Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 28
Höskuldur H. Ólafsson byrj-aði feril sinn sem bankastjóri Arion banka með því að skaða hagsmuni bankans og íslensks sam- félags í heild. Höskuldur er leiðtogi í sínu fyrirtæki, sem varð gjaldþrota og stendur frammi fyrir því að þurfa að hagræða verulega. Hann byrjaði vinnu sína við hagræðinguna á því að taka sér 10 milljóna króna eingreiðslu frá bankanum. Á síðasta ári var hann með 4,3 milljónir að meðaltali í mánaðar- laun, sem er 146% hærra en banka- stjóralaun í Arion banka árið 2008. Launahækkunin veldur því sjálfkrafa að aðrir bankastarfsmenn, sem sæta leiðsögn Höskuldar, vilja líka fá launa- hækkun. Smitáhrifin af Höskuldi ná síðan út í íslenskt samfélag. Ef banka- stjóri Arion banka hækkar um 146% í launum, hvers vegna eiga aðrir í sam- félaginu að sætta sig við aðeins 2,5% launahækkun? Laun Höskuldar kosta miklu meira en launin ein og sér. Eitt af lykilatriðunum í endurreisn Íslands er að auka hagræðingu, með- al annars með því að halda launum í hófi. Laun bankastjóra eru ekki einka- mál þeirra og bankans. Bankarnir hafa fyrir löngu rofið mörkin milli einka- fyrirtækis og opinbers fyrirtækis. Áhrif banka á almenning eru miklu meiri en áhrif annarra fyrirtækja og því ber ekki að líta á þá sem einkafyrirtæki. Það snýst ekki bara um kostnaðinn sem við öxluðum vegna hruns þeirra. Bank- arnir eru ríki í ríkinu. Þeir skattleggja okkur með vöxtum sínum. Margir geta ekki einu sinni raunverulega losnað frá sínum banka, vegna þess að þeir skulda honum of mikið eftir að lánin hækkuðu og eignirnar lækkuðu í verði. Engin önnur fyrirtæki hafa viðlíka völd yfir einstaklingum og bankar. Við get- um ekki annað en gert aðrar kröfur til banka en annarra fyrirtækja. Rök með háum launum eru auð- vitað að bankarnir verði að keppa um hæft starfsfólk eins og aðrir. Spurn- ingin er því hvort Höskuldur hafi ver- ið svo hæfur að ráðning hans rétt- lætti tugmilljóna króna launakostnað, launaskrið innan bankans og svo laskað orðspor vegna þessa, sem ef- laust þarf að mæta með gríðarlegum markaðskostnaði. Var Höskuldur alls þessa virði fyrir bankann, jafnvel þótt horft sé fram hjá því að hann kom úr fyrirtæki í eigu bankans og að hann var meðal tuga annarra sem sóttu um starfið? Meðal mikilvægustu eigin- leika sem bankastjóri þarf á að halda á Íslandi í dag, ásamt almennri getu til að hámarka gróða bankans, eru hóf- semd, skynsemi, tillitssemi, leiðtoga- hæfileikar og samfélagsleg ábyrgð. Mögulega er Höskuldur snillingur í að hámarka gróðann, en fyrsta verk hans í starfi bendir til þess að hann skorti hitt. Á sama tíma og Arion banki ber ábyrgð á því að koma af stað launa- skriði í samfélaginu nær Landsbank- inn að halda bankastjóra í vinnu fyrir 1,1 milljón króna á mánuði og án ein- greiðslu. Erfitt er að segja hvor banka- stjóranna sé hæfari, en annar þeirra sparar hins vegar bankanum sínum stórfé með því að þiggja lægri laun og verndar um leið orðspor hans meðal almennings. Græðgi Höskuldar og ekki síst slæmar ákvarðanir bankastjórnar- innar í Arion banka vega bæði að stöðug leikanum í íslensku samfélagi og fjárhag bankans. Þar með hafa þau klúðrað tveimur af mikilvægustu verk- efnum sínum. Einhverju sinni var gauk-að að mér hugmyndinni um réttlætið. Það fylgdi útskýring- unni að réttlæti væri eitt af því sem ætti jafnt yfir alla menn að ganga. Og svo var þetta útskýrt enn frekar sem sanngjörn krafa fólks um jöfnuð og þvíumlíkt. En þegar við búum á landi þar sem menn hundsa, vísvit- andi og án hins minnsta samvisku- bits, þau sjónarmið sem koma fjöld- anum til góða, en fara þess í stað þá leið að hygla fámenni, þá er búið að skekkja mynd réttlætisins. Ef ein- hver fær margfalt hærri laun en ég, og ef skyldur hálaunamannsins við samfélagið aukast ekki í réttu hlut- falli við umbunina, þá merkir það að hann þarf, hlutfallslega, að greiða minna fyrir vöru og þjónustu en ég. Það merkilega við eitt og annað sem snerti hálaunaþega, bitlinga o.þ.h., er að oftar en ekki má finna tengingu milli þeirra sem þiggja og hinna sem veita; jafnvel þótt menn hafi svarið að virða lög og reglur. Og vei þeim sem fordæma vinavæð- ingu, klíkur og frændhygli, þeir eru álitnir illmenni, fá jafnan á sig það orð að vera öfundsjúkir og hinir verstu smitberar. Auðvitað gætum við rétt hlut fjöldans með því að gera þá kröfu að ofurlaunaþeginn greiði ofurskatta. En í samfélagi sem byggt er á frænd- hygli og vinavæðingu, er ekkert pláss fyrir raunhæfa og sanngjarna sýn á viðurværi fjöldans. Menn skýla sér nefnilega á bak við frelsið og leyfa sér að misskilja allt það fág- aðasta sem sagt hefur verið um það fróma hugtak. Að fara frjálslega með orð og að fara afar frjálslega með eigur ann- arra, er háttur meðaljónsins og þeg- ar menn eru í tengslum við stjórn- mál, virðist fingralengdin aukast um leið og tungurnar verða svartari. Það telst t.d. til stórtíðinda ef þingmenn taka hagsmuni þjóðarinnar framyfir þarfir fámennrar klíku. Líklega voru það mismæli þegar varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins sagði þann sannleika um daginn, að fáheyrt væri að Bjarni Ben léti hagsmuni þjóðar skáka hagsmunum flokks- klíkunnar. Við sjáum enn og aftur dæmi um það í samfélagi okkar, að leitin að hamingjunni er háð í skúmaskotum einkavina og svo er glansmyndum ofurmenna dreift til þegnanna sem geta svo gortað af því að tilheyra heimskustu þjóð í heimi. Ættarmót Íslendinga er alltaf jafn óborganlega skemmtilegt. Við verndum okkar nánustu en gefum skít í fjöldann. Þjóðin okkar afar slyng fær áfram vinum potað, og réttlætið er þarfaþing en það er lítið notað. 28 | Umræða 11.–13. mars 2011 Helgarblað „Ég fékk mér diet-kók og lítinn popp.“ n Einar Bárðarson er í aðhaldi hjá Loga Geirssyni en var gripinn í sjoppu í bíóinu í Keflavík með góðgæti. – DV „Við sáum mikla möguleika í þessum þremur sölum á að halda stóra tónleika sem myndu hljóma vel og sem fólk sæi betur.“ n Grímur Atlason, forsvarsmaður Iceland Airwaves, fagnar því að hluti hátíðarinnar fari fram í Hörpu. – Frétta- blaðið „Ef ég mæti í Höllina og klæði mig í búning og skó þá skiptir ekki máli hvað er að.“ n Guðjón Valur Sigurðsson var veikur þegar Ísland valtaði yfir Þýskaland í Höllinni í vikunni. Hann skoraði samt tólf mörk og var besti maður vallarins. – Vísir „Það er engin framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér á landi ef ekkert breytist.“ n Bubbi Morthens bendir á að öll dótturfyrirtæki Össurar hf., nema íslensku höfuðstöðvarnar, hafi fengið risalán. – Pressan Áhrifin af græðgi Höskuldar Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Laun Höskuldar kosta miklu meira en launin ein og sér. Hið íslenska ættarmót Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Auðvitað gætum við rétt hlut fjöld- ans með því að gera þá kröfu að ofurlaunaþeginn greiði ofurskatta. Kreppa í boði Símans n Áskrifendur Moggans voru furðu- lostnir á miðvikudag þegar blaðið var útatað í auglýsingum frá Síman- um. Greinilegt var að fyrirtækið hafði lagt stórfé í að auglýsa nær alls staðar í blað- inu. Frétt sem bar yfirskriftina Kreppan herðir tökin innihélt, eins og allar aðr- ar fréttir, bleika bólu sem lýsti því að þetta væri í boði Símans. Leiðari Davíðs Oddssonar var merktur með þessum hætti. Gárungarnir telja tilvalið að Landssamband íslenskra útvegsmanna kaupi sig þar inn næst með bláa bólu. Veðurglöggur ráðherra n Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra var eini ráðherrann sem mætti við jarðarför Karlvels Pálmasonar, fyrrverandi al- þingismanns í Bolungarvík. Reyndar ætluðu fjölmargir þing- menn og ráð- herrar að mæta til Bolungarvík- ur á laugardag en svo illa vildi til að ekki var flogið. Veðurglöggur utanríkisráðherra hafði séð þetta fyrir og ók hann vestur daginn áður til að missa örugglega ekki af því að kveðja lát- inn félaga. Alþýðuflokkurinn lifir n Þótt Alþýðuflokkurinn hafi ásamt Alþýðubandalagi og Kvennalista fyrir margt löngu runnið inn í Samfylk- inguna lifir hann samt góðu lífi. Formaður er sem fyrr Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra. Á þessu ári er hald- ið upp á 95 ára af- mæli flokksins. Af því tilefni hyggj- ast Árni Gunnarsson, fyrrverandi þing- maður, og fleiri eðalkratar endurreisa Bókmenntafélag jafnaðarmanna. Endurreisnin mun eiga sér stað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu á laugardag klukkan 14 en það er einmitt afmælisdagur flokksins. Þungur kross Gunnars n Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, hefur undanfarna mán- uði haft þann þunga krossa að bera að sitja undir ásökunum fjölda kvenna um að hafa beitt þær kynferðislegri áreitni. Vék Gunnar sem forstöðumað- ur vegna þessa og hefur síðan setið við skriftir á bók. Nú hefur hluti kvennanna kært Gunnar til lögreglu vegna meintra brota. Sjálfur fagnar hann þessu í orði en jafnframt er blás- ið af að stofna fagráð innan Krossins til að taka á svona málum. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. S jö lögmenn hafa nú upplýst þjóð-ina um að þeir eigi spádómskúlu. Í henni sjá þeir lyktir Icesave- málsins. Þeir sjá hversu veikur mál- staður Hollendinga og Breta er. Þeir gátu ekki annað en sagt frá þessari sýn opinberlega. Þess vegna skrifuðu þeir grein í Fréttablaðið á miðvikudag. Hún var í styttra lagi. Fimm setningar. Þeir segjast hafa uppgötvað hvers vegna Bretar og Hollendingar hafi ekki stefnt ríkinu til að greiða Icesave-kröf- urnar: „Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuld- bindingar til að greiða með samningi.“ Vita betur en hinir Er forsenda þessarar ályktunar sú að Bretar og Hollendingar tapi málinu og þess vegna hafi þeir ekki stefnt ís- lenska ríkinu ennþá? Hvað með þá sem ákveða strax að stefna öðrum fyr- ir dómstólum og ágreiningur kemur upp? Vinna þeir þá alltaf? Hvers vegna er fólk sýknað? Er þetta ekki nokkuð augljós rökvilla? Lögmennirnir beita tilfinningarök- um til þess að ljá yfirlýstum málstað vægi. Þeir auglýsa sig sem sjö lögmenn sem eru á sömu skoðun. Og þeim á að treysta vegna þess að þeir eru lög- menn. Þeir viti betur en við hin. Á AMX var gengið svo langt að fullyrða að Bret- ar og Hollendingar myndu ekki höfða mál gegn Íslandi vegna Icesave. Vegna þess að þeir hafa ekki gert það enn sem komið er. Er nú allt í einu orðið óeðli- legt að semja um kröfur áður en þær verða að dómsmáli? Líkast til hefur enginn þessara sjömenninga tapað máli fyrir dómstól- um. Eða hvað? Auðvitað hafa þeir mikla reynslu af alþjóðlegum dómsmálum og ágrein- ingi milli ríkja. Eða hvað? Málflutningurinn hristir upp í mér vegna þess að hann styrkir trú margra þeirra sem lesa greinina. Þeir munu vísa í greinina og nota hana sem rök fyrir því hvers vegna eigi að hafna samningnum. Svona „af því bara“. Sjömenningarnir með spádóms- gáfu? Þótt að sjömenningarnir auglýsi sig sem lögmenn hafa þeir ekki hugmynd um hvort Bretar og Hollendingar stefni íslenska ríkinu eða ekki. Fulltrúar þess- ara ríkja vita það ekki sjálfir þótt þeir hafi gert ráð fyrir nokkrum möguleik- um verði samningarnir felldir. Hvernig vita sjömenningarnir það þá nema þeir hafi spádómsgáfu? Ég þekki sjálfur ágætlega til ESA og EFTA-dómstólsins. Segjum að mál- ið tapist fyrir EFTA-dómstólnum. Þá þyrfti það alltaf að fara fyrir Hæstarétt sem hefur úrslitavald. Komist Hæsti- réttur að annarri niðurstöðu fer í gang allt annað ferli, þar sem farið er yfir stöðu Íslands í EES-samningnum. ESA og EFTA-dómstóllinn eiga að tryggja að aðildarríkin fari eftir EES-samn- ingnum. Hafi EFTA-dómstóllinn kom- ist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum, eins og ESA telur hafa gerst, er því komið upp mjög efnismikið mál fyrir því að endur- skoða aðild Íslands að samstarfinu eða grípa til einhvers konar refsiaðgerða. Hafa ber í huga að Bretland og Holland eru aðilar að ESB sem ræður örlög- um EES-samningsins. Hann er hliðar- samningur við ESB, um fjórfrelsið svo- kallaða, en ekki öfugt. Á síðustu árum hefur ESA unnið 25 af 27 málum sem hafa farið fyrir dómstólinn. Rökin halda ekki vatni Vegna þessa væri þvert á móti mjög furðulegt ef Bretar og Hollendingar stefndu ekki Íslandi. Deutsche Bank og fleiri eru nú með mál fyrir íslenskum dómstólum vegna föllnu bankanna. Hvers vegna ættu ríkin ekki að leika sama leik? Það er nú ekki þannig að að- eins Íslendingar stefni öðrum Íslend- ingum á Íslandi. Íslenskir dómstólar verja ekki endilega hagsmuni Íslend- inga á kostnað annarra ríkisborgara. Ef svo væri, væru þeir lélegir dómstólar. Ég ætla ekki að segja fólki hvað það eigi að gera. En ég vil að það átti sig á því hvernig málið liggur. Báðum kost- um fylgja kostir og gallar. Málið er ekki klippt og skorið eins og sjömenning- arnir, AMX eða Mogginn halda fram. Rök sjömenninganna um að málstað- ur Íslands sé svo góður vegna þess að Bretar og Hollendingar hafi ekki stefnt ríkinu ennþá, halda ekki vatni. Ef ég væri lögfræðingur Kjallari Róbert Hlynur Baldursson Leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.