Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 48
48 | Lífsstíll 11.–13. mars 2011 Helgarblað Mörg hundruð manns velja bestu myndirnar: Bestu kvikmyndir sögunnar Bandaríski gagnagrunnurinn Internet Movie Database, oft skammstafað IMDb, gerir notendum sínum kleift að gefa kvik- myndum – nær öllum kvikmyndum sög- unnar – einkunn frá 1 til 10. Fleiri hundruð manns hafa gefið kvikmyndum í gagna- grunninum einkunn og hefur síðan birt lista yfir 250 bestu kvikmyndir sögunnar. Í fyrsta sæti á listanum er myndin The Shaw- shank Redemption frá árinu 1994. 570 þús- und manns hafa gefið myndinni einkunn en meðaleinkunn hennar er 9,2. Í öðru sæti er kvikmyndin The Godfather, eða Guðfað- irinn, sem fær líka meðaleinkunnina 9,2 en heldur færri hafa gefið myndinni einkunn, um 444 þúsund manns, en Shawshank Red- emption. Annar hluti Guðföðurins er svo í þriðja sæti á listanum með meðaleinkunn- ina 9 eftir 269 þúsund einkunnagjafir. Aðrar myndir á topplistanum eru með- al annarra Pulp Ficton eftir Quentin Tar- antino, Schindler‘s List eftir Steven Spiel- berg og Inception eftir Christoper Nolan, en það er nýjasta myndin á listanum. Flest- ar myndirnar í efstu tíu sætunum eru gerð- ar fyrir árið 2000 en aðeins Inception og Batman-myndin The Dark Knight komast á listann af myndum sem gerðar voru eftir aldamótin síðustu. Gagnagrunnur IMDb hefur verið starf- ræktur síðan 1990 en honum var fyrst kom- ið á internetið nokkrum árum síðar und- ir nafninu Internet Movie Database. Síðan þá hefur vefurinn stækkað og dafnað og orðið að einni helstu upplýsingaveitu um kvikmyndir í heiminum. Gagnagrunnur- inn byrjaði sem áhugamál nokkurra kvik- myndaaðdáenda en hefur síðan orðið að umfangsmiklu fyrirtæki sem í dag er rekið af Amazon. K arlmönnum á öllum aldri býðst nú sérstök skoðun hjá Heilsuvernd í tilefni af Mottumars. Þar geta menn pantað sér tíma og komið í yfir- gripsmikla heilsufarsskoðun og við- tal þar sem meðal annars er skimað fyrir ristilkrabba séu menn komnir á vissan aldur. Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir þetta þarfaþing því það sé al- mennt ekkert markvisst eftirlit með heilsufari karlmanna meðan konur eru hvattar sérstaklega til að koma í kynbundna krabbameinsskoð- un. Þeim hjá Heilsuvernd fannst því kjörið að nýta Mottumars til að vekja sérstaka athygli á þessu. „Það er engin sem hugsar um okkur strákana. Við erum ekki hvattir í reglubundna skoðun eins og konur,“ segir Teitur og bætir við að ennfremur skipti máli að kanna fleiri þætti heilsufarsins, en Heilsu- vernd hefur nýlega komið á fót sam- starfi við meltingardeild Landspít- ala í Hafnarfirði um skimun fyrir ristilkrabba og þá eigi það bæði við um konur og karla sem komin eru yfir fimmtugt að reglubundin skoð- un geti skipt öllu máli. Möguleikar á lækningu góðir „Það er alþjóðlega viðurkennt að skimun geti haft úrslitaáhrif á þrjár gerðir krabbameina; brjósta-, leg- háls- og ristilkrabba. Árlega greinast um 150 Íslendingar með ristilkrabba og hlutföllin eru nokkuð jöfn á milli karla og kvenna. Af þessum 150 sem greinast deyr um þriðjungur úr sjúk- dómnum og sú tala fer hækkandi. Engu að síður ætti að vera auðvelt að koma í veg fyrir þetta því það er ekki einasta einfalt að koma auga á merki um sjúkdóminn heldur er lækningin góð – sem er ekki hægt að segja um allar gerðir krabbameina,“ segir Teitur en læknar hafa um ára- bil barist fyrir því að komið verði á fót skimun fyrir ristilkrabbameini. „Það kostar okkur mörg hundr- uð milljónir á ári að meðhöndla fólk sem hefur greinst með ristil- krabbamein en það er auðvelt lækna meinið ef það finnst á réttum tíma. Reglubundin skimun myndi spara þjóðarbúinu verulega háar upphæðir á hverju ári,“ segir Teitur en nú þegar hafa flestar samanburð- arþjóðir okkar tekið upp skimun á ristilkrabbameini, til dæmis Bret- land, Þýskaland, Svíþjóð, Kanada og Danmörk. Mikill munur á heilsufari Í skoðun tengdri Mottumars eru ýmsir áhættuþættir kannaðir, með- al annars líkamsþyngdarstuðull (BMI), fituprósenta, blóðþrýstingur og púls og mittis- og mjaðmahlut- fall. Einnig eru gerðar bæði blóð- og þvagrannsóknir með tilliti til áhættuþátta og aldurs. „Í skoðun er forvitnast um heilsu viðkomandi og kannað hvaða áhættuþættir eru fyrir mögulegum meinum, blóðprufa og þvagrann- sókn. Ekki er mælt blöðruháls ensím hjá þeim sem eru undir fjörtíu og fimm ára aldri en þeir sem eru eldri fara í gegnum slíka skoðun. Við þreifum jafnframt á eistum hjá þeim yngri og skimum fyrir ristilkrabba- meini hjá mönnum sem eru komn- ir yfir fimmtugt. Það er mikill mun- ur á heilsufari tuttugu og fimm ára manns eða manns sem er komin á sextugsaldur.“ Alþjóðleg vitundarvakning um ristilkrabbamein í mars „Allir sem eru komnir yfir fimm- tugt, bæði karlar og konur, ættu að láta kanna merki um einkenni ristil- krabbameins og það er gott að leggja áherslu á þetta nú í mars því þessi mánuður er jafnframt alþjóðlegur mánuður ristilkrabbameins. Ástæð- an fyrir alþjóðlegum degi af þessu tagi er líklega sú að ristilkrabbi er þriðja algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum og fleiri sem deyja úr því árlega en til dæmis brjósta- krabba sem þó er markvisst skimað fyrir,” segir Teitur að lokum. FÁ SÉRSTAKA LÆKNISSKOÐUN Besta myndin Skjáskot úr myndinni The Shaw shank Redemption. Heilsufarið kannað Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsu- verndar býður karlmönnum á öllum aldri sérstaka skoðun hjá Heilsuvernd í tilefni af Mottumars. Þar geta menn pantað sér tíma og komið í yfirgripsmikla heilsufarsskoðun og viðtal þar sem meðal annars er skimað fyrir ristilkrabba séu menn komnir á vissan aldur. MYND SIGTRYGGUR ARI Auðvelt að koma í veg fyrir útbreiðslu ristilkrabbameins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.