? segir hann og hlær.
„Þetta er hluti af mínu starfi og ég
tek það alvarlega.
Ég legg hart að mér í alla staði
og þetta er bara hluti af því. Þú sérð
ekki sjónvarpsfólk á alvöru sjón-
varpsstöðvum úti í heimi í krum-
paðri skyrtu og skítugum jakka.
Ef það að ég klæði mig fallega og
hugsi eitthvað um útlitið gerir það
að verkum að eitthvert fólk úti í bæ
ákveður að þar með hljóti að rigna
upp í nefið á mér verður bara svo
að vera. Þeir sem þekkja mig í raun
vita hvaða mann ég hef að geyma
og það eitt skiptir mig máli.
En bara þetta viðtal sem dæmi.
Stærsta ástæða þess að ég var upp-
haflega á því að segja nei er að mér
leiðist að fá að heyra það að ég
sækist í athygli og sé upptekinn af
sjálfum mér. Þannig er það ekki.
Ég er ekki á nokkurn hátt meiri
eða merkilegri en aðrar mannver-
ur. En ég hef lært það að með því að
tala og skrifa af einlægni nær mað-
ur oft að snerta strengi hjá þeim
sem eru á sama stað í sínu lífi. Þess
vegna segi ég yfirleitt ekki nei ef ég
er beðinn um að tjá mig.“
Það er af og til sem Sölvi fær
harka lega gagnrýni. Nýlega lenti
hann í ritdeilu við blaðamenn,
rithöfunda og ritstjóra sem settu
út á pistil sem hann skrifaði um
tvíhyggju í samfélaginu en Sölva
finnst ótækt hversu tilbúið ákveð-
ið fólk í menningarelítunni er að
skipa fólki á bás eftir útliti og hugð-
arefnum og tók sem dæmi hversu
umdeilt það þótti að veita Agli
„Gillz“ Einarssyni inngöngu í Rit-
höfundasambandið.
Í fangelsi eigin huga
„Það er afskaplega auðvelt að lok-
ast inni í fangelsi eigin hugsunar.
Við freistumst öll til þess að finnast
það eitt rétt og satt sem felst í skoð-
unum okkar. Í samskiptum okk-
ar við annað fólk hugsum við bara
um hvað við ætlum að segja næst,
en hlustum ekki. Þetta er afskap-
lega hvimleitt og ég reyni sjálfur
eins og ég frekast get að vera stærri
en mínar eigin hugsanir til þess að
vera með það á hreinu að það sem
ég túlka úr mínu lífi og annarra er
þegar allt kemur til alls aðeins mín-
ar hugsanir og túlkanir.
Ég verð alltaf jafn hissa þegar
fluggreint fólk fellur ítrekað í þá
gryfju að telja sínar skoðanir heil-
agan sannleik og ber þær fram fyr-
ir aðra á kaldhæðinn og hrokafull-
an máta. Þannig fólk er sannarlega
fangar hugsunar sinnar. Það er
búið að ramma sig af og bregst við
af hörku þegar einhverjir benda
því á rimlana. Umburðarlyndi er
Venst lífinu án Silviu
„Ég er löngu búinn að átta mig á því að
ég get ekki hengt mig á aðra mann-
eskju fyrir hamingjuna,“ segir fjölmiðla-
maðurinn og rithöfundurinn Sölvi
Tryggvason um líðan sína í kjölfar
sambandsslitanna við Silviu Santana
Briem. Hann segir þau hafa ákveðið að
rækta vináttuna frekar en ástina og að
hann sé smám saman að venjast lífinu
án hennar. Kristjana Guðbrandsdóttir
settist niður með Sölva og ræddi við
hann um hamingjuna, sápuóperuna í
sumar með Jónínu Ben, uppgjörið við
bókaútgefanda sinn og þrætuna við
menningarelítuna.