Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 42
T ommy Lynn Sells fæddist 28. júní 1964, hann var tvíburi, en tvíburasystir hans, Jean, dó þegar hún var eins og hálfs árs. Tommy átti tvo eldri bræður og eignaðist síðar þrjá bræður til við- bótar því móðir hans fór ekki varlega þegar kynlíf var annars vegar. Í kjölfar dauða Jean sendi Nina, móðir Tommys, hann til frænku sinn- ar, Bonnie, og heimsótti son sinn sjaldan. Því fór svo að Bonnie vildi ættleiða hann en þegar Nina fékk veður af því brá hún skjótt við og sótti drenginn, sem þá hafði verið hjá Bonnie um þriggja ára skeið. Flest bendir til þess að Tommy hafi verið vandræðagemlingur sem drengur og lét Nina sig það litlu varða. Þegar Tommy var átta ára og komst í kynni við karlmann sem gaf honum gjafir leyfði hún Tommy að gista hjá manninum og talið er að hann hafi um skeið misnotað Tommy með grófum hætti. Varð háður fíkniefnum Ellefu ára að aldri hafði Tommy kom- ist í kynni við fíkniefni og ljóst var að hann gekk ekki heill til skógar and- lega þegar hann á táningsaldri reyndi að nauðga móður sinni. Fjórt án ára fór Tommy að heiman, búinn að klára áttunda bekk og fór á vit glæpa og fíkniefna sem hann neytti eins oft og mikið og hann gat. Hann var handtekinn nokkrum sinnum en þá gaf ekkert til kynna að um væri að ræða verðandi raðmorð- ingja og í raun var það ekki fyrr en eftir að Tommy var handtekinn fyrir morð árið 2000 að yfirvöld gátu fyllt í eyðurnar á ferli hans. En jafnvel þá voru yfirvöld ekki viss um að allt sem hann upplýsti þau um væri satt og rétt, en um annað eru lítil áhöld. Móðir og sonur myrt Í júlí 1985 hitti Tommy Enu Cordt og fjögurra ára son hennar, Rory, í For- syth í Missouri. Þegar þar var kom- ið sögu vann Tommy við farand-tív- olí og mæðginin höfðu kíkt þar eitt kvöldið. Morguninn eftir voru bæði Ena og Rory liðin lík. Tommy barði þau til dauða með hafnaboltkylfu. Síðar fullyrti Tommy við yfir- heyrslur að Ena hefði boðið honum heim og þau hefðu haft kynmök, en svo hefði Ena reynt að ræna hann. Þá hefði hann reiðst með þeim afleið- ingum að hann barði þau til dauða. Lítill trúnaður var lagður á frásögn Tommys og líklegra talið að hann hefði elt mæðginin heim, nauðgað Enu og myrt þau bæði í kjölfarið. Tveimur árum síðar komst Tommy með einhverjum hætti inn á heimili Keiths og Elaine Dardeen í Illinois. Lögreglan fann síðar lík Keiths á engi í grenndinni og hafði hann verið skotinn og kynfærum hans misþyrmt. Elaine fannst hins vegar inni á heimili hjónanna og var hún, ásamt þriggja ára syni sínum og barni sem ljóst var að hafði fæðst fyrir tímann, í hjónarúminu. Þau höfðu öll verið barin til dauða. Leitt var að því get- um að hún hefði eignast barnið fyrir tímann í viðurvist Tommys sem síð- an myrti þau. Tommy fer í fangelsi Árið 1992 var Tommy handtekinn í Charleston í Vestur-Virginíu eftir að hann hafði nauðgað og nánast drep- ið konu þar í bæ. Talið er að konan hafi aumkað sig yfir Tommy og ætl- að að gefa honum eitthvað í gogginn. En Tommy hafði aðrar hugmyndir og nauðgaði konunni og stakk hana með hníf. Einhvern veginn tókst konunni þó að ná af honum hnífnum og særa hann tuttugu og þremur sár- um. Tommy tók þá til handargagns píanóstól og barði hana það illilega að hann yfirgaf húsið í þeirri trú að hún væri öll. En því fór fjarri og gat hún gefið lögreglu greinargóða lýs- ingu á honum sem leiddi til handtöku hans. Hann slapp þó ótrúlega vel því hann afplánaði einungis fjögurra ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás. Þegar Tommy var í grjótinu kvænt- ist hann konu að nafni Nora Price og þegar honum var sleppt árið 1997 hófu þú búskap. En Tommy þurfti oft að fara út úr bænum til að sinna ýmsum viðvikum og hann yfirgaf eig- inkonuna áður en ár var liðið frá gift- ingunni. Tvíkvæntur Tommy Árið 1998 komst Tommy í kynni við 28 ára konu, Jessicu Lavrie, í Texas þar sem hann var aftur kominn í vinnu við farand-tívolí. Hann lét þá staðreynd að hann væri enn kvæntur Noru ekki flækjast fyrir sér og gekk að eiga Jessicu og flutti inn til hennar og fjögurra barna hennar. En Tommy var iðulega á ferðinni vegna vinnu sinnar og neytti fíkni- efna og myrti fólk þegar svo bar undir. Þann 4. apríl 1999 er talið að Tommy hafi nauðgað og myrt 32 ára konu og stungið átta ára dóttur henn- ar til bana í Tennessee. Um hálfum mánuði síðar nam hann á brott níu ára stúlku, Mary Bea Perez, í San Ant- onio í Texas. Hann misþyrmdi henni kynferðislega, myrti og kastaði líki hennar í árfarveg. Innan við mánuði síðar nauðgaði hann 13 ára stúlku, Haley Mchone, í Kentucky og kyrkti hana í kjölfar- ið. Sama kvöld var Tommy handtek- inn fyrir að vera undir áhrifum á al- mannafæri. Lögreglan hafði ekki grænan grun um hvílíkt skrímsli hún var með í höndunum og var hon- um sleppt morguninn eftir. Tveimur mánuðum síðar nauðgaði hann og myrti fjórtán ára stúlku, Bobby Lynn Wofford. Vinfengi á vafasömum forsendum Síðla árs 1999 fór Tommy að stunda messur í kirkju í Del Rio í Texas. Þar kynntist hann Terry og Crystal Harr- is og fór svo að honum var boðið inn á heimili þeirra í nokkur skipti. Harr- is-hjónin áttu þrjú börn og var eitt þeirra bráðfalleg stúlka rétt undir tán ingsaaldri, Katy, og ásetti Tommy sér að komast yfir hana. Á gamlárskvöld varð Tommy þess áskynja að Terry yrði að heiman í ein- hvern tíma og þegar hann var á brott það sama kvöld réðst Tommy til at- lögu. Hann braust inn í hjólhýsi Harr- is-hjónanna í gegnum svefnherberg- isglugga Justins, sonar þeirra. Þannig var mál með vexti að Justin var blind- ur og ályktaði að skarkalinn væri af völdum systkina hans og fór aftur að sofa. Tommy hreyfði ekki við hon- um en fór í inn næsta herbergi þar sem sjö ára stúlka, gestkomandi hjá Harris-hjónunum, svaf. Tommy lét sig hana litlu varða og hélt för sinni áfram, fór í næsta herbergi en þar voru Crystal og tólf ára dóttir henn- ar í fastasvefni. Loksins fann hann rétta herbergið þar sem Katy, þrettán ára, svaf grunlaus í neðri koju. Í efri kojunni lá Krystal Surles, tíu ára vin- kona hennar. Tommy Lynn Sells handtekinn Tommy beið ekki boðanna, vakti Katy og skar utan af henni nátt- og nærfötin og hófst síðan handa við að misþyrma henni kynferðislega. Katy tókst að komast fram úr kojunni og hrópaði: „Farðu og náðu í mömmu!“ Tommy brá þá hnífnum einu sinni og fór svo aftan að henni og tvísk- ar hana á háls og stakk hana síðan sextán sinnum. Meðan á þessu stóð hafði Krystal verið stjörf af skelfingu í efri kojunni og skyndilega tók Tommy eftir henni, teygði sig til hennar og renndi hnífnum yfir háls hennar. Að þessu loknu yfirgaf Tommy heimili Harris-hjónanna. En Krystal var ekki dáin en hélt að allir aðrir væru það. Nærri dauða en lífi tókst henni að komast yfir til ná- grannanna sem hringdu á neyðarlín- una. Katy lifði af og gat gefið lögregl- unni lýsingu af Tommy og var hann handtekinn 2. janúar 2000 eftir að hún bar kennsl á hann af ljósmynd úr safni lögreglunnar. Réttarhöldin yfir Tommy hófust í september sama ár og stóðu í að- eins þrjá daga. Það tók kviðdóm að- eins klukkustund að komast að nið- urstöðu um sekt hans og bíður hann nú örlaga sinna á dauðadeild fangels- is í Texas. 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 11.–13. mars 2011 Helgarblað FARAND- VERKA- MORÐ- INGINN n Tommy Lynn Sells fullyrti að hann hefði meira en fimmtíu mannslíf á samviskunni, jafnvel fleiri en sjötíu n Fullyrðingum hans hefur verið tekið með nokkurri varúð n Litlum vafa er undirorpið að Tommy bar ábyrgð á þó nokkrum hrottalegum morðum Tommy Lynn Sells Aldur og kyn skiptu engu máli þegar Tommy Lynn myrti. „Katy tókst að komast fram úr kojunni og hrópaði: „Farðu og náðu í mömmu!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.