Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað „Ég vildi ekkert með stjórnmál eða trúmál hafa, hafði engan áhuga á að blanda stjórnmálum saman við íþróttir, ég vildi bara fá að upplifa frelsi,“ segir Meisam Rafiei, 24 ára taekwondo- meistari, í samtali við DV. Meisam sem er fæddur og upp- alinn í hafnarborginni Bandar-Abb- as við Persaflóann í Íran kom hing- að til lands í októ ber 2010 eftir að Taekwondo-samband Ísland réð hann til starfa sem aðstoðarlands- liðsþjálfara. Eftir að landsliðsþjálf- ari lét af störfum í janúar tók hann svo við sem aðalþjálfari landsliðsins. Auk þess að vera þrefaldur heims- meistari í einni vinsælustu íþrótt Írans hefur Meisam unnið tíu gull- verðlaun á níu árum, ein þeirra fyrir hönd Íslands á þessu ári. Nýlega voru fjölskyldumeðlimir hans yfirheyrðir af írönsku leyni- þjónustunni en hann hefur lítið heyrt frá þeim síðan. Atvinnuleyfi hans hér á landi rennur út þann 30. júní næstkomandi og íranska vega- bréfið gildir út september. Hann hefur áhyggjur af því hvað verði um hann, þurfi hann að fara aftur til Írans. „Ég vil búa á Íslandi og þjálfa ungt fólk hér, ég stefni á að vinna ólympíutitilinn fyrir hönd Íslands,“ segir Meisam. Meisam Rafiei-gata Meisam byrjaði að æfa taekwondo einungis þriggja ára gamall. Hann segir áhugann hafa kviknað fljót- lega eftir að hann byrjaði að keppa í íþróttinni. Taekwondo er ein vin- sælasta íþróttin í Íran og strax á ung- lingsárunum var Meisam Rafiei far- inn að vekja athygli fyrir snilli sína í íþróttinni. Árið 2002, þá einungis 16 ára, vann hann gullverðlaun í Vest- ur-Asíu-keppninni. Hann segir fjölda tækifæra hafa opnast honum í Íran í kjölfar góðs árangurs í íþróttinni. Þeir sem vinni til verðlauna fyrir Íran bjóðist ýmsir möguleikar sem standa öðrum ekki til boða. Hann tekur fram að nafni götunnar sem hann bjó við hafi meðal annars verið breytt í „Meisam Rafiei-götu“ til heiðurs honum árið 2006. „Mér fannst þetta mjög skrít- ið og ég var feiminn. Það er furðu- legt að heita Meisam Rafiei og búa við Meisam Rafiei-götu,“ segir hann og hlær. Fjölskyldan áreitt Þrátt fyrir allan þann velvilja sem honum var sýndur í kjölfar góðs árangurs fannst honum eitthvað vera að. „Þrátt fyrir að geta fengið gott og vel launað starf í Íran fannst mér samt eitthvað verulega bogið við lífið. Það fór mjög fyrir brjóstið á mér hvernig hlutirnir voru í Íran. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Ég vildi geta sagt það sem mér lá á hjarta en ég þorði ekki að segja það. Ég vildi ekki lifa svona. Það var ástæða þess að ég fór á endanum.“ Þegar leið á fullorðinsárin var Meisam að eigin sögn orðinn lang- þreyttur á þeirri þöggun sem við- gengst í heimalandi hans og vildi, þrátt fyrir mótbárur foreldra sinna, stunda íþrótt sína í öðru landi. Ís- land var ekki eina landið sem sýndi honum áhuga því hann fékk tilboð frá Bandaríkjunum, Argentínu og Dúb aí. „Taekwondo-samband Ís- lands var fyrst til að svara mér svo ég kom hingað,“ segir Meisam. Allt hefur gengið vel fram til þessa en í febrúar fékk Meisam mið- ur skemmtilegar fregnir af því að leyniþjónusta Írans hefði heimsótt fjölskyldu hans við Meisam Rafiei- götu í Bandar-Abbas. Viðurkenna ekki Ísrael Hann segir þá heimsókn tengjast nýlegri þátttöku hans á opna taek- wondo-mótinu í Trelleborg í Sví- þjóð. Þar átti Meisam að mæta kepp- anda frá Ísrael en var ítrekað færður til af írönskum dómara til að koma í veg fyrir að þeir mættust. Íranska ríkið viðurkennir Ísrael ekki sem sjálfstætt ríki og leggst alfarið gegn því að Íranir keppi við Ísraela. Álitið er að með því að gera slíkt væru þeir að viðurkenna sjálfstæði Ísraelsríkis. Andstaðan við Ísrael ristir djúpt í Íran en nýlega hótaði ríkisstjórn Írans því til að mynda að íþrótta- menn þjóðarinnar myndu snið- ganga Ólympíuleikana í London 2012 yrði merki leikanna ekki breytt. Sögðu talsmenn stjórnarinnar að úr lógóinu mætti lesa stafina ZION, en slíkt væri hreinn rasismi og móðgun við keppendur frá Íran. Vill geta keppt við alla Sjálfur vildi Meisam keppa við ísra elska keppendur: „Ísraelar eru manneskjur rétt eins og aðr- ir og ég vil geta keppt við alla. Þetta eru íþróttir, ekki stjórnmál. Það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað til Íslands, ég vil ekki blanda stjórn- málum og íþróttum saman.“ Þrátt fyrir að Meisam hafi ekki keppt við Ísraela á mótinu leit allt út fyrir að hann hefði mætt fleiri en einum á mótinu. Hann var skráð- ur í flokk með þremur ísraelskum keppendum og mætti þeim því sam- kvæmt pappírunum. Varúðarráð- stafnir dómarans breyttu því litlu í þessu tilviki og leyniþjónustan hafði í framhaldinu samband við foreldra hans. „Meisam er ekki sonur minn“ Eftir að hafa unnið Evrópumeist- aratitilinn í Trelleborg í Svíþjóð fékk Meisam tölvupóst frá bróður sínum. „Hann spurði hvað væri eiginlega í gangi, hvað ég hefði eiginlega ver- ið að gera. Þá hafði leyniþjónustan komið heim til okkar og tekið pabba og stóra bróður minn í yfirheyrslu. Þeir spurðu um mig og hvað ég væri að gera á Íslandi og hvers vegna ég væri þar,“ segir Meisam. Hann segir augljóst að fylgst hafi verið með Facebook-síðu hans að undanförnu. Leyniþjónustumenn- irnir spurðu feðgana meðal annars út í yfirlýsingar Meisams þess efnis að hann styddi írönsku stjórnarand- stöðuna. Meisam segist skilja við- brögð föður síns sem á að hafa sagt: „Meisam er ekki sonur minn lengur.“ Saknar mömmu Meisam segist ekkert hafa heyrt frá fjölskyldu sinni síðan þá: „Ég veit að þeir fylgjast með net- og símasam- skiptum og ég vil ekki blanda fjöl- skyldunni minni meira inn í málin. Þau geta ekki hringt í mig og ég get ekki hringt í þau. Maður veit aldrei hvað getur gerst, þeir hafa drepið fólk fyrir það eitt að mótmæla.“ En hvernig líður honum með það að vera algjörlega sambandslaus við fjölskyldu sína? „Auðvitað líður mér ekki vel. Ég sakna mömmu minnar. Í síðasta mánuði gat ég til dæmis ekk- ert sofið á nóttunni. Stundum verð ég mjög reiður yfir þessu öllu sam- an. Nú hef ég sagt við sjálfan mig að þetta sé lífið mitt og að ég verði að sætta mig við það. Ég get ekki farið aftur til Írans. Ég bý hér, keppi fyrir íslenska landsliðið á stórmótum og þjálfa fólk á öllum aldri.“ Stjórnmál á Facebook Aðspurður um stjórnmálaþátttöku segist Meisam hafa látið ýmislegt flakka um írönsk stjórnmál á Face- book eftir að hann kom hingað til lands: „Ég styð stjórnarandstöðuna og hef sagt það á Facebook. Fólk- ið vill frelsi og ég styð það. Ríkis- stjórnin afneitar því opinberlega að undanfarin misseri hafi mótmæli átt sér stað í landinu. Tveir leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa verið handteknir og sitja nú í fangelsi. Í fréttum í Íran er samt sem áður sagt frá því að engin mótmæli hafi átt sér stað, að enginn hafi látið lífið. Þá er sagt að Banda- ríkin og Ísrael hafi stutt uppreisn- armenn sem hafi drepið saklaust fólk. Á sama tíma er lögreglan í Íran að drepa eigið fólk. Þannig er það bara. 100 prósent fjölmiðla styðja ríkisstjórnina. Ef þú gerir það ekki ertu látinn hverfa.“ Óvissan fram undan Meisam þarf að endurnýja íranska vegabréfið sitt ekki seinna en í september á þessu ári vilji hann framlengja atvinnuleyfi sitt hér á landi. Útlendingastofnun hefur ráðlagt honum að hafa samband við íranska sendiráðið í Noregi en hann er óviss um hvort það muni takast. Allt sé í raun óljóst á þessum tímapunkti. Engin hrein og bein sönnunar- gögn eru til fyrir því að hann sé í beinni hættu fari hann aftur heim en sjálfur er hann hræddur við þá tilhugsun. „Ég veit ekkert hvað myndi gerast. Kannski myndu þeir meiða mann. Kannski berja mann. Þeir geta gert hvað sem er.“ Öðruvísi hugur Hugur Meisams er hjá þeim Írön- um sem hafa mátt þola ýmislegt misjafnt af hendi stjórnvalda. Hann tekur dæmi af uppháhaldsleik- konu sinni, Golshifteh Farahani. „Hún lék með Leonardo DiCaprio í Hollywood. Hún var meira að segja með slæðu vegna þess að hún vildi komast aftur til Írans. Samt var hún sökuð um að þiggja peninga frá zíonistum og úthrópuð af stjórn- völdum. Hún settist í kjölfarið að í Þýskalandi.“ Þá nefnir hann hinn fræga kvik- myndaleikstjóra Jafar Panahi sem handtekinn var í mars árið 2010. „Hann var dæmdur í fangelsi fyr- ir að gagnrýna stjórnarfar Írans í kvikmynd. Í kjölfarið var honum bannað að gera fleiri kvikmyndir. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin vill slökkva á heilanum í þér.“ Að lokum bendir Meisam svo á hausinn á sjálfum sér og segir: „Þessi heili hugsar öðruvísi!“ Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is n Þrefaldur heimsmeistari í tae- kwondo þorir ekki aftur til Írans af ótta við leyniþjónustuna n Hefur unn- ið brons- og gullverðlaun fyrir Íslands hönd n Langar að búa á Íslandi og stefnir á að vinna ólympíu meistaratitil fyrir hönd landsins FJÖLSKYLDAN YFIRHEYRÐ AF LEYNI- ÞJÓNUSTUNNI Meisam Rafiei „Ísraelar eru manneskjur rétt eins og aðrir og ég vil geta keppt við alla. Þetta eru íþróttir, ekki stjórnmál. Það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað til Íslands, ég vil ekki blanda stjórnmálum saman við íþróttir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.