Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Síða 48
48 | Lífsstíll 11.–13. mars 2011 Helgarblað Mörg hundruð manns velja bestu myndirnar: Bestu kvikmyndir sögunnar Bandaríski gagnagrunnurinn Internet Movie Database, oft skammstafað IMDb, gerir notendum sínum kleift að gefa kvik- myndum – nær öllum kvikmyndum sög- unnar – einkunn frá 1 til 10. Fleiri hundruð manns hafa gefið kvikmyndum í gagna- grunninum einkunn og hefur síðan birt lista yfir 250 bestu kvikmyndir sögunnar. Í fyrsta sæti á listanum er myndin The Shaw- shank Redemption frá árinu 1994. 570 þús- und manns hafa gefið myndinni einkunn en meðaleinkunn hennar er 9,2. Í öðru sæti er kvikmyndin The Godfather, eða Guðfað- irinn, sem fær líka meðaleinkunnina 9,2 en heldur færri hafa gefið myndinni einkunn, um 444 þúsund manns, en Shawshank Red- emption. Annar hluti Guðföðurins er svo í þriðja sæti á listanum með meðaleinkunn- ina 9 eftir 269 þúsund einkunnagjafir. Aðrar myndir á topplistanum eru með- al annarra Pulp Ficton eftir Quentin Tar- antino, Schindler‘s List eftir Steven Spiel- berg og Inception eftir Christoper Nolan, en það er nýjasta myndin á listanum. Flest- ar myndirnar í efstu tíu sætunum eru gerð- ar fyrir árið 2000 en aðeins Inception og Batman-myndin The Dark Knight komast á listann af myndum sem gerðar voru eftir aldamótin síðustu. Gagnagrunnur IMDb hefur verið starf- ræktur síðan 1990 en honum var fyrst kom- ið á internetið nokkrum árum síðar und- ir nafninu Internet Movie Database. Síðan þá hefur vefurinn stækkað og dafnað og orðið að einni helstu upplýsingaveitu um kvikmyndir í heiminum. Gagnagrunnur- inn byrjaði sem áhugamál nokkurra kvik- myndaaðdáenda en hefur síðan orðið að umfangsmiklu fyrirtæki sem í dag er rekið af Amazon. K arlmönnum á öllum aldri býðst nú sérstök skoðun hjá Heilsuvernd í tilefni af Mottumars. Þar geta menn pantað sér tíma og komið í yfir- gripsmikla heilsufarsskoðun og við- tal þar sem meðal annars er skimað fyrir ristilkrabba séu menn komnir á vissan aldur. Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir þetta þarfaþing því það sé al- mennt ekkert markvisst eftirlit með heilsufari karlmanna meðan konur eru hvattar sérstaklega til að koma í kynbundna krabbameinsskoð- un. Þeim hjá Heilsuvernd fannst því kjörið að nýta Mottumars til að vekja sérstaka athygli á þessu. „Það er engin sem hugsar um okkur strákana. Við erum ekki hvattir í reglubundna skoðun eins og konur,“ segir Teitur og bætir við að ennfremur skipti máli að kanna fleiri þætti heilsufarsins, en Heilsu- vernd hefur nýlega komið á fót sam- starfi við meltingardeild Landspít- ala í Hafnarfirði um skimun fyrir ristilkrabba og þá eigi það bæði við um konur og karla sem komin eru yfir fimmtugt að reglubundin skoð- un geti skipt öllu máli. Möguleikar á lækningu góðir „Það er alþjóðlega viðurkennt að skimun geti haft úrslitaáhrif á þrjár gerðir krabbameina; brjósta-, leg- háls- og ristilkrabba. Árlega greinast um 150 Íslendingar með ristilkrabba og hlutföllin eru nokkuð jöfn á milli karla og kvenna. Af þessum 150 sem greinast deyr um þriðjungur úr sjúk- dómnum og sú tala fer hækkandi. Engu að síður ætti að vera auðvelt að koma í veg fyrir þetta því það er ekki einasta einfalt að koma auga á merki um sjúkdóminn heldur er lækningin góð – sem er ekki hægt að segja um allar gerðir krabbameina,“ segir Teitur en læknar hafa um ára- bil barist fyrir því að komið verði á fót skimun fyrir ristilkrabbameini. „Það kostar okkur mörg hundr- uð milljónir á ári að meðhöndla fólk sem hefur greinst með ristil- krabbamein en það er auðvelt lækna meinið ef það finnst á réttum tíma. Reglubundin skimun myndi spara þjóðarbúinu verulega háar upphæðir á hverju ári,“ segir Teitur en nú þegar hafa flestar samanburð- arþjóðir okkar tekið upp skimun á ristilkrabbameini, til dæmis Bret- land, Þýskaland, Svíþjóð, Kanada og Danmörk. Mikill munur á heilsufari Í skoðun tengdri Mottumars eru ýmsir áhættuþættir kannaðir, með- al annars líkamsþyngdarstuðull (BMI), fituprósenta, blóðþrýstingur og púls og mittis- og mjaðmahlut- fall. Einnig eru gerðar bæði blóð- og þvagrannsóknir með tilliti til áhættuþátta og aldurs. „Í skoðun er forvitnast um heilsu viðkomandi og kannað hvaða áhættuþættir eru fyrir mögulegum meinum, blóðprufa og þvagrann- sókn. Ekki er mælt blöðruháls ensím hjá þeim sem eru undir fjörtíu og fimm ára aldri en þeir sem eru eldri fara í gegnum slíka skoðun. Við þreifum jafnframt á eistum hjá þeim yngri og skimum fyrir ristilkrabba- meini hjá mönnum sem eru komn- ir yfir fimmtugt. Það er mikill mun- ur á heilsufari tuttugu og fimm ára manns eða manns sem er komin á sextugsaldur.“ Alþjóðleg vitundarvakning um ristilkrabbamein í mars „Allir sem eru komnir yfir fimm- tugt, bæði karlar og konur, ættu að láta kanna merki um einkenni ristil- krabbameins og það er gott að leggja áherslu á þetta nú í mars því þessi mánuður er jafnframt alþjóðlegur mánuður ristilkrabbameins. Ástæð- an fyrir alþjóðlegum degi af þessu tagi er líklega sú að ristilkrabbi er þriðja algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum og fleiri sem deyja úr því árlega en til dæmis brjósta- krabba sem þó er markvisst skimað fyrir,” segir Teitur að lokum. FÁ SÉRSTAKA LÆKNISSKOÐUN Besta myndin Skjáskot úr myndinni The Shaw shank Redemption. Heilsufarið kannað Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsu- verndar býður karlmönnum á öllum aldri sérstaka skoðun hjá Heilsuvernd í tilefni af Mottumars. Þar geta menn pantað sér tíma og komið í yfirgripsmikla heilsufarsskoðun og viðtal þar sem meðal annars er skimað fyrir ristilkrabba séu menn komnir á vissan aldur. MYND SIGTRYGGUR ARI Auðvelt að koma í veg fyrir útbreiðslu ristilkrabbameins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.