Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Grunur leikur á að margs konar lög- brot, allt frá skattalagabrotum, skila- svikum, umboðssvikum til fjárdráttar hafi átt sér stað í rekstri iðnfyrirtæk- isins Sigurplasts í Mosfellsbæ frá því árið 2007 og þar til fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust. Félagið skuldaði Arion banka þá um 1.100 milljónir króna. Arion banki stofnaði í kjölfarið nýtt rekstr- arfélag á nýrri kennitölu sem einn- ig er rekið undir heitinu Sigurplast. Sigurplast sérhæfir sig í framleiðslu á alls kyns umbúðum úr plasti, meðal annars flöskum og drykkjarbrúsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um starfsemi Sigur- plasts sem endurskoðendafyrirtæk- ið Ernst og Young vann fyrir skipta- stjóra þrotabús fyrirtækisins, Grím Sigurðsson. DV hefur skýrsluna und- ir höndum. Heimildir DV herma að bæði efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra og lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu rannsaki nú starfsemi Sigurplasts með hliðsjón af skýrslu Ernst og Young vegna gruns um að lögbrot hafi átt sér stað í rekstri fyrir- tækisins. Skýrslan er dagsett 19. jan- úar 2011. Sigurplast mjólkað – nýtt fyrirtæki stofnað Framkvæmdastjóri og eigandi Sig- urplasts var Sigurður L. Sævarsson en hann stofnaði sambærilegt fyrir- tæki og Sigurplast, Viðarsúlu ehf., árið 2009. Viðarsúla sérhæfir sig í framleiðslu á alls kyns umbúðum úr plasti líkt og Sigurplast. Í skýrslunni kemur fram að umtalsverð viðskipti hafi átt sér stað á milli Viðarsúlu og K.B. Umbúða, annars félags sem er tengt Viðarsúlu, og að þau hafi í langflestum tilfellum verið sérstak- lega óhagstæð fyrir Sigurplast. Með- al þess sem er nefnt í skýrslunni er að Sigurplast hafi keypt vörur af K.B. Umbúðum með 300 prósenta álagn- ingu. Minnst er á það að Sigurplast hafi selt umræddar vörur áður en K.B. Umbúðir byrjuðu að gera það en af einhverjum ástæðum hafi Sig- urplast hætt að kaupa vöruna sjálft og notað K.B. Umbúðir sem millilið þrátt fyrir að það hafi kostað félagið margfalt meira. Viðarsúla og K.B. Umbúðir stunda rekstur á þessu sviði í dag og eru því í reynd í beinni samkeppni við Arion banka sem tók yfir rekst- ur Sigurplasts í kjölfar gjaldþrotsins í fyrra. Ógjaldfært frá 2008 Í skýrslu Ernst og Young kemur fram að allt frá því í ársbyrjun 2008 og þar til fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- skipta hafi það í reynd verið ógjald- fært – ekki átt nægilegar eignir fyrir skuldum sínum. Samt var fyrirtæk- ið rekið áfram þrátt fyrir að það gæti ekki staðið í skilum við helsta lánar- drottinn sinn, Kaupþing banka, nú Arion banka. Um gjaldfærni félags- ins segir í skýrslunni: „Greining á rekstri félagsins og sjóðstreymi sýn- ir glöggt að rekstrarhagnaður þess dugði flesta mánuði, frá árslokum 2007 og fram í desember 2010, ekki fyrir vaxtakostnaði, hvað þá afborg- unum af lánum.“ Af lánum við Kaupþing, síðar Ar- ion banka, sem upphaflega voru rúmar 400 milljónir króna, en hækk- uðu í meira en milljarð vegna veik- ingar íslensku krónunnar, greiddi fyrirtækið einungis rúmar 3 millj- ónir króna í afborganir á tímabilinu. Lánin voru í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Gengishrun- ið leiddi til þess að á árinu 2008 tap- aði félagið rúmlega 560 milljónum króna. Þetta var mikið tap fyrir fé- lag sem rúmu einu og hálfu ári áður hafði verið keypt á rúmar 350 millj- ónir króna. Á sama tíma, frá því í árs- lok 2007 til ársloka 2008, jókst yfir- dráttarskuld félagsins umtalsvert, um samtals tæpar 60 milljónir króna. Myndin sem dregin er upp af starfsemi Sigurplasts í skýrslunni er því afar dökk: Á sama tíma og félagið greiddi ekki af lánum sínum nema að litlu leyti vegna ógjaldfærni gekk eig- andi og framkvæmdastjóri félagsins þannig á eignir þess og fjármuni að rökstuddur grunur leikur á að hann hafi farið á svig við lög með hátterni sínu. Svo virðist því sem Sigurður hafi verið búinn að sjá það fyrir strax árið 2009 að Sigurplast myndi að öll- um líkindum verða gjaldþrota og því stofnaði hann annað félag, Viðar- súlu, sem hóf sambærilegan rekstur. Svo var gengið á fjármuni og eignir Sigurplasts með þeim hætti að það þjónaði hagsmunum Viðarsúlu og veikti enn frekar stöðu Sigurplasts. Á kostnað Sigurplasts Í yfirliti endurskoðenda Ernst og Young um viðskiptin á milli Sigur- plasts, Viðarsúlu og K.B. Umbúða – en Sigurður Sævarsson átti fyrr- nefndu tvö félögin og hinu þriðja virðist vera stýrt af sömu aðilum og hinum tveimur samkvæmt skýrsl- unni – koma fram mikil viðskipti á milli þessara aðila á árunum 2009 og 2010. Um viðskiptin við Viðarsúlu seg- ir til dæmis að Sigurplast hafi greitt kostnað upp á nærri 630 þúsund krónur fyrir fyrirtækið. Meðal ann- ars var um að ræða greiðslur á far- símareikningum fyrir Sigurð Sæv- arsson. „Samkvæmt framangreindu gjaldfærði Sigurplast ehf. kostnað að upphæð 627.496 í bókhaldi sínu sem tilheyrði Viðarsúlu ehf.“ Sigurplast greiddi því reikninga fyrir Viðarsúlu. Í viðskiptunum við K.B. Umbúð- ir seldi Sigurplast félaginu í einhverj- um tilfellum vörur á verði sem var undir kostnaðarverði eða með mjög lágri álagningu. Heildarskuld K.B. Umbúða við Sigurplast, upp á nærri 6,4 milljónir króna, var skuldajöfnuð, án þess að neinir fjármunir skiptu um hendur á milli félaganna, á með- an K.B. Umbúðir hélt eftir eignunum sem skiptu um hendur. 300 prósent álagning Einnig keypti Sigurplast vörur, sem áður höfðu verið fluttar inn af Sigur- plasti, af K.B. Umbúðum á upp- sprengdu verði – álagningin var allt að 300 prósent. Um þetta atriði segir í skýrslunni: „Í einhverjum tilfellum hefur innkaupsverð varanna til Sig- urplasts ehf. hækkað töluvert, sem má rekja til þess að nú er kominn milliliður, K.B. Umbúðir, sem tekur sína álagningu.“ Engin útskýring á þessu atriði er sett fram í skýrslunni nema sú að K.B. Umbúðir og Viðar- súla séu í reynd tengdir aðilar: „Hins vegar virðast reikningar K.B. Um- búða ehf. vera prentaðir út úr reikn- ingakerfi Viðarsúlna ehf. sem var á starfsstöð Sigurplasts ehf. á árinu 2010.“ Lítil skil virðast því hafa verið á milli þessara þriggja félaga þó stefn- an virðist hafa verið sú að flytja eign- ir og fjármuni frá Sigurplasti og inn í hin félögin tvö. Í útskýringu á ein- um viðskiptum á milli Sigurplasts og K.B. Umbúða upp á rúmlega 1.600 þúsund krónur segir að vart geti tal- ist „eðlilegt“ að Sigurplast borgi 100 til 300 prósent hærra verð fyrir vör- urnar. Niðurstaða Ernst og Young um þetta atriði er að rúmar 14 milljónir króna hafi runnið frá Sigurplasti til K.B. Umbúða í beinhörðum pen- ingum í þessum viðskiptum sem endurskoðandinn telur ekki eðlileg. Ályktunin sem dregin er um þessi viðskipti er eftirfarandi: „Þegar þess- ir tveir viðskiptareikningar K.B. Um- búða eru skoðaðir virðist það liggja fyrir að K.B. Umbúðir keyptu vörur af Sigurplasti á óeðlilega lágu verði og að K.B. Umbúðir ehf. hafi byrj- að að flytja inn vörur sem Sigurplast ehf. hafði áður flutt inn og selt þær vörur til Sigurplasts ehf., í einhverj- um tilfellum, á óeðlilega háu verði. Einnig virðist K.B. Umbúðir ehf. vera að gefa út reikninga á Sigurplast ehf. vegna kostnaðar sem Sigurplast ehf. átti ekki að greiða.“ Á sama tíma og þessi viðskipti áttu sér stað, frá því í janúar 2009 og þar til fyrirtækið varð gjaldþrota í september, rýrnuðu vörubirgðir Sig- urplasts með „óeðlilegum“ hætti um nærri 30 milljónir króna samkvæmt skýrslunni. „Kostnaðarverð þeirra niðurfærslna sem flokkaðar voru sem óeðlilegar niðurfærslur er um 26.9 mkr.“ Birgðir fyrirtækisins rýrn- uðu því verulega á sama tíma og vör- ur fóru á milli Sigurplasts, K.B. Um- búða og Viðarsúlu án þess að greitt væri fyrir þær. Umrædd viðskipti gætu flokkast sem skilasvik þar sem verið var að ganga á bú ógjaldfærs félags með óeðlilegum hætti og færa út úr því eignir án endurgreiðslu en einnig er hugsanlegt að þau flokkist sem brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga, að um fjárdrátt hafi verið að ræða. Sigurður lét fyrirtækið borga Í skýrslunni er einnig að finna yfir- lit yfir greiðslur sem Sigurplast innti af hendi fyrir Sigurð. Benda endurskoðendurnir á það að þeir telji að umræddar greiðslur Sig- urplasts séu vegna „persónulegs kostnaðar“ hans, sem ekki hafi tengst rekstri Sigurplasts. Auk farsíma, leigubíla, veitinga- húsaferða, hótelgistinga og ann- arrar slíkrar neyslu sem Sigurður Grunur um stórfelld lögbrot í Sigurplasti Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 1. hluti n Endurskoðendaskýrsla sviptir hulunni af ótrúlegum viðskiptaháttum Sigurplasts fyrir gjaldþrotið n Sigurplast ógjaldfært 2008 n Eigandinn færði eignir yfir í annað félag sem starfar enn n 1.100 milljóna kröfur n Vísbendingar um fjárdrátt, skilasvik, umboðsvik og skattalagabrot n Sigurplast greiddi fyrir milljónaframkvæmdir við hús eigandans og 200 þúsund króna reikning í úraverslun Rannsaka starfsemina Efnhags­- brotadeild­ríkislögreglustjóra,­sem­Helgi­ Magnús­Gunnarsson­stýrir,­rannsakar­nú­ starfsemi­Sigurplasts­en­grunur­leikur­á­ að­ýmiss­konar­lögbrot­hafi­verið­framin­í­ starfsemi­fyrirtækisins­áður­en­félagið­varð­ gjaldþrota. Eigandinn Arion­banki,­sem­Höskuldur­ Ólafsson­stýrir,­er­eigandi­Sigurplasts­sem­ stofnað­var­á­grunni­hins­gjaldþrota­félags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.