Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 50
50 | Skrýtið Umsjón: Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is 11.–13. mars 2011 Helgarblað n Í nýrri hollenskri ljósmyndabók birtast gamlar myndir af svörtum hundi úr fjölskyldualbúmi n Áður en stafrænar myndavélar komu til sögunnar var erfitt að mynda svört dýr n Hundurinn líkist svartri klessu eða draugi SVARTA KLESSAN Í STOFUSÓFANUM F yrir daga stafrænna myndavéla og mynd- vinnsluforrita í tölvum þurftu eigendur svartra gæludýra að sætta sig við að dýrið þeirra væri eins og svört klessa á ljósmyndum. Í nýrri hollenskri ljósmyndabók birtast myndir úr albúmi hollenskrar fjölskyldu sem átti svartan hund á síðari hluta hinnar frumstæðu tuttugustu aldar. Útgefendur eru þeir sömu og gáfu út bókina um hina hollensku Riu van Dijk sem hefur verið mynduð við að skjóta á skotskífur á hverju ári í 74 ár, og fjallað var um á þessari síðu í október síðastliðnum. Ritstjóri bókanna er Eric Kessels en hann hefur einbeitt sér að ýmsum furðulegum hliðum áhugaljósmyndunar. Hin gleymda tuttugasta öld „Bókin fjallar um tilraunir einnar fjölskyldu til að leysa eina af mestu ráðgátum ljósmyndalistarinnar: hvernig eigi að ljósmynda svartan hund,“ ritar Christian Bun- yan, sem skrifar textann í bókinni, sem er sú níunda í ritröðinni Á hverri einustu mynd, en í henni eru hversdagslegar myndir áhugaljósmyndara skoðaðar á nýstárlegan hátt. „Áður en stafræna öldin hófst, áður en myndavélar komu til sögunnar sem geta leyst öll vandamál, frá rauðum augum til hungurs í heiminum, var tuttugasta öldin. Í þá daga þurftu ljósmyndarar að taka myndirnar sjálfir.“ Strjúka svartri klessu „Tilraunir þessara hjóna, til að mynda gæludýrið sem þau elska, misheppnast aftur og aftur (tæknilega séð). Árum saman reyna þau að festa krílið sitt á filmu en sjá svo aðeins skuggamynd í stað hunds. Það er til mynd af eiginmanninum strjúkandi risastóra svarta klessu. Og það er er til mynd af konu hans þar sem hún ræðir við svartan þríhyrning. Og svo framveg- is,“ skrifar Christian Bunyan. „Áræðni eigendanna er aðdáunarverð, „óhundurinn“ birtist hvarvetna í hús- inu, hann stillir sér upp í garðinum og lætur konuna þurrka sig í eldhúsinu.“ Sendið okkur myndir Í bók Kessels og Bunyan er lögð áhersla á hina óvæntu fegurð sem myndavél af gamla skólanum gat veitt eigendum sínum, jafnvel við hversdagslegar athafnir. Eiga lesendur furðulegar myndir af þessu tagi af gælu- dýrum sínum? Sendið á helgihrafn@dv.is. Óvænt fegurð „Mistök hjónanna eru frábær. Þ essi röð frábærra ljósmynda sem allar mist ókust snerta okkur dýpra en myndir af gæludýrum í milljónum fjölskyldualbúma,“ skrifar Chri stian Bunyan, meðhöfundur nýrrar bókar um þennan ólá nsama svarta hund sem myndaðist einfald lega ekki. MYNDIR KESSELS KRAMER PUBLISHIN G Svört klessa Hundur eða svartur ruslapoki? Kona og þríhyrningur Hundurinn og eigandinn. Svart og rautt Á góðri stundu í sófanum. Draugur? Hvítar tær eru það eina hundslega sem hér sést. Í boltaleik Er skugginn að leika sér með boltann? „Áður en stafræna öldin hófst, áður en myndavélar komu til sögunnar sem geta leyst öll vandamál, frá rauðum augum til hungurs í heiminum, var tuttugasta öldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.