Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 11.–13. mars 2011 KJÓSUM UM 32 MILLJARÐA KRÖFU Á móti þessum 26 milljörðum myndu koma 20 milljarðar króna sem eru til í Tryggingarsjóði innistæðueig- enda og fjárfesta. ESA vill að við borgum Helstu rök sem færð hafa verið fyrir því að fara samningaleiðina í Icesave- málinu og segja já í þjóðaratkvæða- greiðslu er að með því opinst fyrir er- lenda fjármögnun hér á landi og þar með aukist líkurnar á erlendri fjár- festingu. Því hefur sömuleiðis verið haldið fram að með því að leysa mál- ið með samningum séum við að bæta orðspor okkar meðal annarra þjóða. Einnig hefur verið bent á að Bretar og Hollendingar beri einnig áhættu í málinu, þó öðru sé haldið fram. Í máli Jóns Bjarka Bentssonar, hag- fræðings hjá Íslandsbanka, á opnum fundi um Icesave í síðustu viku, kom fram að samningsríkin tvö eigi 49% af forgangskröfum og þar sem krafan sé föst í íslenskum krónum þá beri þeir einnig gengisáhættu. Þeir sem vilja fara samningaleið- ina hafa einnig bent á þá lögfræðilegu áhættu sem sé fyrir hendi. Með því að fara dómstólaleiðina gætu Íslending- ar setið uppi með miklu hærri skuld við Breta og Hollendinga en nú hef- ur verið samið um að greiða. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur meðal annars haldið þessu fram. Jón Bjarki Bentsson benti á í fyrir- lestri sínum í síðustu viku að erlend matsfyrirtæki leggi áherslu á lausn Icesave. Þannig bendi nýleg ummæli til jákvæðra áhrifa af samþykkt samn- ingsins á lánshæfiseinkunnir. Stöðug- ar og hækkandi einkunnir eru lykill að erlendri fjármögnun ríkissjóðs. Að lokum má nefna að eftirlits- stofnun EFTA (ESA) hefur sent ís- lenskum stjórnvöldum bréf þar sem ESA lýsir þeirri niðurstöðu sinni að Ís- land sé skuldbundið til að standa skil á rúmum 20 þúsund evrum á hvern reikning. Engin lagaleg skylda Þeir sem vilja hins vegar segja nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl og fara dómstólaleiðina hafa bent á að engin lagaleg skylda sé fyrir hendi af hálfu Íslendinga að ábyrgjast skuld- ir Landsbankans. Dómsmál myndi því örugglega vinnast. Lögfræðingar eru hins vegar ósammála um hvort hætta sé að við myndum tapa dóms- máli gegn Bretum og Hollendingum. Lárus Blöndal hrl. og fulltrúi í samn- inganefnd Íslands við Breta og Hol- lendinga, sagði á opnum fundi í Ís- landsbanka í síðustu viku að hann hefði ekki skipt um skoðun á því að hann teldi enga lagalega skyldu hvíla á Íslendingum um að borga Icesave. Þrátt fyrir það vill Lárus frekar fara samningaleiðina en að láta skera úr um kröfuna fyrir dómstólum. Önnur rök fyrir því að borga ekki Icesave er að Bretar ollu okkur mikl- um skaða í hruninu meðal annars þegar Landsbankinn var settur á lista yfir hryðjuverkasamtök og með um- mælum Gordons Brown. Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði Icesave-samningnum staðfestingar í fyrra skiptið, gengu svartsýnustu spár um afleiðingar þess ekki eftir. Þannig er áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins enn við lýði og skuldatryggingarálag hefur lækkað. Þá hefur verið bent á að mik- il óvissa sé um gengi og heimtur í búið. Icesave-reikningurinn gæti hæglega orðið 200 milljarðar króna á endanum. Þjóðarbúið sé nú þegar of skuldsett til þess að ráða við Icesave. Himinháar vaxtagreiðslur ríkissjóðs myndu leiða til hærri skatta og minni þjónustu af hálfu ríksins en ella. Hvað eru greiðslurnar háar? Jafnvel þó sá samningur sem nú er uppi á borðinu hafi í för með sér tug- milljarða fjárhagsskuldbindingu fyr- ir íslenska skattgreiðendur, þá er sú skuldbinding margfallt lægri heldur en í síðasta samningi. Heildarkostn- aður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða króna eignum Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 er 32 milljarðar króna samanborið við 162 milljarða króna samkvæmt síðasta samningi. Það gerir skuldbindingu ríkissjóðs um fimmfallt lægri. Sú upphæð sem ríkið þarf að leggja af mörkum ef samningurinn verður samþykktur, er álíka há og það kostar að reka Landspítalann á hverju ári. 32 milljarðar duga einnig til þess að reka Háskóla Íslands í rúm 3 ár miðað við núverandi fjárlög. Fyrir þessa upphæð má reka Ríkisútvarpið í 10 ár og upphæðin samsvarar kostn- aði við allar vegaframkvæmdir hér á landi næstu þrjú ár og rúmlega það. Að sama skapi er upphæðin álíka há og ríkið greiðir í fæðingarorlofs- greiðslur næstu þrjú árin. Með Icesave n Opnar fyrir erlenda fjármögnun og erlenda fjárfestingu. n Bætir orðspor okkar meðal annarra þjóða. n Bretar og Hollendingar bera áhættu. Þeir eiga 49% af forgangskröfum. n Ver EES-samninginn. ESA telur að við eigum að borga. n Sanngirnissjónarmið – Hvað ef allar innistæður hefðu verið jafnar – sennilega væri reikningurinn þá 100 milljarðar. n Lánshæfiseinkunnir Íslands hækka með lausn Icesave-málsins. Á móti Icesave n Engin lagaleg skylda fyrir hendi. Lög- fræðingar eru ósammála um hvort hætta sé á að við myndum tapa dómsmáli. n Bretar ollu Íslendingum skaða í hruninu með setningu hryðjuverkalaga og ummælum Gordons Brown. n Þjóðarbúið er þegar of skuldsett. n Vaxtagreiðslur ríkissjóðs leiða til hærri skatta og minni þjónustu ríkisins. n Mikil óvissa um gengi og heimtur í búið. Reikningurinn gæti hæglega orðið 200 milljarðar króna. n Svartsýnisspár um áhrif af synjun hafa ekki ræst. Heimild: Fyrirlestur Jóns Bjarka Benediktssonar Með og á móti 2010 2011 Desember 2009 Alþingi samþykkir með naumum meirihluta breytt samkomulag þar sem tímatakmörk ríkisábyrgðar eru meðal annars afnumin. Alþingi getur ekki takmark- að ríkisábyrgðina. Janúar 2010 Ólafur Ragnar Grímsson vísar Icesave-lögun- um í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Febrúar 2010 Ný samninga- nefnd um Icesave, und- ir forystu Lee Buchheit, skipuð. Mars 2010 Icesave- samningurinn kolfelldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Desember 2010 Nýr og miklu hag- stæðari samningur um Icesave kynntur í fjölmiðlum. Febrúar 2011 Alþingi samþykkir nýjan samning með auknum meirihluta. Febrúar 2011 Ólafur Ragnar synjar lögunum öðru sinni staðfestingar og sendir þau í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Þessir bankar eru svo sterkir að ekkert slíkt gæti nokkurn tíma gerst – og ef eitthvað gerðist, værum við ekki að tala um alla upphæðina. Þannig er það aldrei. En jafnvel þó svo færi, íslenska ríkið verandi skuldlaust, væri það ekki of stór biti fyrir ríkið að kyngja, ef það ákvæði að kyngja honum.“ n Davíð Oddsson í viðtali við Channel 4 í mars 2008. „Við erum hér með lýðveldið Ísland, og ríkissjóður nálgast það að vera skuldlaus.... líkurnar á því að Íslendingar myndu ekki borga skuldir sínar eru 0% – og að gefa annað í skyn er fráleitt.“ n Geir Haarde við Ecomonist 25. júní 2008. „Ef þörf krefur mun ríkisstjórn Íslands styðja Tryggingarsjóðinn með því að hjálpa honum að afla nægilegra fjármuna svo hann geti staðið undir skuldbindingum sínum ef Landsbankinn og útibú hans í Bretlandi myndi falla.“ n Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, skrifaði bréf til fjármálaráðherra Bretlands í október 2008. „Klárt mál að við myndum bjarga banka – klárt mál. [...] Við eigum ekki í slíkum erfiðleikum. Við erum aðilar að hinu evrópska regluverki um innistæðutryggingar og erum skuldbundin af alþjóðlegum lögum.“ n Tryggvi Þór Herbertsson við BBC í október 2008. „Ég held að menn væru að kalla yfir sig algeran frostavetur í atvinnuuppbyggingu ætli þeir að láta þetta mál liggja.“ n Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir samþykkt Icesave-samnings í nóvember 2011. „Maby I should have done that.“ n Geir Haarde sagði við Hardtalk á BBC í febrúar 2009 að hann hefði ekki talað við Gordon Brown eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum. „Ég þori eiginlega ekki að hugsa þessar hugsanir alveg til enda. [...]Þess vegna er ég mjög hissa á þeirri óábyrgu afstöðu sem stjórnmálamennirnir sýna.“ n Þórólfur Matthíasson sagðist óttast mjög, í viðtali við Fréttablaðið, afleiðingar þess ef Alþingi felldi Icesave-lögin í júní 2009. „Við erum í einangrun. Það er umsátur um Ísland. Það er í því ljósi sem þessir samningar voru gerðir.“ n Ögmundur Jónasson í viðtali við Morgunblaðið í júní 2009. Baldur McQueen, bloggari á dv.is, hefur tekið saman mörg þessara ummæla. Ummæli í tengslum við Icesave:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.