Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Júlíus Vífill Ingvarsson segir vinnubrögðin móðgun: Reka alla fyrir fyrsta apríl „Þetta er stjórnsýsla sem á ekkert heima í samtímanum og er í eðli sínu ekki í samræmi við íslenskt samfélag þar sem smæðin ætti nú að kenna okkur að tala saman til að komast að vitrænni niðurstöðu. Þetta mál hefur allt verið eins klaufalega unn- ið og hægt hefur verið og það tekur nú alveg steininn úr ef það á að sam- þykkja með þessum hætti,“ segir Júlí- us Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis flokksins. Hann er verulega ósáttur við að borgarstjórn ætli sér að öllum lík- indum aðeins að taka einn dag í að fara yfir allar þær umsagnir er varða sameiningu leik- og grunn- skóla borgarinnar. „Mér finnst þetta algjör móðgun við alla þá fag- og hagsmunaaðlila sem hafa fengið þetta mál til umsagnar,“ segir hann. Júlíus segir að áform- in um sameiningarnar hafi verið sendar til umsagnar fjölmargra að- ila. Þeim beri að skila álitum 25. mars, á föstudegi. Nú sé rætt um að funda í borgarstjórn 29. mars, á þriðjudegi og eigi því einungis að nota einn dag, mánudaginn 28. mars, til að fara yfir öll álitin. Hann segir að þau muni vafalaust kalla á nánari skoðun á málinu. Til þess gefist hins vegar enginn tími. „Það verður enginn tími til þess því stefnt er að því halda, strax daginn eftir, fund í borgarstjórn til að geta rekið alla þessa skólastjórnendur fyrir 1. apríl,“ segir Júlíus. Vinnu- brögðin séu forkastanleg. baldur@dv.is Forkastanleg vinnubrögð Júlíus Vífill gagnrýnir meirihlutann harðlega. Laus gegn tryggingu Breska efnahagsbrotadeildin mun hafa krafist tryggingar áður en hún sleppti Sigurði Einarssyni, fyrrver- andi stjórnarformanni Kaupþings, og öðrum sem handteknir voru á miðvikudag í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og efnahags- brotadeildarinnar á hruni Kaup- þings banka. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur. Slík trygging mun eingöngu vera lögð fram í veigameiri málum og getur bent til þess að þeir sem hand- teknir voru verði áfram yfirheyrðir. Yfirheyrslur stóðu yfir á fimmtudag en ekki hefur komið fram hverjir eru yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 á fimmtudag að einhver tími væri í það að breska efnahagsbrota- deildin tæki ákvörðun um það hvort ákært yrði í málinu. Það yrði gert eftir að farið hefur verið yfir gögn í málinu. Skera upp herör gegn einelti Útvarpsstöðin FM 957 fer á föstu- dag af stað með átaksviku þar sem skorin verður upp herör gegn ein- elti. Stöðin ætlar meðal annars að bjóða Þorvaldi Berglindarsyni, fórn- arlambi eineltis í Hveragerði sem DV fjallaði um í vikunni, í Go-Kart og fjölskylduveislu á Hamborgara- fabrikkunni. Útvarpsstöðin vill með átakinu leggja sitt af mörkum til umræðunn- ar um einelti. Stöðin mun frá og með morgundeginum vekja hlustendur sína, og vonandi sem flesta, til um- hugsunar um einelti og alvarleika þess, hvar svo sem það á sér stað. FM 957 hefur fengið marga af þekktustu einstaklingum þjóðarinn- ar til liðs við sig til að vekja athygli á málstaðnum. Átaksvikan byrjar á því að út- varpsstöðin, gokart.is og Hamborg- arafabrikkan ætla að færa Þorvaldi Go-Kart-námskeið að gjöf og fjöl- skylduveislu á Hamborgarafabrikk- unni. Þorvaldur lýsti því yfir í viðtali við Ísland í dag á dögunum að hann væri mikill áhugamaður um Go-Kart. Ófriðlega horfir fyrir aðalsafnaðar- fund Selfossprestakalls sem hald- inn verður 13. mars næstkomandi. Mjög hefur kastast í kekki milli séra Kristins Ágústs Friðfinns- sonar sóknarprests annars veg- ar og séra Óskars H. Óskarssonar sem þjónar einnig í prestakallinu. Sóknarnefndin og Eysteinn Ó. Jón- asson sóknarnefndarformaður hafa blandast inn í deilurnar og er nú málið í höndum biskups. Svo langt gekk, að Eysteinn, formað- ur sóknarnefndarinnar, neyddist á dögunum til að biðja séra Kristin opinberlega afsökunar á bréfi sem hann hafði sent honum síðastliðið haust. Afsökunarbeiðnin birtist í Dagskránni á Selfossi í lok febrúar: „Biðst undirritaður velvirðingar á því og biður þig vinsamlegast að líta svo á að innihald þess sé dreg- ið til baka,“ segir Eysteinn í bréfinu til séra Kristins. Samstarf í molum Á sóknarnefndarfundi var efni bréfs frá séra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, til umræðu en það var ritað og sent sóknarnefndinni eftir að séra Kristinn Ágúst hafði séð sig til knú- inn að kvarta yfir samskiptum við séra Óskar og meintum trúnaðarbresti. Er að sjá sem séra Óskar hafi komið efni einkasamtala hans og séra Kristins á framfæri við sóknarnefndarmenn og fleiri að Kristni forspurðum. Þessu undi séra Kristinn illa og eftir það sem á undan hafði gengið taldi hann óhjá- kvæmilegt að kvarta beint til biskups. Séra Karl biskup sendi sóknar- nefndinni bréf um þetta efni sem dagsett er 1. febrúar síðastliðinn. DV er ekki kunnugt um hvort biskup hafi þar leitað eftir skýringum eða reynt með einhverjum hætti að sannreyna hvort umkvartanir séra Kristins ættu við rök að styðjast. Vildi áminna séra Óskar Sóknarnefndin virðist hins vegar hafa tekið afdráttarlausa afstöðu til bréfs biskups ef marka má fundargerð hennar frá 6. mars síðastliðnum: „Um bréfið vill sóknarnefnd taka fram eftir- farandi: Ljóst er að sóknarprestur (séra Kristinn Ágúst) hefir að undanförnu verið með margvíslegar umkvartanir við biskup vegna sr. Óskars H. Óskars- sonar án vitundar sóknarnefndar og sr. Óskars. Rekur biskup þær kvartanir í bréfi sínu, en hafnar þeim síðan með öllu og hafnar því einnig að sr. Óskari verði veitt áminning eins og sr. Krist- inn leggur til. Þá ítrekar biskup ákvörð- un sína frá 11. maí 2010 að prestur skipuleggi starfsmannafundi í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd. Sóknarnefnd leggur áherslu á það góða fyrirkomulag, sem verið hefur bæði um gerð starfsáætlana og starfs- mannafundi í Selfosskirkju og haldist óbreytt með umsjón sr. Óskars. Ljóst er að ákvörun biskups frá 11. maí stendur óhögguð.“ Biskup tekur afstöðu Af framangreindri samþykkt safnað- arins má ráða að séra Karl biskup hafi þegar tekið afstöðu gegn umkvörtun- um séra Kristins án þess að rannsaka málið frekar. Það getur að sínu leyti tengst ákvörðun þeirri sem biskup tók í maí í fyrra um verkaskiptingu séra Kristins Ágústs og séra Óskars. Með ákvörðuninni var séra Óskari falið visst forræði yfir Selfosskirkju en þar með var sneitt hjá lagaákvæði um að sóknarpresturinn, það er séra Kristinn Ágúst, skyldi fara með mál starfsmanna og kirkjunnar sjálfrar. Eftir því sem DV kemst næst hefur séra Óskar sent biskupi afrit af trún- aðarsamtölum sínum við séra Kristin Ágúst að því er virðist málstað sínum til framdráttar. Þetta mun vera eitt helsta umkvörtunarefni séra Kristins auk þess sem séra Óskar hafi þráfald- lega vikist undan eðlilegu samstarfi við sóknarprestinn nema í viðurvist sóknarnefndarformannsins. Sam- kvæmt heimildum DV standa þar orð séra Kristins Ágústs gegn orðum séra Óskars sem borið hefur af sér sakir í eyru biskups. Málið ber keim af samstarfsörð- ugleikum og væringum innan Sel- fosssóknar sem gætu bakað biskupi umtalsverðan vanda. Málið verður til umræðu á aðalsafnaðarfundi Sel- fossprestakalls næstkomandi sunnu- dag. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is n Átök og samstarfsörðugleikar innan Selfossprestakalls n Skerst í odda með sóknarpresti og aðstoðarpresti n Kvartanir berast biskupi n Sóknar- nefndarformaður biðst opinberlega afsökunar á bréfi til sóknarprestsins „Rekur biskup þær kvartanir í bréfi sínu, en hafnar þeim síðan með öllu og hafnar því einnig að sr. Óskari verði veitt áminning. ÁTÖK SELFOSSPRESTA Í HÖNDUM BISKUPS Sóknarpresturinn Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson kvartaði til biskups yfir trúnaðarbresti og ólögmætri ákvörðun en á í vök að verjast. Týr kom með týndan pramma að landi Týr, varðskip Landhelgisgæslunn- ar, kom með stálpramma í togi til Reykjavíkur um sexleytið á fimmtu- dag. Landhelgisgæslan hefur leitað prammans en síðdegis á miðvikudag tókst áhöfn varðskipsins að snara hann í vonskuveðri við Malarrif. TF-LÍF hafði fundið pramm- ann en ekkert var hægt að aðhafast vegna ölduhæðar og var ákveðið að bíða með frekari aðgerðir þar til í birtingu. Landhelgisgæslan mat það sem svo að skipum og bátum stafaði hætta af prammanum sem áætlað er að sé um 10 metrar að lengd og 5 metrar á breidd enda sést hann ekki á ratsjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.