Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 30
E kki ætla ég að látast hafa ver- ið meiri eða betri kunningi Thors Vilhjálmssonar en ég var. Þegar ég var ungur blaðamaður fyrir 30 árum og skrifaði heilmikið um menningu hverskonar, þá komst ég auðvitað fljótt í kynni við Thor, svo fyrirferðarmikill sem hann ævin- lega var í íslensku menningarlífi. Og hann tók mér vel, eins og ég held að hann hafi tekið öllu fólki vel, og við urðum skikkanlegheita kunningj- ar en þó ekki meira en svo að ef við mættumst á götu, þá var undir hæl- inn lagt hvort við tókum tal saman – stundum, stundum ekki – það valt á því hvort annar hvor eða báðir voru eitthvað að flýta sér, en svo mikið er þó víst að það var alltaf gaman að rekast á Thor; alúðin í svip hans var svo augljós, áhuginn, forvitnin og vinsemdin. Og þess vegna – þó við höfum svo sem ekki verið neinir vinir, þá þykir mér nú þegar heilmikill sjónarsviptir að honum. Já, ég held það megi vel orða það svo að Thor Vilhjálmsson er maður sem ég á eftir að sakna. Hið breiða fljót … Ekki ætla ég heldur að þykjast hafa verið nákomnari skáldverkum hans en raunin var. Það verður fróðlegt að vita hvort skáldskapur Thors muni ekki bara lifa prýðilegu lífi í framtíð- inni, en sjálfur verð ég að teljast í hópi þeirra sem áttu svolítið erfitt með að festa almennilega hugann við, þegar Thor var á sem mestum spretti í texta sínum. Hann kynnti okkur fyrir ýms- um nýjungum við að segja hlutina, já, og fegurðin og hrynjandin í sum- um setningum hans munu ekki láta neinn ósnortinn sem tilfinningu hef- ur fyrir íslenskri tungu. Sprettur, sagði ég, en þó var stíl og texta Thors áreiðanlega oftar líkt við fljót og flæði, mikið fljót, já, eitt það allra mesta, streymdi áfram í tign og fegurð, og þeim sem finnst mest áríðandi að komast leiðar sinnar í bókum, þeir gátu fyllst óþolinmæði á bökkum þessa mikla fljóts, sér í lagi ef þeir sáu stundum ekki vel yfir á hinn bakkann. Ég var í hópi hinna óþolinmóðu, það játa ég, en þó hafði ég kynnt mér texta Thors nógu vel til að vita að í þessu hans mikla fljóti, þar voru höfrungar, og merkilegri fiskar en í flestum bókum íslenskum. Og ég vissi líka ósköp vel að þeir sem vörpuðu sér út í fljótið og höfðu smekk og hug til að láta það bera sig, þeir komust á ókunnar slóðir, í ný lönd tungunnar. Og vissulega er undarleg tilhugs- un að þetta fljót sé nú allt til ósa runnið. Alþjóðamaðurinn En Thor Vilhjálmsson átti sér fleiri hliðar en hina persónulegu og svo skáldskapinn. Ég byrjaði að skrifa hér að hann hefði átt „fleiri andlit“ en það hefði verið tóm vitleysa – því andlit hans var aðeins eitt og opið upp á gátt. En þær hliðar sem hann átti fleiri, og voru mér persónulega eiginlega meira virði en sjálfur skáld- skapur hans, þær sýndu menningar- frömuð – mann sem alltaf og ævin- lega var mættur á vettvang hvar sem átti að brugga menningu, og var allt- af opinskár og jákvæður og viljug- ur að miðla af gnægtabrunni sinnar þekkingar og reynslu, alltaf tilbúinn að fagna sérhverjum gróðursprota menningarinnar sem gerðist líklegur til að auðga líf okkar og samfélag. Og svo var hlið alþjóðamanns- ins – Thor, kannski fremur en flestir aðrir, sýndi okkur hvernig Íslend- ingar gætu fúnkerað í hinum stóra heimi, drukkið í sig áhrif og um- hverfi annars staðar alveg ósmeykir og upplitsdjarfir, en verið þó Íslend- ingar um leið. Og hann var baráttumaður fyr- ir mannréttindum, og gat þá verið herskár og hoggið fast. Í gamla daga var hann kenndur við einhverja póli- tík en allt frá því að ég man fyrst eft- ir honum, þá skipti pólitíkin litlu sem engu máli, hann barðist bara fyrir mannréttindum hvarvetna og punkt- ur og basta. Og hann var samfélagsgagnrýn- andi svo að af bar, eldskarpur þegar svo bar undir en gaf sér líka tíma til að greina hlutina almennilega þeg- ar hann vildi benda á það sem betur mætti fara. Og þótt væri yfirleitt kurt- eis og jákvæður og elskulegur, þá gat svo gneistað af honum á þessu sviði líka. Lærimeistari Það var kannski af þessari hlið Thors sem minn vesalingur lærði mest. Því þegar ég fór að myndast við að setja saman pistla um sam- félagsmál og jafnvel flytja samfé- lagskrítík eitthvað um eða rétt fyrir 1990, þá var um skeið ekki í tísku að vera með svoleiðis fleipur. Meira að segja þáverandi formaður Rithöf- undasambandsins skrifaði grein þar sem hann sagði að rithöfundar ættu ekki að vera að skrifa um póli- tík eða dægurmál. Slíkt væri öngan veginn þeirra hlutverk, og í nokkur ár fannst mér hlutskipti mitt helst til einmanalegt. En meðal þeirra sem ég leit á sem lærimeistara í fag- inu var einmitt Thor Vilhjálmsson – vissulega fór ég vafalaust snemma aðrar leiðir en hann, svona í orða- vali og viðfangsefnum og blæbrigð- um hvers konar, en ég taldi mig þó geta reynt að læra af honum þrennt. Í fyrsta lagi að setja mál mitt fram af hispursleysi og jafnvel vera býsna beinskeyttur á köflum, en fara þó aldrei niður á stig innan- tómra stóryrða og rógs. Í öðru lagi að gefa mér tíma til að skoða allar hliðar mála, en ekki stökkva formálalaust á þá sem beinust lá við. Og í þriðja lagi vona ég að það hugrekki sem Thor sýndi ævinlega, hver sem í hlut átti, hafi náð að smita mig svolítið. Og eldmóðurinn. Fátæklegra á Íslandi Samfélagskrítíkerinn Thor hafði ríkust áhrif á mig, og þá þættist ég harla góður ef mér tækist að varð- veita í sjálfum mér þann neista sem lifði góðu lífi í Thor Vilhjálmssyni allt þar til yfir lauk, og birtist í svo skýru og fallegu ljósi á myndinni sem var tekin fyrir skemmstu þeg- ar hann, kominn langt yfir áttrætt, var fremstur í flokki að mótmæla lögsóknum ríkisins gegn fólki sem vildi fá að mótmæla hruni sam- félagsins með því að messa yfir alþingismönnum. En sérhver hlið á Thor, lista- manninum, krítíkernum og mann- eskjunni, hefði átt að fá að lifa svo- lítið lengur. Það er skrýtið að segja það um mann sem deyr 85 ára að andlát hans hafi verið ótímabært, en það átti þó við um Thor. Það er nú þegar ögn fátæklegra á Íslandi þegar hann er farinn. THOR Á menningarlegu rölti með góðri vinkonu um miðbæinn fyr-ir um ári, rakst ég á auglýs- ingu frá ákveðnu hugleiðslusetri í bænum sem bauð upp á frítt nám- skeið í hugleiðslu. Við vinkonurnar litum hvor á aðra og rökræddum um stund. Niðurstaðan var: frá- bært! Þarna fyrir framan okkur var símanúmer sem hugsanlega var bókstaflega lykillinn að lífsham- ingjunni. Við sáum fyrir okkur að sálarró og innri friður væri eitthvað sem sjálfkrafa kæmi til með að fylgja okkur um ókomna tíð eftir að við hefðum lokið þessu námskeiði. Já, væntingarnar voru töluverðar. Þar sem námskeiðið var frítt höfð- um við að sjálfsögðu engu að tapa þó svo ólíklega vildi til að við fynd- um ekki innri frið. Við ákváðum því að skrá okkur til leiks á byrjenda- námskeið eina kvöldstund. Ég hafði fram að þessu ver-ið sannfærð um að öll leit að innri frið og sálarró væri ekki fyrir mig. Ekki af því mig langaði ekki til að finna þennan frið eða öðlast sálarró heldur af því að ég mat það svo að ég hefði enga þolin- mæði fyrir fræðin sem slík. Þá hafði ég, að mínu mati, líka um allt of mikið að hugsa til að ég gæti með einhverju móti tæmt hugann, líkt og krafist er í slíkri aðgerð sem hug- leiðslan er. Viðhorf mitt gagnvart fræðunum hafði því til þessa verið bæði óþroskað og barnalegt. Bara sú ákvörðun að skrá mig á nám- skeiðið gerði að verkum að vits- munalegur þroski minn jókst til muna, að mér fannst. Við vinkonurnar tókum ákvörðun um að gera bara almennilegt kvöld úr þessu, fara í hugleiðslu og skella okkur svo á American Style á eftir. Eftir á að hyggja hefði líklega verið gáfu- legra að gera þetta í öfugri röð, borða fyrst og fara svo í hugleiðslu. Okkur fannst samt eitthvað rangt við að belgja okkur út af amerísk- um skyndibita fyrir námskeiðið og töldum jafnvel að það gæti kom- ið í veg fyrir að við fyndum friðinn. Hálfsvangar hófum við því leitina að innri frið. Hugleiðslumeistarinn var hinn viðkunnanlegasti karl. Hann tók vel á móti okkur en reyndi þó að selja okkur einhverja bók sem hann vildi meina að væri bráðnauðsynleg til að öðlast innri frið. Það gat sosum verið, enda of gott til að vera satt að námskeiðið væri frítt. Lífshamingjan er líklega ekki ókeypis. Við tókum sjensinn og slepptum bókinni. Fannst nám- skeiðið nóg, svona til að byrja með. Fyrirlesturinn var varla hafinn þegar garnirnar í okkur tóku að gaula af hungri. Við hefðum betur byrjað á Stælnum. Reynd- um þó að láta gaulið ekki á okkur fá enda innri friður rétt handan við hornið og hver þarf mat þeg- ar honum er landað? Hugleiðslu- meistarinn kynnti okkur í stuttu máli fyrir leyndardómum hug- leiðslunnar. Lykilatriðið var að slíta hina svokölluðu hugsanakeðju og við hófumst handa við það. Meist- arinn sagði okkur að horfa í logann á kertinu á altarinu fyrir framan okkur, segja „ommmm“ og tæma hugann. Hann lýsti þessu sem frekar einfaldri aðgerð, hugsana- keðjan átti bókstaflega að slitna sjálfkrafa með því að stara á kertið, „ommmm-ið“ var bara til að auka einbeitinguna og innri friðurinn átti svo að fylgja í kjölfarið. All- urinn salurinn „ommm-aði“ og hugleiddi, nema ég. Ég flissaði og vitsmunalegur þroski minn tók verulegan afturkipp. Ég reyndi að taka mér tak. Horfa á kertið, tæma hugann og losa mig við hugsanakeðjuna. Ég er ekki frá því að mér hafi tekist þetta í nokkrar sekúndur en garnagaulið reif mig fljótt upp úr „djúpri“ íhug- uninni og hugur minn leitaði í mat- seðilinn á Stælnum. Ég var jú svöng. Ég sá fyrir mér hin ýmsu tilboð, hvað ætti ég nú að fá mér á eftir? Jú, ég staldraði við, ostborgara, fransk- ar og kók. Og kokteilsósu! Hugsana- keðjan mín hélt áfram óslitin, hug- ur minn leitaði aftur í barnæsku og ég sá pabba fyrir mér útbúa heima- tilbúna kokteilsósu sem var sjúk- lega góð. Keðjan hélt áfram. Pabbi notaði eitthvert krydd í sósuna. Var það dill? Já, svei mér þá ef það var ekki dill! Þarna slitnaði hugsana- keðjan. Ekki af því mér hefði tekist að tæma hugann heldur því ég átt- aði mig á því hvað ég var að gera. Ég var að innihaldsgreina kokteilsósu í hugleiðslu. Við þessa uppgötvun fékk ég hláturskast af betri gerð- inni en reyndi að hafa það hljóð- látt til að trufla ekki samnemend- ur mína í hugleiðslukennslunni. Ég engdist sundur og saman, táraðist og blánaði. Loksins þegar meistar- inn tók til máls að nýju þá leyfði ég þessu bara að gossa og gjörsamlega grenjaði úr hlátri. Eins og gefur að skilja þá fann ég ekki hinn innri frið á nám-skeiðinu og vinkonan ekki heldur. Við létum því staðar numið og ákváðum að skrá okkur ekki á framhaldsnámskeiðið sem stóð til boða. Ég hafði alla vega fullvissað mig um að hugleiðsla væri ekki fyr- ir mig. Eftir námskeiðið skunduð- um við svo friðlausar á Stælinn og gerðum það sem við kunnum, stút- uðum amerískum ostborgurum ásamt frönskum og – að sjálfsögðu – kokteilsósu, að vel íhuguðu máli! 30 | Umræða 11.–13. mars 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Af hugleiðslu og kokteilsósu „En Thor Vilhjálmsson átti sér fleiri hliðar en hina persónulegu og svo skáldskapinn. Helgarpistill Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.