Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 47
Lífsstíll | 47Helgarblað 11.–13. mars 2011 FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók - Myndir - Skeyti V/REYKJALUND, MOSFELLSBÆ, SÍMI 5628500, WWW.MULALUNDUR.IS FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS Gestabók , mynda- o g skeyta safn Japanski hönnuðurinn Chie Mihara stofnaði fyrirtæki sitt árið 2001 í skóborginni Elda á Spáni en sú borg hefur löngum verið þekkt fyrir gott skóverk. Eftir að hafa lært fatahönnun í Japan fluttist Chie til New York og lagði stund á tösku- og skóhönnun. Eftir námið vann hún í Eneslow sem er virt stoðtækja stofnun og lærði anatómíu og um al- menn fótavandamál. Tuttugu og sjö ára gömul flutti Chie til Elda á Spáni þar sem hún vann meðal ann- ars fyrir Charles Jourdan lúxusskóhönnuð en sex árum eftur komu sína til Spánar stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og hannar nú skó undir sínu nafni. Markmið Chie er að hanna skófatnað sem er allt í senn, kvenlegur, töffaralegur og skemmtilegur. En fyrst og fremst leggur hönnuðurinn upp úr þægind- um. Hver skór frá Chie Mihara er sérhannaður eftir lögun kvenfótarins og vegna þeirra eiginleika koma þægindin fram. Auk þess eru skórnir praktískir og vel byggðir ásamt því að geyma sérstaklega fallegt handverk. n Vertu í öðruvísi bol n Búðu til stemnin gu Hannaðir eftir lögun fótarins Bolir sem þjóna óvenju- legum tilgangi Allir hafa einhvern tímann klætt sig í stuttermabol. Fæstir hafa þó klætt sig í stuttermabol sem þjónar einhverj- um sérstökum tilgangi – öðrum en að vera flík. Á netinu er hægt að finna ógrynni af bolum sem þjóna alls konar óvenjulegum tilgangi, eins og gítarbolir sem þú getur spilað á og bolir sem gefa til kynna að þráðlaust net sé í boði. Vefverslunin ThinkGeek býður upp á fjöldann allan af slíkum bol- um en DV hefur tekið saman fjóra skemmtilegustu bolina. Vertu með þemalag Ef þig hefur dreymt um að vera persóna í ein- hverjum sjónvarpsþætti getur þú komist einu skrefi nær með „Personal Soundtrack“-bolnum. Með bolnum eignast þú eigið þemalag sem þú getur látið óma hvenær sem er. Bolurinn býður upp á mörg mismunandi þemalög auk þess sem þú getur sett þitt eigið lag í bolinn. Vertu með hljóm- borð á maganum Fullkomnaðu partís- temninguna með því að mæta með hljómborð á maganum í partíið. Náðu rétta hljóminum í fjölda- sönginn með undirspili á hljómborðsbolinn þinn. Þú þarft svo ekki að hafa áhyggjur af því að æra þá sem eru í kringum þig því þú getur stillt hljóðstyrk- inn á bolnum. Gakktu í lið með Svarthöfða Það eru kannski ekki nema hörðustu aðdáendur Star Wars-mynd- anna sem myndu kaupa sér þennan bol, en bolurinn er að engu síður svalur. Komdu þér í rétta gírinn fyrir Star Wars-gláp eða bara í bún- ingapartí með því að skella þér í Svarthöfðabol með ljósum og öllu tilheyrandi. Vertu tengdur – alltaf Þú þarft ekki lengur að opna fartölvuna þína til að athuga hvort þú getir tengst við þráðlaust net, þú horfir bara á bolinn þinn. Bolurinn sýnir ekki bara hvort það sé að finna þráðlaust net heldur líka hversu góð og sterk tengingin er. Ný sending frá skóhönnuðinum Chie Mihara í Kron Kron hélt partí fyrir aðdáendur hönnuðarins á fimmtudagskvöld og bauð pæjum bæjarins að máta þessa þægilegu en fallegu skó. Þægindin í fyrirrúmi Það er ekki að ástæðulausu sem konur dýrka skó hönnuðarins Chie Mihara því hún tekur mið af anatómíu og bæklunarfræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.