Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 11.–13. mars 2011 Helgarblað finnur maður hraðar og hraðar fyrir löðrungum lífsins. Þegar ég misstíg mig núorðið fæ ég yfirleitt að finna fyrir afleiðingunum afskaplega hratt. En það tekur tíma að átta sig á að slíkar afleiðingar eru lærdóm- ur og eitthvað til að vera þakklát- ur fyrir, en ekki eitthvað vont til að kvarta undan. Fyrst pirraði það mig að geta ekki mokað í mig áfengi, óhollum mat eða farið illa með mig eins og margir í kringum mig. En smám saman verður maður þakk- látur fyrir að fá harkalegar og hrað- ar afleiðingar af mistökum. Þannig lærir maður hraðar og hraðar því að brennt barn forðast eldinn.“ Með bók í maganum Aðspurður hvort fleiri bækur séu í smíðum segist hann geta hugsað sér að skrifa bók af allt öðru tagi en ævisögu Jónínu Ben. „Ég hefði gaman af því að deila reynslu minni með öðrum, en það verður að vera þegar ég er kominn á réttan stað í lífinu. Slíkt er eitthvað sem verður að koma af sjálfu sér þegar tíminn er réttur. Mitt næsta verkefni verður að gera það sem ég er viss um að geta gert vel. Miðla lífsreynslu annarra. Ég ætla að skrifa aðra ævisögu en er ekki enn búinn að ákveða hver það verður. Ég lærði heilmikið á því verkefni að skrifa ævisögu Jónínu. Bæði af samskiptum mínum við hana en líka af því sem ég hefði viljað gera betur.“ Hræsni útgefandans „Ég skrifaði bókina um Jónínu á þremur mánuðum og hún fékk litla sem enga ritstýringu. Prófarka- lestur var í ólagi og margt annað sem ég get lært af. Þótt þetta séu ekki stórkostlega veigamikil at- riði reyni ég að sjálfsögðu að hafa þetta í lagi í næsta sinn. Ég er stolt- ur af sögu Jónínu. Reyndar hélt ég lengi framan af að útgefandi minn, Kristján B. Jónasson, væri það líka, hann hringdi í mig og sagði mér hversu vel mér hefði tekist upp. Hrósaði mér í raun svo mikið að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hann sagðist vera verulega ánægð- ur með bókina og ég var afskaplega upp með mér og þakklátur. Tveim- ur dögum seinna sá ég að hann var að gera lítið úr bókinni á Facebook fyrir framan bókmenntaelítuna. Það fór mjög í taugarnar á mér og ég skrifaði honum bréf þar sem ég sagði honum hug minn og ræddi á opinskáan máta um þá hræsni sem hegðun sem þessi felur í sér. Það er mikill munur á því að tala illa um fólk eða vera heiðarlegur og segja hluti hreint út sem ekki eru þægilegir. Að mínu mati þurfa þeir sem sýna svona tvískinnung að fá að heyra það og ákveða í kjöl- farið hvers konar manneskjur þeir ætla að vera. Þess vegna er ég alveg ófeiminn við að láta þetta flakka hér. Hann þarf að læra af sinni framkomu við annað fólk rétt eins og ég.“ Tætt Jónína Þótt Sölvi hafi blandað sér í deilur sem þessar upp á síðkastið forðast hann þær annars sem heitan eld- inn. Hann segist oft hugsa um fólk sem stendur stöðugt í opinber- um deilum og var auðvitað í miðju stormsins þegar hann gaf út ævi- sögu Jónínu Ben. „Mér hugnast deilur afskaplega illa. Það var hins vegar frábær skóli að skrifa þessa bók. Þegar Jónína leitaði til mín upphaflega stóð ég frammi fyrir tveimur spurningum. Sú fyrri var: Er hún efni í bók? Svar- ið við því var augljóst já. Sú seinni: Hef ég kjarkinn í að taka þátt í að stuða fullt af fólki og dragast ef til vill inn í hatrammar deilur? Eft- ir smá umhugsun stóð ég í raun frammi fyrir þeirri spurningu hvort ég ætlaði allt mitt líf að vera hrædd sál sem eyðir lífi sínu í að þóknast öðru fólki. Sá tími í mínu lífi er lið- inn. Jónína hefur eldað grátt silfur við ótrúlegan fjölda fólks og hefur ítrekað sótt í átök. Það mætti segja að hún hafi á ákveðnum tímum í lífi sínu verið komin í svo djúpt ástar- haturssamband við athygli í þessu litla landi að hún hafi svolítið týnt sjálfri sér. Inn við beinið er Jónína hins vegar yndislega hlý kona sem þráir ekkert frekar en að eiga gott heim- ili og fallegt fjölskyldulíf. Hún tekur símtöl á næturnar og finnur svo til með fólki að hún grætur, hún hefur líka haft góð áhrif á líf fjölmargra. Sérstaklega ungra kvenna og hefur til dæmis tekið konur sem hafa lent í ofbeldi undir sinn verndarvæng. Ég varð vitni að ótrúlegustu uppá- komum síðasta sumar,“ segir hann og hlær. „Ég var eiginlega staddur í miðri sápuóperu. En það snerti mig þegar Jónína mátti þola hörkulega meðferð af hálfu landlæknis og hún sagði við mig grátandi: „Ég er vakin og sof- in yfir heilsu þessa fólks og þetta eru verðlaunin.“ Hlutirnir eru ekki alltaf jafn svarthvítir og sumir vilja halda fram.“ Gott veganesti Móðir Sölva er Elsa Guðmunds- dóttir, sérkennari í Öskjuhlíðar- skóla, og faðir hans heitir Tryggvi Sigurðsson og er barnasálfræðing- ur. Sölvi segist líkur þeim báðum. „Pabbi er barnasálfræðingur og ég lærði sálfræði í Háskólanum, við höfum því báðir brennandi áhuga á hegðun og hinu mannlega. Mamma er einstök manneskja sem hefur til að bera mikið um- burðarlyndi. Hún er alltaf brosandi og með gleði í hjarta. Hún kenn- ir þroskaheftum börnum á hverj- um degi og hefur kennt mér svo margt um gildi þess að vera ein- lægur. Bæði mamma og pabbi eru frjálsleg í anda og gáfu mér mikið rými til að vaxa úr grasi og vera ég sjálfur. Þau brýndu mjög fyrir mér að sýna öðrum samkennd og það er enn mín mikilvægasta lífsregla. Ég held að það sé margt verra í líf- inu en að alast upp í dálitlu hippa- hugarfari.“ Missti bróður sinn í eldsvoða Samkennd sprettur úr sársauka, heldur Sölvi, og segist eiga auð- velt með að tengjast fólki, sérlega þeim sem hafi átt erfiða ævi. Sjálf- ur á hann sársaukafullar minning- ar um eldri bróður sinn sem lést í eldsvoða aðeins 10 ára. „Ég á mjög auðvelt með að tengjast fólki vegna þess að ég finn raunverulega til með því. All- ir finna til, sársauki er sammann- legur og sá hluti af lífinu sem eng- inn losnar undan. Þessi eiginleiki minn er keyptur dýru verði vegna þess að hann hefur mótast af mikl- um sársauka. Ég var aðeins fjögurra ára þegar ég missti bróður minn en man samt alltaf eftir þessum morgni á jólum þegar faðir minn sagði mér að bróðir minn væri dá- inn. Ég man eftir aðfangadags- kvöldi fjögurra ára gamall þar sem allir grétu með pakkana í fanginu. Slíkt mótar mann. En auðvitað var ég það lítill að sársaukinn laumað- ist að mér með árunum. Ég leit mik- ið upp til hans og við vorum nánir.“ Sölvi og bróðir hans voru sam- feðra en þegar slysið varð var bróð- ir hans hjá móður sinni. „Þetta var hörmulegt slys en móðir hans sofnaði út frá logandi kerti aðfara- nótt aðfangadags.“ Sölvi segir engan verða saman eftir svo sviplegan missi. „Ég hef sennilega aldrei jafnað mig á þessu, þrátt fyrir að ég hafi oft haldið það sjálfur. Bæði mótaðist ég af sorg- inni í kringum mig og eins hef ég líklega tekið þetta inn á mig á dýpra stigi en því meðvitaða. Þannig er það örugglega um alla sem búa við það að missa náinn ástvin á barns- aldri. Í mínu tilfelli hefur þetta gert mig að manni sem er sífellt að pæla og hugsa um reynslu annarra og líðan. Þessar pælingar hafa lík- lega ýtt mér í blaðamannsstarfið. En ég er virkilega þakklátur fyrir þetta, eins og allt annað sem ég hef gengið í gegnum, því það gerir mig að þeim sem manni sem ég er. Líf- ið leggur misjafnar raunir á fólk og mínar eru hvorki meiri né minni en annarra. Ég vinn bara úr því sem upp kemur hverju sinni. Eins finnst mér núna í seinni tíð eins og Högni Erpur bróðir minni lifi að einhverju leyti innra með mér og leiðbeini mér þegar mikið liggur við. Það gefur mér kraft.“ Erfiðleikar geta verið gjöf Sölvi segist vera á góðum stað í dag. „Ég keyrði mig út á tímabili þegar ég var að vinna á Stöð 2. Ég lagði alla mína krafta í starfið og kunni ekki að loka á það þegar heim kom. Ef maður lifir þannig í lengri tíma verður eitthvað undan að láta. Þess vegna var orka mín í lágmarki lang- tímum saman á árinu 2008. En ég er þakklátur fyrir að ég lét það ekki ná til mín nema upp að ákveðnu marki. Ég ferðaðist til Japan með for- eldrum mínum þetta ár og upplifði þar einstaka innri ró. Þar held ég að áralangar pælingar hafi loksins skilað árangri þegar ég átti síst á því von. Ég finn þessa tilfinn- ingu stundum á hversdagslegustu stundum. Kannski þegar ég sit á kaffihúsi eða er að ganga um bæ- inn. Eftir þetta leyfi ég mér að vera orkulítill og ganga í gegnum mín- ar sveiflur án þess að gefa þeim stimpil. Í samfélagi okkar nú er allt of sterk tilhneiging til að gefa eðli- legum tilfinningasveiflum nöfn og stimpla.“ Lærði viðtalstæknina hjá geðlækni „Ég er ánægður með þáttinn minn og hann er með því sniði sem hent- ar mér og minni viðtalstækni hvað best. Ég hef gaman af því að taka viðtöl og ég er meðvitaður um að ég er góður í því sem ég geri. Ég ætla ekkert að berja mig niður.“ Sölvi útskýrir viðtalstækni sína fyrir blaðamanni sem kemst að því að hann lærði hana meðal ann- ars af geðlækni. „Mig langaði til þess að læra að taka góð viðtöl. Viðtöl við einstaklinga sem eiga erfitt með að tjá sig og hafa geng- ið í gegnum erfiða lífsreynslu. Ég ákvað því að leita mér þekking- ar á besta mögulega stað. Ég er vel tengdur inn í heilbrigðiskerfið í gegnum pabba minn og fleiri og hafði uppi á einum færasta geð- lækni Íslands. Ég bað hann um að kenna mér listina að tala við fólk um erfiða hluti. Hvar er betra að læra slíkt en af manni sem hefur þurft að taka erfið viðtöl klukku- stundum saman alla daga í ára- tugi? Ég drakk í mig það sem hann sagði og vona að ég hafi bætt mig fyrir vikið. Ég spái líka mikið í að- ferðir þekktra spyrla á erlendum vettvangi, svo sem Mike Wallace, Larry King og Charlie Rose.“ Sölvi segist geta hugsað sér að starfa við fjölmiðla alla ævi. „Ég sækist eftir því að þroska mig áfram í ákveðna tegund af fjöl- miðlamanni. Ég væri til í að vera með sjónvarpsþátt á gamalsaldri og finna fyrir þeirri tilfinningu að fólki finnist jafnþægilegt að hlusta á mig og Jónas R. Jónasson á föstu- dagskvöldum á Rás 1. Þá veit ég að ég hef sinnt mínu vel.“ „Eins finnst mér núna í seinni tíð eins og Högni Erpur bróð- ir minni lifi að einhverju leyti innra með mér og leiðbeini mér þegar mikið liggur við. Það gefur mér kraft. „Þetta var hörmu- legt slys en móðir hans sofnaði út frá log- andi kerti aðfaranótt að- fangadags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.