Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 64
Læk á það! Ómarktæk könnun n Icesave-andstæðingurinn Jón Valur Jensson var fljótur að komast að þeirri niðurstöðu að ný Icesa- ve-könnun Capa cent-Gallup væri „borguð eða lítt marktæk,“ eins og hann orðaði það á bloggsíðu sinni en könnunin sýndi fram á 63 prósent stuðning við samninginn, hjá þeim sem tóku afstöðu. Þrennt nefndi Jón Valur máli sínu til stuðnings. Í fyrsta lagi sagði hann að aðrar skoðanakannanir bentu í þveröfuga átt. Í öðru lagi væri það almenn reynsla fólks að „flestir kunningjar og samstarfsmenn mæla gegn Ice save-samningnum“. Þriðja skot- helda dæmið sem Jón Valur nefndi var að almennur straumur gegn Icesave væri augljós sem sæist best á þeim yfirgnæfandi fjölda hlust- enda Útvarps Sögu sem hringdi inn og lýsti sig andvígan samningnum. Vel að ölinu komnir n Handboltamennirnir og lands- liðsmennirnir Alexander Petterson, Sverre Jakobsson og Vignir Svavars- son fögnuðu góðum sigri á sterku liði Þjóðverja með því að skella í sig nokkrum köldum bjórum á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á miðvikudagskvöld. Sjónarvottar segja að þeir hafi tekið því rólega með öl í hönd þar sem þeir gáfu sig á spjall við aðra gesti Ölstofunnar. Landsliðsmennirnir unnu vel fyrir bjórsopanum þetta kvöldið þegar þeir unnu glæsilegan sigur á Þjóðverj- um í Laugardals- höll, en lokatölur urðu 36–31. Steini í Kók og ástin n Þorsteinn M. Jónsson, eða Steini í Kók, fyrrverandi eigandi Vífilfells, hefur fundið ástina. Sú heppna er Ingibjörg Egilsdóttir sem kjörin var ungfrú Ísland árið 2009 en hún er 22 árum yngri en Steini. Þau hafa samkvæmt heimildum ruglað saman reytum frá því fyrr í vetur. Til marks um alvarleika sam- bandsins má nefna að hann skráði það formlega á Facebook í gær, fimmtudag. Hermt er að þó Steini hafi misst Vífilfell vegna milljarða- skulda komi hann með einum eða öðrum hætti að rekstr- inum en eins og greint var frá fyrir skemmstu sá hann sjálfur um að finna kaupendur að fyrirtækinu og gekk frá samkomulagi um sölu þess. „Okkur finnst að hér á Akureyri sé enginn að gæta sjónarmiða al- mennings,“ segir Björn Þorláksson, fréttamaður og einn þeirra sem vinna nú að stofnun nýs fjölmiðils á Akureyri. Björn segir að annað- hvort verði um að ræða dagblað eða vefmiðil þó draumurinn sé að gefa út blað. Nú er unnið að því að kanna áhuga fjárfesta og von- ast Björn til að fjölmiðillinn fæð- ist fljótlega. „Ef það reynist grund- völlur fyrir þessu þá verður það alla vega ekki síðar en næsta haust en jafnvel eftir nokkrar vikur.“ Björn segir að hópur hugsjóna- fólks standi að baki hugmynd- inni og segir hann að fjölmiðlun á Akur eyri sé í slæmum farvegi. „Það er eiginlega sögulega ömurlegt ástand í akureyrskri fjölmiðlun í augnablikinu. Það voru margir tug- ir fólks að vinna við blaðamennsku fyrir nokkrum árum. Þeir sem eru að vinna fréttir og grafast fyrir um mál eru teljandi á fingrum annarr- ar handar í dag,“ segir Björn og bæt- ir við að krafan um gagnrýnni fjöl- miðlun hafi aukist síðustu misseri, samfara uppbyggingu þekkingar- samfélags á Akureyri með Háskól- anum á Akureyri. Eins og staðan í íslensku sam- félagi er í dag er ekki auðvelt að stofna nýjan fjölmiðil. Björn segir að til að verkefnið gangi upp þurfi margir að taka á sig veigamikla sjálfboðavinnu. „Við áttum okk- ur alveg á því að til að þetta rætist þarf hellingur af fólki að leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu til að byrja með. Sem stendur hefur það orðið að samkomulagi að menn taki sér ekki laun í þessu öllu heldur verði þetta grasrótarvinna.“ Hann tekur það þó fram að það muni ekki koma niður á gæðum fjölmiðlilsins. „Þeir sem myndu starfa við skriftir yrðu að hafa annað hvort menntun eða starfsreynslu því við lítum á blaða- mennsku sem mjög sérhæft, flókið og faglegt starf.“ einar@dv.is Björn Þorláksson fer fyrir hópi hugsjónafólks á Akureyri: Nýr fjölmiðill í fæðingu Tropical Playa Gott þriggja stjörnu íbúðahótel á Playa de las Américas, staðsett um 500 metra frá miðbænum og Playa de Troya ströndinni. 22. mars – 5. apríl Verð frá 103.600 kr.* og 15.000 Vildarpunktar M.v. 2 fullorðna studio íbúð. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 113.600 kr. Tenerife og Kanarí Hálft fæði Tenerife Kanarí Það var þessi þægilegheitatilfinning sem við höfðum í huga þegar við settum nýtt afþreyingarkerfi í flugflota Icelandair. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvu- leikjum. Hver og einn velur sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um flugferðina sjálfa og margt fleira. Beint morgunflug, glæsilegur farkostur. Eugenia Victoria Snyrtilegt og mjög vel staðsett hótel í miðbæ Ensku strandarinnar en ströndin er í um tíu mínútna göngufjarlægð. Öll aðstaða á hótelinu er til mikillar fyrirmyndar og hafa gestir aðgang að glæsilegri heilsulind. 16. mars - 23. mars Verð frá 93.500 kr.* og 15.000 Vildarpunktar M.v. 2 fullorðna í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 103.500 kr. VITA - ferðaskrifstofa á traustum grunni Flugsæti Verð frá 49.800 kr.* og 15.000 Vildarpunktar 22. mars Tenerife 16. mars Kanarí Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. * Verð án Vildarpunkta 59.800 kr. Tilbo ðið g ildir til 16. m ars! Einst akt v erð! VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 11.–13. MARS 2011 30. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR. Slæmt ástand Björn segir að það sé sögulega ömurlegt ástand í fjölmiðlun á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.